Morgunblaðið - 04.11.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2020
VERIÐ
VELKOMIN Í
SJÓNMÆLINGU
Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200
Opið: Virka daga 9.30–18
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Félag hesthúseigenda í Víðidal og
hestmannafélagið Fákur mótmæla
því að borgarráð hafi hafnað
beiðni um 50 ára lóðarleigusamn-
inga undir hesthús félagsmanna
með ákvæðum um að borgarsjóður
greiði leigutaka sannvirði húsanna
að leigutíma loknum, að því er
fram kemur sameiginlegri ályktun
félaganna.
Borgarráð samþykkti hins
vegar, með fjórum atkvæðum gegn
þremur, að lóðarleigusamningar í
Víðidal skyldu áfram gerðir til 25
ára og húseigandi skyldi á sinn
kostnað fjarlægja hesthúsið og
skila þannig lóðinni til borgarinnar
að leigutíma loknum.
„Þessir úreltu lóðarleigu-
samningar standa enn fremur í
vegi fyrir endurnýjun í hesta-
mennskunni, að ungt fólk vilji
leggja í þá fjárfestingu sem bygg-
ing hesthúss er. Það er ótrúlegt að
árið 2020 sé hesthúseigendum boð-
ið upp á það að fjarlægja hesthús
á sinn kostnað að loknum 25 ára
leigutíma,“ segir í ályktun félag-
anna tveggja.
Ágreiningur hefur verið um
málið um langt skeið, en önnur
hús á Fákssvæðinu, þ.e. Faxaból,
Reiðhöllin, Dýraspítalinn og Al-
mannadalur ásamt öðrum hest-
húsum á höfuðborgarsvæðinu hafa
samninga með ákvæðum þeim sem
hesthúseigendur í Víðidal vilja nú
innleiða í lóðarleigusamninga.
Hestamenn mótmæla
ákvörðun borgarráðs
Morgunblaðið/Hari
Reið Hestamenn eru ekki sáttir með
ákvörðun meirihluta borgarráðs.
Deilt um lóðar-
leigusamninga
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
„Fólk er að verða fyrir mjög alvar-
legu tekjufalli og í ofanálag er búið
að fella krónuna um tuttugu prósent.
Við munum svo sannarlega þurfa að
nýta þær launahækkanir sem koma
um áramótin, til þess að vega upp þá
kaupmáttarrýrnun sem á sér stað í
gegnum hækkandi verðlag,“ segir
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður
VR.
Hvorki hann né Björn Snæbjörns-
son, formaður Einingar-Iðju, hafa
orðið þess varir að atvinnurekendur
fari fram á að launahækkunum um
næstu áramót verði frestað. Haft var
þó eftir Jóhannesi Þór Skúlasyni,
framkvæmdastjóra Samtaka ferða-
þjónustunnar, í Morgunblaðinu um
seinustu helgi, að það væri galið að
ætla að halda launahækkunum til
streitu. Þeim verði að fresta.
Verkalýðsformennirnir taka þetta
ekki í mál. „Það væri algerlega galið
að fara að reifa slíkar hugmyndir við
okkur í því ástandi sem við stöndum
frammi fyrir í dag. Það hafa nánast
allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar
gengið út á að verja fyrirtækin með
lokunarstyrkjum, sértækum stuðn-
ingi, ríkisábyrgðum og svo fram-
vegis. Það hefur ekkert verið gert
fyrir fólkið, ekki nokkur skapaður
hlutur, nema þá að það er búið að
framlengja tekjutengdar atvinnu-
leysisbætur,“ segir Ragnar Þór.
Miklar erlendar vöruhækkanir
Hann segir að launamenn þurfi
nauðsynlega á þessum launahækk-
unum að halda, ekki síst þar sem
stjórnvöld hafi ekki gefið neitt út um
hvernig bæta megi fólki upp það al-
varlega framfærslu- og tekjufall sem
margir séu að lenda í. Sá vandi geti
fljótt breyst í skuldavanda af þeirri
stærðargráðu sem þúsundir ein-
staklinga og fjölskyldna þurftu að
glíma við í kjölfar hrunsins. Það hafi
svo bein áhrif á neyslu í landinu ef
fólk þurfi að standa frammi fyrir vali
á milli þess að greiða reikninga eða
kaupa brýnustu nauðsynjar.
Tíminn er að renna út til að bregð-
ast við þeim vanda sem fólk stendur
frammi fyrir að mati Ragnars Þórs.
„Ég hef fylgst
mjög náið með
hvernig t.d.
hækkanir hjá
birgjum og heild-
sölum hafa verið
að þróast, sem
síðan skilar sér út
í smásöluverðinu.
Erlendar vöru-
hækkanir hafa
verið miklar og við erum að horfa á
gríðarlega erfiða tíma framundan
hjá okkar fólki.“ Hann segist ekki
gera lítið úr vanda fyrirtækja og
menn hafi gríðarlegar áhyggjur af
stöðunni. Margt bendi líka til þess
að fyrirtæki séu að mörgu leyti búin
að setja komandi launahækkanir út í
verðlagið.
