Morgunblaðið - 09.11.2020, Síða 11

Morgunblaðið - 09.11.2020, Síða 11
11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2020 Missið ekki af áhugaverðum þætti um Íslenska gámafélagið og viðtali við forstjóra og helstu stjórnendur fyrirtækisins. Hringbraut næst á rásum 7 (Síminn) og 25 (Vodafone) ATVINNULÍFIÐ ÁdagskráHringbrautar í kvöld kl. 20.00 • Þróun í sorphirðu og sorpflokkun á s.l. 20 árum • Sorp er orðin stór útflutningsvara • Umhverfismál, jarðgerð og lífrænn úrgangur • Nýjar höfuðstöðvar við Esjumela í þættinum Atvinnulífið sem er á dagskrá Hringbrautar kl. 20.00 í kvöld Íslenska gámafélagið – sorphirða og umhverfismál Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fyrrverandi forstjóri heilbrigðisstofnunar sem starfrækir hjúkrunarheimili segir það bá- bilju að alltaf sé betra að sinna öldruðu fólki á heimilum þess í stað þess að það flytji á hjúkrunarheimili, ef vilji og heilsubrestur kalli á það. „Þessi kenning er röng og þótt það geti átt við í þeim tilfellum þar sem fólk er til- tölulega hresst hafa ekki verið færðar fyrir því neinar sannanir eða flutt fyrir því rök að það sé ódýrara að geyma fólk heima. Það er dýrt að reka eigið heimili, sinna viðhaldi og reka það og aldrei reiknað til fulls. Elli- lífeyrir og lífeyrissjóðs- greiðslur standa ekki undir slíkum rekstri og þetta eykur fátækt, einsemd og vanlíðan,“ segir Valbjörn Steingrímsson, fyrrverandi forstjóri Heilbrigðisstofn- unarinnar á Blönduósi, sem hefur komið víðar við í heilbrigðiskerfinu. Valbjörn segir að ráðamenn virðist trúa því að allir vilji vera sem lengst heima. Það sé bá- bilja þeirra sem trúi því að fólk vilji vera veikt heima, af því bara. Heimahjúkrun og heima- þjónusta sveitarfélaga sé ekki veitt allan sól- arhringinn og ekki heldur helgarþjónusta nema að litlu leyti. „Til þess að minnka biðlista og þar með „þörf“ herðir hið opinbera með reglulegum hætti kröfur um líkamlega færni og getu væntanlegra notenda þjónustunnar þannig að fólk þarf að vera nánast orðið algerlega ósjálf- bjarga og á grafarbakkanum til að geta fengið inni á hjúkrunarheimili. Áhyggjulausa ævi- kvöldið er því framkvæmt þannig að aðstand- endur, aldraðir makar og aðrir ættingjar, þurfa, ef þeir eru á annað borð að sinna þessu verkefni, að gera það oft án þess að hafa til þess færni eða líkamlega burði. Þetta er leið dagsins í dag svo ráðamenn geti skotið sér undan ábyrgð af löngum biðlistum,“ segir Val- björn. Hann bætir því við að vinnutap fjölskyldu- meðlims sem hugsar um veikan ættingja sé heldur ekki talið með. Valbjörn tekur undir með forstjórum hjúkr- unarheimila og segir að daggjöld til þeirra séu sannarlega of lág, nema til þeirra heimila sem ríkið rekur sjálft. Nýtur ekki húsakynnanna „Öll húsakynni sem hafa verið byggð á síð- ustu árum og eru fyrirhuguð eru afar óhag- kvæmar rekstrareiningar. Allt litlar deildir, 10 til 14 manna, með mörgum matstofum og fleiru sem gerir það að verkum að það eru í raun mörg hjúkrunarheimili undir sama þaki. Skipulagið kallar líka á fleira starfsfólk og marga vinnuferla og um leið meira flækjustig í rekstrinum. Deildir eru misþungar og ekki má færa heimilismenn milli deilda eftir umönnunarþörf og búa þannig til sérhæfðari rými. Fólkið er í flestum tilvikum orðið of gamalt og veikt til að geta notið slíkra húsa- kynna svo vel sé,“ segir Valbjörn Stein- grímsson. Bábilja að betra sé að halda fólki heima  Fyrrverandi forstjóri segir ósannað að betra sé að geyma veikt fólk heima en á hjúkrunarheimili Valbjörn Steingrímsson Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ísafold Hjúkrunarheimilið sem Hrafnista rekur nú í Garðabæ er eitt af nýjustu og bestu hjúkrunarheimilum landsins. Rekstur þess er þó þungur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.