Morgunblaðið - 09.11.2020, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.11.2020, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2020 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið er bæði spennandi og ógnvekjandi Bókin fæst í Eymundsson UNGMENNABÓKIN Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Aukin þjónusta á heimilum  Heilbrigðisráðherra telur að of mikil áhersla sé lögð á að fólk fari inn á hjúkr- unarheimili í stað þess að mæta þörfum þess með stuðningsþjónustu heima Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Eins og kerfið er uppbyggt núna er allt of mikil áhersla lögð á að fólk fari inn á hjúkrunarheimili þegar í mörgum tilvikum er hægt að mæta þörfum þess betur og með minni til- kostnaði með aukinni stuðnings- þjónustu heima. Þótt við náum stór- auknum árangri að þessu leyti þarf engu að síður að fjölga hjúkrunar- rýmum og þar hef ég kynnt stór- sókn með framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma sem unnið er eftir,“ segir Svandís Svav- arsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún var spurð að því hvernig fyrirsjáanlegri aukinni þörf á þjón- ustu við aldrað fólk yrði mætt. Hún svaraði skriflega og sagði að mik- ilvægt væri að vinna markvisst að því að efla getu ríkis og sveitarfélaga til að mæta aukinni þjónustuþörf sem fylgdi þeirri þró- un. „Vinna þarf að fjölbreyttum leiðum og lausn- um til að mæta þessari þjóðfélagsbreytingu. Mark- vissar forvarnir, heilsuefling og fyr- irbyggjandi endurhæfing skiptir miklu máli. Stórauka þarf þjónustu sem gerir öldruðum kleift að búa lengur á eigin heimili. Hvað það varðar hef ég lagt áherslu á að fjölga dagdvalarrýmum, ekki síst sérhæfðum dagdvalarrýmum fyrir aldraða með heilabilunarsjúkdóma og eins hafa fjármunir verið auknir verulega í minni tíð til að efla heima- hjúkrun.“ Bendir hún á að á þessu ári hafi fjármunir til að efla heimahjúkrun verið auknir um 130 milljónir króna og 200 milljónir settar í uppbygg- ingu á heilsueflandi móttökum í heilsugæslu um allt land. Móttök- urnar eru ætlaðar eldra fólki og ein- staklingum með fjölþætt eða lang- vinn heilsufarsvandamál og eru mikilvægur liður í því að innleiða skipulagða heilsuvernd fyrir aldr- aða. Efniviður til meiri sáttar Spurð hvernig hún hyggist leysa vandamál hjúkrunarheimila vegna lágra daggjalda og afleiðinga þess á þjónustuna segir Svandís að aukin þjónusta við aldraða heima og fjölg- un hjúkrunarrýma muni bæta stöð- una varðandi biðlista. Þá segist hún binda vonir við að með niðurstöðu greiningar á rekstrarkostnaði hjúkrunarheimila í starfshópi undir forystu Gylfa Magnússonar fáist efniviður sem geri kleift að skýra málin og skapa um þau betri sátt. Heilbrigðisráðherra segir að unn- ið sé að lausn á þeirri stöðu sem upp er komin vegna uppsagna fjögurra sveitarfélaga á þjónustusamningum um hjúkrunarheimili. Mikilvægast sé að tryggja samfellu í þjónustunni fyrir íbúa hjúkrunarheimilanna. Þannig nálgun sé á málið hjá ráðu- neytinu. Mögulega verði lausnir á stöðunni mismunandi eftir hjúkrun- arheimilum. Svandís Svavarsdóttir Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Gert er ráð fyrir að um 500 manns bíði þess að komast í ökupróf 17. nóvember næstkomandi. Er það sá dagur sem hertar sóttvarnaaðgerðir munu gilda til að lágmarki. Öku- kennurum hefur verið bannað að sinna verklegri ökukennslu og í á þriðju