Morgunblaðið - 18.11.2020, Blaðsíða 14
14 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2020
✝ Magnús Hall-grímsson verk-
fræðingur fæddist
á Akureyri 6. nóv-
ember 1932. Hann
lést á Landakoti 8.
nóvember 2020.
Foreldrar hans
voru Hallgrímur
Einarsson, f. á
Akureyri 1878, d.
1948, ljósmyndari
á Akureyri, og
s.k.h., Laufey Jónsdóttir, f. á
Klausturhólum í Grímsnesi
1907, d. 1953, húsfreyja á
Akureyri.
Alsystkini Magnúsar: Ólafur,
f. 1934, tauga- og geðlæknir,
búsettur í Noregi; Eygló Sigur-
björg, f. 1936, fyrrv. starfs-
maður á Landakoti og við LSH,
og Einar Thorlacius, f. 1941, d.
1997, skipasmiður í Njarðvík.
Hálfsystkini Magnúsar, sam-
feðra, voru Einar Thorlacius, f.
1912, d. 1938; Ásta, f. 1914, d.
1916; Jónas, f. 1915, d. 1977,
ljósmyndari á Akureyri; Olga
Þorbjörg, f. 1917, d. 2010,
klæðskerakjólameistari og
bankamaður í Reykjavík; Krist-
ján Vilhelm, f. 1919, d. 1963,
ljósmyndari á Akureyri; Gyða
Vilhelmína, f. 1922, d. 2017,
húsfreyja í Noregi, og Ástríður
Marta, f. 1924, d. 1944, mennta-
skólanemi.
Eiginkona Magnúsar var Hlíf
Ólafsdóttir, f. 23.11. 1927, d.
30.5. 2012, lífeindafræðingur.
Foreldrar hennar voru hjónin
Ólafur Bjarnason, f. 1889, d.
1982, hreppstjóri og bóndi á
Brimilsvöllum í Fróðárhreppi,
og Kristólína Kristjánsdóttir, f.
1885, d. 1960, húsfreyja.
Synir Magnúsar og Hlífar
eru Hörður, f. 21.2. 1965, við-
skiptafr. MBA, rekstrarstjóri
Útilífs-verslananna, kona hans
er Linda Björk Þórðardóttir líf-
eindafræðingur, börn þeirra
Óskar Magnús, f. 2000, og Ásta
Hlíf, f. 2002; Hallgrímur, f.
24.5. 1966, tæknifræðingur hjá
Íslenskum fasteignum, kona
hans er Elín S. Sigurðardóttir,
frkvstj. sölusviðs Arcanum-
Fjallaleiðsögumenn, og eru
börn þeirra Snædís, f. 2002,
síðar við friðargæslu og upp-
byggingu innviða á vegum SÞ
og Nato í ríkjum gömlu Júgó-
slavíu. Þá var hann yfirmaður
yfir fjármögnun, skipulagningu
og uppbyggingu raforkukerfa í
Kósovó, 1999-2003.
Magnús sat í Fagráði Land-
verndar frá 2004, í stjórn Land-
verndar 2006-2010, var vara-
formaður
Jöklarannsóknafélagsins frá
2004 til 2020 og sat í stjórn
Vatnajökulsþjóðgarðs 2007-
2010. Hann sat í stjórn Hönn-
unar 1963-75 og í stjórn Verk-
fræðingafélags Íslands 1985-87.
Magnús var brautryðjandi í
vetrarskíðaferðum um hálendi
Íslands, mikill fjallamaður og
félagi í Íslenska alpaklúbbnum.
Hann var einn af stofnendum
Flugbjörgunarsveitarinnar á
Akureyri 1951 og sat í stjórn
Flugbjörgunarsveitarinnar í
Reykjavík um árabil. Hann
kenndi björgunarsveitum um
land allt snjóflóðabjörgun og
björgunartækni í frístundum
um áratuga skeið. Hann var
ævilangt skáti, var sveitarfor-
ingi í Skátafélagi Akureyrar
1948-52, foringi Félags Ak-
ureyrarskáta í Reykjavík 1952-
56 og stofnaði skátafélag í
flóttamannabúðunum á Galang
1980.
