Morgunblaðið - 04.11.2020, Side 16

Morgunblaðið - 04.11.2020, Side 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2020 ✝ Kristinn GuðniRagnarsson pípulagninga- meistari fæddist í Vestmannaeyjum 8. desember 1962. Hann lést á heimili sínu 25. október 2020. Foreldrar hans voru Ragnar Guðnason sjómaður frá Steini, f. 7. jan- úar 1942 í Vestmannaeyjum, og Ásta Kristinsdóttir, f. 8. ágúst 1942 frá Skjaldbreið í Vest- mannaeyjum. Kristinn Guðni átti eina syst- ur, Guðrúnu Bjarnýju, f. 6. októ- ber 1959 í Vestmannaeyjum. Eiginmaður hennar var Þor- varður Vigfús Þorvaldsson, f. 20. nóvember 1956, d. 9. janúar 2015. Kristinn Guðni giftist Sesselju Birgisdóttur, f. 24. janúar 1962 í Keflavík. Foreldrar hennar voru Guðrún Guðnadóttir húsmóðir í Keflavík, f. 3. september 1932, d. 2. apríl 1982, og Birgir Axelsson, fiskverkandi í Keflavík, f. 21. ágúst 1932, d. 14. desember 2001. Börn Kristins Guðna af fyrra hjónabandi eru: 1) Brynjar Þór, f. 1988. Kona hans er Helena Sveinsdóttur VE, Sigurði VE, Hafliða VE og Suðurey VE. Hann lærði pípulagnir hjá Grét- ari Þórarinssyni pípulagn- ingameistara og fékk meist- araréttindi 1988. Fluttist til Keflavíkur og hóf þar störf við pípulagnir og stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Rörlagningamanninn ehf., árið 2004. Kristinn Guðni vann við fyrirtæki sitt til dauða- dags. Sinnti verkefnum fyrir Líf- land og fjölda annarra fyr- irtækja. Síðustu árin var hann með sitt stærsta verkefni sem yf- irpípulagningameistari í Hlíð- arhverfi í Reykjanesbæ þar sem Bygg reisir fjölda íbúða í blokk- um, parhúsum og einbýlishúsum. Þegar mest lét var Kristinn Guðni með ellefu starfsmenn sem sáu um þetta viðamikla verkefni. Því miður náði hann ekki að ljúka þessu stóra verk- efni en fyrirtæki hans og starfs- menn stefna að því að ljúka því í hans nafni. Kristinn Guðni var félagi í FIT, Meistarafélagi Suðurnesja og þá var hann félagi í Odd- fellowreglunni. Útför Kristins Guðna fer fram frá Safnaðarheimili Keflavík- urkirkju í dag, 4. nóvember 2020, klukkan 13. Í ljósi að- stæðna verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir athöfn- ina. Streymt verður frá athöfn- inni: https://tinyurl.com/y4dl2rs9/ Virkan hlekk á steymið má nálgast á https://mbl.is/andlat Svava Hjaltadóttir, f. 1989, og eiga þau tvö börn; Natalíu Lillý og Alexander Liljar. 2) Ragnar Freyr, f. 1993. 3) Silvía Rós Sigurð- ardóttir stjúpdóttir, f. 1988, en sambýlis- maður hennar er Sigurður Freyr Þórðarson og börn þeirra Sigurður Karl og Jökull Logi. Stjúpdætur hans og dætur Sesselju eru: 1) Þorgerður Jó- hannsdóttir, f. 1987. Eiginmaður hennar er Daníel Reynisson, f. 1984, og eiga þau tvö börn, Axel Breka og Jóhann Reyni. 2) Guð- rún Jóhannsdóttir, f. 1991, sam- býlismaður hennar er Sigurður Freyr Helgason, f. 1990, sonur þeirra er Dagur. 3) Katrín Fríða Jóhannsdóttir, f. 1995. Kristinn Guðni var Vest- mannaeyingur; veiddi lunda og seig eftir eggjum, þjóðhátíð- armaður og Týrari. Í Heimaeyj- argosinu 1973 var hann hjá frænku sinni á Fossi á Síðu og var mörg sumur í sveit. Hann var veiðimaður í góðra vina hópi. Kristinn Guðni var sjómaður í yfir 20 ár í Vestmannaeyjum. Lengst af var hann á Þórunni Frá fyrstu sekúndu komstu sem ferskur blær inn í líf okkar allra. Í kringum þig var alltaf mikil gleði og góð stemning. Drengirnir okkar fengu yndis- legan afa Kidda sem mun lifa um ókomna tíð í minningu þeirra og auðvitað okkar líka. Ást þín og umhyggja fyrir okkur og öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur var áþreifan- leg og falleg. Við höfum átt frábærar stund- ir og skapað okkur frábærar minningar saman og þær minn- ingar munu aldrei gleymast. Fyrir það að fá þig inn í líf okkar verðum við ævinlega þakk- lát. Okkur finnst þessi orð passa vel við þig: Sárt er vinar að sakna. