Morgunblaðið - 04.11.2020, Side 17

Morgunblaðið - 04.11.2020, Side 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 2020 Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 ✝ KristbjörgFreydís Stein- grímsdóttir fæddist í Nesi í Aðaldal 21. september 1931. Hún lést á Hvammi, dvalarheimili aldr- aðra á Húsavík, 23. október 2020. Foreldrar henn- ar voru Sigríður Vilhelmína Péturs- dóttir, f. 13. mars 1899, d. 1. febrúar 1984, og Steingrímur Sigurgeir Baldvins- son, f. 29. október 1893, d. 11. júlí 1968. Systur Kristbjargar voru Jó- hanna Álfheiður, f. 20. ágúst 1920, d. 25. mars 2002, og tví- burasystirin Arndís Björg, f. 21. september 1931, d. 11. janúar 2004. Eftirlifandi bróðir þeirra er Pétur, f. 14. desember 1929. Kristbjörg lauk landsprófi frá Laugum í Reykjadal 1950 og stundaði nám í lýðháskóla í Kat- arineberg í Svíþjóð 1950-1951 og Húsmæðraskólanum á Laugum 1953-1954. Hún var góður náms- a) Elín Dögg, f. 1973, gift Þor- steini Halldórssyni og eiga þau synina Sindra, f. 2003, og Frey, f. 2009 og b) Hólmdís Freyja, f. 1979, í sambúð með Hamidreza Jamshidnia. 2) Harpa Þorbjörg, f. 2. júlí 1959. Hennar maður er Rafn Stefánsson, f. 10. júní 1956. Þeirra börn eru a) Oddný Björg, f. 1983, og b) Stefán Grímur, f. 1989, í sambúð með Súsönnu Svansdóttur og eiga þau synina Þormar Kára, f. 2018, og fjög- urra vikna lítinn stubb. Kristbjörg Freydís ólst upp við ljóða- og vísnagerð. Hún var góður hagyrðingur með gott vald á íslensku máli og hafa ljóð eftir hana birst víða. Hún og systur hennar tóku þátt í stofnun Hagyrðingafélagsins Kveðanda. Fyrir rúmu ári kom út ljóðabók hennar „Döggslóð í grasi“ og áð- ur hafði komið út ljóðabókin „Systrarím“ eftir þær systur Kristbjörgu og Jóhönnu Álf- heiði. Kristbjörg Freydís var um tíma í Kvenfélagi Nessóknar og var félagi í ITC-deildinni Flugu. Útför fer fram frá Neskirkju í Aðaldal í dag, 4. nóvember 2020, klukkan 11. Athöfninni verður streymt á: https://www.facebook.com/ bogga.oggrimur Virkan hlekk má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat maður og tungu- málanám lá vel fyr- ir henni. Kristbjörg talaði og las sænsku og dönsku og tók stúdentspróf í ensku í fjarnámi um sjötugt. 13. ágúst 1955 giftist Kristbjörg eftirlifandi eig- inmanni sínum Hólmgrími Kjart- anssyni, f. 29. mars 1932, frá Hrauni í Aðaldal, syni hjónanna Jónasínu Þorbjargar Sigurð- ardóttur, f. 28. maí 1903, d. 5. ágúst 1991, og Kjartans Sig- tryggssonar, f. 11. janúar 1904, d. 24. febrúar 2001. Hófu þau bú- skap í Hrauni árið 1955 í sam- starfi með foreldrum Hólmgríms og bjuggu þar þangað til þau fluttu á Hvamm, dvalarheimili aldraðra. Dætur Kristbjargar og Hólm- gríms eru: 1) Arndís Álfheiður, f. 25. júlí 1955. Hennar maður er Methúsalem Einarsson, f. 12. febrúar 1955. Þeirra dætur eru Það er vor. Lítil stelpuskotta lallar með ömmu út í fjárhús að fylgjast með ánum. Það er stoppað, hlustað á fuglasönginn og athygli vakin á gróðrinum sem gægist upp í gegnum fölina og teygir sig í geisla sólarinnar. Amma var náttúrubarn og kenndi mér snemma að meta náttúruna og njóta hverrar árs- tíðar. Hún vakti athygli mína á kynjamyndum hraunsins, gæta þess hvar ég steig niður og passa upp á að rífa aldrei upp mosa, að fylgjast með fuglunum, anda að mér fersku loftinu og sitja úti í sólinni. Amma var með græna fingur og blómstrandi rósir minna allt- af á hana, reyndar líka afleggj- arar í glösum. Margar stundir átti ég með henni í