Magnús fékk margvíslegar
viðurkenningar fyrir störf sín
og var m.a. sæmdur ridd-
arakrossi hinnar íslensku fálka-
orðu 2003, virðingarmerki
Bandalags íslenskra skáta, BÍS,
fyrir neyðarhjálp í Eþíópíu
1986, silfur-þjónustumerki, BÍS
2007, gull-þjónustumerki BÍS
2009, heiðursmerki Verkfræð-
ingafélags Íslands 2003, gull-
merki Flugbjörgunarsveit-
arinnar, var heiðursfélagi
Flugbjörgunarsveitarinnar frá
2000 og Jöklarannsókna-
félagsins frá 2010 og var sæmd-
ur Jöklastjörnunni. Þá hlaut
hann þrívegis NATO Medal for
Service fyrir starf að frið-
argæslu í Kósovó 1999-2002.
Magnús verður jarðsunginn
frá Fríkirkjunni í Reykjavík 18.
nóvember kl. 13.
Streymt verður frá athöfn-
inni á Youtube og er nóg að
leita þar að Magnús Hall-
grímsson.
rb.gy/oxxkil
Virkan hlekk á slóð má nálg-
ast á
https://www.mbl.is/andlát
Magnús Snær, f.
2005, og Halldís
Ylfa, f. 2009.
Magnús lauk
stúdentsprófi frá
MA 1952, fyrri-
hlutaprófi í verk-
fræði frá HÍ og
meistaraprófi í
byggingaverkfræði
við Polyteknisk
Læreanstalt DTK
1963.
Magnús stundaði margvísleg
verkfræðistörf hér á landi sem
erlendis sem mörg tengdust
virkjunum og raflínum þeim
tengdum. Magnús var aðstoð-
armaður í vísindaleiðangri dr.
Lauge Kochs á Norðaustur-
Grænlandi sumarið 1953.
Magnús vann sem staðarverk-
fræðingur og mælingamaður
hjá Sameinuðum verktökum á
Straumnesfjalli og Heiðarfjalli
1955-56, mælingamaður hjá
Vita- og hafnarmálastjóra
1957-61 og sem verkfræðingur
þar frá 1963. Hann stofnaði svo
verkfræðistofuna Hönnun
ásamt fleirum 1963 og starf-
rækti hana til 2000. Magnús
starfaði við jarðgufuvirkjun í
Olkaria í Kenýa og við há-
spennulínu í Súrínam í Suður-
Ameríku. Hann starfaði auk
þess sjálfstætt að marg-
víslegum verkefnum hér heima
frá 1987, s.s. undirbúningi að
virkjunum, línuhönnun og lagn-
ingu, skolplögnum og fjölda
annarra stórverkefna. Hann sá
um framkvæmd Kristnihátíð-
arinnar á Þingvöllum fyrir for-
sætisráðuneytið árið 2000.
Hann var einn af stofnendum
verkfræðisamsteypunnar Virk-
is 1969.
Stóran hluta starfsævinnar
var Magnús við ýmis hjálp-
arstörf erlendis, hann reisti og
starfrækti flóttamannabúðir og
skipulagði aðra neyðarhjálp á
vegum Rauða krossins, meðal
annars í Indónesíu 1980, Eþíóp-
íu 1984-1985, Erítreu 1990,
Jórdaníu 1990, Írak og Kúrdist-
an 1991 og Aserbaídsjan 1996.
Magnús starfaði sem yfirverk-
fræðingur friðargæslu SÞ í
Suður-Líbanon 1992-1996 og
Það var illa gert af þér, mikið
illa gert, Maggi minn, að kveðja
okkur núna. Þessi kveðjuorð sr.
Hallgríms Thorlacíusar, afa okkar
í Miklagarði, eru mér ofarlega í
huga. Ekki ferðu frá kornungri
konu og hráblautum börnum, eins
og Kristján í Leyningi forðum. En
það kemur út á eitt. Ég sakna þín
og við söknum þín öll, svo djúpt
ertu grafinn í sál mína og hjarta.
Hvernig gat það orðið á annan veg
ef litið er til fyrstu minninga með
ykkur bræðrum, – nýkominn sex
ára gamall í mína fyrstu Noregs-
ferð. Höfuðborgin fánum skrýdd
2. júlí á afmælisdegi okkar Ólafs
konungs.
Skyndileg tók lítil ísveisla
óvænta stefnu því fyrir því var
aldargömul hefð að íslenskir ung-
sveinar gengju á fund konungs við
fyrstu komu í hans ríki. Í kon-
ungsgarði voru rammgerð hlið
sem féllu hvert af öðru þegar
bræðurnir báru upp erindið og
brugðu upp orðsins brandi. Hver á
svona móðurbræður?
