Morgunblaðið - 04.11.2020, Page 22

Morgunblaðið - 04.11.2020, Page 22
22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2020 Diogo Jota, sóknarmaður Englands- meistara Liverpool, hélt uppteknum hætti þegar liðið heimsótti Atalanta í Meistaradeildinni í knattspyrnu á Ítal- íu í gær. Jota gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu fyrir Liverpool í 5:0-sigri enska liðsins en Portúgalinn gekk liðs við Liverpool í haust frá Wolves fyrir 40 milljónir punda. Margir ráku upp stór augu þegar Jota skrifaði undir fimm ára samning við Englandsmeistarana hinn 19. sept- ember síðastliðinn en hann gekk til liðs við Liverpool degi eftir að spænski miðjumaðurinn Thiago Alcantara hafði skrifað undir fjögurra ára samn- ing á Anfield. Stuðningsmenn Liverpool voru tals- vert spenntari fyrir Thiago enda einn sigursælasti knattspyrnumaður í heimsfótboltanum í dag eftir farsælan feril með bæði Barcelona og Bayern München. Jota hefur hins vegar komið eins og stormsveipur inn í lið Liverpool en Portúgalinn, sem er 23 ára gamall, hefur nú skorað 7 mörk í fyrstu tíu leikjum sínum með Liverpool á tíma- bilinu. Af þessum tíu leikjum hefur hann einungis byrjað fimm og því óhætt að segja að Jota hafi byrjað tíma sinn hjá Liverpool með látum. Sadio Mané og Mohamed Salah voru einnig á skotskónum fyrir Liverpool en þetta var stærsti sigur ensks liðs á Ítalíu í Evrópukeppni. bjarnih@mbl.is Portúgölsk þrenna í stór- sigri Liverpool á Ítalíu AFP Tríó Þeir Mohamed Salah, Diogo Jota og Sadio Mané voru allir á skotskón- um hjá Liverpool í gær og náðu afar vel saman í fremstu víglínu liðsins. MEISTARADEILD Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Undirbúningur Valskvenna fyrir leik sinn gegn HJK frá Helsinki í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu hefur verið í óhefðbundn- ari kantinum. Liðin mætast á Origo-vellinum á Hlíðarenda í dag klukkan 15 en Valsliðið æfði saman í fyrsta sinn á mánudaginn var. Sjö leikmenn Vals voru í íslenska landsliðs- hópnum sem tapaði 2:0-fyrir Svíþjóð í Gautaborg í undankeppni EM hinn 27. október síðastliðinn en íslenska liðið sneri aftur til landsins degi síðar. Landsliðsmenn Vals þurftu að fara í sóttkví við komuna til landsins og gátu því ekki hitt liðs- félaga sína fyrr en á mánudaginn og því hefur dagskráin verið ansi stíf hjá leikmönnum liðsins síðustu daga. „Við náðum tveimur æfingum saman allur hóp- urinn,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir, fyrirliði Valskvenna, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þjálfararnir Pétur [Pétursson] og Eiður [Benedikt Eiðsson] eru búnir að vera með okkur í hálfgerðum æfingabúðum frá því á mánudaginn. Það er mætt klukkan 9, æft, fundað, borðað og svo endurheimt. Það hefur verið góð keyrsla á þessu og þrátt fyrir að við höfum ekki náð að æfa mikið saman er góð rútína í liðinu. Maður vonar svo bara að þessar tvær æfingar muni nýtast okkur vel þegar út í leikinn er komið,“ bætti Hallbera við. Valskonur betra liðið HJK er ríkjandi Finnlandsmeistari en liðið hefur verið í basli í úrvalsdeildinni í ár og er í fimmta sætinu með 30 stig fyrir lokaumferðina, 10 stigum minna en topplið Åland United og TiPS. „Það er erfitt að átta sig á því hversu gott finnska liðið er en miðað við þær klippur sem maður hefur séð þá er þetta lið sem vill spila fót- bolta og halda boltanum innan liðsins. Þær eru ekki mikið í því að negla boltanum fram heldur vilja þær spila sig í gegnum andstæðinga sína. Það er búið að fara vel yfir bæði styrleika og veikleika finnska liðsins og þær líta ágætlega út á þeim myndbandsklippum sem við höfum skoðað. Ég tel okkur hins vegar eiga að vera með betra lið og það er allt í lagi að gera þá kröfu að við vinnum leikinn og förum áfram í næstu umferð.