Morgunblaðið - 09.11.2020, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 09.11.2020, Qupperneq 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2020 Vetrardagur Við höfnina í Reykjavík mátti sjá kranabíl hífa upp samhangandi dekk í síðustu viku. Eggert Covid-19-veiran heldur áfram að setja mark sitt á daglegt líf í öllum heimshlutum. Ríkis- stjórnir í flestum löndum Evrópu hafa á síðustu vikum séð sig til- knúðar að herða á aðgerðum til smitvarna til að draga úr álagi á heilbrigðiskerfi og vernda þá sem viðkvæmastir eru fyrir. Áhrifin á daglegt líf, atvinnu og viðskipti, eru ný reynsla fyrir alla núlifandi, en mörgum verður hugsað til sögunnar, til faraldra (pesta) á liðnum öldum sem tóku gífurlegan toll án þess vörnum væri við komið. Nú er beðið mótefna til bólusetningar gegn veirunni, en óvissan er mikil hvenær þau koma í gagnið sem og um væntanlegan árangur. Rétt sýnist að gera ráð fyrir að núverandi ástand með sveiflum í smiti geti tekið eitt til tvö ár. Sem eyland hefur Ísland sérstöðu í baráttunni við veiruna með þeim ferðatakmörkunum sem hér hafa verið innleiddar og góð reynsla er fengin af. Þríeykið umtalaða sem áfram stend- ur vaktina með ráðgjöf til stjórnvalda og al- mennings hefur unnið afrek sem seint verður metið að verðleikum. Á meðan við þreyjum þorrann og góuna er um nóg að hugsa, m.a. þau stóru viðfangsefni sem bíða okkar eigi mannkyninu að auðnast að lifa í sæmilegri sátt við umhverfið. Bandarísku kosningarnar Á mörgu hefur gengið í forsetakosningum í Bandaríkjum Norður-Ameríku síðasta manns- aldurinn. Kjör Donalds Trumps sem forseta fyrir fjórum árum í kappi við Hillary Clinton kom öllum á óvart. Líklegur ósigur hans nú í kappi við annan öldung, Joe Biden, mun einn- ig ganga inn í stjórnmálasöguna, fyrst og fremst vegna þess hversu knappur hann var og í mótsögn við langflestar skoðanakannanir. Gjalda ætti varhug við þeim „iðnaði“ og setja slíkum könnunum takmörk í aðdraganda kosninga. Áframhaldandi meirihluti repúblik- ana í öldungadeild Bandaríkjaþings og aukinn afturhaldssamur meirihluti í hæstarétti lands- ins skilur við þetta efnahagslega risaveldi í eins konar pattstöðu, jafnt inn á við og út á við, ófært um að veita forystu sem það hafði á alþjóðavettvangi eftirstríðsáranna. Það er tákn- rænt að á sjálfan kosningadaginn 3. nóvember féll formlega niður aðild Bandaríkjanna að Parísar- samkomulaginu í loftslagsmálum frá árinu 2015. Repúblikanar með meirihluta í öldungadeild þingsins eru áfram líklegir til að leggjast gegn róttækum aðgerð- um til að draga úr losun CO2. Inn á við skilur Trump við Bandaríkin sundraðri en nokkru sinni fyrr, efnahagslega og póli- tískt. Auður og eignir hafa í hans tíð haldið áfram að færast á hendur æ fámennari yfir- stéttar, banka og fjölþjóðafyrirtækja, og and- stæðurnar milli dreifbýlis og þéttbýlis hafa magnast sem aldrei fyrr. Margir stjórnmála- menn og fréttaskýrendur innan og utan Bandaríkjanna líta svo á að þrátt fyrir form- legan ósigur Trumps í kosningunum hafi hann náð að setja mark sitt á stjórnarhætti landsins til langframa. Hafa ber líka í huga að hann víkur ekki formlega úr Hvíta húsinu fyrr en að tveimur mánuðum liðnum. Öll er þessi staða