Ef troðin slóð var í boði þá tók
Maggi þá ótroðnu hvort sem það
voru fjöll og firnindi eða aðrir
gagnvegir. Maggi var snemma
víðförull bæði í eigin landi og um
öll heimsins ból. Sem sögumanni
var honum einkar lagið að gera
fjarlægðir ljóslifandi, kryddað
með djúpum sögulegum fróðleik.
Ekkert var sjálfsagðara en að
sitja kjurr á sama stað en samt að
vera að ferðast. Þegar mér óx fisk-
ur um hrygg á mínum eigin
ótroðnum slóðum um fjallasali ís-
lenskrar náttúru eða aðra heims-
ins garða þá spratt upp þessi sér-
kennilega tilfinning, – hef ég ekki
verið hér áður? Ungur nemur,
gamall temur. Þannig upplifði
maður sannleikann í orðum
skáldsins; þegar jökla ber við loft
hættir landið að vera jarðneskt og
það er ekki bara jörðin heldur líka
maður sjálfur sem fær hlutdeild í
himninum. Á ferðalögum með
Magga var kennt og boðað að
náttúra Íslands gæfi bæði heita og
kalda kossa. Heitt eða kalt, sumar
eða vetur, blautt og þurrt; allt var
þetta hluti af guðdómi náttúrunn-
ar.
Náttúran var alls staðar söm
við sig og ef hún var lesin rétt á
einum stað þá gagnaðist það á öll-
um öðrum. Þetta vissi sá sem hafði
víða ratað. Það ríkti ekki alltaf
himneskur friður þar sem Maggi
lét hendur standa fram úr ermum.
Það skipti Magga engu hver hafði
gert hverjum hvað eða hvers
vegna. Saklausu fólki blæddi út í
eiginlegri og óeiginlegri merk-
ingu.
Maggi var einstaklega úrræða-
góður bæði í stóru og smáu og
reyndist alltaf Þrándi í götu háll
sem áll hvort sem hann birtist sem
alvopnaður hershöfðingi eða bara
opinbert möppudýr. Það var fyrst
og fremst vegna þess að Maggi
var hreinskiptinn, orðheldinn,
hjálpsamur, og enginn þekkti bet-
ur gagnvegi til góðra vina og
góðra verka. Slíkur orðstír deyr
aldrei.
Við söknum þín öll.
Hallgrímur Óskar
Guðmundsson.
Magnús Hallgrímsson, vinur
minn og frændi, hefur lagt upp í
sína hinstu för.
Bróðir Magga, Ólafur, var
skólabróðir og æskuvinur minn
frá sjö ára aldri. Það var á há-
skólaárunum 1953-’56 að leiðir
okkar Magga lágu meira saman,
auðvitað mest á fjöllum. Akureyr-
arskátar héldu hópinn fyrir sunn-
an í nokkur ár. Blundandi fjalla-
bakterían ýtti við okkur er leið á
vetur og við fórum að leggjast út
um páska. Árið 1954 í skála Fjalla-
manna í Tindfjöllum og 1955 á
Fimmvörðuhálsi og í Þórsmörk.
Við vorum sex í páskaferðinni
1956 (24.-29. mars), auk okkar
Magnúsar: Eiríkur P. Sveinsson,
Haukur Kr. Árnason, Leifur Jóns-
son og Óli B. Hannesson, allir
læknastúdentar. Þetta var göngu-
og skíðaferð frá Gullfossi norður
yfir Hofsjökul til Akureyrar.
Áfangarnir voru Hvítárnes, Kerl-
ingarfjöll, Laugafellsskáli og
Eyjafjörður. Vistir til 14 daga, far-
angur 35-40 kg á mann, allt borið á
bakinu. Jökulgangan var löng og
ströng, upp Blágnípujökul norð-
austur yfir hábunguna (tæplega
1.800 m) með stefnu austan Ill-
viðrahnúka að Laugafellsskála,
sem við náðum eftir um 80 km
göngu á 23 klst., þar af um 40 km á
jöklinum. Hlýtt var, þungt færi og
niðaþoka, en náðum norður af um
miðnætti þar sem að var stefnt.
Þokulaust, tunglsljós speglaðist í
vatnsflaumi norðan jökuls. Eftir
góða hvíld og mat var öslað á skíð-
unum nokkra km í krapasulli eða
vatnselg, stundum í miðja leggi.
