Morgunblaðið - 04.11.2020, Page 1

Morgunblaðið - 04.11.2020, Page 1
M I Ð V I K U D A G U R 4. N Ó V E M B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  260. tölublað  108. árgangur  INNBLÁSNAR AF SOVÉSKU DISKÓI GPS-NET FYRIR VERKTAKA BYRJA UNDAN- KEPPNINA GEGN LITHÁEN VIÐSKIPTAMOGGINN STEFNA Á EVRÓPUMÓTIÐ 23ULTRAFLEX 24 Hátæknifyrir- tækið VAXA Technologies, sem framleiðir smáþörunga í næsta nágrenni við Hellisheiðar- virkjun í Ölfusi, stefnir á skrán- ingu á Nasdaq- hlutabréfamark- aðinn í New York í byrjun árs 2023. Innan fimm ára er áætlað að árstekjur félagsins muni nema um 14 milljörðum króna, en áætlaðar tekjur yfirstandandi árs eru til samanburðar 42 milljónir króna. Nú stendur þriðja fjármögnunar- lota félagsins yfir, þar sem fyrir- tækið hyggst safna nálægt þremur milljörðum króna. Eins og Kristinn Hafliðason, fram- kvæmdastjóri VAXA, segir í samtali við ViðskiptaMoggann hyggst félagið sækja tekjur í nokkrar ólíkar áttir, en félagið er nú þegar byrjað að selja smáþörunga sína til klakstöðva átta tyrkneskra fiskeldisfyrirtækja. Kristinn segir að fyrirtækið eigi í samstarfi við japanskan matvælarisa um þróun Omega-3 til manneldis. Þá séu viðræður í gangi við alþjóðleg stórfyrirtæki um sölu á vörum fyrir- tækisins, eins og t.d. bláu litarefni og próteini. Á markað í New York eftir rúm 2 ár  Búast við ævintýralegum vexti Kristinn Hafliðason Allt bendir til að metkjörsókn hafi verið í forsetakosningum í Bandaríkjunum sem fram fóru í gær. Nær væri kannski að segja að þeim hafi lokið í gær en mikill meirihluti kjósenda eða um 100 milljónir manna höfðu þegar greitt atkvæði fyrir kjördag, flestir með póstatkvæðum. Þegar Morgunblaðið fór í prentun voru kjörstaðir enn opnir víða um Bandaríkin og fyrstu tölur ekki farnar að berast. Óvíst er hve greiðlega mun ganga að telja atkvæðin, nú þegar utankjörfundaratkvæði eru fleiri en nokkru sinni. Það, ásamt því hve afgerandi dómur kjósenda verður, mun ráða því hvenær úr- slit kosninganna verða ljós en óhætt er að segja að heimsbyggðin bíði með öndina í hálsinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti boðaði til kosningavöku í Hvíta húsinu, en keppi- nautur hans, Joe Biden, varði kvöldinu í heimabæ sínum í Delaware. Samhliða forsetakosningum var kosið til þings í fulltrúa- og öldungadeildinni en þær kosningar má ekki vanmeta enda ræður þingstyrkur flokks forsetans miklu um möguleika hans á að hrinda eigin stefnu- málum í framkvæmd. alexander@mbl.is AFP Lokaspretturinn Donald Trump Bandaríkjaforseti og Joe Biden, frambjóðandi demókrata, hafa verið á ferð og flugi síðustu daga og freistað þess að ná síðustu atkvæðunum í hús.  Um 100 milljónir greiddu atkvæði utan kjörfundar Lágstemmdar kosningavökur hjá Biden og Trump  Óvíst hvenær úrslit verða ljós  Þingkosningar falla í skuggann en skipta þó miklu Metkjörsókn í örlagaríkum kosningum Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ísland kemur næst Svíþjóð þegar um er að ræða fjölda umsókna um alþjóð- lega vernd hér á landi 2015-2019 mið- að við höfðatölu þjóðanna. Umsókn- irnar voru 257 í Svíþjóð og 237 á Íslandi á hverja 100.000 íbúa en 82 í Finnlandi, 47 í Danmörku og 43 í Nor- egi, samkvæmt tölum frá evrópsku hagstofunni Eurostat. Sömuleiðis erum við næstir Svíum þegar kemur að jákvæðri afgreiðslu á umsóknum, miðað við höfðatölu. Þær voru 115 í Svíþjóð, 106 hér, 80 í Finn- landi, 38 í Noregi og 31 í Danmörku á hverja 100.000 íbúa. Umsóknir um al- þjóðlega vernd hér frá 2016 til loka september 2020 voru alls 4.410 tals- ins, samkvæmt upplýsingum frá Út- lendingastofnun. Þá fengu 1.352 ein- staklingar vernd, viðbótarvernd og dvalarleyfi af mannúðarástæðum eða 31% af heildarfjölda umsækjenda. 229 kvótaflóttamenn Hlutfallið hefur verið breytilegt á milli ára og farið hækkandi enda mikl- ar breytingar orðið á því hvaðan um- sækjendur koma, að sögn Útlend- ingastofnunar. Þessu til viðbótar var 229 einstak- lingum, svonefndum kvótaflótta- mönnum, veitt vernd í boði stjórn- valda á þessu sama tímabili. Nær þriðji hver umsækj- andi fékk alþjóðlega vernd  Svíþjóð og Ísland efst Norðurlanda í útgáfu dvalarleyfa Morgunblaðið/Hari Útlendingastofnun Hlutfall leyf- isveitinga hefur farið hækkandi. MÞeim fjölgar sem ... » 6

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.