Morgunblaðið - 18.11.2020, Side 9

Morgunblaðið - 18.11.2020, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2020 Fenix • Slitsterkt og hitaþolið yfirborðsefni • Silkimjúk áferð við snertingu • Sérsmíðum eftir máli Gylfaflöt 6-8, 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is SPURT & SVARAÐ BEINT o p i n n f u n d u r m e ð B j a r n a B e n e d i k t s s y n i Á F a c e b o o k - s í ð u S j á l f s t æ ð i s f l o k k s i n s í d a g k l . 1 1 . 4 5 f a c e b o o k . c o m / s j a l f s t a e d i s x d . i s Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hafrannsóknastofnun opnar í byrj- un nýs árs nýja starfsstöð í Nes- kaupstað. Auglýst hefur verið eftir tveimur starfsmönnum þar í störf sérfræðings og rannsóknamanns á uppsjávarsviði. Í fyrstu verða verk- efnin aðallega tengd sjávarafla en svo er reiknað með að verkefni á sviði fiskeldis bætist við, samkvæmt upplýsingum frá Sigurði Guðjóns- syni, forstjóra Hafrannsóknastofn- unar. Starfsstöðin verður til húsa í húsi sem kallað er Múlinn og þar verða fleiri þekkingaraðilar eins og Matís og Náttúrustofa Austurlands. Mikl- ar framkvæmdir hafa staðið yfir við húsið, sem stendur við Bakkaveg 5 í Neskaupstað þar sem verslunin Nesbakki var áður til húsa. Húsinu hefur verið breytt og byggt við það til að hýsa skrifstofuklasa og miðstöð nýsköpunar í Neskaupstað. Mikill áhugi reyndist fyrir því að fá aðstöðu í húsinu, en gert er ráð fyrir að Múlinn verði allt að 30 manna skapandi vinnustaður. Sam- vinnufélag útgerðarmanna í Nes- kaupstað, SÚN, stofnaði félag um framkvæmdina en undirbúningur verkefnisins hefur tekið nokkur ár. Ellefta starfsstöðin Starfsstöðvar Hafrannsókna- stofnunar eru nú tíu talsins að höf- uðstöðvunum í Fornubúðum 5 í Hafnarfirði meðtöldum. Stöðin í Neskaupstað verður ellefta starfs- stöð Hafró og sú fyrsta á Austur- landi. Útibúin eru á Akureyri, Grindavík, Hvammstanga, Hvann- eyri, Ísafirði, Ólafsvík, Selfossi, Skagaströnd, í samstarfi við BioPol, og í Vestmannaeyjum. Nú starfa rúmlega 170 starfsmenn á stofnuninni, til sjós og lands, nokkrir þeirra í hlutastarfi. Á skip- unum eru tæplega 40. Um 25 stöður eru á landsbyggðinni. Múlinn Þar sem áður var verslun verða skrifstofur og miðstöð nýsköpunar. Opna starfsstöð í Neskaupstað  Aðstaða Hafró í nýju þekkingarsetri Árið 2007 uppgötvaðist í fyrsta sinn fjólublá litabreyting í beinum í ís- lenskum ref. Liturinn kom aftur fram árið 2013 og svo á hverju ári síðan. Á Hrafnaþingi Náttúru- fræðistofnunar verður kl. 15.15 í dag fjallað um þessa litabreytingu og tíðni hennar, sem Julian Ohl, um- hverfis- og auðlindafræðingur, kall- ar íslensku ráðgátuna. Í fyrirlestrinum fjallar Julian um meistaraverkefni sitt í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands sem hann vann að hjá Náttúru- fræðistofnun Íslands. Í verkefni Julians voru fjólublá kjálkabein í ís- lenskum refum í fyrsta sinn tekin til mælinga og kortlögð, að því er segir í ágripi á heimasíðu NÍ. Búa á strandsvæðum Í ljós kom að fjólublái liturinn tengdist hvorki veiðiaðferð né með- höndlun við geymslu hræja eða hreinsun beina. Refir með litabreyt- inguna reyndust búa á strandsvæð- um og fá megnið af fæðu sinni úr hafinu. Flest dýrin voru frá Vest- fjörðum, einkum úr Súðavíkur- hreppi. Orsök litabreytinganna var ekki rannsökuð. Engu að síður voru þrjár mögulegar orsakir lagðar til grund- vallar og þær ræddar: (1) umhverfis- mengun, (2) litarefni þörunga frá Drangajökli sem berast í fæðukeðj- una og (3) litarefni úr kræklingaskel. aij@mbl.is Ljósmynd/Julian Ohl Melrakki Kjálkabein úr íslenskum refum, fjólublá litabreyting til hægri. Fjólublá bein í vestfirskum refum  Fá megnið af fæðu sinni úr hafinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.