Sáum skálann kl. 8 í sólskini, hitn-
aði þá um hjörtun, en kalt var til
fóta. Eftir sólarhrings hvíld var
gengið niður Vatnahjalla að Hóls-
gerði og ekið til Akureyrar.
Ógleymanlegri ferð var lokið.
Oddur Sigurðsson jarðfræðing-
ur segir að þetta hafi verið „…
fyrsti leiðangur Íslendinga yfir
Hofsjökul“. (Árbók FÍ 2001, bls.
207.)
Fimmtíu árum seinna fórum
við afmælisferð sömu leið yfir jök-
ulinn í mesta jökladreka landsins,
ICECOOL, sex hjóla breyttum
Econoline. Eigandinn og hönnuð-
urinn, Gunnar Egilsson, hafði þá
nýlega ekið fyrstu ferð sína um
Suðurskautslandið. Með okkur í
þessa afmælisferð fóru einnig
Ólafur Hallgrímsson og Hallgrím-
ur Magnússon.
Hlíf og Magnús fögnuðu 155
ára sameiginlegu afmæli sínu árið
2007.
Þá var glatt á hjalla og bjart til
fjalla. Að lokum:
Þú varst aldrei kenndur við vín eða víf
uns dag einn að vori þú kvæntist Hlíf.
Bæði fögnuðu að vonum
tveimur brattgengum sonum.
Hvort bíður nú ykkar - annað líf?
Með samúðar- og fjallakveðju
til fjölskyldunnar.
Jóhann Lárus Jónasson.
Ein af mínum fyrstu minning-
um af ömmubróður mínum,
Magnúsi Hallgrímssyni, er frá
tjaldstæði á Snæfellsnesi, líklega
ekki langt frá átthögum Hlífar
eiginkonu hans. Mývargur gerði
stórfjölskyldunni lífið leitt þrátt
fyrir blíðviðri.
Maggi sat fyrir utan tjald sitt,
smurði brauðsneið í rólegheitum
og heilsaði með venjulegum hætti:
„Sæll frændi!“ Mér varð starsýnt
á brauðsneiðina sem varð æ svart-
ari af flugu eftir því sem meira var
smurt… og þetta át Maggi síðan
auðvitað af bestu lyst. Ég skildi
snemma að frændi minn lét ekki
smámuni vefjast fyrir sér.
Nokkrum áratugum síðar var
ég kominn í dómarasæti og í þágu
meðferðar málsins átti að taka
símaskýrslu af yfirumsjónar-
manni Kristnihátíðar á Þingvöll-
um. Á hinum endanum svaraði
Maggi og heilsaði dómaranum
með sínum venjulega hætti. Hvað
sem leið „áminningum um sann-
sögli“ og öðrum tilraunum til
formlegheita líktist áframhaldið
einnig fremur því að við frændur
hefðum hist á förnum vegi en há-
tíðlegum framburði fyrir dómi –
ekki síst eftir að Maggi lauk
skýrslunni með því að biðja fyrir
kveðjur heim til dómarans! Auð-
vitað vissi Maggi „sem víða hafði
ratað“ vel hvernig rétt var talið að
haga sér við þessar aðstæður og
aðrar. En hvers kyns tildur, titla-
tog og önnur látalæti voru honum
ekki að skapi.
Eitt sinn, er við gengum upp
Karl Johann í Ósló, fékk Maggi þá
hugmynd að líta við hjá kónginum,
frænda okkar, að fornum sið. Ein-
hver samskipti átti Maggi við
hallarverði af þessu tilefni en ekki
var okkur þó boðið í bæinn að
þessu sinni! Maggi kom fram við
fólk af sömu virðingu hvort sem
viðmælandinn var átta eða átt-
ræður, hershöfðingi eða hirðingi,
þessarar þjóðar eða annarrar.
Ævi Magga var í Íslendinga-
eða jafnvel fornsöguanda, með
brautryðjendaferðum á hálendi
Íslands frá unga aldri og síðar fjöl-
mörgum verkefnum erlendis í
þágu friðar og mannúðar. Vonandi
verður úr að minningar þessa æv-
intýrilega lífshlaups komi út.
Maggi hafði stórt hjarta en það
kom fremur fram í athöfnum en
orðum, ekki síst natni og þolin-
mæði við ættgarðinn sem ég naut
góðs af. Alltaf hafði Maggi tíma,
hvort sem erindið var hjálp við
menntaskólastærðfræði eða bolla-
leggingar um ferðir eða leiðangra.