áhyggjuefni fyrir heimsbyggðina. Þýskaland – hvað tekur við? Í Þýskalandi verða kosningar til Sam- bandsþingsins í Berlín að ári, þ.e. haustið 2021. Þeim tengist mikil óvissa um stöðu flokka og einstaklinga sem sumir hverjir hafa sett svip sinn á þarlend stjórnmál um áratugi. Fyrsta er þar að nefna Angelu Merkel (f. 1954) sem verið hefur kanslari Þýskalands síðan árið 2005, eftir að hafa verið þátttakandi í þýskum stjórnmálum frá falli Austur- Þýskalands 1989; þar ólst hún upp og við há- skólann í Leipzig náði hún sinni diplómgráðu í eðlisfræði 1978 og varð síðar doktor í eðlis- efnafræði 1986. Hún var kosin þingmaður Kristilegra demókrata þegar árið 1990 og varð þá brátt ráðherra í stjórn Helmuts Kohls. Merkel hefur reynst mikilhæfur stjórn- málamaður, sem m.a. verður lengi minnst fyr- ir djarfa ákvörðun hennar 2011 um að Þýska- land hætti við kjarnorkuver í áföngum fram til 2022. Annar þekktur framámaður úr röðum Kristilegra, Wolfgang Schäuble, nú þing- forseti, mun sennilega einnig draga sig í hlé að ári. Merkel hætti sem formaður CDU 2018 og Annegret Kramp-Karrenbauer (AKK, f. 1962) varð eftirmaður hennar á formanns- stólnum. Hún hefur hins vegar þegar ákveðið að draga sig í hlé og nú bítast um formennsk- una þrír karlar úr röðum CDU. Sigurvegari í þeim hópi verður væntanlega kanslaraefni flokksins. Flokksþing CDU er ákveðið að halda 16. janúar 2021 þar sem úrslit munu ráðast. Margir sjá hins vegar vænlegt kansl- araefni í Markus Söder (f. 1967), formanni CSU, systurflokks Kristilegra, og síðan í fyrra forsætisráðherra Bæjaralands. Bæði Merkel og Söder hafa nýverið beitt sér eindregið fyrir hörðum aðgerðum gegn kórónuveirunni. Furðufuglar á Alþingi gerðu rétt í að kynna sér málflutning þeirra. – Nú eru Sósíal- demókratar í ríkisstjórn með Merkel, en á ýmsu hefur gengið um forystu þeirra og fylgi undanfarið. Græningjar hafa hins vegar sótt mjög í sig veðrið síðustu árin og vaxandi líkur eru á að þeir komi við sögu í næstu ríkis- stjórn, hvort sem verður til hægri eða vinstri. Það er því tíðinda að vænta í þýskum stjórn- málum næsta árið, sem haft geta víðtæk áhrif vegna miðlægrar stöðu Þýskalands innan Evrópusambandsins. Norðurlöndin og Arktís Þing Norðurlandaráðs 2020 var haldið fyrir nokkrum dögum, að nafninu til í Reykjavík, en þinghaldið endurspeglaði yfirstandandi pest með fjarfundum og lítilli fjölmiðlaumfjöllun. Það er miður því að samrorrænn vettvangur er öllum aðildarríkjunum mikilvægur, ekki síst nú á tímum hraðfara samfélagsbreytinga og áskorana. Aðild þriggja Norðurlandaþjóða að Evrópusambandinu veikir óhjákvæmilega möguleika á þróun og öflugra samstarfi þeirra sem heild og er hindrun í vegi sjálfstæðrar samnorrænnar stefnu. Norrænu ESB-ríkin lúta dómsvaldi Evrópudómstólsins sem Ísland og Noregur standa utan við, en eru þó á gráu svæði vegna EES-samningsins. Á þau efni kann að reyna meira en áður á næstunni vegna kórónuveirunar. Dæmi um það er nýleg samþykkt meirihluta norska Stórþingsins að vísa svonefndum fjórða járnbrautapakka ESB til hæstaréttar Noregs með tilliti til stjórn- arskrárákvæða. Minnir það á deiluna hér- lendis um orkupakka 3, sem meirihluti Al- þingis skautaði léttilega yfir. Á