Morgunblaðið - 09.11.2020, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 09.11.2020, Qupperneq 12
VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Mörg íslensk fyirtæki voru ekki viðbúin þeim mikla vexti sem varð í netverslun í kórónuveirufaraldrin- um. Yngvi Tóm- asson segir suma vera í þeim spor- um að þurfa ým- ist að taka vef- verslanir sínar rækilega í gegn eða opna vef- verslun frá grunni á meðan aðrir glími við þann vanda að geta ekki annað eftirspurn og eigi fullt í fangi með að halda utan um sölu sína og þjónustu yfir netið. Yngvi er framkvæmdastjóri Leik- breytis sem sérhæfir sig í stafræn- um lausnum fyrir vefverslanir. „Umhverfið hefur gjörbreyst á þessu ári og vefverslanir farnar að vega mun þyngra í rekstri seljenda af ýmsu tagi. Þar til nýlega voru fá- ir búnir að fjárfesta í að sinna vef- verslun almennilega og ófáir sem notuðu vefverslanir sínar þá fyrst og fremst til að sýna vöruframboðið á meðan salan sjálf fór að lang- mestum hluta fram á staðnum.“ Segir Yngvi núna hægt að finna dæmi þar sem íslenskar verslanir selja meira yfir netið en á hefð- bundnum útsölustöðum sínum og hafa sumir uppgötvað að það gagnast þeim ekki lengur að reka verslunarrými á besta stað. „Ég veit t.d. um húsgagnaverslun sem breytti rekstrinum og lokaði versl- un á dýrum stað í bænum en færði söluna alla yfir á netið. Fyrirtækið rekur enn vöruhús í jaðri borgar- innar og getur tekið á móti við- skiptavinum þar en vefverslunin er í aðalhlutverki.“ Vefverslunarkerfin sjá um utanumhaldið Stjórnendum er vandi á höndum því það að opna vefverslun bætir nýrri vídd við reksturinn og út- heimtir bæði fjármagn og vinnu. Þá eru fæstir vanir því að reka vef- verslun og þurfa að læra margt frá grunni. Yngvi segir grunnatriðin þó í megindráttum þau sömu: rétt eins og innrétta þarf fallegt verslunar- rými þarf að hanna aðlaðandi vef- verslun, og rétt eins og tengja þarf posa við afgreiðslukassa verslunar þarf að tengja vefverslunina greiðslugáttum kortafyrirtækjanna. „Svo þarf að stilla vörunum fallega upp, og síðast en ekki síst láta fólk vita af því að búið er að opna búðina og auglýsa reksturinn.“ Að mörgu er að huga og þarf t.d. iðulega að tengja vefverslunina við eldri birgða- og bókhaldskerfi. Í til- viki nýrra fyrirtækja segir Yngvi að oft geti verið hentugast að byrja á vefversluninni og svo hafa hefð- bundna verslun sen anga af þeim rekstri, frekar en öfugt, enda vef- verslunarkerfi vel til þess fallin að halda utan um lagerstöðu, pantanir og greiðslur. „Margir seljendur eru í þeim sporum að þurfa í raun ekki að nota bókhaldskerfi nema til þess að geta gert reikninga sem full- nægja ýtrustu lagakröfum. Vef- verslunarkerfi geta í raun annast allt utanumhaldið.“ Sumir óttast kannski að það að opna vefverslun valdi tvíverknaði í rekstri hefðbundinnar verslunar. Yngvi segir að vitaskuld verði að sinna vefverslunum vel og m.a. bregðast hratt við fyrirspurnum viðskiptavina, en tæknin sé þannig í dag að auðvelt er að t.d. setja inn myndefni og vörulýsingar, afgreiða pantanir og uppfæra verð. „Það er regla frekar en undantekning að framleiðendur útvega smásölum rafræn skjöl með öllum helstu upp- lýsingum og myndum og hægt að færa yfir í vefverslunarkerfi með sjálfvirkum hætti. Nýlega þurfti ég t.d. að fylla hillurnar hjá vefverslun með um 30.000 vörunúmerum og gat ég gert það á augabragði með því að nýta þar til gerðar skrár framleiðenda.“ Gæti sín á smáa letrinu Fara má ýmsar leiðir við að koma vefverslun í loftið. Yngvi bendir á að finna megi lausnir sem gera fólki kleift að smíða vefverslanirnar sjálft við eldhúsborðið heima, á meðan öðrum henti langbest að fá aðstoð sérfræðinga til að klára verkið. Hann varar við því að sum vefversl- unarkerfi eru þannig gerð að þau henta vel á meðan umsvifin eru lítil en verða hlutfallslega dýrari eftir því sem umsvifin aukast, s.s. ef gjaldskráin er veltutengd. Í öðrum tilvikum getur reynst seljendum ill- mögulegt að færa vefverslun sína yfir í annað kerfi ef þeir vilja skipta. „Þetta er ekki ósvipað og að taka verslunarhúsnæði á leigu: fólk ætti að lesa skilmálana vel og beina við- skiptum sínum þangað sem gegnsæið er mest. Það sem margir óttast mest er einmitt að fá óvænta reikninga í bakið vegna vefversl- unarinnar.