Morgunblaðið - 18.11.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2020
Dómsmálaráðherra hefur ákveðið
að leggja til við forseta Íslands að
Ása Ólafsdóttir og Björg Thor-
arensen verði skipaðar dómarar við
Hæstarétt Íslands frá og með
næsta mánudegi. Taka þær sæti við
dómstólinn eftir að Greta Baldurs-
dóttir og Þorgeir Örlygsson sóttu
um lausn frá embætti í sumar.
Með skipun Ásu og Bjargar
verða þrjár konur skipaðar við rétt-
inn, en í byrjun þessa árs var Ing-
veldur Einarsdóttir skipuð dómari.
Þar með verða þrjár konur og fjór-
ir karlar dómarar við réttinn og
hefur það hlutfall aldrei verið jafn-
ara.
Ása lauk embættisprófi í lögfræði
frá lagadeild Háskóla Íslands árið
1996 og framhaldsnámi í lögfræði
frá Cambridge-háskóla árið 2000.
Hún starfaði að námi loknu sem
lögmaður um árabil og hefur flutt
fjölda mála fyrir dómstólum. Frá
árinu 2008 hefur Ása lengst af
gegnt fullu starfi við lagadeild Há-
skóla Íslands, þar af sem dósent frá
árinu 2012 og prófessor frá 2018.
Ása var settur dómari við Lands-
rétt 25. febrúar til 30. júní 2020. Að
auki hefur hún sinnt fjölmörgum
öðrum störfum, svo sem for-
mennsku í gjafsóknarnefnd og
óbyggðanefnd.
Björg Thorarensen lauk embætt-
isprófi í lögfræði frá lagadeild Há-
skóla Íslands árið 1991 og fram-
haldsnámi í lögfræði frá
Edinborgarháskóla árið 1993. Hún
starfaði í dómsmálaráðuneytinu um
árabil að námi loknu, þar af sem
skrifstofustjóri um sex ára skeið.
Frá árinu 2002 hefur Björg verið
prófessor við lagadeild Háskóla Ís-
lands og samhliða því sinnt um-
fangsmiklum fræðastörfum, einkum
á sviði stjórnskipunarréttar og
mannréttinda, en einnig á sviði
þjóðaréttar, persónuverndarréttar,
stjórnsýsluréttar og sakamálarétt-
arfars. Björg var settur dómari við
Landsrétt 1. janúar til 30. júní 2020.
Skipaðar dómarar
við Hæstarétt
Þrjár konur og fjórir karlar við réttinn
Skipun Ása og Björg eiga að taka
við 21. nóvember næstkomandi.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það er gríðarlegt magn í kerfunum
á þessum síðasta fjórðungi ársins og
í þessu umhverfi fjöldatakmarkana
reynir mikið á,“ segir Hörður Jóns-
son, framkvæmdastjóri rekstrar-
sviðs Póstsins.
Innlend netverslun hefur aukist
mjög að undanförnu með tilheyrandi
fjölgun póstsendinga. Samkomu-
takmarkanir hafa ýtt mjög undir
innkaup á netinu og miklar annir
voru í kringum dag einhleypra í síð-
ustu viku. Tafir á póstsendingum til
og frá landinu hafa gert það að verk-
um að sífellt fleiri leita til íslenskra
verslana og búast má við að margir
hugsi sér gott til glóðarinnar á
tveimur stórum netverslunardögum
á næstunni; svörtum föstudegi og
net-mánudegi.
„Eftir frekar rólegan fyrri hluta
ársins hefur mikil aukning verið að
undanförnu, sérstaklega í innlendum
pakkasendingum,“ segir Hörður.
Í október fjölgaði innlendum
pakkasendingum um 54% frá sama
mánuði í fyrra. Á sama tíma fækkaði
pakkasendingum að utan um 25%.
Heildarpakkamagn jókst í kringum
20% milli ára í október.
Fjölgun hér, fækkun að utan
Enn meiri aukning er í kortunum
fyrir nóvember. Aukning í innlend-
um pakkasendingum nemur rúm-
lega 80% milli ára en þeim erlendu
fækkar á móti um 14%. „Við spáum
heildaraukningu í pakkaflæði í nóv-
ember í kringum 43%,“ segir Hörð-
ur.