“ Valskonurnar sjö æfðu með þjálfurum íslenska kvennalandsliðsins í síðustu viku og um helgina ásamt öðrum leikmönnum úr efstu deild kvenna sem voru í landsliðshópnum. Kærkomnar æfingar KSÍ „Þetta voru hörkuæfingar hjá KSÍ enda voru bæði Blikastelpurnar með okkur, sem og Bar- bára Sól [Gísladóttir] og Cecilía Rán [Rúnars- dóttir]. Við náðum þess vegna að stilla upp í mjög gott spil á æfingum. Það var alls ekki slakað á á þessum æfingum heldur vorum við látnar hlaupa og djöflast nánast allan tímann. Þetta var afar kærkomið og mun skipta miklu máli þegar út í leikinn er komið því ef við hefðum æft einar þá hefðum við bara verið í venjulegum útihlaupum og einhverju knattraki.“ Hallbera viðurkennir að undirbúningurinn fyr- ir leikinn gegn HJK hafi verið afar sérstakur. „Þetta hefur verið hálf-súrrealískt ef ég á að vera alveg hreinskilin. Ég mætti í morgun [gær- morgun] í Fjósið á Hlíðarenda til þess að fara í kórónuveirupróf sem dæmi en svona er bara veruleikinn í dag og þetta er bara eitthvað sem maður þarf að aðlaga sig að. Þessi veira er ekkert á förum og svona verður þetta næstu mánuðina, myndi maður halda. Maður tekur eitt skref í einu enda er maður bara að læra inn á þetta en ég er gríðarlega þakklát fyrir að fá að æfa og keppa auðvitað í þessu ástandi sem ríkir á landinu í dag. Það eru mikil forréttindi að fá að æfa íþróttir og við fögnum því að sjálfsögðu.“ Langt tímabil senn á enda Valskonur ætla sér áfram í næstu umferð en dregið verður í 2. umferð keppninnar hinn 6. nóv- ember næstkomandi í Nyon í Sviss. Þá fara 32- liða úrslitin, sem og fyrri viðureign 16-liða úr- slitanna, fram í desember en leikið verður heima og heiman þegar komið er fram í 32-liða úrslit keppninnar. „Við stefnum að sjálfsögðu á að fara eins langt og við getum í þessari keppni en á sama tíma ger- um við okkur grein fyrir því að þetta verður ansi erfitt prógramm. Við tökum einn leik fyrir í einu og við gerum okkur grein fyrir því að það eru frá- bær lið í keppninni. Það ríkir mikil óvissa í dag, bæði á Íslandi og annars staðar í heiminum, og maður veit ekkert hvernig næstu vikur verða, hvort við fáum undanþágu fyrir æfingar eða þá hvort við megum æfa fyrir landsleikina sem dæmi í lok nóvember. Þetta er allt saman stórundarlegt en það væri virkilega gaman að fá þýðingarmikla leiki í des- ember þótt tímabilið sé orðið ansi langt og farið að slefa í einhverja tólf mánuði eða svo. Ég get alveg viðurkennt það hér og nú að það hefur stundum verið erfitt að halda fókus en þeg- ar allt kemur til alls er maður þakklátur fyrir það eitt að fá að spila fótbolta,“ bætti Hallbera við í samtali við Morgunblaðið. Morgunblaðið/Eggert Evrópa Hallbera Guðný Gísladóttir, fyrirliði Vals, hefur eytt síðustu dögum í sóttkví og hefur það riðlað undirbúningi Valsliðisins fyrir Meistaradeildina. Aldrei lent í öðru eins  Valur tekur á móti HJK frá Helsinki í 1. umferð Meistaradeildarinnar í dag Meistaradeild Evrópu A-RIÐILL: Lokomotiv Moskva – Atletico Madríd.... 