Morgunblaðið - 09.11.2020, Side 24

Morgunblaðið - 09.11.2020, Side 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2020 KAUPTU ÁSKRIFT í síma 569 11 00 á mb l.is/askrift Traustur flutningur frétta og öflug fjölmiðlun eru aðalsmerki Morgunblaðsins, eins og áskrifendur okkar vita. Til að sýna þeim þakklæti í verki kynnum við nýjan áskriftarleik. Heppinn áskrifandi hlýtur Honda e rafbíl Honda e er framúrskarandi rafbíll, hannaður með þéttbýlisnotkun að leiðarljósi og knúinn hreinni raforku úr náttúru Íslands. Vertu með og kynntu þér áskriftarleiðir á mbl.is/askrift Allir áskrifendur eru sjálfkrafa í pottinum. Við drögum 17. desember Áskrifendur! með áskrift aðMorgunblaðinu Spennandi tímar fram undan Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Vinsældir þínar eru meiri en nokkru sinni fyrr. Vertu ekki tortrygginn og stífur. Mundu að aðrir reiða sig á þig svo þú skalt takmarka þig við það sem þú get- ur staðið við. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú hefur unnið vel og tekist að leysa öll fyrirliggjandi verkefni í tæka tíð. Sömu- leiðis gæti reynst þér erfitt næstu vikur að skilja á milli löngunar og þarfar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er alltaf eitthvað að gerast í hausnum á þér. Undir slíkum kringum- stæðum er betra að sitja hjá og bíða næsta dags. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Hikaðu ekki við að leita nýrra lausna á vandamálum í vinnunni. Passaðu að þér sé ekki tekið sem sjálfsögðum á vinnustað. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Umhverfið hefur enn meiri áhrif á sálarástand þitt en vanalega. Líttu á björtu hliðarnar og þá kemur hitt af sjálfu sér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Treystu hugboðum sem þú færð á fjármálasviðinu í dag. En fyrirkomulag sem reynt er að þröngva upp á þig virkar ekki. 23. sept. - 22. okt.  Vog Núna er mikilvægt að gjörðir þínar miði að því að bæta eigin kjör og annarra. Hugsaðu um sjálfan þig fyrst og fremst. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er eitt og annað sem svíf- ur í lausu lofti hjá þér svo þú þarft að ná betri tökum á hlutunum. Einhverjir sem þú telur vini þína hafa í raun engan áhuga á að teljast í þeim hópi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þeir eru margir sem vilja ná fundi þínum til skrafs og ráðagerða. Láttu engan binda þig nauðugan í hlekki vanans. 22. des. - 19. janúar Steingeit Mundu að það er ekki allt gull sem glóir og að lífshamingjan felst ekki bara í efnislegum gæðum þótt gagnleg séu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Vertu góð fyrirmynd í stað þess að gera annan að góðri fyrirmynd. Fáðu á hreint hver ber ábyrgðina og hlutirnir ganga betur fyrir sig. 19. feb. - 20. mars Fiskar Farðu vel með þá hluti sem þú eignast, hvort sem þeir eru stórir eða smáir. Vertu glaður og lífið verður gott við þig. áhugamál mitt og síðan 1984 hef ég verið framkvæmdastjóri Lands- keppni í eðlisfræði sem heldur árleg- krossins í Reykjavík og þjálfa þær til að taka á móti þeim sem flýja þurfa náttúruhamfarir. „Eðlisfræði er V iðar Ágústsson fæddist í Reykjavík 9. nóvember 1950 og ólst upp í Hlíð- unum. Viðar kynntist sveitastörfum á Ölvalds- stöðum í Borgarfirði þar sem for- eldrar hans áttu sumarbústað á kald- astríðsárunum. „Á Ölvaldsstöðum var bóndi sem tregðaðist við að taka upp nútímabúskaparhætti. Ég og bróðir minn fórum með mjólkina í brúsum á hestakerru á morgnana og þarna tölti gamli Rauður með okkur út að brúsapallinum, líklega um 5 km leið. Ég hef líklega verið sjö ára.“ Viðar gekk í Ísaksskóla, Eskihlíðar- skóla og Hlíðaskóla, tók landspróf í Hagaskóla og kláraði kennarapróf 1970 og stúdentspróf 1971 í gamla Kennaraskólanum. Þaðan fór hann í Háskóla Íslands, fyrst í líffræði á meðan hann bætti við sig stærðfræði í MR, en fór svo í eðlisfræði og klár- aði BSc 1975 og tók seminar í kennslu verklegrar eðlisfræði 1980 við Worcester College á Englandi. Framhaldsskólakennararéttindi komu í hús 1982 og hann var hálfan vetur í fjórða árs námi í eðlisfræði 1984. Viðar kenndi eðlisfræði við MÍ hjá Jóni Baldvini og Bryndísi í þrjá vetur frá 1975. „Ég gerði heiðurs- mannasamkomulag við Jón Baldvin um að vera þarna í þrjá vetur og stóð við það.