Morgunblaðið - 04.11.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2020
LEIKANDI LÉTT MEÐ
LAURASTAR
www.alver.is S: 896 4040 LauraStar á Íslandi
Með LauraStar færðu þu
að strauja bæði fín og va
eins og silki og ull, jafn ve
bómullarefni eins og galla
30 ár
á Íslandi
rrgufu sem gerir þér kleift
ndmeðfarin efni
l og þykk
buxur.
LauraStar S
Kr. 215.000
LauraStar Lift
Kr. 68.000
BEAUTURAL
Fatarakvél
Fjarlægir
ló og
hnökra.
Gerir flíkin
fína.
Hvort sem um er að
ræða fatnað, peysur,
mjúk leikföng,
húsgagnaáklæði
eða rúmföt.
a
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Barnaverndarnefndum barst 241 til-
kynning varðandi ofbeldi gegn börn-
um í ágústmánuði og enn fleiri til-
kynningar bárust í september eða
alls 385. Á fyrstu níu mánuðum árs-
ins hafa borist fleiri tilkynningar
vegna ofbeldis en bárust allt árið
2016 og 2018.
Þá hafa tilkynningar vegna van-
rækslu síðustu 7 mánuði verið stöð-
ugt yfir meðaltali ef litið er til sam-
anburðar á tímabilið frá 1. janúar
2019 til 29. febrúar á yfirstandandi
ári. Ef litið er á fjölda tilkynninga á
fyrstu níu mánuðum ársins vegna
vanrækslu þá eru þær fleiri en bár-
ust allt árið 2016 og 2017.
Þetta kemur fram í nýrri grein-
ingu Barnaverndarstofu á tölum
sem borist hafa frá barnaverndar-
nefndum vegna tilkynninga sem
sem þær fengu í ágúst og septem-
ber.
„Alls bárust 979 tilkynningar til
barnaverndarnefnda í ágúst 2020.
Er það rétt yfir meðallagi saman-
burðartímabilsins. Ef fjöldi tilkynn-
inga í ágúst 2020 er borinn saman
við sama mánuð í fyrra má sjá að
þær voru 20,9% fleiri í ár. Í sept-
ember barst alls 1261 tilkynning, en
ekki hafa borist fleiri tilkynningar á
þessu ári. Eru tilkynningar septem-
bermánaðar 13,1% fleiri í ár en í
sama mánuði í fyrra,“ segir í um-
fjöllun Barnaverndarstofu um
helstu niðurstöðurnar.
Sé litið nánar á tölurnar kemur í
ljós að samtals bárust 146 tilkynn-
ingar í gegnum neyðarnúmerið 112 í
ágúst og hafa ekki verið fleiri í ein-
um mánuði á öllu árinu. Heldur
færri eða 110 tilkynningar bárust í
gegnum 112 í september.
Vörðuðu 978 börn í september
Einnig eru birtar upplýsingar um
þann fjölda barna sem tilkynning-
arnar varða en þau voru alls 779 í
ágúst sem er yfir meðaltali tímabils-
ins frá janúar 2019 til loka febrúar
sl. og í september bárust barna-
verndarnefndum tilkynningar um
978 börn.
„Tilkynningar þar sem tilkynn-
andi telur að heilsu eða lífi ófædds
barns sé stefnt í hættu voru 23 í
ágúst. Eru það fleiri tilkynningar en
almennt berast á einum mánuði. Til-
kynningar vegna ófædds barns voru
9 í september og er það rétt yfir
meðaltali samanburðartímabilsins
en innan þeirrar sveiflu sem má
vænta á milli mánaða,“ segir í um-
fjölluninni.
Þá kemur fram m.a. að alls bárust
84 tilkynningar í ágúst og 85 í sept-
ember þar sem þeir sem tilkynntu
töldu börn vera í yfirvofandi hættu.
Var fjöldinn vel yfir meðaltali.
385 tilkynningar um
ofbeldi í september
Barnaverndarnefndum barst 1.261 tilkynning í september
1.011 1.058
1.243
1.090
904
979
1.261
Fjöldi tilkynninga til barnaverndarnefnda
Mars til september 2020*
1.200
900
600
300
0
mars apríl maí júní júlí ágúst sept.
*Tilkynningar til allra nefnda á landinu
Heimild: Barnaverndarstofa
Fjöldi tilkynninga vegna ofbeldis
Heildarfjöldi tilkynninga
300 312
373 341
231 241
385
Fjölmargir hafa tekið þátt í óform-
legri kosningu á þjóðarfugli Íslend-
inga sem stendur nú yfir í facebook-
hópnum Landið mitt Ísland. Um 50
þúsund manns eru meðlimir í hópn-
um og hafa mörg hundruð atkvæði
verið greidd síðustu daga.
Um miðjan dag í gær hafði heið-
lóan örugga forystu í efsta sæti. Alls
höfðu ríflega 400 manns greitt ló-
unni atkvæði sitt. Í öðru sæti var
hrafninn með 220 atkvæði, fálkinn
var í því þriðja með 144 atkvæði og
rjúpan í því fjórða með 65. Skammt
þar á eftir komu kría og lundi.
Í umræðum um kosninguna koma
fram mismunandi skoðanir á því
hvaða skilyrði þjóðarfuglinn þarf að
uppfylla. Margir eru til að mynda
þeirrar skoðunar að hann geti ekki
verið farfugl; lágmark sé að þjóðar-
fuglinn hafi hér vetursetu. „Hrafn-
inn er um allt land, og berst fyrir lífi
sínu á vetrum. Hann er spörfugl
þannig að hann getur ekki leitað í
sjóinn eftir æti. Hann er mikill kar-
akter og flestir ættu sjá hrafn á
hverjum degi hringinn í kringum
landið,“ skrifar einn þátttakenda í
könnuninni.
Skorað verði á ráðherra
Sigurjón Einarsson setti könn-
unina í gang og hann segir að þótt
hún sé ekki marktæk gefi hún
kannski fyrirheit um niðurstöður al-
vörukönnunar. Stingur hann upp á
því að skorað verði á Guðmund Inga
Guðbrandsson umhverfisráðherra
að standa fyrir slíkri kosningu, sam-
bærilegri þeirri sem gerð var um
þjóðarblómið árið 2004.
Morgunblaðið/Ómar
Vinsæl Lóan nýtur mikilla vinsælda meðal Íslendinga. Kannski engin furða
enda er hún í margra augum boðberi þess að veturinn taki brátt enda.
Flestir telja lóuna
vera þjóðarfuglinn