aðra þætti í alþjóðasamstarfi okkar mun reyna á næst- unni, þar á meðal ákvæði Schengen-samnings- ins um eftirlit á landamærum. – Norðurlönd tengjast Norður-Íshafinu gegnum Arktíska ráðið sem er samstarfsvettvangur átta ríkja, þar á meðal Bandaríkjanna, Kanada og Rúss- lands. Ísland hefur þar formennsku tímabilið 2019-2021. Í fyrra höfnuðu Bandaríkin stefnu- tillögu annarra Arktísríkja fyrir þetta tímabil. Endurspeglar það aukin hernaðarumsvif af þeirra hálfu í norðri, þvert á áherslur nor- rænna ríkja um að halda Arktís hernaðarlega sem lágspennusvæði. – Á þessa stefnu Wash- ington vorum við minnt með frétt Morgun- blaðsins 31. október sl. undir fyrirsögninni „Bandaríkjaher áhugasamur um aðstöðu á Austurlandi“. Er einhver sem vill sjá aukin hernaðarumsvif Bandaríkjanna hérlendis á nýjan leik? Kosningar afstaðnar að ári Tíminn líður, þrátt fyrir einsemd margra nú á dögum veirunnar. Einnig hérlendis styttist í kosningar og pólitískar ákvarðanir sem þeim tengjast. Líklegur kjördagur er 25. september að ári. Þá hefði þriggja flokka stjórn Katrínar Jakobsdóttur setið í heilt kjörtímabil. Fram að þessu hefur stjórnin glímt við stór og örðug vandamál og tekist á heildina litið vel við lausn þeirra. Því miður eru horfur á að glíman við veirupestina fylgi stjórninni til loka. Sá vandi er hins vegar alþjóðlegur og hverfur ekki í skyndingu þótt bóluefni komi vonandi á markað á fyrrihluta árs 2021. Þegar pestin loks fjarar út bíða önnur stórmál þess að á þeim sé tekið af festu og raunsæi í ljósi dýr- keyptrar reynslu. Eftir Hjörleif Guttormsson » Inn á við skilur Trump við forsetaembættið með Bandaríkin sundraðri en nokkru sinni fyrr, efnahagslega og pólitískt. Hjörleifur Guttormsson Um kosningar fjær og nær á tímum kórónuveirunnar Höfundur er náttúrufræðingur. Í grein minni í Morgun- blaðinu 29. október sl ræddi ég þann mikla kostnað sem óþarfa umferðartafir á höfuðborgar- svæðinu leggja á íbúana. Vegna plássleysis nefndi ég þar ekki að þessar umferð- artafir rýra einnig skilvirkni atvinnulífsins á svæðinu og leggja þar með enn frekari byrðar á samfélagið. Þessar umferðartafir eru óþarfar vegna þess að fyrir hendi eru og hafa lengi verið margir til- tölulega ódýrir kostir til að bæta umferðar- flæðið í Reykjavík svo um munar. Hagfræði- legt mat á þessum kostum bendir til að þjóðhagsleg arðsemi margra þeirra sé mjög mikil og miklu meiri en borgarlínunnar, sem virðist raunar hafa neikvætt núvirði eins og ég benti á í greininni. Borgarlínan er fyrir fáa Í stað þess að framkvæma hagkvæmustu valkostina til að draga úr umferðartöfum og bæta með því hag allra borgarbúa hafa borgaryfirvöld í Reykjavík kosið að einblína á borgarlínuna. Samkvæmt nýlegri skýrslu Cowi og Mannvits er fyrsti áfangi borgarlín- unnar talinn munu stytta ferðatíma þeirra u.