Björn Snæbjörnsson bendir á að
SA hafi ákveðið að segja ekki upp
samningunum og þar með skuld-
bundið sig til að greiða hækkanirnar
um áramótin. Stjórnvöld hafi svo
auk þess gripið til margvíslegra að-
gerða til að aðstoða fyrirtæki.
Skynsamlegra að bíða
SA hafa ekki tekið upp hugmyndir
um frestun launahækkananna við
verkalýðshreyfinguna. Halldór
Benjamín Þorbergsson, fram-
kvæmdastjóri SA, er þó sömu skoð-
unar og áður að skynsamlegra sé að
fresta þeim við núverandi aðstæður.
,,Það er stigvaxandi atvinnuleysi og
út frá heildarhagsmunum hef ég
metið það sem svo að það sé skyn-
samlegra að bíða með launahækk-
anir ef það verður til þess að bjarga
störfum einhverra. Ég er því á
hverjum degi að reyna að afla því
sjónarmiði fylgis,“ segir hann.
Fólk er að verða
fyrir alvarlegu
tekjufalli
Verkalýðsformenn vísa á bug hug-
myndum um frestun launahækkana
Ragnar Þór
Ingólfsson
Halldór Benjamín
Þorbergsson
Björn
Snæbjörnsson
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Krakkarnir mættu hressir og kátir
og þetta gekk vel fyrsta daginn.
Mögulega kemur einhver þreyta í
þetta síðar en í dag voru þau ein-
staklega prúð og stillt,“ segir Jón
Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri
Réttarholtsskóla í Reykjavík.
Í gær tók gildi reglugerð um
skólastarf sem felur það í sér að börn
fædd 2010 og fyrr þurfa að bera
grímur þegar ekki er hægt að
tryggja tveggja metra nálægðartak-
mörk. Nú mega 25 koma saman í
fimmta til tíunda bekk og 50 í fyrsta
til fjórða bekk. Tíu starfsmenn mega
vera í hverju rými.
Einhugur meðal starfsfólks
Jón Pétur segir að flestir nemend-
ur við Réttarholtsskóla hafi borið
andlitsgrímur undanfarnar tvær vik-
ur og því sé ekki erfitt að innleiða
grímuskyldu í skólanum. „Ég hef
sjálfur borið grímu frá byrjun skóla-
starfsins í haust og er orðinn alger-
lega vanur því. Það getur verið að
nemendur eigi eftir að venjast því
líka. Krökkunum finnst erfiðast að
geta ekki hitt hina hópana.“
Hann segir að rætt hafi verið við
nemendur sem eru á unglingastigi
um það hver tilgangurinn sé með að
hólfa skólann niður. Einhugur sé á
meðal starfsfólks um að láta starfið
ganga með þessu breytta sniði.
Auðveldara að skipuleggja
skólastarfið en í vor
„Það koma auðvitað upp allskonar
smáatriði sem þarf að huga að en
fólk er mjög samhent. Það finnur til
sín að vera í framlínunni, það finnur
að verk þess skipta verulegu máli.
Það er enda líðan krakkanna sem
okkur er ofboðslega umhugað um.“
Jón Pétur segir að auðveldara sé
að skipuleggja skólastarfið nú en í
fyrstu bylgjunni í vor. Hægt sé að
halda úti list- og verkgreinakennslu
og bjóða nemendum upp á hafra-
graut á morgnana og hressingu í há-
deginu. „Í fyrstu bylgjunni var meira
um innantómt nám, menn voru að
redda sér frá degi til dags. Núna er-
um við með tíu kennara hóp sem get-
ur sinnt allri kennslu, sinnt sínum
sérsviðum.“
Morgunblaðið/Eggert
Breytt ásýnd Nemendur og kennarar báru grímur í Réttarholtsskóla í gær. Fyrsti dagur með nýju sniði gekk vel.
Erfiðast að fá ekki
að hitta hina hópana
Grímuskylda og skipt í hólf í efri bekkjum grunnskóla
Reykjavíkurborg útvegar grímur
fyrir þau börn sem þurfa að
nota grímu í skólanum vegna
reglugerðar heilbrigðis-
ráðherra. Helgi Grímsson,
sviðsstjóri skóla- og frístunda-
sviðs Reykjavíkurborgar, segir
að skólar borgarinnar þurfi allt
að 10.000 grímur vegna þessa
daglega.
„Vegna þess að þetta er
skylda þá eðlilega þurfum við
að útvega þennan búnað,“ segir
Helgi sem kvaðst í gær telja að
fyrsti dagurinn með þessu
breytta sniði hefði gengið vel.
Reglur og viðmið hafi verið mót-
uð hratt og eðlilegt sé að
nokkra daga taki að þjálfa
krakkana upp í þessu umhverfi.
ragnhildur@mbl.is
10.000 grímur
dag hvern
BORGIN ÚTVEGAR GRÍMUR