Hjá Magga voru aldrei nein
„vandamál“ heldur einungis verk-
efni til að leysa.
Maggi atti oftar en einu sinni
kappi við dauðann og hafði betur
með þeirri einstöku þrautseigju
Magnús
HallgrímssonElskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTJANA INDRIÐADÓTTIR,
Mimma frá Gilá,
saumakona,
Hátröð 7, Kópavogi,
andaðist á Landspítalanum miðvikudaginn 4. nóvember.
Starfsfólki er þökkuð ástúðleg og kærleiksrík umönnun.
Vegna aðstæðna verða eingöngu nánustu aðstandendur
viðstaddir útför. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu
minnast hennar er bent á Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar,
kt. 660612-1140, reikn. 515-14-407333.
Gylfi Sveinsson Sigríður Anna Þorgrímsdóttir
Guðbjörg Sveinsdóttir
Kristín Sveinsdóttir Einar Oddgeirsson
Jóna Sveinsdóttir Lárus Óli Þorvaldsson
Sveinn Goði Sveinsson Silja Viem Thi Nguen
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku mamma okkar, tengdamóðir
og amma,
MARÍA JÓNSDÓTTIR
frá Kirkjulæk,
verður jarðsungin frá Breiðabólstaðarkirkju
í Fljótshlíð föstudaginn 20. nóvember
klukkan 14.
Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir.
Athöfninni verður útvarpað á staðnum á FM 106,1 og streymt á
Facebook, https://www.facebook.com/groups/mariajonsdottir
Fjölskyldan þakkar starfsfólki Kirkjuhvols fyrir frábæra umönnun
og hjartahlýju.
Þeir sem vilja minnast hennar eru beðnir að láta
Hjúkrunarheimilið Kirkjuhvol njóta þess.
Halldóra Ólafsdóttir Svavar Ólafsson
Steinn Ingi Ólafsson Ewa Mezyk
Sigurbjörg Ág. Ólafsdóttir Grétar Markússon
Ingibjörg Elfa Sigurðardóttir
Hjálmar Ólafsson Vigdís Guðjónsdóttir
Kristín Ólafsdóttir Valdimar Guðjónsson
Álfheiður Ólafsdóttir Þrándur Arnþórsson
og ömmubörnin öll
Yndisleg eiginkona, móðir, tengdamóðir,
dóttir, tengdadóttir, systir og mágkona,
HELGA INGÓLFSDÓTTIR,
byggingariðnfræðingur
og tækniteiknari,
Strýtuseli 3, Reykjavík,
lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu
14. nóvember.
Sérstakar þakkir fær heilbrigðisstarfsfólk fyrir einstaka umönnun
og hlýju.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Arnar Guðmundsson
Þorri Arnarsson Marín Líf Gautadóttir
Óðinn Arnarsson Hildur Helgadóttir
Guðlaug Birna Hafsteinsd. Steinn Halldórsson
Ingólfur Helgi Matthíasson Sóley Birgisdóttir
Guðmundur Jóhannesson Bergljót Helga Jósepsdóttir
Jóhanna Steinsdóttir Þorkell Guðmundsson
Halldór Steinsson Camilla Mortensen
Hafsteinn Steinsson Elín K. Linnet
Heiða Rún Steinsdóttir Hugrún Ósk Bjarnadóttir
Rut Ingólfsdóttir Gísli Már Ágústsson
Máni Ingólfsson Gerða Arndal
Hrói Ingólfsson
Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi
og langafi,
ÞÓRÐUR JAKOB SIGURÐSSON
útgerðarmaður,
Fjarðargötu 35, Þingeyri,
lést á Sjúkrahúsinu á Ísafirði 5. nóvember.
Útförin fer fram frá Þingeyrarkirkju
laugardaginn 21. nóvember klukkan 14.
Vegna fjöldatakmarkana geta aðeins nánustu ættingar verið
viðstaddir útförina.
Athöfninni verður streymt á slóðinni:
https://www.youtube.com/watch?v=t7WFWoDhNw4
Björnfríður Fanney Þórðard. Lars Guðmundur Hallsteins.
Sigríður Fjóla Þórðardóttir
María Dagrún Þórðardóttir Vigfús Jónsson
barnabörn og barnabarnbörn