Morgunblaðið - 18.11.2020, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2020
Vetrarsól er umboðsaðili
Sláttuvélar
& sláttuorf
Snjóblásarar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
40 ár
á Íslandi
Sláttutraktorar
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Framkvæmdir í Vogabyggð við Elliðaárvog, ein-
um helsta uppbyggingarreit íbúðarhúsa í
Reykjavík, eru nú í fullum gangi. Áður var á
svæðinu eldra iðnaðarhverfi en það víkur nú fyr-
ir nútímalegri byggð fjölbýlishúsa. Eins og
Morgunblaðið greindi frá í lok októbermánaðar
er gert ráð fyrir 1.300 íbúðum í hverfinu í gild-
andi aðalskipulagi en væntanlega verður mögu-
legt að byggja allt að 1.900 íbúðir í Vogabyggð.
Einn helsti uppbyggingarreitur borgarinnar
Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson
Vogabyggð rís og iðnaðurinn víkur
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Fjörlegar umræður spunnust um
ráðningar ráðuneytisstjóra í óundir-
búnum fyrirspurnum á Alþingi í
gær, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugs-
dóttir, þingmaður Viðreisnar, spurði
Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráð-
herra um málaferli hennar í fram-
haldi af úrskurði kærunefndar jafn-
réttismála um ráðningu hennar á
ráðuneytisstjóra. Ekki þó síður þeg-
ar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir,
þingmaður Pírata, spurði Katrínu
Jakobsdóttur forsætisráðherra út í
sömu mál og sneiðar Lilju til hennar
í útvarpsþættinum Sprengisandi um
liðna helgi snerust um, ráðningu
ráðuneytisstjóra forsætisráðuneyt-
isins án auglýsingar.
Margir telja orð Lilju til marks
um ófrið á stjórnarheimilinu, en for-
sætisráðherra kvaðst ekki hafa
kynnt sér málið til hlítar.
Kjarkaðir stjórnmálamenn
Lilja kvaðst þar hafa allan rétt til
þess að höfða mál, líkt og lög kveði á
um, en sumir stjórnarandstæðingar
bera henni á brýn að gera ekki næg-
an greinarmun á sjálfri sér og ráð-
herraembættinu.
Hún vísaði því á bug: „Ef það er
orðið svo að stjórnmálamenn séu
orðnir hræddir við það að standa
með sannfæringu sinni, af hverju eru
þeir þá í stjórnmálum? Er það að
beita hörku að fara fram á ógildingu í
máli sem maður er ekki sammála?
Ég spyr bara: Viljum við hafa stjórn-
málamenn eða stjórnmálakonur sem
hafa ekki kjark eða þor til að standa
með því sem þau gera? Mitt svar er
einfalt: Nei,“ svaraði Lilja.
Vísar pillunni á bug
Þórhildur Sunna spurði Katrínu
út í orð Lilju í útvarpsþættinum um
að hún hefði ráðið Bryndísi Hlöð-
versdóttur, fyrrverandi þingmann
Alþýðubandalagsins, sem ráðuneyt-
isstjóra án auglýsingar, og hvað
henni þætti um þá „pillu“.
Forsætisráðherra vísaði því sömu-
leiðis á bug og sagði að ekki væri um
hefðbundna ráðningu að ræða, held-
ur flutning milli embætta í samræmi
við lög um réttindi og skyldur starfs-
manna ríkisins, sagði þá heimild
helgaða af stjórnarskrá og „sú skip-
un er algerlega hafin yfir vafa“.
Lögspekingar ekki á eitt sáttir
Lögspekingar, sem Morgunblaðið
ræddi við, voru þó ekki á einu máli
um það. Var bent á að sérlög um
Stjórnarráðið gengju hinum framar,
en þar eru ákvæði um flutning emb-
ættismanna innan Stjórnarráðs Ís-
lands, sem hin almennu lög upphefji
ekki. Aðrir töldu hins vegar að síðari
ákvæði í lögunum um starfsmenn
ríkisins gengju framar, en þó ylti það
á túlkun sérlaganna.
Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur sýn-
ist að heimildin sé fyrir hendi, en
meginreglan ætti auðvitað vera sú að
auglýsa öll opinber störf, líkt og um-
boðsmaður Alþingis hefði brýnt fyrir
fólki. Hættan sé sú, að þær undan-
tekningar frá auglýsingaskyldu sem
heimilar eru, verði reglan í fram-
kvæmdinni. Hún telur það þarfnast
frekari skoðunar. „Umboðsmaður
hefur bent stjórnskipunar- og eftir-
litsnefnd Alþingis á að þetta þurfi að
athuga og að löggjafinn þurfi að gera
upp hug sinn um hver hin almenna
regla eigi að vera. Þetta hefur komið
til tals á fundum nefndarinnar með
umboðsmanni og er álitaefni, sem ég
gæti borið undir félaga mína.“
Ráðherrar skiptast á skeytum
Skipanir ráðherra á ráðuneytisstjórum til umræðu á þingi Álitamál um heimild til flutnings emb-
ættismanna inn í Stjórnarráðið án auglýsingar Þórhildur Sunna telur málið þarfnast frekari skoðunar
Katrín
Jakobsdóttir
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dóms-
málaráðherra ætlar á næstunni að
leggja fram frumvarp til breytinga á
lögum um útlendinga. Tilgangurinn
er að stytta afgreiðslutíma umsókna
þeirra sem þegar hafa hlotið vernd í
öðru ríki.
Áslaug segir í skriflegu svari að
mikilvægt sé að þeir sem hingað leita
eftir alþjóðlegri vernd fái réttláta og
vandaða málsmeðferð. „Fjölgun um-
sókna síðustu misseri sýnir hversu
mikilvægt er að bregðast við svo að
þeir sem þurfa á alþjóðlegri vernd að
halda vegna ofsókna fái skjóta með-
ferð mála sinna.“ Verndarkerfið þurfi
að vera þannig að mál þeirra sem eiga
rétt á vernd hér á landi gangi sem
hraðast fyrir sig.
Hún segir ljóst að stjórnsýslan ráði
ekki við að af-
greiða þann mikla
fjölda umsókna um
alþjóðlega vernd
sem hingað berast
innan ásættanlegs
tíma. Kostnaður
við framfærslu
umsækjenda hafi
aukist hratt. Hún
segir það einkum
valda áhyggjum
hve stór hluti umsækjenda hér hefur
þegar hlotið alþjóðlega vernd í öðru
Evrópuríki. Mikilvægt sé að heildar-
málsmeðferðartími allra mála sem
koma í verndarkerfið tefjist ekki sak-
ir álags vegna afgreiðslu mála þeirra
sem þegar hafa hlotið vernd.
Frumvarpið mun mæla fyrir um að
horfið verði frá því að umsóknir þess-
ara einstaklinga verði teknar til efnis-
legrar meðferðar á grundvelli undan-
tekninga laga um sérstök tengsl og
sérstakar ástæður. Til að það sé hægt
verði að breyta lögum. „Almennt
leiða þessi mál til neikvæðrar niður-
stöðu hérlendis en taka lengri tíma en
í löndunum í kringum okkur,“ segir
Áslaug Arna.
Áfram verður þó hægt að taka mál
til efnislegrar meðferðar að uppfyllt-
um ákveðnum skilyrðum sem eru nú
þegar í lögunum, þ.e. að ekki má end-
ursenda fólk til svæðis þar sem líf
þess eða frelsi kann að vera í hættu.
„Áréttað skal að eftir sem áður eru
ástand og aðstæður í móttökuríki allt-
af kannaðar í málum umsækjenda um
alþjóðlega vernd.“ gudni@mbl.is
Afgreiðslutími styttist
Undirbýr frumvarp til breytinga á lögum um útlendinga
Umsóknir þeirra sem þegar njóta verndar valda álagi
Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir
Meirihlutinn í borgarstjórn felldi í
gær tillögur sjálfstæðismanna um
aðgerðir til viðspyrnu vegna veiru-
kreppunnar. Þær
fólu m.a. í sér
frestun fast-
eignaskatta á
fyrirtæki ferða-
þjónustu, borg-
argjöf til lands-
manna, stuðning
við húsnæðisupp-
byggingu og
byggingariðnað,
stofnun ráðgjaf-
artorgs fyrir fólk
í vanda og að skólabörn nytu mat-
arþjónustu óháð skerðingu skóla-
halds.
Dagur B. Eggertsson borgar-
stjóri hafði einn orð fyrir meirihlut-
anum og sagði tillöguna gerða af
góðum hug en borgin væri með
betri svör í vinnslu. Minnihlutinn
andæfði því, aðgerða væri þörf og
þyldu enga bið. Valgerður
Sigurðardóttir, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins, sagði að börn
væru send svöng heim úr skóla.
Ekki þýddi að segja málið vera í
vinnslu í borgarkerfinu.
Borgarstjórn
felldi tillögu
um viðspyrnu
Dagur B.
Eggertsson
Af góðum hug
segir borgarstjóri