Morgunblaðið - 09.11.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.11.2020, Blaðsíða 27
ENGLAND Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Englandsmeisturum Liverpool mis- tókst að endurheimta toppsæti úr- valsdeildarinnar eftir 1:1-jafntefli gegn Manchester City á Etihad- leikvanginum í stórleik 8. umferð- arinnar í gærkvöldi. Kevin de Bruyne klúðraði vítaspyrnu, sem reyndist heimamönnum ansi dýrkeypt. Meistararnir blésu til sóknar í Manchester er Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, stillti upp afar sóknar- sinnuðu liði; Diogo Jota byrjaði ásamt þremenningnum heilögu; Roberto Firmino, Sadio Mané og Mohamed Salah. Þessi djarfa uppstilling virtist ætla að skila tilætluðum árangri er gestirnir byrjuðu með látum og tóku forystuna strax á 13. mínútu. Mané var felldur inni í vítateig af Kyle Wal- ker og Salah skoraði úr vítaspyrn- unni. Heimamenn jöfnuðu þó metin með laglegu marki Gabriels Jesus og fengu svo gullið tækifæri til að kom- ast yfir skömmu fyrir hálfleik þegar Joe Gomez handlék knöttinn og City fékk vítaspyrnu. De Bruyne setti knöttinn hins vegar framhjá markinu og hvorugu liði tókst að kreista fram sigurmark þótt heimamenn hafi kom- ist nærri því með sterkari frammi- stöðu í síðari hálfleik. Meistararnir eru sennilega ekki alls ósáttir með stigið gegn sínum helstu keppinautum um meistaratit- ilinn undanfarin ár. Það vantar lyk- ilmenn í þetta Liverpool-lið, Virgil van Dijk, Fabinho og Thiago Alcant- ara til að mynda, og þá fór Trent Al- exander-Arnold meiddur af velli í gær. Meistararnir eru vængbrotnir og virtust þollitlir á endasprettinum í leiknum. Þeir neituðu hins vegar að játa sig sigraða og uppskáru stig. City þurfti aftur á móti á sigri að halda eftir slitrótta byrjun hjá læri- sveinum Peps Guardiola. City er með tólf stig eftir fyrstu sjö leiki sína og hefur enn ekki tekist að vinna tvo leiki í röð. Stjórar beggja liða kvört- uðu sáran undan leikjaálagi í við- tölum við Sky Sports eftir leik. Bæði lið taka þátt í Meistaradeildinni þar sem spilað er í nánast hverri viku og skilja þeir Klopp og Guardiola ekkert í þeirri ákvörðun deildarinnar að leyfa ekki fimm skiptingar áfram, eins og gert var í sumar vegna kórónuveirufaraldursins. Mikilvægur sigur gegn Gylfa Manchester United vann lífs- nauðsynlegan sigur á laugardaginn er liðið sótti þrjú stig gegn Everton, lokatölur 3:1 á Goodison Park. Bruno Fernandes skoraði tvö fyrir gestina og Edison Cavani skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið er United komst aftur á beinu brautina. Bernard hafði komið Everton yfir snemma leiks en liðinu hefur heldur betur fatast flugið eftir öfluga byrjun á tímabilinu. Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton en tekinn af velli eftir 66 mínútur er liðinu mistókst að vinna í fjórða leiknum í röð. Jóhann Berg Guðmundsson er að snúa til baka eftir smávægileg meiðsli og kom ekki við sögu í markalausu jafntefli Burnley gegn Brighton á föstudaginn. Íslenski landsliðsmað- urinn var ónotaður varamaður í leikn- um. Rúnar Alex Rúnarsson var ónot- aður varamarkvörður Arsenal sem tapaði 3:0 á heimavelli gegn Aston Villa í gærkvöldi. Stórleikurinn í járnum  Vængbrotnir meistarar fengu stig  United vann nauðsynlegan sigur AFP Stórmeistarajafntefli Sadio Mané sækir að Rodri í viðureign stórliða Liverpool og Manchester City á Etihad-leikvanginum í gærkvöldi. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2020 Undankeppni EM karla 2. Riðill: Eistland – Þýskaland .......................... 23:35  Alfreð Gíslason er landsliðsþjálfari Þýskalands. 3. Riðill: Rússland – Úkraína.............................. 30:28 4. Riðill: Litháen – Portúgal ............................... 26:34 6. Riðill: Ítalía – Noregur.................................... 24:39 7. Riðill: Finnland – Danmörk............................ 