Morgunblaðið - 04.11.2020, Side 25
MENNING 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2020
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALINánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
SPLÚNKUNÝ MYND FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI.
MYNDIN SEM HEFUR SLEGIÐ Í GEGN
Í EVRÓPU UNDANFARNAR VIKUR.
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
Hrekkjavökuvika
í Sambíóunum
Sjáðu nokkrar að frægustu Hrollvekjum allra tíma
Stjórnvöld í Perú buðu á sunnudag-
inn var gesti velkomna að nýju í hina
frægu virkisborg Inkanna, Machu
Picchu, í þröngum dal í Andes-
fjöllum suður af borginni Cusco.
Machu Picchu, sem er á heims-
minjaskrá Sameinuðu þjóðanna og
vinsælasti viðkomustaður ferða-
manna í landinu, hafði þá verið lokuð
í nær átta mánuði og hefur lokunin
haft alvarleg áhrif á ferðaþjónustu á
svæðinu. Covid-smitum hefur farið
fækkandi í Perú og því var ákveðið
að hleypa gestum að nýju í rúst-
irnar. Haldið var upp á opnunina
með mikilli skrautsýningu, þar sem
Inkanna var minnst með dansi og
leik, og er rökkvaði tók skrautleg
ljósasýning við. Machu Picchu var
reist á 15. öld en yfirgefin um öld
síðar. Hún fannst að nýju árið 1911.
Aftur opið í Machu Picchu
Eftir nær átta mánaða lokun eru ferðamenn velkomnir
að nýju í rústaborgina leyndardómsfullu í Andesfjöllum
AFP
Opnunarsýning Stjórnvöld settu upp skrautlega sýningu þegar hin rómaða rústaborg Inkanna í Andesfjöllum,
Machu Picchu, var opnuð ferðamönnum að nýju. Rústirnar höfðu vegna Covid-19 verið lokaðar síðan í mars.
Ljósasýning Þegar myrkrið settist á rústirnar voru gestir boðnir velkomn-
ir með ljósasýningu á mörgum málum. „Velkomin“ stóð þar á íslensku.
„Verkin fjögur sem í boði verða í ár
voru kynnt um nýliðna helgi og í
framhaldinu munu hóparnir velja sér
verk til að vinna með í vetur,“ segir
Björn Ingi Hilmarsson, verkefnis-
stjóri Þjóðleiks hjá Þjóðleikhúsinu.
Verkin fjögur sem um ræðir eru Ég
er frábær eftir Álfrúnu Helgu Örn-
ólfsdóttur, söngleikurinn Höfðingja-
baráttan (nýsteinaldarmaðurinn) eft-
ir Egil Andrason, Smá zen eftir Hildi
Selmu Sigbertsdóttur og Maðkurinn
og lirfan eftir Matthías Tryggva Har-
aldsson. Öll eru verkin 45-60 mínútur
að lengd.
Þjóðleikur er verkefni á vegum
Þjóðleikhússins sem hóf göngu sína
fyrir 12 árum og er tvíæringur. Verk-
efnið er unnið í samstarfi við ýmsa
aðila á landsbyggðinni og hefur það
að markmiði að glæða leiklistaráhuga
ungs fólks og efla íslenska leikritun.
Að sögn Björns Inga taka hópar úr
grunn- og framhaldsskólum á lands-
byggðinni og einnig áhugaleik-
félögum þátt í verkefninu. „Yfirleitt
taka 30 til 40 hópar þátt hverju sinni
og dreifast um allt land, þótt skipt-
ingin sé mismikil eftir landshlutum,“
segir Björn Ingi og rifjar upp að
Þjóðleikur hafi hafið göngu sína fyrir
12 árum á Austurlandi og þar hafi
alltaf verið mikil þátttaka. „Sama má
segja um Suðurland. Þegar ég tók við
sem verkefnastjóri Þjóðleiks voru
engir hópar frá Vesturlandi eða
Reykjanesi, en það hefur breyst enda
markmið mitt að vekja athygli á
Þjóðleik sem víðast á landinu.“
Að vanda er stefnt að leiklistar-
hátíð undir merkjum Þjóðleiks í
hverjum landshluta næsta vor. „Þar
er um að ræða uppskeruhátíð þar
sem hóparnir í hverjum landshluta
hittast og sýna hver öðrum upp-
færslur sínar. Þannig gefst krökk-
unum tækifæri til að spegla sína
nálgun við nálgun annarra sem unnu
með sama verk. Þar er þá kominn
grundvöllur fyrir fólk á þessum aldri
til að tala um leiklist.“
Spurður um leikrit ársins segir
Björn Ingi vilja svo skemmtilega til
að verk Álfrúnar og Hildar kallist á
hvað varðar umfjöllunarefni og stíl,
þar sem persónur eru í ákveðinni
sjálfsskoðun. Sama eigi einnig við um
verk Matthísar og Egils, sem eiga
það sameiginlegt að vera meira
absúrd, en með sterka vísan til sam-
tímans þar sem samskipti kynjanna
eru til skoðunar sem og fordómar og
staðalímyndir.
Fljótlega verður, sem lið í Þjóðleik,
boðið upp á tækninámskeið fyrir hóp-
ana sem taka þátt. „Námskeiðið verð-
ur haldið hér í Þjóðleikhúsinu, hjá
Leikfélagi Akureyrar, á Egilsstöðum
og víðar um land. Við erum komin í
samstarf við Menningarfélag Ak-
ureyrar sem gefur okkur færi á að
bjóða upp á stærra námskeið fyrir
norðan, auk þess að halda það í leik-
húsi sem er mikill kostur. Sú ný-
breytni verður í ár að við förum í
samstarf við UngRÚV. Hluti af því
samstarfi er að bjóða krökkunum
upp á námskeið þar sem þeim er
kennt á einfalt klippiforrit fyrir
Android-tæki. Hugmyndin er sú að
hóparnir geti skrásett allt ferlið og
miðlað með sínu nefi,“ segir Björn
Ingi og tekur fram að með þessum
hætti sé líka hægt að bjóða krökkum
sem hafi áhuga á kvikmyndagerð að
vera með í Þjóðleik.
Glæðir leiklistar-
áhuga ungs fólks
Fjögur ný leikrit fyrir Þjóðleik
Hildur Selma
Sigbertsdóttir
Egill
Andrason
Matthías Tryggvi
Haraldsson
Álfrún Helga
Örnólfsdóttir