Morgunblaðið - 09.11.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.11.2020, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2020 Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Í mati fjölmiðlanefndar á því hvort RÚV hafi uppfyllt almannaþjónustu- hlutverk sitt á árinu 2018, sem kom út í október, er meðal annars gerð at- hugasemd við hvernig RÚV skilgreinir kaup sín af sjálfstæðum framleiðendum. RÚV er sam- kvæmt lögum skylt að verja 10 prósentum af heildartekjum sínum á árinu 2018 til kaupa eða meðframleiðslu á efni frá sjálfstæð- um framleiðendum. Í greinargerð RÚV kemur fram að kaup af sjálf- stæðum framleiðendum árið 2018 hafi verið 13,24 prósent. Við nánari skoðun kemur í ljós að stór hluti af þessum greiðslum rann til verktaka. Samkvæmt lista yfir kaup RÚV af sjálfstæðum framleiðendum voru verktakagreiðslur til dagskrárgerð- arfólks, framleiðenda og myndatöku- manna hjá RÚV meðal þess sem talið var til kaupa af sjálfstæðum framleið- endum. Þar á meðal voru greiðslur til einstaklinga sem störfuðu fyrir íþróttadeild og við sjónvarpsþættina Menninguna, Landann, Gettu betur, Silfrið og Vikuna. Hluti greiðslnanna sem skilgreind- ar voru til sjálfstæðra framleiðenda var til verktaka sem hafa það að að- alstarfi að sinna íþróttafréttum eða dagskrágerð í sjónvarpsþáttum RÚV og eru hluti af daglegri eða vikulegri dagskrá. Auk þess sem þessir ein- staklingar voru fram til 8. júlí 2020 skráðir sem starfsmenn RÚV á vefn- um og með eigið netfang á netþjóni RÚV. Þessar upplýsingar um starfs- menn voru fjarlægðar af vef RÚV hinn 8. júlí. Fjölmiðlanefnd telur ríka ástæðu til þess að gerðar verði ríkari kröfur um sjálfstæði hinna sjálfstæðu fram- leiðenda sem greiðslur RÚV renna til. Í skýrslunni kemur fram að mennta- og menningarmálaráðu- neytið ætli að breyta samnings- ákvæðunum um sjálfstæða framleið- endur í drögum að nýjum þjónustu- samningi með þeim hætti að aðeins verði gerð krafa um kaup af sjálf- stæðum framleiðendum. Ekki í anda þjónustusamnings Samtök iðnaðarins hafa ítrekað vakið athygli á málinu. Sviðsstjóri hugverkasviðs samtakanna segir að samningagerð og kaup RÚV á efni frá sjálfstæðum framleiðendum hafi verið skoðuð ítarlega og telji SI að háttsemin vegi að hagsmunum kvik- myndagreinarinnar – fjárhæðirnar nemi hundruðum milljóna á samn- ingstíma þjónustusamningsins sem tók gildi árið 2016. „Við vöktum fyrst athygli á þessum málum árið 2018 og höfum síðan þá barist fyrir því að breytingar verði gerðar þar sem við teljum fram- kvæmd RÚV ekki í samræmi við markmið um eflingu á íslenskum kvikmyndaiðnaði,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, í samtali við Morgunblaðið. „Það hvernig RÚV hefur staðið að framkvæmd þessa hluta þjónustusamningsins fer bein- línis gegn hagsmunum sjálfstæðra kvikmyndaframleiðenda og er ekki í anda samnings, sem undirritaður var svo að RÚV mætti í auknum mæli styðja innlenda framleiðslu. Þess vegna fögnum við því að fjölmiðla- nefnd taki svona til orða. Nú er nefndin búin að staðfesta þá gagnrýni okkar að þetta standist ekki skoðun.“ Ekki tilviljanakennt Spurð hvort henni þyki framganga RÚV vera alvarleg segir Sigríður að alvarlegast sé að ekki hafi nein breyt- ing verið gerð á þessum málum innan RÚV þegar gagnrýni og athuga- semdir fóru að berast, meðal annars frá SI. Það hljóti að benda til þess að það hafi ekki verið mikill vilji til að bregðast við. „Að lítið sem ekkert hafi breyst á þeim tveimur árum sem liðin eru frá því að við vöktum athygli á samninga- gerð RÚV og kaupum á efni frá sjálf- stæðum framleiðendum fyrst er al- varlegt, já. Það sem einnig er alvar- legt er að það fer ekkert á milli mála að þetta er ekki ómeðvitað. Ákvarð- anir um að standa svona að þessu eru væntanlega teknar innanhúss hjá RÚV.