Morgunblaðið - 04.11.2020, Side 6
Útlendingastofnun
» Útlendingastofnun (ÚTL)
heyrir undir dómsmálaráð-
herra og starfar samkvæmt út-
lendingalögum, lögum um ís-
lenskan ríkisborgararétt og
tilheyrandi reglugerðum.
» Útlendingalöggjöfin gildir
um heimild útlendinga til að
koma hingað og dvelja hér.
» Útlendingur er hver sá sem
ekki er íslenskur ríkisborgari
samkvæmt lögum.
» Útgáfa dvalarleyfa er um-
fangsmesti þátturinn í starf-
semi ÚTL. Umsóknir um dval-
arleyfi berast m.a. vegna
atvinnuþátttöku, námsvistar,
vegabréfsáritunar og umsókna
um alþjóðlega vernd.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Umsóknir um alþjóðlega vernd hér
á landi frá árinu 2016 til loka sept-
ember 2020 voru alls 4.410 talsins,
samkvæmt upplýsingum frá Út-
lendingastofnun. Á því tímabili var
1.352 einstaklingum veitt vernd, við-
bótarvernd og dvalarleyfi af mann-
úðarástæðum eða 31% af heildar-
fjölda umsækjenda. Hlutfallið hefur
verið breytilegt á milli ára og farið
hækkandi enda miklar breytingar
orðið á því hvaðan umsækjendur
koma, að sögn Útlendingastofnunar.
Þessu til viðbótar var 229 ein-
staklingum, svonefndum kvóta-
flóttamönnum, veitt vernd í boði
stjórnvalda á þessu sama tímabili.
Frá árinu 2016 til loka september
2020 barst 51 umsókn um al-
þjóðlega vernd hér frá ríkisborg-
urum aðildarríkja EES. Af þeim
voru 34 umsóknir dregnar til baka,
15 umsóknum var synjað og tvær
eru í vinnslu.
Ýmsar ástæður verndar
Fólk hefur fengið leyfi til að vera
hér á mismunandi forsendum, þ.e.
vegna verndar, viðbótarverndar,
mannúðarleyfis og mögulega fleiri
forsenda. Útlendingastofnun var
beðin um útskýringar á því hvað
felst í þessum mismunandi for-
sendum leyfisveitinga og fara þær
hér á eftir:
„Umsækjendum um alþjóðlega
vernd sem fá jákvæða niðurstöðu
við umsókn sinni er ýmist veitt
vernd, viðbótarvernd eða dval-
arleyfi af mannúðarástæðum.
Vernd. Sá sem sætir ofsóknum í
heimalandi sínu vegna kynþáttar,
trúarbragða, þjóðernis, aðildar að
tilteknum þjóðfélagshópi eða vegna
stjórnmálaskoðana á rétt á al-
þjóðlegri vernd sem flóttamaður
hér landi (1. mgr. 37. gr. útlend-
ingalaga).
Viðbótarvernd. Sá sem á á hættu
dauðarefsingu, pyndingar eða
ómannúðlega eða vanvirðandi með-
ferð eða refsingu eða að verða fyrir
alvarlegum skaða af völdum árása í
vopnuðum átökum þar sem ekki er
greint milli hernaðarlegra og borg-
aralegra skotmarka verði hann
sendur aftur til heimalands síns, án
þess þó að sæta eða eiga á hættu of-
sóknir af einhverri af fyrrgreindum
ástæðum, hefur rétt til alþjóðlegrar
verndar sem flóttamaður hér á landi
(2. mgr. 37. gr. útlendingalaga).
Vernd ríkisfangslausra. Sá sem
telst ríkisfangslaus samkvæmt 39.
gr. útlendingalaga og samningi
Sameinuðu þjóðanna um rétt-
arstöðu ríkisfangslausra ein-
staklinga frá árinu 1954 hefur rétt
til alþjóðlegrar verndar á þeim
grundvelli.
Réttaráhrif verndar, viðbót-
arverndar og verndar fyrir ríkis-
fangslausa einstaklinga eru hér á
landi þau sömu, þ.e. dvalarleyfi veitt
til fjögurra ára sem hægt er að end-
urnýja, réttur til verndar fyrir
maka og börn auk almenns réttar til
fjölskyldusameiningar, réttur til að
fá útgefin ferðaskírteini fyrir flótta-
menn, réttur til atvinnu án atvinnu-
leyfis. Dvalarleyfi á grundvelli
verndar getur skapað leyfishafa rétt
til ótímabundins dvalarleyfis.
Dvalarleyfi af mannúðar-
ástæðum. Samkvæmt 74. gr. út-
lendingalaga er heimilt að veita um-
sækjanda um alþjóðlega vernd, sem
ekki telst flóttamaður eða ríkis-
fangslaus, dvalarleyfi á grundvelli
mannúðarsjónarmiða standi til þess
ríkar ástæður á borð við alvarleg
veikindi eða erfiðar aðstæður í
heimalandi. Einnig er heimilt að
veita dvalarleyfi á grundvelli mann-
úðarsjónarmiða hafi umsækjandi
um alþjóðlega vernd dvalið hér á
landi í að minnsta kosti 18 mánuði
vegna meðferðar stjórnvalda á um-
sókn hans, að öðrum skilyrðum upp-
fylltum.
