Morgunblaðið - 18.11.2020, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2020
Ívar Pálsson viðskiptafræðingurritar á blog.is: „Helsti andstæð-
ingur jákvæðrar byltingar í notkun
nýorkubíla á Íslandi er borg-
arstjórnarmeiri-
hlutinn í Reykjavík,
Dagur & Co. Nú
þegar þannig bílar
seljast æ betur, setja
andstæðingarnir
fulla orku í það að
taka vegina undir
annað næstu ára-
tugina og láta okkur öll þar að auki
borga ótrúlega blóðpeninga fyrir
þau 4-5% sem nýta munu kerfið,
svokallaða Borgarlínu.
Nú, árið 2020 fóru nýskráningarnýorkubíla yfir 50% allra
fólksbíla í fyrsta sinn í Íslandssög-
unni og stefna hærra. En sá vöxtur
fær snöggan endi um leið og fram-
kvæmdir við Borgarlínu hefjast,
enda standa nýju nýorkubílarnir
jafnkyrrir og gamlir dísiljálkar í
hundraða bíla röð á einu akreininni
sem eftir verður við hliðina á tómu
strætólínunni. Það væri við hæfi að
Dagur borgarstjóri og ídealista-
elítan hans fengi að aka á Borg-
arlínu-rásinni með sérmerki eins og
ráðamenn í Sovét forðum, svo að
við almenningur í biðröðunum gæti
séð hver ræður þessari dæmalausu
vitleysu.
Hvað þarf til, svo að fólk neiti aðverða meðvirkt í Borgarlínu-
ruglinu? Segið því stjórnmálafólki
sem þið ætlið að kjósa að þetta
gangi ekki upp. Fáið skýr svör frá
hverjum og einum, sem skýla sér
bak við óskýrar nefndir og flokka.
Hreint út, styður þú Borgarlínuna
eða ekki? Þar dugir ekkert Þor-
gerðar-Katrínar Reykás-svar, já-
nei-jú-en-þó-ekki-já-alveg.
Fyrir mitt leyti segi ég afgerandiNEI við Borgarlínunni en JÁ
við nýorkubíla-byltingunni!“
Ívar Pálsson
Byltingu eða
borgarlínubruðl?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu
jókst talsvert í síðustu viku frá síð-
ustu viku þar á undan, eða um 4,4%.
Samt sem áður er umferðin tæplega
20% minni en í sömu viku á síðasta
ári. Áhrif kórónuveirunnar á umferð
hafa sem sagt ekki minnkað.
Vegagerðin ber saman umferðina
á þremur lykilmælisniðum á höfuð-
borgarsvæðinu á milli sömu vikna í
fyrra og núna. Þessi samanburður
leiðir í ljós að umferðin í síðustu viku
var 4,4% meiri en í sömu viku fyrir
ári. Þetta segir Vegagerðin að sé
svipuð hegðan og jafnan, það er að
segja að umferðin í 46. viku sé svipuð
og í 43. viku. Það var raunin í fyrra
og einnig árið þar á undan.
Það breytir því ekki að ekki hefur
orðið breyting í samdrætti á umferð-
inni á milli ára. Umferðin var um
19,5% minni í síðustu viku en í fyrra.
Er það sama hlutfall og verið hefur
að undanförnu.
Mest breyting við Kópavogslæk
Af þessum þremur mælisniðum
hefur umferðin minnkað minnst á
Reykjanesbraut eða 14,1% en mest
um mælisnið við Kópavogslæk, eða
27,7%. Þetta er í takt við það sem
hefur verið að gerast nánast allt
þetta ár, samkvæmt upplýsingum
Vegagerðarinnar. helgi@mbl.is
Smá fjörkippur kom í umferðina
Samt hefur umferðin á höfuðborg-
arsvæðinu minnkað um tæp 20%
Morgunblaðið/Júlíus
Reykjanesbraut Venjulega er þung
umferð til móts við Smáralind.
Hugmyndir malasíska milljarða-
mæringsins Vincents Tan um 40
milljarða uppbyggingu á Miðbakka
við Gömlu höfnina voru ræddar á
fundi stjórnar Faxaflóahafna síðast-
liðinn föstudag.
Í bókun áréttuðu 7 af 9 fulltrúum,
Kristín Soffía Jónsdóttir, Þórdís Lóa
Þórhallsdóttir, Skúli Þór Helgason,
Daníel Ottesen, Ragnar B. Sæ-
mundsson, Magnús Smári Snorra-
son og Ólafur Adolfsson umsögn
Faxaflóahafna um fyrirspurn Yrkis
arkitekta varðandi mögulega upp-
byggingu á reitum 11, 13 og 15 við
Geirsgötu. Í umsögninni var hug-
myndum um uppbyggingu hafnað.
Segja fulltrúarnir að ljóst sé að hug-
myndirnar samræmist engan veginn
stefnu Faxaflóahafna varðandi
framtíðarskipulag á Miðbakkanum.
Örn Þórðarson og Marta Guðjóns-
dóttir, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
í stjórn Faxaflóahafna, „harma
málsmeðferð þá sem viðhöfð var
þegar lóðarhafi á Geirsgötu 11 vildi
leita eftir samstarfi við hafnarstjórn
og borgaryfirvöld vegna hugmynda
um uppbyggingu á Miðbakka“. Eðli-
legt hefði verið að ræða málið í hafn-
arstjórn og leyfa kynningu á áform-
um lóðarhafa og áhuga. Fulltrúarnir
lýsa yfir vilja til samtals við áhuga-
sama aðila sem hagsmuni eiga þar.
„Óskað er eftir því að málið, út-
færslur þess og önnur uppbygging-
aráform á svæðinu fái þá kynningu í
stjórn Faxaflóahafna sem nauðsyn-
leg er talin. Sömuleiðis að neikvæð
umsögn hafnarstjórnar verði aftur-
kölluð án tafar. Málið þarf að af-
greiða með réttum hætti,“ segja Örn
og Marta í bókun sinni.
Sem kunnugt er vill Vincent Tan
reisa 33.500 fermetra hús á Mið-
bakka, þar sem yrði m.a. að finna
150 herbergja lúxushótel.
sisi@mbl.is »ViðskiptaMogginn »2
Árétta umsögnina
um Miðbakkann
Minnihlutinn vill
að umsögnin verði
afturkölluð strax
Mynd/Yrki arkitektar
Nýbygging Þannig sjá arkitektarnir
bygginguna fyrir sér á Miðbakka.