“ Auðvelt að bæta tjónið Sigríður segir að einfalt væri fyrir RÚV að gera upp við íslenskan kvik- myndaiðnað. Hún segist binda vonir við að kveðið verði sérstaklega á um nýtt verklag í þessum málum í nýjum þjónustusamningi ríkisins við RÚV. Þá segir hún einnig að auka mætti það hlutfall sem RÚV er skylt að nota af tekjum sínum til kaupa á sjálf- stæðri framleiðslu, sem nemur þeim fjárhæðum sem vantaði upp á á síð- ustu árum. Og það er fleira sem Sig- ríður bendir á. „Eins þyrfti að skoða betur samn- ingagerð RÚV. Við höfum bent á að RÚV hafi verið að semja um eign- arhlut í verkefnum sem var á skjön við framlag þeirra til framleiðslunn- ar.“ Ekki náðist í Stefán Eiríksson út- varpsstjóra við vinnslu fréttarinnar. Háttsemi RÚV einbeitt og alvarleg  Greiða verktökum innan vébanda RÚV en kalla þá sjálfstæða framleiðendur  Tjón fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað nemur hundruðum milljóna  SI segja alvarlegt að RÚV hafi ekki brugðist við gagnrýni Morgunblaðið/Eggert Ríkisútvarpið Fjölmiðlanefnd gagnrýnir starfsemi RÚV í árlegu mati sínu. Ekki náðist í Stefán Eiríksson útvarpsstjóra við vinnslu fréttarinnar. Veldur miklu tjóni » RÚV var skylt árið 2018 að verja 10% af heildartekjum til kaupa eða meðframleiðslu á innlendu efni. » RÚV varði 13,24% heild- artekna en stór hluti þess fór til verktaka sem voru ekki ótengdir stofnuninni. » Kvikmyndaiðnaðurinn er hlunnfarinn um tugi ef ekki hundruð milljóna á ári vegna RÚV. » Erfitt er fyrir aðila innan geirans sem verða að semja við RÚV að gagnrýna stofn- unina á sama tíma. Sigríður Mogensen Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hef- ur ítrekað fyrri bókanir sínar um andstöðu gegn stofnun þjóðgarðs á hálendinu. Skorar sveitarstjórnin á önnur sveitarfélög í landinu að gera slíkt hið sama og sýna þannig sam- stöðu um að standa vörð um sveit- arstjórnarstigið og lýðræðislegan rétt íbúa til að hafa áhrif á og koma að ákvörðunum er varða nær- umhverfi þeirra. Bókunin var gerð á fundi sveitar- stjórnar fyrir helgi. Ásta Stefáns- dóttir sveitarstjóri segir að tilefnið sé yfirlýsing umhverfisráðherra um að frumvarp um stofnun miðhálend- isþjóðgarðs verði lagt fram á þingi á næstunni. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur á fyrri stigum lýst andstöðu við þessi áform. Í bókuninni nú kem- ur fram að sveitarstjórn telji ekki skynsamlegt að stofna nýjar ríkis- stofnanir af þessari stærðargráðu um þessar mundir. Ætla megi að stofnun þjóðgarðs á hálendinu og ný ríkisstofnun, Þjóðgarðastofnun, út- heimti gríðarlega fjármuni og verði að teljast gagnrýnivert að ekki liggi fyrir ítarleg fjármálaáætlun um verkefnið. Bendir hún á að fjölmörg ný svæði hafi verið friðlýst á síðustu árum og það kalli á mikið fjármagn. Mikil- vægt sé að þeim friðlýsingum fylgi nægt fjármagn, ef þær eigi að þjóna tilgangi sínum. helgi@mbl.is Vilja samstöðu gegn þjóðgarði  Álykta gegn hálendisþjóðgarði Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hálendi Nafnlaus foss við Sigöldu verður innan þjóðgarðsins. Heiða Björg Hilmisdóttir var end- urkjörin varaformaður Samfylk- ingarinnar á landsfundi flokksins á laugardag. Heiða hlaut 534 atkvæði af 889 atkvæðum greiddum. Mótframbjóð- andi hennar, Helga Vala Helgadótt- ir, hlaut 352 atkvæði. Fjórir skiluðu auðu. „Það hefur verið krefjandi, skemmtilegt og ánægjulegt að fá að vera varaformaður ykkar síðustu þrjú ár. Það hefur gengið mikið á. Við höfum fylkt okkur saman í Samfylkingunni um það að byggja flokkinn okkar upp á nýtt,“ sagði Heiða í ræðu sinni eftir að niðurstöður kosningarinnar voru tilkynntar. Logi Einars- son var endur- kjörinn formaður flokksins. Heiða Björg verður áfram varaformaður Heiða Björg Hilmisdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.