Morgunblaðið - 04.11.2020, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 04.11.2020, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hryllingurinnhelduráfram. Í fyrrakvöld var framið hryðjuverk í miðborg Vínar í Austurríki. Fjórir almennir borg- arar létu lífið í skot- árásinni, tvær konur og tveir karl- ar. 22 menn særðust og sjö eru þungt haldnir. Árásarmaðurinn var skotinn til bana og er nú talið að hann hafi verið einn að verki. Hann var stuðningsmaður Ríkis íslams og hét Kujtim Fejzulai. Maðurinn var vopnaður sjálf- virkum riffli, skammbyssu og sveðju og gyrtur eftirlíkingu af sprengjubelti. Hann var tvítugur karlmaður frá Norður-Makedóníu með bæði austurrískan og norður- makedónskan ríkisborgararétt. Í apríl fyrra var hann dæmdur í 22 mánaða fangelsi vegna þess að hann reyndi að komast til Sýr- lands til að ganga til liðs við Ríki íslams 2018, en fékk reynslulausn í desember. Viðurkenndu austur- rískir ráðamenn í gær að honum hefði tekist að blekkja yfirvöld til að halda að hann hefði snúið baki við öfgum sínum. Þetta er fjórða hryðjuverkið af þessum toga á stuttum tíma á meginlandi Evrópu. Í Frakklandi var kennari, Samuel Paty, myrtur í Conflans- Sainte Honorine rétt fyrir utan París um miðjan október og í lið- inni viku voru þrír stungnir til bana í kirkju í borginni Nice. Kennarinn hafði sýnt skop- myndir af spámanninum Múham- eð í tíma. Árásarmaðurinn hét Ab- dullakh Anzorov, var 18 ára gamall og frá Tétsníu. Hann réðst á kennarann með hnífi og afhöfð- aði hann. Áður en hann féll fyrir byssukúlum lögreglu náði hann að segja frá ódæðisverki sínu í net- samtali á rússnesku sem rakið hef- ur verið til Idlib í Sýrlandi þar sem íslamistar eru með vígi. Hryðjuverkamaðurinn í Nice ákallaði Allah meðan á árásinni stóð. Þegar hann náðist var hann með þrjá hnífa á sér og eintak af kóraninum. Hann heitir Brahim Issaoui, er 21 árs gamall og er frá Túnis. Þar í landi hafði hann kom- ist í tæri við lögreglu vegna of- beldis og eiturlyfjamisferlis. Hon- um var hleypt inn í Ítalíu í borginni Bari 9. október eftir að hafa verið í sóttkví ásamt 400 öðr- um um borð í ferju. Lögregla segir að hann hafi komið til Nice 27. október, aðeins tveimur dögum fyrir árásina í kirkjunni. Tvítugur Sýrlendingur réðst á tvo menn í gamla hluta Dresden í Þýskalandi 4. október með hníf að vopni, myrti annan þeirra og særði hinn. Sýrlendingurinn kom frá Aleppo um Balkanskaga til Þýskalands í október 2015. Hann var undir lögaldri og sótti um hæli sem flóttamaður. Hann var í mikl- um samskiptum við íslamska öfga- menn, þar á meðal Ríki íslams, og í nóvember 2018 var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa verið að undirbúa sjálfsmorðs- tilræði. Meðan hann sat í fangels- inu barst þýsku leyniþjónustunni ábending frá erlendri leyniþjón- ustu um að hann hygðist fremja hryðjuverk þegar hann yrði látinn lás. Þeirri ábendingu var ekki komið áfram. Engu að síður var maðurinn undir eft- irliti og var talið að mikil hætta stafaði af honum. Hann fékk á sínum tíma hæli sem flóttamaður, en vegna þess hve hann var forhertur var hann svipt- ur stöðu flóttamanns í fyrra og gefin