garðinum að snyrta beð og runna ásamt því að stússa í gróðurhúsinu, sem var ævintýraheimur með enda- lausu magni af jarðarberjum og fleira góðgæti. Amma var húsmóðir sem var alltaf að. Yfir sumartímann var oft fjölmenni í bænum og upp- vaskið náði matartíma á milli, það var samt ekkert alltaf gam- an að aðstoða við það. Amma var hannyrðakona sem prjónaði lopapeysur og sat tím- unum saman að gera við gallana og skyrturnar hans afa. Hún hafði líka gaman af að sauma út og fugla- og blómamyndir voru í uppáhaldi. Henni var mikil gleði í því að ná að sauma út áfram eftir að hægri hönd hennar lam- aðist eftir heilablóðfall fyrir sex árum. Amma var tungumálamann- eskja og átti aldrei í erfiðleikum með að tala við alla dönsku vinnumennina sem komu í Hraun en var einnig dugleg að kenna þeim íslensku. Amma kúrði með mér í rúminu og þýddi dönsku Andrésblöðin um leið og við skoðuðum þau og smám saman síuðust dönsku orðinn inn hjá mér. Við áttum síðan ýmsar góðar stundir sam- an þegar amma ákvað að fara að læra ensku til stúdentsprófs sem hún kláraði um sjötugt. Amma var skákkona sem dásamlegt var að fylgjast með þegar systur hennar komu í heimsókn og taflið var dregið fram. Hún kenndi sonum mínum báðum mannganginn, tefldi við þá og leyfði þeim ekki að vinna. Amma var skáld sem samdi vísur og ljóð. Ég lærði fljótt að henda aldrei pappírssnifsi, sér- staklega umslögum, heima í Hrauni öðruvísi en vera búin að skoða hvort á því leyndist nokk- uð vísnabrot. Vísurnar voru oft yfirstrikaðar að hluta þar sem þær voru endurskoðaðar aftur og aftur áður en þær voru til- búnar. Kannski var hugsunin bak við þær svipuð og með lopa- peysurnar, en hún sagði stund- um „að lopapeysa væri ekki tilbúin fyrr en búið væri að rekja upp að minnsta kosti einu sinni“. Ást hennar á náttúrunni og íslenskri tungu má vel finna í skáldskap hennar og var henni mjög umhugað um að við töluð- um fallega íslensku og ættum ríkan orðaforða. Amma var bæði mamma mín og amma. Ég bjó hjá þeim afa í Hrauni fyrstu árin og myndaði það órjúfanleg og sterk tengsl. Hún gerði alveg athugasemdir við mig og ansi oft fékk ég að heyra að ég ætti að fara í megr- un en ég fékk líka ótal þétt faðmlög og kossa og góðu minn- ingarnar eru margar og dýr- mætar. Ég kveð þig með orðunum sem þú hvíslaðir svo oft í eyru mín þegar þú faðmaðir mig: „elsku hjartað mitt“, takk fyrir allt sem þú kenndir mér. Þín Elín (Ella) Dögg. Hún Bogga frænka hefur alla tíð átt sérstakan stað í hjarta mínu. Með ljúfmennsku sinni laðaði hún að sér börn jafnt og hina eldri. Ein fyrsta ljósa minningin um hana tengist brúðkaupsdegi tvíburasystr- anna Öddu og Boggu þegar ég er fimm ára gömul. Sé þær enn fyrir mér ganga inn kirkjugólfið í hvítu kjólunum sínum með slör og blómakransa á höfði, rétt eins og álfameyjar í ævintýri. Við sömu athöfn var frumburð- ur þeirra Gríms og Boggu skírður, lítil stúlka sem átti sama afmælisdag og ég og hlaut nafnið Arndís Álfheiður í höfuð- ið á systrum brúðarinnar. Skömmu seinna fékk ég að fara í heimsókn í Hraun og gista hjá Boggu frænku og aðstoða hana við barnastússið. Bogga dekraði við frænku sína eins og henni einni var lagið og tókst að láta mig halda að ég gegndi mikil- vægu hlutverki. Þannig var Bogga, hafði lag á að láta alla í kringum sig njóta sín. Næstu árin héldum við litlu frænkurnar jafnan upp á afmælið saman, ýmist í Hrauni eða Árnesi, og var þá mikið um dýrðir, enda systurnar snillingar í