Morgunblaðið - 04.11.2020, Side 20
20 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2020
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR
um auglýsingapláss:
Berglind Bergmann
Sími: 569 1246
berglindb@mbl.is
BÍLA-SÉRBLAÐ
BÍLA
fylgir Morgunblaðinu
þriðjudaginn 17. nóvember 2020BLAÐ
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Samræður við vini og vinnufélaga
eru nauðsynlegar þessa stundina. Sýndu
þolinmæði og þá mun allt leysast farsæl-
lega. Sinntu hjálparbeiðni gamals vinar.
20. apríl - 20. maí
Naut Annríki þitt kallar á tíma fyrir slök-
un. Best er að ganga frá mikilvægum
samningum eða kaupum seinnipartinn.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Gefðu þér tíma til að tala við
systkini þín, ættingja eða nágranna í dag.
Farðu þér hægt og leyfðu náunganum að
hafa forgang.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Viljirðu búa við áframhaldandi
velgengni máttu í engu slaka á. Notaðu
kvöldið fyrir sjálfan þig. Undravert hvað
svo litlir hlutir reynast áhrifamiklir.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er mögulegt að bæta hverju
sem er og hverjum sem er inn í líf þitt.
Horfðu á það úr fjarlægð svo þú eigir
betra með að átta þig á næstu skrefum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Til þín kann að verða leitað um
forustu fyrir ákveðnum hópi. Hugsaðu
ekki um allt sem þú átt eftir ógert.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú hefur tekist það verkefni á hend-
ur að vera í forystu félags og fylgja mál-
um í höfn. Nú er rétti tíminn til að ganga
að samningaborði.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú færð tækifæri til að hefja
samningaviðræður að nýju svo gerðu það
upp við þig hvort þú átt að hrökkva eða
stökkva. Einn dagur úti í náttúrunni gæti
verið nóg til að byggja þig upp.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Nú er tíminn til þess að
koma fjármálunum á hreint. Hlutaðu þær
niður í litla, auðmeltanlega bita til þess
að gera þig skiljanlegan.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Eignirnar skilgreina mann ekki,
en gera þeim sem ekki þekkja til kleift að
flokka mann. Gleymdu ekki að hugsa um
eigin velferð.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú ert í sjöunda himni því all-
ar þínar áætlanir hafa staðist. Spurðu
spurninga sem þú hefur aldrei spurt áð-
ur.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Lífið einfaldlega flæðir áfram þeg-
ar þú vinnur einn. Hafðu ekki áhyggjur af
öðrum þegar þessi þörf kemur yfir þig.
„Ég var kölluð Doktor E í
vinnunni, þar sem enginn réð við
að segja Eyjólfsdóttir.“
Varð að velja
Fjölskyldan flutti heim árið 2005
og Gyða hóf störf á eigin stofu.
„Ég fór í samstarf við Miðstöð
mæðraverndar, Tilveru samtök um
ófrjósemi, auk fleiri aðila og fé-
laga. Helstu áherslur voru EMDR-
áfallameðferð, paravinna, ófrjó-
semi, meðgöngukvillar, auk ýmissa
annarra verkefna.“ Ári síðar eign-
aðist Gyða þriðja barnið og eftir
fæðingarorlofið hélt hún áfram
sem sjálfstætt starfandi sálfræð-
ingur en vann einnig með Krafti
Gyðu fannst ótrúlega gaman í
náminu. „Ég kynntist mörgum og
valdi að taka meira verknám en
gerð var krafa um, til að læra sem
mest meðan ég hafði tækifæri til.“
Doktor E
Eftir að hafa varið ritgerðina í
ágúst 2003 vann Gyða við fjöl-
breytt störf í sálfræðimeðferð og
lærði hún EMDR-áfallameðferð
eftir að handleiðarar hennar sögðu
EMDR vera hjálplegasta tækið
sem þeir höfðu lært að nota. Hún
heillaðist strax af meðferðinni.
Gyða starfaði sem nýdoktor í klín-
ískri sálfræði hjá Scott & White
Clinic í College Station í Texas.
G
yða Eyjólfsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 4.11.
1970 og bjó fyrstu sjö
árin í Kópavogi. „Ég
gekk fyrstu tvö árin í
Kársnesskóla og fannst mjög gam-
an að læra. Það voru margir
krakkar í götunni og mikið leikið
saman, bæði inni og úti. Við flutt-
um í Hólana í Efra-Breiðholti árið
1978 þegar hverfið var í uppbygg-
ingu, og ég gekk þar í Hóla-
brekkuskóla. Á veturna fannst mér
mjög gaman að fara á skíði og
skauta. Sumrin einkenndust af úti-
veru, sundferðum, gleði og góðum
vinkonum. Ég varð fljótt hraðlæs
og var reglulegur gestur í bóka-
bílnum sem kom reglulega í Hóla-
garð.“
Gyða fór í Verzlunarskóla Ís-
lands þar sem hún eignaðist marg-
ar af sínum bestu vinkonum. Strax
á fyrsta árinu ákvað hún að verða
sálfræðingur og stóð við það. Eftir
útskrift fór hún til Frakklands á
frönskunámskeið og ferðaðist og
vann áður en hún hóf sál-
fræðinámið í Háskóla Íslands, en
þaðan útskrifaðist hún með BA-
gráðu árið 1994. Tveimur árum
síðar fór Gyða í doktorsnám í ráð-
gjafarsálfræði við The University
of Texas í Austin í Bandaríkj-
unum.