út brottvísun. Honum virðist þó ekki hafa verið vísað úr landi vegna þess að Þjóðverjar senda ekki menn úr landi til Sýrlands vegna ástandsins þar. Honum hafði verið uppálagt að gefa sig fram við lögregluna í Dresden þrisvar í viku og fara í meðferð sem miðaði að því að vinna gegn öfgum hans. Þrátt fyrir eftirlitið tókst honum að verða sér úti um hnífana og fremja árásina aðeins fimm dögum eftir að hann var látinn laus. Hann var ekki handtekinn fyrr en 16 dögum síðar vegna þess að erfðaefni úr honum fannst á skó annars fórnar- lambsins. Í öllum þessum tilfellum voru ungir menn á ferð, uppfullir af öfgum og hatri og óbeit á menn- ingu og lífsháttum þeirra landa, sem þeir hafa haldið til í leit að at- hvarfi. Þeir sækja haturshug- myndir sínar til Ríkis íslams og annarra öfgahreyfinga íslamista. Þessir menn létu til skarar skríða, en þeir skipta þúsundum í Evrópu sem deila skoðunum þeirra og hatri. Engin leið er að segja til um hversu líklegt er að þeir muni reiða til höggs, en hætt- an er augljós. Ríki íslams gerir út á það að hvetja fylgjendur sína til ódæðis- verka. Innrætingin er útsmogin og miskunnarlaus. Þeir eigi með öllum tiltækum ráðum að ráðast á laganna verði, almenna borgara og „trúvillinga“ í þeim löndum, sem hafa lagst gegn Ríki íslams. Ekki þurfi mikið til að breiða út ótta og skelfingu. Árásirnar undanfarnar vikur sýna hversu erfitt er að verjast þessum hryðjuverkum, jafnvel í löndum þar sem hættan er ljós og viðbúnaður er mikill. Mönnum tekst að láta til skarar skríða þótt vitað sé að þeir séu hættulegir. Í tveimur tilfellum hafði hryðju- verkamönnunum verið sleppt úr fangelsi áður en þeir höfðu af- plánað dóma sína til fulls. Þeir hefðu átt að sitja inni þegar hryðjuverkin voru framin. Á meg- inlandi Evrópu eiga yfirvöld í stökustu vandræðum með þá hópa sem fylgja Ríki íslams og öðrum íslömskum öfgahópum í blindni. Það er full ástæða til þess að vera vakandi fyrir þessari hættu hér á landi þegar hælisleitendum fjölg- ar jafnt og þétt. Ef til vill má ekki hafa uppi slík varnaðarorð, en hjá því verður einfaldlega ekki kom- ist. Austurríkismenn komust að því í fyrradag að það er enginn óhultur fyrir hryðjuverkum. Það er nóg komið af samvisku- lausum árásum öfgamanna á sak- laust fólk og það þarf að mæta til- ræðismönnum og hryðjuverka- samtökum af fullri hörku. Hryðjuverkum íslamskra öfgamanna í Evrópu linnir ekki} Enn eitt tilræði Á ður en lengra er haldið vil ég taka það fram að starfsfólk heilbrigð- iskerfisins er frábært, þetta góða fólk starfar hins vegar í kerfi sem hannað er af öðrum. Heilbrigðiskerfið er á ábyrgð heilbrigðis- ráðherra og ber honum því að sjá til þess að það virki í samræmi við lög og reglugerðir. Ráði ríkisvaldið ekki við verkefnið þarf að fela það öðrum. Mörg lásum við átakanlega frásögn Önnu Sifjar Ingimarsdóttur sem hún ritaði á fésbók- arsíðu sína og DV.is fékk leyfi til að birta. Frásögnin kippir okkur örstutt inn í lítinn hluta þess harmleiks sem Anna og fjölskylda upplifðu. Geðheilbrigðiskerfið brást fjölskyld- unni þegar hún þurfti á því að halda. Hvers vegna er þetta svona? Hvers vegna hrekjast sjúklingar og aðstandendur um kerfið eins og lít- ill bátur í ólgusjó án þess að fá hjálp? Hvað er að? Anna skrifar: „Við vitum öll hvaða afleiðingar það hefur í för með sér ef ekkert er að gert, því er brugðist við strax. Alvarlegum geðsjúkdómi má vel líkja við lífshættulega blæðandi sár og því þarf líka að bregðast við strax! Ég er kona með átakanlega reynslu af því að eiginmaður minn og faðir barna minna veikist skyndilega af alvarlegu þung- lyndi og geðrofi.