“ Að fá íslenskt hugbúnaðarfyrir- tæki til að setja upp vandaða vef- verslun fyrir smátt eða meðalstórt fyrirtæki ætti að kosta á bilinu hálfa til eina milljón króna, að mati Yngva. Má síðan reikna með að þurfa að ráðstafa öðru eins í mark- aðskostnað til að tryggja að al- menningur viti af vefversluninni. Loks þarf að tryggja að starfsfólk hafi nægan tíma til að sinna vef- versluninni, uppfæra vöruframboðið og svara hvers kyns spurningum sem berast. „Vefverslun sem ekki er sinnt verður fljótt óaðlaðandi, og rétt eins og í hefðbundnum versl- unarrekstri gildir að sinna mark- aðshliðinni, t.d. með reglulegum út- sölum, jólavörum, fermingar- tilboðum, og að taka þátt í tilboðs- dögum eins og „Black Friday“ og „Singles Day“,“ segir hann. Eins er brýnt að viðskiptavinum vefverslunar sé gert það ljóst – helst strax á forsíðunni – hvaða skil- málar gilda um sendingarkostnað og vöruskil. „Það sem fælir fólk hvað mest frá vefverslun er að það óttast að það geti verið kostnaðar- samt að fá vöruna senda heim að dyrum eða erfitt að skila henni ef hún er þeim ekki að skapi. Þeir selj- endur standa oft best að vígi sem geta lofað ókeypis eða mjög ódýrri heimsendingu, og ef um stærri vöru er að ræða mætti jafnvel lofa að sækja vöruna án endurgjalds,“ út- skýrir Yngvi. „Það ýtir líka undir sölu, og leysir ýmis vandamál, ef framsetning á myndum er góð og textaupplýsingar skýrar. Viðskipta- vinurinn vill geta skoðað vöruna frá öllum sjónarhornum til að átta sig sem best á henni.“ Að reka vefverslun þarf ekki að vera svo flókið Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Umsvif Starfsmenn kínverskrar netverslunar undirbúa útsölu. Margar hefðbundnar íslenskar verslanir sjá sig nú knúnar til að opna útibú á netinu.  Vefverslun kallar á gott utanumhald  Upplýsingagjöf þarf að vera skýr og skilvirk Yngvi Tómasson 12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2020 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar 9. nóvember 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 137.75 Sterlingspund 180.75 Kanadadalur 105.33 Dönsk króna 21.949 Norsk króna 14.968 Sænsk króna 15.898 Svissn. franki 153.08 Japanskt jen 1.3332 SDR 196.07 Evra 163.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 197.1272 Hrávöruverð Gull 1947.95 ($/únsa) Ál 1877.0 ($/tonn) LME Hráolía 40.63 ($/fatið) Brent Þrátt fyrir að hafa skilað 30 milljarða dala hagnaði á síð- asta ársfjórð- ungi varð Berk- shire Hathaway, félag Warrens Buffetts, fyrir verulegum skakkaföllum af völdum kórónuveirufaraldursins. Í uppgjöri samsteypunnar, sem birt var á laugardag, kemur fram að tekjur drógust saman um 3% frá sama tímabili í fyrra. Kórónuveirufaraldurinn og slæmt hvirfilbyljaár komu illa við tryggingarekstur samsteypunnar og varð mikill samdráttur hjá flugvélaíhlutaframleiðslu Precision Castparts sem Berkshire eignaðist árið 2016. Reuters segir að á móti hafi kom- ið mikil hækkun á hlutabréfaverði Apple sem myndar í dag um 46% af eignasafni Berkshire. ai@mbl.is Warren Buffett Faraldurinn fer illa með Berkshire ● Leiðandi aðildarríki OPEC óttast að kjör Joes Bidens í embætti Bandaríkjaforseta kunni að valda aukinni togstreitu á meðal OPEC- landanna og samstarfsþjóða þeirra. Reuters greinir frá þessu og hefur eftir ónafngreindum heimildar- mönnum sem þekkja vel til starfsemi samtakanna. Í upphafi forsetatíðar sinnar var Trump gagnrýninn á stefnu OPEC en snerist síðar hugur og lagði lóð sín á vogarskálarnar við að draga úr olíu- framleiðslu svo að tækist að ná jafn- vægi á olíumarkaði. Átti hann þátt í að koma á sáttum á milli Sádi- Arabíu og Rússlands þegar virtist ætla að slitna upp úr samstarfi OPEC og samstarfsríkja samtakanna fyrr á þessu ári, en það gerði hann m.a. til að vernda störf í bandarískum olíu- iðnaði sem voru í hættu vegna lækk- unar á heimsmarkaðsverði olíu. Markaðsgreinendur munu m.a. fylgjast náið með hvaða stefnu Biden tekur gagnvart ríkjum á borð við Sádi-Arabíu, Rússland, Íran og Venesúela. Ef úr verður að slaka á viðskiptaþvingunum gagnvart Vene- súela og Íran gæti það þýtt að millj- ónir fata af olíu bættust við mark- aðinn daglega sem mun torvelda OPEC að láta framboð olíu fylgja eftirspurn. ai@mbl.is Leiðtogar OPEC óttast flækjur vegna Bidens Óvissa Áhugavert verður að sjá hvernig sambandið við Íran og Venesúela þróast.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.