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Hvíl í friði elsku Kiddi. Þorgerður, Guðrún, Daníel og Sigurður. Elsku Kiddi. Ég var á ferm- ingaraldri þegar þú komst inn í líf mitt. Mamma var ekki alveg búin að opinbera þig svo þú komst í ferm- ingarveisluna mína undir lok og laumaðir að mér rausnarlegri gjöf, fyrstu gjöfinni af svo ótal mörgum. Þökk sé umhyggjusemi þinni og húmor urðum við strax miklir vinir. Þú tókst mér alltaf eins og ég væri þín eigin, þú átt mikið í mér. Alltaf tilbúinn allt fyrir mig að gera. Takk fyrir allar fallegu minn- ingarnar. Ómetanlegt að hafa fengið þennan tíma með þér, þú fórst allt of fljótt. Ég mun geyma þín hinstu orð og lifa með þeim. Verð alltaf þakklát fyrir að eiga part af þeim. Elska þig og minnist þín alltaf. Þín Katrín Fríða. Það var sorglegt að fá þær fréttir að vinur okkar, Kiddi Babú, væri búinn að kveðja. Þrátt fyrir að hafa vitað í nokk- urn tíma í hvað stefndi þá er erf- itt þegar að því kemur. Við kynntumst eyjapeyjanum Kidda fyrst þegar hann fór að hitta Sellu frænku og hófst þar góður vinskapur. Margar góðar minn- ingar koma upp í hugann enda höfum við átt svo margar góðar og skemmtilegar stundir með þeim hjónum. Í gegnum tíðina höfum við ferðast mikið, bæði um landið okkar, í Skorradalinn og svo eru yndislegar minningar úr árlegum veiðitúr okkar í Vatns- dalinn. Kiddi hafði einstakt hjartalag og mátti ekkert aumt sjá. Hann var alltaf einstaklega góður við Andra Fannar son okkar og al- veg frá fyrstu kynnum hefur hann komið með jólagjöf handa Andra. Oft voru þetta gjafir sem tengdust Vestmannaeyjum en Kidda þótti afar vænt um dálæti Andra á eyjunni fögru. Í her- bergi Andra er nú uppstoppaður lundi sem Kiddi gaf Andra og verður falleg minning um gjaf- mildi hans og góðmennsku. Eyjapeyinn var mikill húmor- isti og alveg fram á það síðasta var stutt í grínið. Hann hafði ein- stakt lag á því að segja skemmti- lega brandara og gat reytt þá af sér þegar sá gállinn var á honum. Píparinn var ekki á góðum stað í lífinu þegar hann hitti Sellu sína en þau kynni urðu honum til mikillar gæfu. Frá byrjun hefur hún verið kletturinn í lífi hans í blíðu og stríðu og stóð sig eins og hetja í veikindastríðinu þó hún væri sjálf nýlega búin að standa í slíku stríði. Saman gerðu þau Rörlagningamanninn að stóru og flottu fyrirtæki og eins og Kiddi sagði þegar við fórum að kveðja hann í hinsta sinn: „Og svo er maður rifinn í burtu í blóma lífs- ins, loksins þegar maður er far- inn að hafa það gott.“ Sönn orð hjá Babú sem fékk því miður ekki að vera með okkur lengur. