Morgunblaðið - 04.11.2020, Síða 11

Morgunblaðið - 04.11.2020, Síða 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2020 Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranesi | Sími 511 2022 | dyrabaer.is Úrval náttúrulegra bætiefna og fóðurs fyrir hunda og ketti. Nánar á dyrabaer.is HOLLUSTA OG HEILBRIGÐI FRÁ Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Lögreglan í Austurríki greindi í gær frá því að hún hefði borið kennsl á lík hryðjuverkamannsins sem skotinn var til bana eftir skot- árásina í Vínarborg í fyrrakvöld. Fjórir eru látnir eftir ódæðið og 22 voru sagðir særðir, nokkrir alvar- lega. Karl Nehammer, innanríkisráð- herra Austurríkis, greindi frá því í gær að lögregla og her landsins hefðu staðið að 18 rassíum í Vínar- borg og nágrenni í kjölfar árásar- innar í leit að mögulegum vit- orðsmönnum eða gerendum árásarinnar. Voru fjórtán handtekn- ir í aðgerðum lögreglunnar, en lög- reglan telur nú að maðurinn hafi verið einn að verki, án þess að Ne- hammer vildi útiloka að fleiri hefðu tekið þátt í árásinni. Vildi komast til Sýrlands Sagði Nehammer að árásarmað- urinn hefði verið tvítugur stuðnings- maður Ríkis íslams, Kujtim Fej- zulai, en hann var með austurrískt og norðurmakedónskt ríkisfang. Fejzulai var dæmdur í apríl í fyrra fyrir tengsl við hryðjuverkastarf- semi eftir að hann reyndi að komast til Sýrlands til þess að berjast fyrir Ríki íslams. Gekk hann í kjölfarið í gegnum „endurhæfingu“ fyrir öfga- menn. Viðurkenndi Nehammer að Fejzulai hefði náð að „gabba“ kerfið til þess að tryggja sér reynslulausn og sagði að endurhæfingaráætlunin yrði endurskoðuð í kjölfar hennar. Búið var að girða af stóran hluta af miðborg Vínar í gær á meðan rannsóknarlögreglumenn leituðu þar að sönnunargögnum. Árásin átti sér stað skammt frá óperuhúsi borgarinnar, sem og helsta bæna- húsi gyðinga í Vínarborg, en ekki er vitað hvort bænahúsið hafi verið sérstakt skotmark Fejzulais. Þriggja daga þjóðarsorg Austurrísk stjórnvöld lýstu í gær yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna árásarinnar og lögðu fulltrúar rík- isstjórnar, forseta og þings landsins blómsveiga nálægt árásarstaðnum. Erlendir þjóðhöfðingjar og þjóð- arleiðtogar sendu Austurríkismönn- um samúðar- og stuðningskveðjur sínar. Þar á meðal voru Angela Merkel Þýskalandskanslari og Emmanuel Macron Frakklandsfor- seti, sem hét því að óvinir Evrópu myndu brátt fá að vita við hverja væri að eiga. „Við munum aldrei láta undan,“ sagði Macron. Þá lýsti Trump Bandaríkjaforseti yfir stuðn- ingi sínum við Austurríki, Frakk- land og Evrópu í baráttunni gegn hryðjuverkum. AFP Vínarborg Lögreglumaður stendur vörð um blómsveiga sem fulltrúar aust- urrískra stjórnvalda lögðu til minningar um fórnarlömb árásarinnar. Fjórtán í haldi lögreglu  Fjórir látnir og 22 á sjúkrahúsi eftir árásina í Vínarborg  Talið að árásarmað- urinn hafi verið einn að verki  Náði að „gabba“ endurhæfingarkerfið Samninganefndir Bretlands og Evr- ópusambandsins funduðu stíft í gær í leit að lausnum á síðustu stundu á þeim ásteytingarsteinum sem staðið hafa í vegi fyrir að samkomulag geti náðst um fríverslun á milli þeirra. Sögðu embættismenn við AFP- fréttastofuna í gærdag að engin teikn væru á lofti um að slíkt sam- komulag myndi nást. Þá bar Daniel Ferrie, talsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, til baka fregnir um að tek- ist hefði að finna lausn á deilum að- ilanna um það hvaða aðgang ríki Evrópusambandsins ættu að hafa að fiskimiðum Bretlands eftir áramót. Sagði Ferrie að tillaga Breta um að settir yrðu kvótar á fiskistofna