22:40 Sviss – Norður-Makedónía.................. 23:26 8. Riðill: Rúmenía – Svartfjallaland................... 36:27 Kósóvó – Svíþjóð .................................. 16:30 Þýskaland Bikarkeppni, 16-liða úrslit: Neckarsulmer – Leverkusen ............. 24:27  Hildigunnur Einarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Leverkusen. Svíþjóð Skuru – Lugi ........................................ 34:16  Hafdís Renötudóttir var ekki í leik- mannahóip Lugi. HANDBOLTI Spánn Valencia – San Pablo Burgos............. 81:99  Martin Hermannsson skoraði fimm stig fyrir Valencia, tók eitt frákast og gaf þrjár stoðsendingar á 16 mínútum. Zaragoza – Manresa ....................... 102:103  Tryggvi Snær Hlinason skoraði þrjú stig fyrir Zaragoza, tók sex fráköst og gaf eina stoðsendingu á 13 mínútum. Þýskaland Alba Berlín – Fraport ......................... 79:66  Jón Axel Guðmundsson skoraði 21 stig fyrir Fraport, tók tvö fráköst og gaf fimm stoðsendingar á 33 mínútum. Litháen Siaulai – Neptunas .............................. 93:88  Elvar Már Friðriksson skoraði 21 stig fyrir Siaulai, tók fimm fráköst og gaf 12 stoðsendingar á 36 mínútum. Bretland Bikarkeppnin Leicester Riders – Man. Mustics ....... 65:44  Sara Rún Hinriksdóttir skoraði átta stig fyrir Leicester Riders, tók sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar á 32 mínútum. KÖRFUBOLTI Körfuknattleikskappinn Elvar Már Friðriksson átti stórleik þegar lið hans Siauliai vann sinn fyrsta sigur í efstu deild Litháens gegn Nept- unas í gær. Leiknum lauk með 93:88-sigri Siauliai en Elvar Már var með tvöfalda tvennu, skoraði 21 stig og gaf tólf stoðsendingar. Þá tók hann einnig fimm fráköst en Elvar Már hefur skorað 17 stig að meðaltali í deildinni í vetur, ásamt því að gefa átta stoðsendingar að meðaltali í leik. Siauliai er með einn sigur í neðsta sæti deildarinnar en tíu lið leika í efstu deild Litháens. Frábær í fyrsta sigrinum Ljósmynd/LKL Öflugur Elvar Már hefur farið á kostum í Litháen á tímabilinu. Grindvíkingurinn Jón Axel Guð- mundsson var stigahæstur hjá Fra- port Skyliners þegar liðið heimsótti meistara Alba Berlín í efstu deild Þýskalands í körfuknattleik í gær. Jón Axel skoraði 21 stig en Alba Berlín vann nokkuð öruggan sigur, 79:66. Þá tók Íslendingurinn tvö frá- köst og gaf fimm stoðsendingar en Jón Axel gekk til liðs við þýska fé- lagið í júlí á þessu ári. Þetta var fyrsti leikur beggja liða í deildinni á tímabilinu en Fraport Skyliners er án stiga í sextánda sæti deildar- innar. Átján lið leika í efstu deild. Stigahæstur í Þýskalandi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Skorari Jón Axel var stigahæstur gegn Þýskalandsmeisturunum. Knattspyrnulandslið Englands og Íslands eiga að mætast í Þjóðadeild UEFA hinn 18. nóvember næstkom- andi á Wembley í Lundúnum en samkvæmt enska götublaðinu The Sun gæti sá leikur verið í hættu vegna hertra aðgerða stjórnvalda á Bretlandseyjum vegna kórónuveiru- faraldursins. Stjórnvöld á Englandi hafa tekið til þess ráðs að banna öll ferðalög til og frá Danmörku eftir að nýtt af- brigði af kórónuveirunni greindist í minkum þar í landi. Íslendingar eiga að mæta Dönum í Kaupmannahöfn í Þjóðadeildinni þremur dögum áður, 15. nóvember, og þyrfti liðið því að fá undanþágu til að ferðast til Eng- lands. Þá greinir miðillinn frá því að fé- lagslið á Englandi muni reyna allt hvað þau geta til að koma í veg fyrir að leikmenn taki þátt í komandi landsliðsverkefnum, enda gætu leik- mennirnir þurft að sæta sóttkví við heimkomuna til Englands og misst af leikjum fyrir vikið. Reglur frá Alþjóðaknattspyrnu- sambandinu heimila félagsliðum að banna leikmönnum sínum að mæta í verkefni landsliða sinna ef þeir þurfa að fara í sóttkví þegar þeir snúa aft- ur. Ólíklegt er að veittar verði sér- stakar