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Í dag kveðjum við sannan og góðan vin. Elsku Sella og aðrir ættingjar, við vottum ykkur okk- ar dýpstu samúð og óskum þess að Guð gefi ykkur styrk til að takast á við erfiðar stundir í framtíðinni. Guð geymi þig, kæri vinur. Björg, Ágúst, Thelma Dís og Andri Fannar. Babú-babú öskruðu peyjarnir í takt við sírenur brunabílanna þegar kviknaði í. Kiddi elti slökkviliðið þegar það var kallað út en afi hans og nafni, Kiddi á Skjaldbreið, var slökkviliðsstjóri í Eyjum. En það var ekki fyrr en Kiddi var kominn til sjós og létt- lyndu félagarnir búnir að stofna Klakabandið að þeir fóru að kalla hann Kidda babú. Það þekkja fá- ir Eyjamenn Kristin Guðna en nær allir vita hver Kiddi babú er. Ég hef sagt Eyjamönnum að Kristinn Guðni sé sonur Ragga í Steini og Ástu frá Skjaldbreið. Menn standa á gati og kannast ekki við Kristin Guðna. En hann Kidda babú, já þú meinar. Klaka- bandið var ekki klúbbur kór- drengja. Nei, það var félagsskap- ur harðduglegra sjómanna, eyjapeyjar og pæjur sem kunnu tökin á lífinu, sóttu hart sjóinn, tekjurnar miklar og skemmtana- lífið passaði vel við tekjurnar á sjónum og engum hlíft og alls ekki þeim sem átti afa sem var slökkviliðsstjóri. Austurþýskur Trabant var kostulegur bíll og Klakabandið pantaði sjö slíka til Eyja. Þegar þeir höfðu keypt steríógræjur í bílana kostuðu þeir tvöfalt verð því græjurnar voru dýrari en bílarnir. En þrátt fyrir dugnað á sjón- um og mikilfenglegt Klakabandið gleymdi Kiddi ekki að undirbúa sig fyrir lífið. Hann náði að mennta sig sem pípulagninga- maður milli úthalda og varð meistari í greininni 1988. Ég man vel eftir Kidda á þessum árum þó vinátta okkar hafi skotið rótum í Keflavík. Hann var ótrúlega mik- ill Eyjamaður í sér og frá fyrstu kynnum fann ég hversu traustur maður hann var. Kiddi var öruggur með sig enda mikill verkmaður og hafði góða yfirsýn yfir verkefni sín sem pípulagn- ingamaður. Ég held að allt nef- tóbakið sem hann mokaði í fín- gert nefið hafi opnað beina leið upp í heila, beint í æð fyrir hreina og klára hugsun. Hann tók samt stundum gamla Klakabandsfíl- inginn á þetta og við vinirnir átt- um það sameiginlegt að vera stöðugt að taka á lífinu okkar, styrkleikum sem veikleikum. Kiddi bætti meira í nefið þegar hann átti í vök að verjast í barátt- unni við krabbann. Hann mætti þjáður til vinnu og mundaði rör- töngina með samanbitnar varir og svaraði verkjunum með stærri skömmtum af neftóbaki að hætti Týrara. Hann ætlaði að klára stóra verkið sem hann tók að sér hjá Bygg hvað sem það kostaði, hann var jaxlalegur í vinnugall- anum með neftóbakstaumana niður á höku og var að gera bestu vertíðina í lífinu. Hann var alltaf klár í fyrstu bauju en það var ekki nóg því baráttan við veik- indin var barátta upp á líf og dauða. Síðustu dagarnir voru heima í faðmi fjölskyldunnar. Börnin hans öll elskuðu hann og yngstu peyjarnir kölluðu hann alltaf afa babú. Kiddi var stoltur af viðurnefninu, ánægður með gömlu vinina og fjölskylduna alla sem elskaði hann. Þegar við tók- umst í hendur í síðasta skipti sagði hann: „Þetta er allt aftur á bak, Ási minn.“ En ég held að nú keyri hann Trabantinn með him- inskautum, fulllestað nefið af tób- aki, steríógræjurnar í botni og tekur gömlu sírenuna á þetta og kallar út í kosmósið babú-babú. Ég votta Sesselju, foreldrum Kidda og fjölskyldunni samúð. Ásmundur Friðriksson. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Ég á góðar minningar sem ég geymi í hjarta mínu um þig, elsku Kiddi. Á milli okkar var ávallt mikil vinátta og traust. Þitt þétta faðmlag og skellandi hlátur á eft- ir að lifa með mér og ylja mér þegar ég hugsa til þín. Þú varst mikill Týrari og ÍBV- ari og ekki langt að sækja það í fyrirmyndina í þínu lífi, til hans Kidda afa, og fékkst þú viður- nefnið „Kiddi babú“ hjá vinum þínum, af því að Kiddi afi þinn var slökkviliðsstjóri í Vest- mannaeyjum. Þú varst vinamargur og greið- vikinn með eindæmum, þú fórst ekki alltaf auðveldustu leiðina í lífinu en þú varst trúr þínum vin- um, því er sárt til þess að hugsa að á þessum erfiðu tímum í þjóð- félaginu geta vinir þínir og vinnu- félagar ekki kvatt þig í síðasta sinn en minningin um þig mun lifa. Í sumar áttum við yndislegan tíma hér í Eyjum með þér, Kiddi minn, og ástinni í lífi þínu henni Sellu. Þetta er tími sem aldrei gleymist og er mér svo dýrmæt- ur. Einnig er ég þakklát að fá að hitta þig og Sellu rétt áður en þú kvaddir og áttum góða stund saman og síðustu orð þín til mín voru „Ég bið að heilsa öllum í Eyj- um og við hittumst hinum megin Eygló mín.“ Um leið og ég votta öllum að- standendum mína dýpstu samúð, langar mig að þakka elsku Sellu fyrir hennar hlýju og góðvild. Það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig frá Bláa lóns böðum að nyrstu sjávarströnd. Frá vel þekktum stöðum út í ókönnuð lönd. Þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig. Ef dimmir í lífi mínu um hríð er bros þín og hlýja svo blíð. Og hvert sem þú ferð og hvar sem ég verð Kristinn Guðni Ragnarsson ✝ María Gunn-arsdóttir fæddist 28. febrúar 1937 í Reykjavík en bjó lengst af í Hafnarfirði. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Sólvangi 25. október 2020. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- rún Jónsdóttir frá Auðkúlu í Arnar- firði, f. 9. ágúst 1906, d. 12. des. 2014, og Gunnar Andrew Sigurðsson frá Þingeyri, f. 25. feb. 1907, d. 28. jan. 1967. Systkini Maríu eru: Sigurður Garðar, f. 1938, maki Magnea Gunnarsdóttir, f. 1940, Gunnar Örn, f. 1940, Gísli Einar, f. 1942, og Jón Bjarni, f. 1945, maki Ingibjörg Elfa Kristins- dóttir, f. 1948. María giftist 5. nóv. 1958 Anton Helga Jónssyni loft- skeytamanni, f. 26. apríl 1930. Foreldrar Antons voru Jón Jens Sumarliðason, f. 28. júní 1896, d. 8. nóv. 1950 og Guðrún Ólafsdóttir, f. 17. nóv. 1899, d. 26. júní 1981. Börn þeirra eru: 1) Gunnar Már, f. 18. ágúst 1958. Maki Guðrún Lára Guð- mundsdóttir, f. 21. apríl 1963. Barnsmóðir Erna Svav- arsdóttir, f. 25. júlí 1958. Börn Gunnars og Ernu eru: a) Tví- burarnir María Guðrún og Anna Dagbjört, f. 26. júní 1978. Maki Maríu er Björgvin Þór Þorsteinsson, f. 19. júlí 1981. Börn Maríu og Björgvins eru þrjú: Sigríður Erna, f. 2002, Bjarki Þór, f. 2009 og Amanda Líf, f. 2013. b) Anna Dagbjört, f. 26. júní 1978. Barnsfaðir Gísli Þór Helgason, f. 23. feb. 1973. Börn Önnu og Gísla eru tvö: Helgi Hjörtur, f. 2003 og Arnar Logi, f. 2010. 2) Guðrún, f. 17. mars 1960. Maki Dan Hillergård, f. 16. des. 1954. Fyrrver- andi eiginmaður og barnsfaðir: Jak- ob S. Jónsson, f. 7. maí 1956. Börn Guðrúnar og Jak- obs eru: a) Svava, 5. apríl 1988. Maki Kj Fazzani, f. 28. nóv. 1973. Svava á eitt barn, Adam Frey, f. 2016, með Mattias Nygren, f. 20. mars 1982. b) Anton Freyr, f. 27. mars 1990. c) Ásta María, f. 30. okt. 1992. 3) Anton Már, f. 27. des. 1961. Maki Helga María Guðjónsdóttir, f. 5. mars 1962. Börn Antons og Helgu eru: a) Sigurrós, f. 18. des. 1980. Maki Brynjar Emil Friðriksson, f. 29. sept. 1978. Þau eiga tvö börn: Kötlu Maríu, f. 2007, og Sum- arliða, f. 2011. b) Elsa, f. 12. mars 1985. Maki Troels Jør- gensen, f. 5. ágúst 1985. Þau eiga tvö börn: Emmu, f. 2017, og Oskar, f. 2019. c) Davíð Már, f. 23. okt. 1992. 