veislu- höldum. Náin tengsl voru milli Nes- systra, þeirra Jóhönnu Álfheið- ar og tvíburanna Arndísar og Kristbjargar, og oft töluvert lagt á sig til að geta haldið sam- an jóla- og áramótaboð. Eftir- minnilegt er nýársboð í Hrauni þegar fjölskyldurnar í Nesi og Árnesi brutust upp í Hraun í vonskuveðri. Allir skemmtu sér konunglega en þegar leið á kvöldið skall á stórhríð svo heimferðin var strembin, enda vegir ekki upp á marga fiska í þá daga. Ég minnist ótal ánægjulegra heimsókna til heiðurshjónanna í Hrauni allt frá unga aldri og síð- ar heimsóknir þeirra og vináttu við okkur Jafet sem við metum mikils. Nessystur allar voru skáld- mæltar og ekki síður Pétur bróðir þeirra þótt hann flíki því minna. Systurnar voru virkar í vísnafélaginu Kveðanda og áttu þar margar ánægjustundir. Þær voru miklir grallarar og léku sér stundum að því að yrkja gam- anbragi um sveitungana, herma eftir kunnuglegum röddum og segja sögur. Þær voru snjallar í skák og gátu setið tímunum saman við að tefla, um leið kváðu við rammíslenskar orða- skylmingar. Jóhanna og Krist- björg skemmtu sér við það einn veturinn, þegar Arndís var flutt til Akureyrar, að kveðast á. Úr varð mergjaður kveðskapur, ljóðin Systur sjá og heyra sem seinna kom út á bókinni Systr- arím. Á síðastliðnu ári sendi Krist- björg frá sér ljóðabókina Dögg- slóð í grasi sem inniheldur úrval af ljóðum hennar og stökum. Þar endurspeglast næm tilfinn- ing fyrir náttúrunni, fyrir fögru íslensku máli og ljóðahefðinni eins og hún gerist best. Ljóðið hennar fallega Blómin í brekk- unni heima endar á þennan veg: Leggst ég í lynggróinn slakka læt mínar hugsanir sveima. Getur við gátunni miklu gefist endanlegt svar? Sumu er saklaust að trúa séu til lönd fyrir handan, blómin í brekkunni heima bíða mín ef til vill þar. Elsku Bogga frænka, síðustu árin voru þér erfið þótt alltaf segðirðu „allt gott“ þegar við töluðum saman. Nú er komið kallið sem þú varst farin að þrá. Megi fögur blómabrekka verða þinn hvílustaður. Ástarþökk fyrir alla þína elskusemi. Þín Hildur Hermóðsdóttir (Hilla frænka). Nú hefur hún Bogga kvatt okkur, Bogga frænka, eins og hún var jafnan nefnd á okkar heimili. Ég var ung að árum þegar ég kom með Völundi, systursyni hennar og verðandi eiginmanni mínum, norður í Að- aldal. Fljótlega tókust með okk- ur góð kynni. Hún var yndisleg kona, hlý og brosmild. Allir sem komu í Hraun eða dvöldu þar lengri eða skemmri tíma hænd- ust að henni. Hraunsheimilið var einstakt, manngæska, ein- lægni og gleði var þar yfir og allt um kring. Þau hjónin, Bogga og Grímsi, höfðu ein- stakt lag á að láta öllum líða vel í návist sinni. Þess fékk Páll bróðir minn að njóta þau tvö sumur er hann var þar ungling- ur og síðar fjölskylda hans er þau komu í heimsókn. Það eru margar minningarnar í minn- ingabankanum. Ein líður mér ekki úr minni. Það var hlýtt vor og bjartar nætur, en við Völli ætluðum að bregða okkur á Þeistareyki á 19 ára afmæli mínu. Okkur datt í hug að bjóða Hraunshjónum með en Grímur taldi sig ekki eiga heimangengt á sauðburði en Bogga sló til. Þar efra gengum við um, austur að Litla-Víti og á Bæjarfjallið. Við nutum samverunnar og góða veðursins og gistum um nóttina í gangnamannakofan- um. Þær voru margar gleðistund- irnar í Hrauni með börnum og síðar einnig barnabörnum er þau bættust í hópinn. Þær syst- ur Adda Heiða og Harpa voru ávallt glaðar og kátar, líkt og foreldrar þeirra, og sömu hlýju stafaði einnig frá gömlu