eftir því hversu lengi þeir hefðu dval- ist í hafsvæði hvers ríkis gæti ekki orðið grundvöllur lausnar. Fundað þrátt fyrir veiruna Michel Barnier, samningamaður ESB og David Frost, samningamað- ur Breta funduðu í gær augliti til auglitis í Brussel. Þótti það til marks um alvarleika málsins, þar sem harð- ar sóttvarnaaðgerðir eru í gildi í Belgíu, og hefur starfsmönnum sam- bandsins verið uppálagt að forðast skrifstofur sínar, nema annað væri ekki í boði. Tíminn er naumur, þar sem und- anþágur Breta vegna útgöngu þeirra úr sambandinu renna út um áramót- in, og þarf nýr fríverslunarsamning- ur helst að vera genginn í gildi þá. Þá rann út um mánaðamótin frest- ur sem Evrópusambandið hafði gefið Bretum til þess að draga til baka um- deilda löggjöf, sem sögð er brjóta í bága við útgöngusamning þeirra við sambandið. Sagði Ferrie sambandið vera að skoða næstu skref sín í mál- inu. Lítið útlit fyrir samkomulag  Funduðu augliti til auglitis í Brussel AFP Brexit Deilt er m.a. um aðgang að breskum fiskimiðum eftir áramót. Það þótti kraftaverki líkast í gær þegar björgunarmenn í bænum Bay- rakli fundu þriggja ára stúlku á lífi í húsarústum, 91 klukkustund eftir jarðskjálftann mikla í Eyjahafi sem skók Grikkland og Tyrkland fyrir helgi. Björgun stúlkunnar, Aydu Gezg- in, gaf nokkrar vonir um að enn yrði hægt að finna fólk á lífi eftir skjálft- ann, en móðir hennar fannst því mið- ur látin nokkrum stundum síðar. Áætlað er að rúmlega 100 manns hafi farist í jarðskjálftanum, sem mældist 7,0 að stærð. Að minnsta kosti 109 manns létust í Tyrklandi, en tveir létust á eyjunni Samos, skammt frá upptökum skjálftans. TYRKLAND AFP Kraftaverk Mikil gleði vaknaði þegar Ayda fannst á lífi í rústunum. Þriggja ára fannst á lífi eftir skjálftann Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, varaði í gær við því að ástandið vegna kórónu- veirufaraldurs- ins væri graf- alvarlegt, en sænska ríkis- stjórnin gaf í gær út nýjar sóttvarnaráðstafanir. Var meðal annars mælt fyrir um að fjöldi þeirra sem mega sitja við sama borð á veitingastöðum og kaffi- húsum verði takmarkaður niður í átta manns. 31 hefur látist í Svíþjóð síðan á föstudaginn, og hafa nú 5.969 manns dáið þar í landi af völdum kórónuveirunnar, af um 134.000 tilfellum. SVÍÞJÓÐ Bara átta manns sitji við sama borð Stefan Löfven Kosningadagurinn í Bandaríkjunum fór vel af stað í gær, og stefndi allt í eina mestu kjörsókn í bandarískum kosningum í áratugi. Þar af voru rúmlega 100 milljónir atkvæða greiddar utan kjörfundar fyrir kjör- dag, en til samanburðar greiddu rúm- lega 135 milljónir manna atkvæði í kosningunum fyrir fjórum árum. Donald Trump Bandaríkjaforseti var bjartsýnn á endurkjör í samtali við bandarísku sjónvarpsstöðina Fox News, og sagðist hann halda að hann myndi ná inn fleiri atkvæðum og ríkj- um en hann gerði árið 2016. Vonir Trumps treystu að miklu leyti á að honum tækist að halda sömu ríkjum og hann gerði þá, en kjörsókn á kjördegi í Flórída-ríki benti til þess að fleiri repúblikanar en demókratar hefðu greitt þar atkvæði á sjálfan kjördag, en demókratar voru heldur iðnari við að senda at- kvæði sín með pósti. Chad Wolf, starfandi yfirmaður heimavarnarráðuneytisins, sagði í gær að Bandaríkjamenn ættu að brynja sig með þolinmæði, því að það kynni að taka tíma áður en niðurstaða kosninganna yrði ljós. Stefndi í mikla kjörsókn á kjördegi  Rúmlega 100 milljónir atkvæða greidd- ar utan kjörfundar í forsetakosningunum AFP Kosningar Mikil kjörsókn var víða í Bandaríkjunum, m.a. í Texas-ríki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.