“ „Ég er kona með átakanlega reynslu af því að leita hjálpar hjá heilbrigðiskerfi okkar Íslendinga. Ég er kona með átakanlega reynslu af því að hringja á geðdeild Land- spítalans í neyð og sagt að þar sé hjálpina ekki að finna, fyrst þurfi að tala við vakthafandi hjúkrunar- fræðing Landspítalans. Ég er kona með átak- anlega reynslu af því að vera sagt af vakthaf- andi hjúkrunarfræðingi að allra fyrst þurfi ég að koma honum til heimilislæknis (Hvað er löng bið þar?). Ég er kona með átakanlega reynslu af því að koma að lokuðum dyrum hjá geðheilbrigðiskerfi okkar.“ Síðan segir Anna: „Nú ári eftir bardagann mikla hefur mér verið boðið í hringinn aftur. Takk fyrir! Nú með barnið okkar sem hefur verið andlega lamað í heilt ár. Við þurftum aft- ur á bráðaþjónustu að halda en nei allt kom fyrir ekki. Það þarf tilvísun! Það þarf fyrst að hitta heimilislækni til að fá tilvísun! Þegar ég hringi á heilsugæsluna til að fá tíma hjá heim- ilislækni til að fá tilvísun til geðlæknis, þá tal- aði ég við símsvara sem gaf mér ýmsa val- möguleika þrisvar sinnum! Ég var á endanum ekki viss hvort ég hefði hringt rétt og skellti á. Það sem var næst í stöðunni var bráðamóttakan en þar þurfti ég að ryðjast áfram grenjandi með frekju til þess að barninu mínu væri sinnt samdægurs. Og af hverju þurfti það til? Vegna þess að svona tilfelli eiga betur heima á heilsugæslunni var svarið sem ég fékk.“ Hlustum á þá sem lent hafa í kerfinu, bætum og breyt- um, útvistum því sem kerfið ræður ekki við. Leggjum áherslu á geðheilbrigði, skrifum undir á www.39.is. Gunnar Bragi Sveinsson Pistill Geðheilbrigðiskerfið brást Höfundur er þingmaður Suðvesturkjördæmis og varaformaður Miðflokksins. gunnarbragi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Allmargar umsagnir hafa síð-ustu daga borist um frum-varp Áslaugar Örnu Sigur-björnsdóttur dómsmála- ráðherra um mannanöfn. Verði frumvarpið að lögum verður manna- nafnanefnd lögð niður og frelsi til nafngiftar rýmkað. M.a. verður heim- ilt að taka upp eftirnafn í stað kenni- nafns til föður eða móður og að taka upp kenninafn maka síns, en í inn- sendum umsögnum er nokkuð fjallað um kenninöfn. Í greinargerð með frumvarpinu segir að verði það að lögum auki það til muna frelsi ein- staklinga til að velja sér og börnum sínum eiginnöfn og kenninöfn, eða eftirnöfn, og frelsi til að breyta nöfn- um verði víðtækara en nú er. Mannanafnanefnd telur frum- varpið ekki vera til bóta, beinlíns skaðlegt íslenskri tungu og leggst gegn því í umsögn sinni að það verði samþykkt. Þau Auður Björg Jóns- dóttir og Sigurður Konráðsson rita umsögn mannanafnanefndar, en þriðji nefndarmaðurinn skrifar ekki undir umsögnina. Þar er lagst gegn