Dvalarleyfi af mannúðarástæðum
er veitt til eins árs í senn en við
endurnýjun er heimilt að veita það
til allt að tveggja ára. Dvalarleyf-
ishafi getur fengið útgefin ferðaskil-
ríki fyrir útlending, almennar regl-
ur um fjölskyldusameiningu gilda.
Dvalarleyfi af mannúðarástæðum
getur skapað leyfishafa rétt til
ótímabundins dvalarleyfis.“
Þeim fjölgar sem fá vernd hér
Alls bárust 4.410 umsóknir um alþjóðlega vernd hér á tæplega fimm árum Þá fengu 1.352 vernd
eða 31% umsækjenda Flest leyfi á Norðurlöndum, miðað við mannfjölda, veitt í Svíþjóð og hér
Fjöldi umsókna um vernd og fjöldi jákvæðra ákvarðana um dvalarleyfi
Veitt vernd á Íslandi 2016-2020*
Norðurlönd: Fjöldi umsókna um vernd 2015-2019
Fjöldi umsókna um vernd á hverja 100.000 íbúa
Fjöldi jákvæðra ákvarðana um dvalarleyfi 2015-2019
Fjöldi jákvæðra ákvarðana á hverja 100.000 íbúa
500
375
250
125
0
300
200
100
0
Veitt vernd, viðbótarvernd
og dvalarleyfi af mannúðar
ástæðum, samtals fjöldi
Fjöldi kvótaflóttafólks
2016 2017 2018 2019 2020
Danmörk Finnland Svíþjóð Ísland Noregur
120
80
40
0
Danmörk Finnland Svíþjóð Ísland Noregur
2015 2016 2017 2018 2019
Danmörk 10.280 7.405 2.750 1.650 1.785
Finnland 1.795 7.365 4.255 3.825 4.400
Svíþjóð 34.605 69.760 31.235 19.665 11.775
Ísland 85 115 175 195 380
Noregur 7.150 13.190 5.270 1.740 2.000
2015 2016 2017 2018 2019
Danmörk 20.935 6.180 3.220 3.570 2.700
Finnland 32.345 5.605 4.995 4.500 4.520
Svíþjóð 162.450 28.795 26.330 21.560 26.255
Ísland 370 1.125 1.085 775 845
Noregur 31.115 3.490 3.520 2.660 2.265
47
82
257 237
43
31
80
115 106
38
4.410 umsóknir um alþjóðlega
vernd bárust Útlendingastofn
un frá ársbyrjun 2016 til loka
september 2020
1.352 einstaklingum var veitt vernd,
viðbótarvernd
eða dvalarleyfi
af mannúðará
stæðum á sama
tímabili, eða 31%
229 kvótaflóttamenn til viðbótar fengu vernd
árin 20162019
457
394
195179
127
74524756
Veitt vernd á Íslandi í
janúar-september 2020
Dvalarleyfi af mannúðar
ástæðum 93
Veitt vernd 114
Viðbótarvernd 250
Alls
457
31%
*Jan.sept.
2020
H
ei
m
ild
: Ú
tle
nd
in
ga
st
of
nu
n
og
E
ur
os
ta
t
Morgunblaðið/Eggert
Mótmæli Hælisleitendur mótmæltu við húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði og Kópavogi í mars 2019 og
kröfðust þess að brottvísunum yrði hætt og að þeir fengju atvinnuleyfi og fullan aðgang að heilbrigðiskerfinu.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2020
Vetrarsól er umboðsaðili
Sláttuvélar
& sláttuorf
Snjóblásarar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
40 ár
á Íslandi
Sláttutraktorar
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Húskerfi knattspyrnudeildar Vík-
ings í Reykjavík hefur gefið vel af
sér í íslenskum getraunum. Víkingar
hafa verið með 13 leiki rétta á enska
getraunaseðlinum undanfarna tvo
laugardaga og fengið tæplega 9,1
milljón króna í vinning.
Haraldur V. Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri Víkings, hefur haldið
utan um getraunastarfið hjá Vík-
ingum um árabil. Lengi vel var mið-
að við að húskerfið yrði einu sinni í
mánuði en þegar vel hefur gengið
hefur það verið oftar og frá því
enska deildin fór aftur af stað í haust
hefur það verið um hverja helgi.
Haraldur segist vera frekar fast-
heldinn á kerfið, sem kosti um 400
þúsund krónur og byggist á tveimur
föstum leikjum og tveimur tví-
tryggðum. Nú taki um 80 manns
þátt í húskerfinu. „Við eigum um
fjórar milljónir í sjóði þrátt fyrir að
hafa greitt um sex milljónir til hlut-
hafa undanfarna daga,“ segir hann.
Frá miðjum desember í fyrra
fram í fyrstu viku mars voru Vík-
ingar þrisvar sinnum með 13 leiki
rétta og fengu um 17 milljónir í stóra
vinninga. Haraldur segir að tvisvar
hafi þeir verið með alla leiki rétta
tvær helgar í röð og nú sé stefnan að
ná þrennunni. „Við stefnum á að
setja Íslandsmet um helgina, ná 13
réttum þrjár helgar í röð.“
Getspakir Víkingar með
13 rétta tvær helgar í röð
Sérfræðingurinn Haraldur V. Har-
aldsson á Víkingsvellinum.