hjón- unum, Jónasínu og Kjartani, meðan þeirra naut við. Ekki má gleyma Hraunsréttardeginum sem endaði ávallt heima í Hrauni þar sem allra beið hrok- að veisluborð. Jafnvel á síðari árum, þegar lítill dugur var í okkur hjónum á réttinni, varð að líta í Hraun og fá sér kaffi hjá þeim systrum Öddu Heiðu og Hörpu. Bogga hlaut hagmælskuna í vöggugjöf og var vel hagmælt, eins og þau Steingrímsbörnin öll, Bogga, Arndís, Pétur og Jó- hanna. Voru þær systur mjög samrýndar og kváðust gjarnan á. Hildur dóttir Jóhönnu gaf út bókina „Systrarím“ með ljóðum þeirra Boggu og Jóhönnu. Síð- astliðið ár kom svo út önnur ljóðabók Boggu, „Döggslóð í grasi“, og stóð Hildur einnig að útgáfu hennar. Voru þær systur allar virkir félagar í hagyrð- ingafélaginu Kveðanda, meðan heilsa og kraftar leyfðu. Fyrir nokkrum árum fékk elsku Bogga áfall sem varð til þess að starfsgetu hennar hrakaði mjög og fékk hún heimilisfesti á Dvalarheimilinu á Húsavík. Grímsi heimsótti hana nær dag- lega lengi vel hvernig sem viðr- aði en að lokum fengu þau þar inni bæði og undu hag sínum eins vel og kostur var. Þar kvaddi hún þetta jarðlíf, 23. október síðastliðinn. Sá ég land með ljósum sandi laufgum viði og fuglakliði rís þar höll á víðum völlum vegleg öll og gulli fjölluð. Þetta orti hún og ég er viss um að þangað er hún komin. Kæri Grímur, dætur og fjöl- skyldur, innilegar samúðar- kveðjur frá okkur Völundi. Halla L. Loftsdóttir. Nú þegar komið er að kveðju- stund elskulegrar móðursystur minnar Boggu kom upp í hug mér eftirfarandi erindi úr sonn- ettu eftir móður mína Öddu. Þegar í minninganna sjóð er sótt sest það liðna að í hjarta mínu þá fyllir kyrrlát helgi huga minn Hafi hún Bogga mín þökk fyr- ir allt og allt sem fögur fyrir- mynd með lífi sínu. Hún fer með ríkulegt nesti úr sjóðum kær- leika síns inn á hin duldu svið. Sigríður Margrét Örnólfsdóttir. Það eru til manneskjur sem eru í senn örlátar og næmar á þarfir þeirra sem á vegi þeirra verða. Veita manni gleði og skemmtun þegar það á við, hlýju og stuðning þegar það á við. Frá þeim stafar ylur, birta og traust. Slíkt fólk er gott heim að sækja og eiga samskipti við. Þannig var Bogga. Heimsóknirnar til Boggu og Hólmgríms í Hrauni voru ætíð sérstakt tilhlökkunar- efni þegar við krakkarnir í Nesi vorum að vaxa úr grasi og þann- ig var það líka síðar þegar við vorum orðin fullorðin og komin með fjölskyldur. Það voru mikil forréttindi fyrir börnin okkar, líkt og fyrir okkur sjálf, að fá að kynnast þessu góða fólki. Samskiptin við Boggu ein- kenndust ætíð af vinsemd og hlýju og manni gat ekki liðið öðruvísi en vel í návist hennar. Hún var hógvær en hafði engu að síður mörgu að miðla. Hún hafði ekki uppi stóryrði en átti alveg til að beita fyrir sig kímni og hnyttni sem gat verið beitt en þó ætíð góðlátleg. Hún bjó yfir miklum listrænum hæfileikum og hafði frábær tök á íslensku máli eins og ljóðin hennar bera glöggt vitni um. Í mörgum ljóða hennar birtist vel virðing henn- ar fyrir náttúrunni og hversu mjög hún unni henni. Hún lætur sér ekki síður annt um hið smáa, svo sem „Blómin í brekkunni heima“ en hið stórbrotna eins og „Lífæð og drottning dalsins“, Laxá, í allri sinni fegurð og tign. Bogga varð fyrir alvarlegu heilsuáfalli fyrir nokkrum árum en þar sýndi hún okkur enn og aftur hvílík afreksmanneskja hún var. Með ótrúlegri seiglu náði hún sér vel á strik aftur og hélt áfram að veita af sínum ríka sjóði. Nú er hún farin frá okkur