því að gerð verði undantekning frá ís- lenskum ritreglum hvað mannanöfn varðar þannig að einstaklingum verði í sjálfvald sett hvernig þeir riti nöfn sín. Hávær minnihluti Þá telur mannanafnanefnd mikil mistök ef felld yrði úr gildi ævaforn kenninafnahefð Íslendinga. Nú þegar sé heimilt samkvæmt lögum að taka upp millinafn, sem almennt séu notuð eins og ættarnöfn, sem nefndin telji að tryggi rétt þeirra sem notast vilji við ættarnöfn. „Mannanafnanefnd telur að það sé aðeins hávær minnihluti sem vilji fella úr gildi ákvæði laga um kenni- nöfn og að rita beri íslensk nöfn í samræmi við íslenskar ritreglur og skorar á Alþingi að breyta ekki lög- um hér um nema að vel athuguðu máli,“ segir í umsögninni. Firnavont frumvarp Guðrún Kvaran, prófessor em- eritus í íslensku, segir að sér finnist frumvarpið firnavont. Guðrún skorar á Alþingi að standa vörð um þann menningararf Íslendinga að kenna til föður eða móður. Hún vitnar eins og fleiri sem sent hafa inn umsagnir til fyrri umsagna um frumvörp um mannanöfn 2018. Ármann Jakobsson, prófessor og formaður Íslenskrar málnefndar, segir m.a. í umsögn sinni að ástæða sé til að hvetja þingheim til að staldra við og velta fyrir sér hagsmunum ís- lenskrar tungu. Ekki hafi verið sýnt fram á slíkan vanda að krefjist jafn róttækrar aðgerðar. Langbest sé að áfram séu ákvæði í mannafnalögum um að nöfn fylgi íslenskri málhefð. Hægri og vinstri umferð „Að gefa ættarnöfn frjáls en þykjast um leið ætla að halda í föð- urnafnasiðinn má líkja við að leyfa samtímis vinstri og hægri umferð á vegum,“ skrifar Jóhannes B. Sig- tryggsson, rannsóknarlektor hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslensk- um fræðum og fyrrverandi nefnd- armaður í mannanafnanefnd. Hann var ráðgjafi við samningu frumvarps- ins, en tók hins vegar ekki þátt í samningu kafla um kenninöfn. Jóhannes varar við því að núver- andi kenninafnakerfi sé kollvarpað og segir að forn föður- og móðurnafna- siður okkar sé mikilvægur menning- ararfur og ábyrgðarhluti að vega að því. „Þessi siður er einstök menning- arleifð sem um leið er lifandi hefð sem sátt er um hjá þorra fólks,“ skrif- ar Jóhannes. Kenninafnakerfinu verði ekki kollvarpað Morgunblaðið/Ófeigur Á Arnarhóli Nöfnin fylgja fólki frá vöggu til grafar og skipta miklu máli. Eiríkur Rögnvaldsson, pró- fessor emeritus í íslenskri málfræði, segir í upphafi um- sagnar sinnar að meginstefna frumvarps sé að leggja sem minnstar hömlur á form og eðli mannanafna. Aukið frelsi í þeim efnum sé nauðsynlegt vegna jafnréttis- og mann- réttindasjónarmiða. Í lokaorðum segir Eiríkur: „Fyrirliggjandi frumvarp skað- ar ekki íslenska tungu á nokkurn hátt, en er veruleg réttarbót og afnemur þá mis- munun sem felst í gildandi lögum og er í raun stjórnar- skrár- og mannréttindabrot. Stífar reglur sem vísa í ís- lenska málstefnu en sam- ræmast ekki jafnrétt- ishugmyndum og stríða gegn réttlætiskennd fólks geta orð- ið til þess að ala á neikvæð- um viðhorfum fólks til ís- lenskunnar. Því þarf hún síst af öllu á að halda um þessar mundir.“ Aukið frelsi nauðsynlegt FORM OG EÐLI NAFNA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.