Kyn, öldrun og áföll
„Í náminu hafði ég fyrst áhuga á
kynjafræði, en það breyttist og ég
skrifaði meistaraverkefnið mitt um
stuðningshópa fyrir maka ein-
staklinga með alzheimerssjúkdóm-
inn, og varði þá ritgerð árið 1998.
En það ár breyttist áhugi minn yf-
ir í verki, grindargliðnun og síðar
meir áföll. Fyrstu tvö börnin okk-
ar fæddust í Bandaríkjunum og á
báðum meðgöngum var ég mjög
slæm af grindargliðnun. Ég ákvað
því að skoða grindargliðnun í dokt-
orsverkefninu mínu. Niðurstöð-
urnar voru sláandi og vöktu mikla
athygli því hægt var að sjá muninn
á þessum hópum, á ýmsum breyt-
um sem útskýrðu ríflega 70%
hvaða konur fengju grindar-
gliðnun.“
og bjó til kennslu- og fræðsluefni
og þjálfaði stuðningsfulltrúa.
Gyða starfaði mikið með pörum
sem voru í glasameðferð og gaf út
DVD-disk um tilfinningahliðar
ófrjósemi árið 2012 og tveimur ár-
um síðar gaf hún út smáforritið
IVF Coaching á ensku með Berg-
lindi Ósk Birgisdóttur hjúkr-
unarfræðingi. „Á þessum tíma
voru stærstu verkefnin mín
EMDR-áfallameðferð, ófrjósemi,
parameðferð og Stuðningsnet
Krafts. Öll þessi verkefni héldu
áfram að stækka, og 2010 hætti ég
að sinna parameðferðinni og 2012
kvaddi ég Stuðningsnet Krafts
með miklum trega, en ég varð að
velja á milli.“
Mikill áhugi almennings
Gyða byrjaði að sækja hand-
leiðslu í EMDR árið 2007 frá
Bandaríkjunum og ári síðar fékk
hún hæfnivottun frá alþjóða-
samtökum EMDR sem hæfnivott-
aður meðferðaraðili. Gyða var í
stöðugri endurmenntun og las allt
sem hún fann um fagið. „Ég varð
hæfnivottaður EMDR-handleiðari
árið 2013 og síðar það ár opnaði ég
í félagi við fimm aðra sálfræðinga,
sálfræðistofuna Sálfræðinga
Höfðabakka. Ég hélt áfram með
EMDR-námskeiðin og stöðugt
bættist í hóp EMDR-þjálfaðra
meðferðaraðila, sem ég handleiddi
síðan.“
Árið 2018 stofnaði Gyða fyrir-
tækið EMDR stofan – áfalla- og
sálfræðimeðferð í Vallakór 4 í
Kópavogi.
„Áhugi almennings á EMDR-
meðferðinni hefur farið vaxandi
síðustu ár og það er ótrúlega mik-
ið að gera hjá okkur og fallega tal-
að um stofuna og þá vinnu sem fer
fram þar. Ég er eigandinn og er
með nokkra starfsmenn, en mest
eru þetta sjálfstætt starfandi með-
ferðaraðilar sem starfa þar og eru
með óbilandi áhuga á EMDR-
meðferð, flóknum áföllum, góðum
samskiptum og endurmenntun.“
Gyða er formaður EMDR á Ís-
landi. Í dag eru um 200 meðferð-
araðilar á Íslandi sem hafa lært
Gyða Eyjólfsdóttir sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði – 50 ára
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Heilar áföll með EMDR meðferð
EMDR Gyða segir það yndis-
legt að sjá jákvæðar breyt-
ingar á skjólstæðingunum.
Til hamingju með daginn
Reykjavík Sigurbjörg Freyja
Unnarsdóttir fæddist 24.
október 2019 í Reykjavík og er
því rúmlega eins árs. Hún vó
3.698 g og var 51 cm löng.
Foreldrar hennar eru Unnar
Elías Björnsson og Johanna
Suárez Ortiz.
Nýr borgari
30 ára Sindri ólst upp
í Skagafirði og í
Fnjóskadal að hluta
líka, en hefur búið á
Ólafsfirði undanfarin
fimm ár. Sindri er raf-
virki hjá Ingva Ósk-
arssyni ehf. Helstu
áhugamál Sindra eru torfæruhjól og
bílar.
Maki: Guðrún Elísabet Guðmundsdóttir,
f. 1991, matráður á elliheimilinu á Ólafs-
firði.
Börn: Kjartan Ólafur, f. 2011, Guðmundur
Ólafur, f. 2016, og Sigmundur Ólafur, f.
2017.
Foreldrar: Ragnhildur Halldórsdóttir, f.
1965, matráður og Valdimar Bjarnason, f.
1963, fóðurbílstjóri. Þau búa í Skagafirði.
Sindri
Valdimarsson
60 ára Árni er fædd-
ur og uppalinn á
Siglufirði, en hefur bú-
ið á Hofsósi í Skaga-
firði undanfarin 35 ár,
eða fráárinu 1985.
Hann er útibússtjóri
hjá Kaupfélagi Skag-
firðinga á Hofsósi.
Maki: Fríða Eyjólfsdóttir, f. 1961, kennari.
Börn: Margrét, f. 1993, og Rakel, f.
1995.
Foreldrar: Bjarki Árnason, f. 1924, d.
1984, kaupmaður og tónlistarmaður og
samdi m.a. texta við lagið Lindin tær og
bæði lag og texta við lagið Siglufjörður
og Margrét Vernharðsdóttir, f. 1926, d.
1990, húsmóðir. Þau bjuggu allan sinn
búskap á Siglufirði.
Árni Eyþór
Bjarkason