1:1 Salzburg – Bayern München................... 2:6 Staðan: Bayern München 9, Atlético Madrid 4, Lo- komotiv Moskva 2, Salzburg 1. B-RIÐILL: Shakhtar Donetsk – Gladbach ................ 0:6 Real Madríd – Inter Mílanó .................... 3:2 Staðan: Gladbach 5, Real Madríd 4, Shakhtar Do- netsk 4, Inter Mílanó 2. C-RIÐILL: Porto – Marseille ...................................... 3:0 Manchester City – Olympiacos .............. 3:0  Ögmundur Kristinsson var ekki í leik- mannahópi Olympiacos. Staðan: Manchester City 9, Porto 6, Olympiacos 3, Marseille 0. D-RIÐILL: Atalanta – Liverpool ................................ 0:5 Midtjylland – Ajax ................................... 1:2  Mikael Anderson var ónotaður varamað- ur hjá Midtjylland. Staðan: Liverpool 9, Ajax 4, Atalanta 4, Midtjylland 0. England B-deild: Norwich – Millwall .................................. 0:0  Jón Daði Böðvarsson lék fyrstu 80 mín- úturnar með Millwall. Brentford – Swansea ............................... 1:1 Huddersfield – Bristol City..................... 1:2 Sheffield Wednesday – Bournemouth ... 1:0 Blackburn – Middlesbrough ................... 0:0 Cardiff – Barnsley.................................... 3:0 Staðan: Reading 9 7 1 1 17:6 22 Swansea 10 5 4 1 13:6 19 Norwich 10 5 3 2 12:8 18 Bournemouth 10 4 5 1 12:8 17 Middlesbrough 10 4 5 1 9:5 17 Bristol City 10 5 2 3 14:11 17 Millwall 10 4 4 2 10:8 16 Brentford 10 4 3 3 17:12 15 Watford 9 4 3 2 8:5 15 Stoke 9 4 3 2 10:9 15 Cardiff 10 3 4 3 12:10 13 Birmingham 9 3 4 2 7:6 13 Huddersfield 10 4 1 5 11:12 13 Luton 9 4 1 4 7:10 13 Blackburn 10 3 2 5 18:13 11 Sheffield Wed. 10 3 2 5 6:10 11 Preston 9 3 1 5 11:12 10 Barnsley 10 2 4 4 10:13 10 QPR 9 2 4 3 9:12 10 Rotherham 9 2 3 4 8:10 9 Coventry 9 2 2 5 9:18 8 Nottingham F. 9 1 3 5 5:11 6 Derby 9 1 3 5 5:13 6 Wycombe 9 1 1 7 4:16 4 C-deild: Blackpool – Wigan................................... 1:0  Daníel Leó Grétarsson lék allan leikinn með Blackpool. Katar Deildarbikarinn: Al Gharafa Al-Arabi................................ 0:0  Aron Einar Gunnarsson lék fyrstu 75 mínúturnar með Al-Arabi. Heimir Hall- grímsson þjálfar liðið.  Danmörk Vendsyssel – Esbjerg .......................... 15:34  Steinunn Hansdóttir skoraði eitt mark fyrir Vendsyssel. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði sjö skot í marki liðsins.   KNATTSPYRNA Meistaradeild UEFA kvenna: Hlíðarendi: Valur – HJK Helsinki ...........15 HANDKNATTLEIKUR Undankeppni EM karla: Laugardalshöll: Ísland – Litháen ........19:45 Í KVÖLD! Knattspyrnugoðsögnin Diego Mara- dona liggur nú á spítala vegna veik- inda. Ekki er um veikindi tengd kór- ónuveirunni að ræða og að sögn lækna hans eru veikindin ekki alvar- leg. „Honum hefur liðið illa í ein- hvern tíma og verður undir eftirliti næstu þrjá daga. Hann hefur það ekki eins gott og ég hefði viljað. Stundum líður honum mjög vel og stundum ekki. Það er mjög erfitt að vera Maradona,“ sagði Leopoldo Luque, læknir hans, í samtali við argentínska fjölmiðla í gær en Maradona er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sögunnar. Erfitt að vera Maradona

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.