Aðspurður kveðst hann telja að
jafnara flæði verði í desember enda
sé gríðarlegt magn af pökkum í
kringum áðurnefnda netverslunar-
daga. „Fólk er fyrr á ferðinni að
senda gjafir en áður en engu að síður
spáum við 60% magnaukningu í inn-
lendum pökkum í desember en 16%
fækkun að utan. Heildaraukningin
gæti því numið 32%.“
Þegar árið verður gert upp kveðst
Hörður búast við því að heildarmagn
sendinga verði svipað og í fyrra. Um
35% aukning verði á sendingum inn-
anlands en um 35% minnkun í send-
ingum að utan. Á móti auknum póst-
sendingum hér á landi komi þó
fækkun í bréfasendingum upp á
20%. „Það má reikna með að jóla-
kortum fari enn fækkandi í ár. Þetta
er þróunin, bréfasendingum fækkar
en pakkamagn eykst.“
Hörður segir að það leyni sér ekki
að landsmenn versli meira á netinu
þegar þeir eigi erfiðara með að fara í
búðir. „Stór hluti af því lendir hjá
okkur. Þessi magnaukning í bland
við fjöldatakmarkanir er nokkuð erf-
ið blanda og það væri óskandi að eitt-
hvað færi að rofa til í Covid-inu í des-
ember.“
Tugprósenta aukning í
pakkasendingum innanlands
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Annir Starfsfólk í Póstmiðstöðinni hefur haft í nægu að snúast síðustu vikur og mánuði. Enn eru fimm vikur til jóla.
Miklar annir hjá Póstinum vegna aukinnar netverslunar á síðari hluta ársins
Samkvæmt upplýsingum frá TVG
Xpress er met slegið í fjölda send-
inga þar á bæ í hverri viku. „Við
fórum yfir 100.000 sendingar nú í
byrjun nóvember og þá eru stóru
dagarnir eftir. Til samanburðar
voru sendingarnar um 75.000 allt
árið í fyrra,“ segir Hannes A.
Hannesson, forstöðumaður fyrir-
tækisins.
Hannes segir líka áhugavert að
skoða hlutfall sendinga frá ís-
lenskum netverslunum. „Árið 2019
var hlutfall inn-
lendrar netversl-
unar um 10% af
heildinni hjá okk-
ur en í ár er hlut-
fallið komið upp í
45%,“ segir
hann og kveðst
búast við að inn-
lendar sendingar
verði fleiri en
þær erlendu þegar árið verður gert
upp.
Mikil aukning milli ára
HLUTFALL INNLENDRA SENDINGA EYKST HJÁ TVG XPRESS
Hannes A.
Hannesson
Sýnataka á
landamærum
verður gjaldfrjáls
tímabundið frá 1.
desember til 31.
janúar á næsta
ári. Þetta hefur
Svandís Svav-
arsdóttir heil-
brigðisráðherra
ákveðið, en
greint er frá
þessu í tilkynningu frá ráðuneytinu.
Rætt var um málið á fundi rík-
isstjórnarinnar í gærmorgun.
Ákvörðunin er tekin í samræmi
við tillögu sóttvarnalæknis, en
markmiðið er að hvetja fólk til að
fara í sýnatöku fremur en að fara í
sóttkví og þannig draga úr líkum á
að smit berist inn í landið, segir í
tilkynningunni.
Þar kemur fram að sótt-
varnalæknir hafi vísað til þess í
minnisblaði sínu til ráðherra að
kviknað hafi sá grunur að ferða-
menn væru ekki að fylgja reglum
um sóttkví, sérstaklega þegar um
væri að ræða ferðamenn sem ein-
ungis ætla að dvelja hér á landi í
nokkra daga. Lagði sóttvarnalæknir
til að annaðhvort yrði öllum gert
skylt að fara í skimun nema lækn-
isfræðilegar ástæður mæltu gegn
því eða að ekki yrði tekið gjald fyrir
skimun á landamærum. Var nið-
urstaða ráðherra að fara eftir seinni
tillögunni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frá Leifsstöð Flestir velja tvöfalda
skimun við komuna til landsins.
Skimun við
komuna
gjaldfrjáls
Áfram verður val
um 14 daga sóttkví
Svandís
Svavarsdóttir