en þó ekki alveg því minningin verður ætíð til staðar og hún er ljúf. Við leyfum okkur að vitna í ljóðið hennar um vináttuna en svona hljóða lokalínurnar: Í minningunum lifir hver gengin gleðistund, gott verður í kyrrðinni að leita á þeirra fund. Hálfdán, Hugrún og fjölskylda. Kristbjörg Freydís Steingrímsdóttir þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig. Það þarf fólk eins og þig fyrir fólk eins og mig. Frá hlíðum Akureyrar inn í grænan Herjólfsdal. Með þessum fallegu orðum í texta eftir Rúnar Júlíusson kveð ég þig, elsku Kiddi. Þín frænka, Eygló. Kristinn Guðni, eða Kiddi, veiðifélagi okkar er jarðsunginn í dag. Fyrir um 10 árum komu hann og eiginkona hans Sesselja í veiðihópinn, sem stundar veiðar á silungasvæði Vatnsdalsár. Fékk hann Kiddi það hlutverk að taka holur fyrir trjám sem við gróðursetjum ár hvert en í þetta sinn voru gróðursett 21 tré í ákveðnu tilefni. Á fyrstu árum hans í Vatnsdalsá náði hann að landa stærsta fiski og fékk að launum bikar og það tvisvar á fyrstu árunum. Við sem erum fyrir í hópnum sáum það að Kiddi notaði aðrar aðferðir en við, hvort sem hann var með spún eða maðk sem segir að engin aðferð er betri en önnur þegar kemur að veiði. Kiddi er söngelskur eins og Vestmannaeyingar eru og er þjóðhátíðarlag var spilað þá var ekki sungið bara eitt lag heldur kannski öll og Kiddi söng manna hæst. Þessar ferðir á silunga- svæði í Vatnsdalsá þar sem hóp- urinn hittist á sama tíma ár hvert eru vinafundir. Haldnar eru veislur á hverju kvöldi, farið í leiki, sagðar sögur frá liðnu sumri eða hverju sem er. Þetta er sannur vinahópur er kveður Kidda okkar nú í hinsta sinn með þökk fyrir árin okkar með þér ljúfi drengur. Sella, við hugsum til þín, þínir vinir, veiðihópurinn G.C.D. Fyrir hönd okkar, Guðjón Þórhallsson. Í dag kveðjum við góðan vin. Þegar við kynntumst Kidda varð hann mikilvægur hluti af okkar hóp hjá starfsmönnum og mök- um Sjúkraþjálfunar Suðurnesja. Við sáum strax hve góður maður var þar á ferð. Kiddi féll strax vel inn í hópinn og varð einn af okkar bestu mönnum. Þær eru ófáar skemmtilegu stundirnar, árshá- tíðirnar og ferðirnar sem við höf- um farið saman. Kiddi og Sella hafa ávallt verið þar framarlega í okkar hópi og með örlæti sínu og góðsemi gert hópinn þéttari og samheldnari. Kiddi var alltaf klár þegar hans var þörf í vinnu, sama hvort var um að ræða virkan dag eða helgi. Eitt símtal og Kiddi var mættur um hæl. Við erum honum ævinlega þakklát fyrir hans framlag þegar við stækkuðum stofuna. Vann það verk af mikilli fagmennsku og njótum við góðs af því í framtíðinni. Alltaf var hlýtt hjá Röra. Kiddi og Sella hafa rekið pípulagningarfyrir- tækið Rörlagningamanninn sam- an undanfarin ár með miklum sóma og hefur verið unun að horfa á þau og fyrirtækið blómstra. Þar sem Kiddi og Sella hafa komið er hiti og rennandi vatn. Við hjá Sjúkraþjálfun Suður- nesja kveðjum í dag góðan vin, Eyjapeyjann sem ávallt með húmor sínum og jákvæðni fékk okkur til að brosa. Kiddi var okk- ar maður sem skilur eftir sig stórt skarð í okkar góða hópi en einnig margar skemmtilegar minningar sem við geymum með okkur. Við minnumst hans með mik- illi gleði, hlýju og jafnvel einum Thule. Elsku Sella og fjölskylda, megi Guð hjálpa ykkur í þessari sorg þar sem við í dag kveðjum okkar elsku Kidda. Blessuð sé minning hans. F.h. Sjúkraþjálfunar Suður- nesja, Falur Helgi Daðason.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.