Morgunblaðið - 04.11.2020, Side 7

Morgunblaðið - 04.11.2020, Side 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2020 Ánægðari viðskiptavinir Guðbjartur Ellert Jónsson, fram- kvæmdastjóri Herjólfs ohf., hefur sagt upp störfum hjá félaginu. Vef- miðillinn Eyjar.net greindi frá þessu í gær og þar segist Guðbjartur ætla að róa á önnur mið, eins og það er orðað. Ætla þau hjónin að flytja aft- ur á heimaslóðir á Akureyri. Guðbjartur hóf störf hjá félaginu í október árið 2018 og hans helsta verkefni var að koma nýja Herjólfi af stað og í siglingar milli lands og Eyja. Það tókst sem kunnugt er sumarið 2019. „Þegar ég réð mig til starfa í október 2018 gerði ég mér grein fyrir að verkefnið var háð samn- ingum um ferjusiglingar en sveitar- félagið hafði gert samning við ríkið um tveggja ára samning. Nú eru lið- in tvö ár og tímabilið búið að vera krefjandi og hver nýr dagur við- burðaríkur. Ég gaf allt í þetta verk- efni enda spennandi á margan hátt,“ segir Guðbjartur m.a. við Eyj- ar.net. Guðbjartur hættir hjá Herjólfi  Rær á önnur mið á Akureyri Morgunblaðið/Óskar Pétur Herjólfur Guðbjartur Ellert hættir sem framkvæmdastjóri. Björgunarsveitir á Austurlandi höfðu í nógu að snúast í gær enda mikill vindur í landshlutanum og gul viðvörun Veðurstofunnar í gildi. Skömmu fyrir hádegi var óskað eftir aðstoð björgunarsveita í Fagradal, milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða, en þar höfðu bílar fest. „Snælduvitlaust rok og ísing á veginum,“ hefur Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, eftir björgunar- sveitarfólki á staðnum. Kyrrstæðir bílar hafi færst til í vindinum og lítið skyggni gert aðstæður erfið- ari. Alls þurftu sjö á aðstoð að halda en þeir höfðu ýmis fest bíla sína eða lent utan vegar. Einn þeirra varð fyrir minniháttar meiðslum og fékk hann aðhlynn- ingu á heilsugæslu Reyðarfjarðar. Veginum um Fagradal var lokað stuttu síðar og lauk aðgerðum á vettvangi um klukkan eitt. Þakplötur og lausamunir á flug Um svipað leyti aðstoðaði björg- unarsveit fólk í bíl á Öxi sem var í vandræðum vegna lélegs færis og skyggnis. Var þeim fylgt niður að fjallveginum. Þá var björgunar- sveit á Seyðisfirði kölluð út vegna þakklæðningar sem var farin að fjúka, sem og aðrir lausamunir. Björgunarsveitarfólk sinnti þeim verkefnum og þurfti einnig að koma böndum á bát sem hafði losnað frá bryggju. Í tilkynningu frá Landsbjörg er þó vakin sér- stök athygli á því að engin trampólín hafi farið á flug á Seyðisfirði. Snælduvitlaust veður Ljósmynd/Aðsend Óveður Nokkrir ökumenn lentu utan vegar enda veður með versta móti.  Sjö ökumenn þurftu aðstoð í Fagradal  Vindur náði 29 m/sek. Forseti Íslands, Guðni Th. Jó- hannesson, sendi í gær samúðar- kveðju sína og ís- lensku þjóðar- innar til Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrk- lands, í tilefni af jarðskjálftanum sem reið yfir í grennd við Izmir sl. föstudag og varð yfir eitt hundrað íbúum að fjör- tjóni. Einnig sendi forsetinn samúðar- kveðju til Alexander Van der Bellen, forseta Austurríkis, vegna hryðju- verka sem framin voru í Vínarborg í fyrrakvöld. Forseti sagði að Íslendingar hugs- uðu til þeirra sem misst hefðu ást- vini sína vegna þessara atburða, að því er segir í tilkynningu frá emb- ætti forsetans til fjölmiðla. Samúðarkveðj- ur vegna árás- ar og skjálfta Guðni Th. Jóhannesson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.