þ.b. 4% sem nú ferðast með strætis- vögnum en lengja ferðatíma þeirra sem fara um á venjulegum bifreiðum. Hugmyndin er með öðrum orðum sú að tefja enn frekar för þorra borgarbúa en flýta för lítils minni- hluta. Tæpast þarf að taka það fram að sá mikli meirihluti sem á að þola enn frekari umferðartafir vegna borgarlínunnar á einn- ig að borga kostnaðinn af henni. Skýrsla um „félagshagfræði“ borgarlínu Ofangreind skýrsla Cowi og Mannvits um svokallaða „félagshagfræði“ borgarlínunnar er skrifuð í talsverðum vé- fréttarstíl. Takmörkuð grein er gerð fyrir ýmsum lykil- forsendum skýrslunnar og hvernig núvirðisreikningarnir eru framkvæmdir. Tveir af starfsmönnum Cowi og Mannvits, þær Meta Reim- er Brödsted og Ólöf Kristjáns- dóttir, hafa nú stigið fram og gert nánari grein fyrir vissum forsendum skýrslunnar (Mbl. 6. nóvember). Þær upplýsa m.a. að það sem nefnt er „scrap value“ í skýrslunni og jafnan þýtt sem hrakvirði á íslensku er alls ekki hrakvirði heldur núvirði hreins ábata af væntanlegri notkun borgarlínunnar eftir lokaár núvirðisreikninganna. Sé svo er auð- vitað rétt að hafa þetta gildi með í núvirðis- reikningunum. Þessar nýju upplýsingar vekja hins vegar fleiri spurningar. Hvenær lýkur núvirðisreikningum? Hvers vegna er ekki reiknaður út allur líftími framkvæmd- arinnar? Fullyrðing um tiltekið núvirði hreins ábata efir lok reikninganna sýnir að einhver hefur haldið áfram að reikna. Hver er þá sá líftími framkvæmdarinnar sem mið- að er við? Ólöf og Meta telja einnig að fargjöld nýrra notenda eigi að reikna með í hinum þjóðhagslega ábata af borgarlínunni. Þetta tel ég hins vegar ekki rétt. Þau fargjöld sem nýir farþegar greiða eru að vísu tekjur fyrir farmiðasalann. Þær eru hins vegar jafn- mikið tap fyrir aðra framleiðendur sem hin- ir nýju farþegar keyptu áður vörur af. Það er ekki hægt að eyða sömu tekjum tvisvar. Niðurstaðan er því eins og ég sagði í grein- inni í Morgunblaðinu að fargjaldatekjurnar séu einungis tilfærsla. Nýr viðskiptamaður borgarlínu færir þær frá öðrum framleið- endum í hagkerfinu yfir í kassa borgarlín- unnar. Þjóðarkakan vex ekki við þessa til- færslu. Þess vegna geta fargjaldatekjur ekki talist þjóðhagslegur ábati af borg- arlínu. Óhagkvæmni borgarlínunnar Borgarlínan kostar stórfé. Hún gagnast tiltölulega fáum, 4% sé miðað við núverandi ferðir með strætisvögnum en e.t.v. 12% ef miðað er við mestu bjartsýnisforsendur tals- manna borgarlínunnar. Hún veldur hins vegar frekari umferðartöfum fyrir hin 88- 96% vegfarenda. Augljóst er að meta þarf ábata hinna fáu mjög hátt til að vega upp á móti tapi hinna mörgu og greiða þar að auki fjárfestingar- og rekstrarkostnað borgarlín- unnar. Eins og ég benti á í grein minni í Morgunblaðinu (29.10. sl.) er afar langsótt að slíkt sé raunsætt. Því eru yfirgnæfandi líkur á að núvirði borgarlínu sé neikvætt. Lokaorð Það kann ekki góðri lukku að stýra að framkvæma hagkvæmnismat eftir erlendum uppskriftum. Uppskriftir geta hæglega mis- skilist og þær forsendur sem þær byggjast á gleymst. Um þetta eru mýmörg dæmi. Reynslan sýnir að formúlur og reiknilíkön koma ekki í staðinn fyrir rækilega umhugs- un á grundvelli staðgóðrar þekkingar og auðvitað gagnrýna skoðun annarra sérfræð- inga. Ragnar Árnason » Borgarlínan styttir e.t.v. ferðatíma fyrir tiltölulega fáa strætisvagnafarþega en veldur frekari umferðartöf- um fyrir alla hina. Því eru yfirgnæfandi líkur á að þjóð- hagslegt núvirði borgarlínu sé neikvætt. Ragnar Árnason Höfundur er prófessor emeritus. Borgarlínan er þjóð- hagslega óhagkvæm

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.