Morgunblaðið - 09.11.2020, Side 6

Morgunblaðið - 09.11.2020, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2020 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Tækifærin hér á Flateyri eru mörg og nú þarf að skapa jarðveg svo sprotarnir nái að dafna,“ segir Helena Jónsdóttir. Um mitt þetta ár tók hún við stjórn verkefnis sem stofnað er til á vegum sam- göngu- og sveitarstjórnarráðu- neytisins, Ísafjarðarbæjar og Vestfjarðastofu sem miðar að efl- ingu byggðar á Flateyri með ný- sköpun og samfélagsþróun að leiðarljósi. Á næstu árum mun rík- ið leggja alls 60 millj. kr. til ýmissa þátta sem styrkt geta byggðina í þorpinu við Önundarfjörð sem sannarlega hefur gefið eftir. Þar búa nú liðlega 200 manns, en á vel- mektartímum um 1980 voru íbú- arnir um 550 og þegar landburður var af fiski því til viðbótar fjöldi aðkomufólks í leit að ævintýrum. Bátasmíði og baðstaður „Markmiðið nú er í sjálfu sér ekki að ná íbúatölunni aftur í sömu hæðir, enda sennilega óraunhæft,“ segir Helena. „Frem- ur er ætlunin að vekja athygli á tækifærunum sem hér eru til þess að gera spennandi hluti. Koma mörgum, kröftugum verkefnum af stað, í ferðaþjónustu, mat- vælaframleiðslu, liststarfsemi og fleiru slíku. Skapa þannig kröft- uga heild. Í verkefnum sem þess- um hefur sú aðferðarfræði hvar- vetna gefið góða raun.“ Eitt af fyrstu verkefnum Hel- enu sem verkefnisstjóri var að vinna með íbúum og öðrum áhugasömum að umsóknum um styrki sem buðust til að koma góð- um verkefnum á Flateyri af stað. Í potti voru níu milljónir króna, 21 umsókn barst og 15 verkefni fengu styrk. Mörg voru á sviði ferðaþjónustu, en einnig gerð við- skiptaáætlunar fyrir fiskvinnslu, námskeið í bátasmíði, könnun á því að útbúa sjóboð við Holt í Ön- undarfirði og fleira. Á næstu vikum hefst á Flat- eyri vinnsla á sæbjúgum. „Við horfum líka til þess að fiskeldið hér í Önundarfirði komist vel af stað, enda skapar sú starfsemi mörg störf og kallar á mikla flutn- ingar og þar með öruggar sam- göngur. Styrkur þessarar byggð- ar felst annars ekki síst í því að hér eru ágætir innviðir, svo sem skólar, íþróttaaðstaða, veitukerf- in, nettengingar og fleira auk þess sem ekki er langt að sækja alla helstu þjónustu inn á Ísafjörð, sem er í um 20 mínútuna aksturs- fjarlægð frá Flateyri.“ Snjóflóðin voru áfall Helena segir því ekki leyna að í snjóflóðunum í janúar sl. hafi íbúum verið áfall að varnargarð- arnir fyrir ofan bæinn væru ekki sú vörn sem vænst var. Flóðið fór yfir garðana, út í höfn og á íbúðar- hús. „Snjóflóðið braut niður þá til- finningu sem fólk hér hafði um að garðarnir væru vörn og því þurfti að hugsa málin hér alveg upp á nýtt. Útbúnar hafa verið nýjar rýmingaráætlanir fyrir hættu- svæði og svo verða snjóflóða- varnagarðarnir líka endurbættir. Vilji til þess að bæta búsetuskil- yrði hér á Flateyri af hálfu stjórn- valda er sannarlega fyrir hendi.“ Flateyri í hjarta og sál Um 30 nemendur stunda í dag nám við Lýðháskólann á Flat- eyri, sem nú er á þriðja starfs- vetri. Náttúran, útivist og skap- andi greinar eru áherslugreinar í náminu, sem er án prófa og braut- skráningin er sú að fólk fari eftir veturinn út í lífið með aukinn þroska og víðsýni. „Ég kom hingað til starfa snemma árs 2018 sem nýráðin framkvæmdastjóri lýðskólans. Fyrir lá að safna þyrfti 40 millj- ónum króna á fjórum mánuðum til þess að hægt væri að hefja skóla- starf að hausti. Ég settist því við símann, skrifaði bréf, talaði við fólk og hamaðist í nánu samstarfi við stjórnarmenn og aðra vel- unnara uns markmiðinu var náð. Í þessum samtölum fannst mér eft- irtektarvert hve ótrúlega margir höfðu tengsl við staðinn; áttu hingað ættir eða maka héðan, höfðu dvalist eða unnið eða voru á einhvern annan hátt með Flateyri í hjarta sínu og sál. Þetta var langt umfram það sem búast hefði mátt við miðað við íbúafjöldann hér, bæði nú og fyrr á tímum. Í þessu felst mikill styrkur og þess vegna er ég bjartsýn á að okkur takist að koma hér góðum málum til leiðar til vaxtar og viðgangs á Flateyri.