“ Eftir veruna á Ísafirði kenndi Viðar í sex vetur við FB hjá Guðmundi Sveinssyni, þar sem hann skrifaði kennslubókina Kynning á eðlisfræði ásamt Þorsteini Egilson og fleirum. „Þá fóru framhaldsskólakennarar í stóra strækinn 1985, ég fór að vinna í tölvubransanum og sneri ekki aftur sem kennari í fullu starfi fyrr en 20 árum seinna. Kennarastarfið er hill- an mín, því eftir níu ár í Mennta- skólanum Hraðbraut hjá Ólafi Hauki Johnson fór ég til Flensborgarskól- ans í Hafnarfirði þar sem ég kenni enn.“ Kennarar unnu oft sumarstörf í gamla daga og Viðar var skurð- gröfustjóri á Akureyri sumarið 1977, keyrði leigubíl hjá Steindóri sumarið 1978 og keyrði strætó sumrin 1979 til 1982. Hann vann auk þess í sjálf- boðastarfi um átta ára skeið við að stofna neyðarnefndir á vegum Rauða ar keppnir til að velja framhalds- skólanemendur til að vera fulltrúar Íslands á ólympíuleikunum í eðl- isfræði víðs vegar um heiminn. Ég byrjaði það starf með Hans Kr. Guð- mundssyni og Benedikt Jóhannssyni 1984. Oftast hef ég verið þjálfari og fararstjóri landsliðsins í eðlisfræði ásamt úrvalssamstarfsfólki eins og Ingibjörgu Haraldsdóttur, Ara Ólafssyni, Þorsteini Vilhjálmssyni, Erni Helgasyni og Matthíasi Hark- sen. Hápunktur starfs míns í þágu eðlisfræðinnar var 1998 þegar Þor- steinn Ingi Sigfússon, formaður framkvæmdanefndar Ólympíu- leikanna í eðlisfræði á Íslandi, réð mig sem framkvæmdastjóra leik- anna í umboði Björns Bjarnasonar, þáverandi menntamálaráðherra. Þarna tókum við á móti keppendum frá 56 löndum ásamt fararstjórum, áheyrnarfulltrúum og gestum; sam- tals 300 manns sem Þórdís Eiríks- dóttir skrifstofustjóri fann nætur- stað og rútuferðir. Flestir íslenskir eðlisfræðingar og eðlisfræðinem- endur á þeim tíma voru kallaðir til starfa til að semja verkefni og fara yfir lausnir keppendanna og þar voru Þorsteinn Vilhjálmsson, Leó Krist- jánsson og Ari Ólafsson í aðal- hlutverkum.“ Í seinni tíð hefur Viðar haldið fyrirlestra fyrir Ellert Guð- mundsson verkfræðing um notkun stærðfræðiforrita á netinu og fyrir- lestra í Stjörnuverinu fyrir Snævar Guðmundsson ásamt því að veita framhalds- og háskólanemum aðstoð í stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði. „Það er mikilvægt að gefa afburða- nemendum í bóklegum greinum tækifæri til að komast á keppnismót svo þeir kynnist jafnöldrum sínum með sömu áhugamál og myndi vina- sambönd um allan heim. Þessir af- burðanemendur á framhalds- skólaárunum verða áhrifamenn í þjóðfélagi framtíðarinnar og það er nauðsynlegt að þeir hafi þá góð tengsl við aðra frammámenn og al- þjóðlega hugsun.“ Fjölskylda Eiginkona Viðars er Þ. Helga Hilmarsdóttir, f. 8.8. 1961, jarðfræð- ingur og grunnskólakennari. For- Viðar Ágústsson eðlisfræðikennari – 70 ára Kennari í húð og hár Börnin F.v. eru Atli, Sunna, Snorri og Sindri, Helga og Viðar fyrir aftan. Kennarinn Viðar er alltaf í þessum bol þegar hann kennir um ljósbrot. Til hamingju með daginn 30 ára Snædís er fædd og uppalin á Húsavík. Snædís er yf- irlífeindafræðingur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsa- vík. Helstu áhuga- málin eru crossfit, ferðalög innanlands og erlendis og svo finnst henni gaman að lesa góðar bækur og vera í góðra vina hópi, að ógleymdri tónlist en hún hefur sungið með Kvenna- kór Húsavíkur. Maki: Heiðar Hrafn Halldórsson, f. 1986, verkefnastjóri í Hvalasafninu í Húsavík. Foreldrar: Guðný Anna Guðmundsdóttir, f. 1947, sjúkraliði og Björn Gunnar Jóns- son, f. 1947, raffræðingur. Þau búa á Húsavík. Snædís Birna Björnsdóttir 30 ára Smári er fædd- ur og uppalinn Reyk- víkingur en er nú flutt- ur austur fyrir fjall. Smári er menntaður gítarsmiður úr Musici- an’s Institute í Kaliforn- íuríki. Hann er mikill lífskúnstner og á sér mörg áhugamál en þau helstu eru skotveiðar, kaffi og tón- list. Maki: Eva María Pétursdóttir, f. 1990, uppeldis- og menntunarfræðingur. Börn: Frans Logi, f. 2015, og Júlía Logn, f. 2020. Foreldrar: Hallgrímur Jónsson, f. 1966, framkvæmdastjóri, og Helga Rut Baldvinsdóttir, f. 1968, sjálf- stæður atvinnurekandi. Smári Dan Hallgrímsson Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.