4) Auður Lísa, f. 23. nóv. 1964. Maki Egill Örlygsson, f. 20. sept. 1965. Börn Auðar og Egils eru: a) Agnes Ósk, f. 24. júlí 1990. Maki Grétar Ólafsson, f. 3. maí 1990. Þau eiga tvö börn: Maríu, f. 2017, og Emelíu, f. 2020. b) Egill Örn, f. 20. sept. 1997. Maki Bryndís Eva Heiðars- dóttir, f. 21. des. 1997. 5) Upp- eldissonur þeirra er Sigurður Hilmar Gíslason, f. 16. feb. 1946, hann kom til þeirra á fermingarári sínu. 6) Fyrir á Anton soninn Braga, f. 22. feb. 1949. Útför Maríu fer fram í Hafn- arfjarðarkirkju í dag, 4. nóv- ember 2020, klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða einungis nán- ustu aðstandendur viðstaddir athöfnina. Elsku amma á Mosó, mikið er erfitt að kveðja þig. Yndisleg kona með hjarta úr gulli. Þú hefur alltaf verið til stað- ar fyrir mig, tekið á móti mér með bros á vör eftir skóla. Allt- af svo hjartahlý og skemmtileg. Ég man sérstaklega eftir skipt- unum sem ég fór út í sjoppu fyrir okkur og keypti bland í poka, „aðallega súkkulaði“, og við spiluðum marga ólsen ólsen. Öll skiptin sem við fengum okk- ur kaffi saman úti í garði og þegar við skoðuðum myndaal- búmin þín og hlógum. Allar sumarbústaðaferðirnar austur, þaðan á ég afar góðar minn- ingar sem einkennast af ástúð, spilum og pottaferðum. Ég man eftir öllum þeim skiptum sem ég mátaði pelsana þína, háhæluðu skóna og slæð- urnar, þú varst alltaf svo glæsi- leg og ég beið spennt eftir því að fullorðnast og geta klætt mig í pelsa, verið í hælaskóm og sett í mig rúllur eins og þú. Elsku amma, þú ert og hefur alltaf verið mér mikil fyrir- mynd. Þegar ég eldist ætla ég að verða amma eins og þú. Ég elska þig aföllu hjarta. Hvíldu í friði. Þín Agnes. Mín ástkæra amma, þú sem kenndir mér margt á þeim tíma sem við fengum saman. Þú varst alltaf svo hlý og björt með þitt einlæga bros. Ég mun sakna þeirra stunda að sjá þig inni í stofunni þinni, í stólnum þínum, með krossgát- urnar þínar. Mikið sem ég mun sakna þess að hlæja með þér, spila með þér, elda með þér, vera með þér. Ég veit þú fylgir mér allt mitt líf og ég vona að þú verðir stolt af mér. Ég mun alltaf reyna að vera heiðarlegur, góð- ur, einlægur og trúr, alveg eins og þú. Ég mun passa mig að vera alltaf vel klipptur, alltaf vel snyrtur og alltaf vel gyrtur. Þú varst, ert og verður alltaf ein af mínum fyrirmyndum. Takk fyrir allt elsku amma, ég hlakka til að leysa kross- gátur með þér næst þegar við hittumst. Þinn Egill litli. Í dag kveð ég eina af mínum bestu vinkonum. Við höfðum þekkst í rúm 40 ár og vin- skapur okkar hófst við fæðingu tvíburasystranna okkar, Önnu og Maríu, sem voru okkur svo kærar. Við áttum margar góðar stundir saman og höfðum mörg sameiginleg áhugamál. Til að mynda fórum við saman að læra að mála postulín og svo eftir það glerskurð. Einnig höfðum við mikla ánægju af að kíkja í búðir og kaupa okkur eitthvað fallegt, enda varst þú með einsdæmum mikil smekk- manneskja og varst alltaf svo vel tilhöfð og allt var svo fallegt í kringum þig. Við áttum margar góðar minningar saman frá fallega heimilinu ykkar Antons á Móa- barðinu þar sem þið voruð góð- ir gestgjafar og tókuð alltaf vel á móti mér. Þetta voru góð ár sem ég þakka fyrir, hver minn- ing er dýrmæt perla. Ég sendi fjölskyldu Maríu innilegar samúðar- kveðjur. Hvíl í friði, kæra vinkona. Kveðja, Anna Bergmann María Gunnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.