undanþágur vegna fram- kvæmd þessara leikja. Þó nokkrir leikmenn íslenska landsliðsins spila á Englandi, þeir Gylfi Þór Sigurðs- son, Jóhann Berg Guðmundsson, Jón Daði Böðvarsson og Rúnar Alex Rúnarsson, og er ólíklegt að þeir fái leyfi til að ferðast til Danmerkur. Þá spila fjölmargir danskir knatt- spyrnumenn á Englandi og líklegt að Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins, þurfi að gera breytingar á hópi sínum en upp- runalega skipuðu hann níu leikmenn sem spila á Bretlandseyjum. Leikurinn gegn Englandi í hættu Morgunblaðið/Eggert Snöggur Raheem Sterling á fullri ferð á Laugardalsvelli í haust. Ungverska landsliðið í knattspyrnu varð fyrir áfalli í gær þegar ljóst varð að miðjumaðurinn László Kleinheisler verður ekki með liðinu er það mætir Íslandi í hreinum úr- slitaleik í Búdapest um sæti í loka- keppni EM næstkomandi fimmtu- dag. Kleinheisler er 26 ára og leik- maður Osijek í Króatíu en hann fær ekki að ferðast í landsleikinn sökum þess að hann þyrfti að fara í sóttkví þegar hann kæmi aftur til Króatíu. Hann á að baki 23 A-landsleiki þar sem hann hefur skorað þrjú mörk. Miðjumaðurinn hefur leikið með lið- um á borð við Werder Bremen, Darmstad og Astana. Kleinheisler hefur leikið alla níu deildarleiki Osijek á leiktíðinni, en enn ekki skorað mark. Hann lék með Ungverjum gegn Íslandi á EM í Frakklandi 2016 og þykir einn af þeirra bestu mönnum. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fjaverandi László Kleinheisler í baráttu við Birki Bjarnason í leik Íslands og Ungverjalands á EM í Frakklandi. Hann verður ekki með á fimmtudag. Skarð fyrir skildi hjá Ungverjum KNATTSPYRNA Svíþjóð Djurgården – AIK ................................... 0:1  Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður hjá AIK í uppbótartíma. Varberg – Hammarby............................. 5:2  Aron Jóhannsson lék allan leikinn með Hammarby og skoraði mark. Mjällby – Norrköping ............................. 2:0  Ísak B. Jóhannesson lék allan leikinn með Norrköping. Piteå – Rosengård ................................... 0:3  Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn með Rosengård. Umeå – Djurgården ................................ 0:0  Guðrún Arnardóttir og Guðbjörg Gunn- arsdóttir léku allan leikinn með Djur- gården. Uppsala – Kristianstad ........................... 1:4  Anna Rakel Pétursdóttir kom inn á sem varamaður hjá Uppsala á 64. mínútu  Svava Rós Guðmundsdóttir var ekki í leikmannahópi Kristianstad, Sif Atladóttir er í barneignarleyfi. Elísabet Gunnarsdótt- ir þjálfar liðið. Noregur Bodö/Glimt – Aalesund .......................... 7:0  Alfons Sampsted lék fyrstu 88 mínúturn- ar með Bodö/Glimt.  Davíð Kristján Ólafsson lék fyrstu 84 mínúturnar með Aalesund. Mjöndalen – Strömsgodset..................... 3:0  Dagur Dan Þórhallsson var ekki í leik- mannahópi Mjöndalen.  Ari Leifsson lék allan leikinn með Strömsgodset. Valdimar Þór Ingimundar- son var ónotaður varamaður. Viking – Rosenborg ................................ 3:0  Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn með Rosenborg.  Samúel Kári Friðjónsson kom inn á sem varamaður hjá Viking á 87. mínútu, Axel ÓskarAndrésson var ónotaður varamaður. Vålerenga – Odd...................................... 2:2  Matthías Vilhjálmsson kom inn á fyrir Viðar Örn Kjartansson á 72. mínútu og skoraði annað mark Vålerenga. Avaldsnes – Klepp ................................... 3:0  Hólmfríður Magnúsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Avaldsnes á 62. mínútu og skoraði mark. B-deild: Lilleström – Åsane .................................. 1:1  Tryggvi Hrafn Haraldsson lék fyrstu 90 mínúturnar með Lilleström og skoraði mark. Björn Sigurðarson og Arnór Smára- son voru ekki í leikmannahópi liðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.