“ Ný tækifæri og jarðvegur sprota verði á Flateyri Kröftug heild  Helena Jónsdóttur fæddist árið 1972 og er sálfræðingur að mennt. Hún hefur sinnt fjöl- breyttum störfum, svo sem við Lýðháskólann á Flateyri, sem starfar samkvæmt norrænni fyrirmynd.  Áður hefur Helena starfað sem verkefnastjóri og ráðgjafi á vegum samtakanna Lækna án landamæra í Afganistan, Suður-Súdan, Egyptalandi og Líbanon. Áður var hún m.a. sál- fræðingur hjá Kvíðameðferðar- stöðinni og framkvæmdastjóri hjá Kaupþingi og síðar Glitni. Hver er hún? Ljósmynd/Eyþór Jósavinsson Vestfirðir Koma góðum málum til leiðar, segir Helena Jónsdóttir. Ljósmynd/Ingvar Jakobsson Sjávarþorpið Í dag búa um 200 manns á Flateyri. Á velmektartímum byggðarinnar voru íbúar um 550, sem þykir óraunhæft að ná aftur. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðsflokks, mun á þriðjudag leggja fram tillögu í skóla- og frí- stundaráði um að sett verði á fót bakvarðasveit til þess að mæta for- föllum í skólum á Covid-tímum. Nær hugmyndin til leik- og grunnskóla auk frístunda- heimila. Hug- myndin er að fyr- irmynd heil- brigðisstofnana og velferðarsviðs þar sem sam- bærilegt fyrir- komulag hefur verið við lýði upp á síðkastið. „Hug- myndin með þessu er að gera skólastarfið mark- vissara í borginni. Þetta yrði stuðn- ingsnet til að geta tryggt órofið skólahald,“ segir hún. Marta segir að í bakvarðasveitinni gætu verið kenn- aranemar, kennaramenntaðir ein- staklingar og einstaklingar sem eru í öðrum störfum í skólanum á borð við stuðningsfulltrúa svo dæmi séu tek- in. „Þetta myndi þá spanna öll störf í skólastarfinu, ekki bara kennara- störfin,“ segir Marta. Hugmyndin er að leitað verði til sveitarinnar ef Covid-smit koma upp. „Við höfum séð að það hefur þurft að loka skólum eða stórum hluta þeirra. Það er gríðarlega mikið álag í skólunum og sú sviðsmynd getur komið upp að fólk sé frá vegna álags. Því er mikilvægt á þessum tímum að leita allra leiða og lausna til að halda skólastarfi gangandi. Bæði fyrir velferð og menntun nem- enda og einnig fyrir atvinnulífið,“ segir Marta. Bakvarðasveit verði mynduð fyrir skólastarf  Verði fyrir leik- og grunnskóla og frístundaheimili borgarinnar Morgunblaðið/Ómar Skóli Marta telur að bakvarðasveit gæti gagnast vegna álags í skólastarfi. Marta Guðjónsdóttir Alls voru tilkynnt 13 ný kórónu- veirusmit innanlands í gær. Þar af voru fimm í sóttkví við greiningu, eða tæp 39%. Tekin voru mun færri sýni en daginn áður, eða 608 innan- lands. Er hlutfall jákvæðra sýna því 2,1% en var 1,5% daginn áður. Þeim sem eru í einangrun heldur áfram að fækka og eru nú 634 en voru 710 í fyrradag. Á spítala eru 80 með kórónuveiruna og af þeim eru fjórir á gjörgæslu. Fjölgar um tvo á spítala milli daga. Þá eru 1.046 í sóttkví og 1.097 í skim- unarsóttkví en það eru þeir sem þurfa að fara í sóttkví á milli skim- ana á landamærunum. Nýgengi veirunnar, fjöldi smita síðustu 14 daga á hverja 100.000 íbúa, lækkar milli daga og er nú 151,3. Á landamærunum greindist eitt virkt smit en beðið er niðurstaðna úr mótefnamælingu fimm annarra. Tekin voru 482 sýni í landamæra- skimun (fyrstu og annarri saman- lagt). Tveir létust á laugardag Tveir sjúklingar létust af völdum Covid-19 á Landspítalanum á laug- ardag. Þeir voru á áttræðis- og ní- ræðisaldri. Þetta staðfestir Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri rík- islögreglustjóra, í samtali við mbl.is. Alls hafa 20 látist af völdum kór- ónuveirunnar hér á landi frá því faraldurinn hófst. Tíu létust í fyrstu bylgjunni á vormánuðum og tíu hafa látist nú í haust. Þrettán kórónuveirusmit  Fólki í einangrun fækkar  Nýgengi smita lækkar áfram Landspítali/Þorkell Þorkelsson Smitgreining Nýgengi smita hefur farið niður á við að undanförnu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.