viku hafa engin ökupróf farið fram. Lætur nærri að það verði fjórar vikur hinn 17. nóvember að sögn Svanbergs Sigurgeirssonar, deildarstjóra ökuprófa hjá Frum- herja. Fyrirtækið sér um fram- kvæmd ökuprófa í verktöku fyrir Samgöngustofu. „Svo virðist sem foreldrarnir séu æstastir og eru að hringja, krakkarnir eru minna í því,“ segir Svanberg. Er hann þá að vísa til þess þegar kúfur safnaðist upp í vor. Þá biðu á milli 620 og 630 einstaklingar eftir að komast í öku- próf eftir fyrstu bylgju kórónu- veirunnar. „Þá var lítill skilningur á því að við gátum ekki tekið öll próf- in í einu. Svo var bætt við tveimur dómurum og þá gekk að vinna þetta upp. Þetta verður sama strögglið núna þegar við förum af stað aftur. Um leið og við opnum vilja allir komast að um leið,“ segir Svanberg. Að sögn gat fólk þurft að bíða í þrjár vikur eftir próftöku eftir fyrstu bylgju. „Það mun taka eitt- hvað fram yfir áramót að koma mál- um í eðlilegt horf,“ segir Svanberg. Margir bíða þess að komast í ökupróf  500 manns eru á biðlista  Löng bið Óánægju hefur gætt hjá sumum útgefendum vegna topplista bókaútgefenda í október. Arn- aldur Indriðason var á toppi listans, en svo vill til að bók hans kom út 1. nóvember sl. og hefði að mati margra ekki átt að geta verið á toppi októberlistans af þeim sökum. Bryndís Lofts- dóttir hjá Félagi íslenskra bóka- útgefenda segir að þótt hún hafi skilning á gagnrýninni megi rekja skýringuna til þess að óvenju- margir titlar komu út í forsölu í ár. Þeirra á meðal bók Arnaldar. „Það hefur margt breyst á einu ári og nú eru allir að selja bækur á netinu og í forsölu. Þangað til í fyrra var einungis ein bók sem hafði nokkru sinni komið í for- sölu,“ segir Bryndís. Fyrir vikið hafi hún ákveðið að láta topplist- ann fara eftir sölutölum hvers dags. Ómögulegt sé fyrir sig að hafa yfirsýn yfir hvenær bækur eru afhentar. Hinn valkosturinn við uppsetn- ingu listans er að geyma sölutölur þar til bók er afhent viðskiptavin- um þegar formlegur útgáfudagur er. Er það gert víða erlendis. „Hvenær kaupir maður bók og hvenær kaupir maður ekki bók?“ spyr Bryndís. vidar@mbl.is „Hvenær kaupir mað- ur bók?“ Bryndís Loftsdóttir  Óánægja með bók- sölulista í október Sveitarstjóri Bláskógabyggðar hef- ur óskað eftir því við Vegagerðina að áform um að fella Geysisveg af vegaskrá verði endurskoðuð. Kom þetta fram á síðasta fundi sveitar- stjórnar. Geysisvegur liggur af Biskups- tungnabraut að húsaþyrpingu á bak við Hótel Geysi. Þetta er stutt- ur kafli sem Vegagerðin lagði og hefur haldið við. Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri segir að Vegagerðin virðist fella vegi út af vegaskrá ef enginn er með lögheimili við þá. Í þessu tilviki búi fólk á svæðinu en mistök hafi orðið hjá Þjóðskrá við skráninguna. Er hún vongóð um að þetta verði leiðrétt og Vegagerðin falli frá áformum sínum. Geysisvegur haldist á skrá Mikið virðist vera af sílamáfum við Reykjavíkur- tjörn um þessar mundir, eins og oft áður. Þeir sækja mikið inn í borgir til að leita fæðis enda miklir tækifærissinnar í því efni. Þeir eru að- gangsharðir og vinna oft í samkeppninni um brauðið sem ætlað er öndunum. Máfar flykktust að manni sem var að gefa öndum brauð við Tjarnargötuna einn góðviðrisdaginn svo hann nánast hvarf í fuglagerið. Týndur í fuglageri við Reykjavíkurtjörn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.