Morgunblaðið - 18.11.2020, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 18.11.2020, Qupperneq 15
MINNINGAR 15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2020 ✝ Sigurrós Bald-vinsdóttir fæddist í Reykjavík 16. ágúst 1925. Hún lést á hjartadeild Landspítalans 31. október 2020. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Ok- tavía Jóramsdóttir, f. 13.10. 1899, d. 20.6. 1982, og Bald- vin Sigmundsson, f. 20.8. 1894, d. 4.11. 1956. Systir Sigurrósar er Erna Baldvins- dóttir, f. 16.4. 1930. Hálfbróðir þeirra var Eiður Baldvinsson, f. 1.10. 1917, d. 7.7. 1999. Móðir Eiðs var Sigríður Árnadóttir, f. 27.7. 1901, d. 31.8. 1962. Þann 9. maí 1953 giftist Sig- urrós Hans Þór Jóhannssyni, f. 4.12. 1925, d. 8.7. 1983. Börn þeirra eru: 1) Guðrún Íris, f. 25.10. 1953, gift Ásgeiri Ás- geirssyni, f. 21.11. 1947. Þeirra börn eru: a) Tinna, f. 8.8. 1976, sambýlismaður hennar er Eirík- ur Þórleifsson, f. 12.5. 1973. Dóttir Tinnu er Vaka, faðir hennar Orri Páll Dýrason. Dæt- ur Eiríks og Tinnu eru Elísabet Friðrika og Guðrún Jakobína. b) Flóki, f. 20.1. 1983, sambýlis- kona hans er Ásgerður Snæv- arr, f. 1.8. 1988. Dóttir Flóka er Dimmblá Usva, móðir hennar unni í Reykjavík og síðar á Ei- ríksgötu, gekk í Austurbæj- arskólann og var í sveit á sumr- in. Eftir skyldunám vann hún í bakaríi um skeið, fór síðan í Verzlunarskólann og lauk fyrsta ári þar en fór þá að vinna hjá Magnúsi Blöndahl heildsala. Um tvítugt hélt hún til Svíþjóðar ásamt vinkonu sinni og þær voru vetrarlangt á húsmæðraskóla. Eftir að heim kom vann hún um hríð hjá Erlingi Þorsteins- syni lækni. Hún fékk svo vinnu sem talsímavörður og vann síð- an á Landsímanum, lengst á 02, talsambandi út á land, en síðar á 03, upplýsingum, með hléum til sjötugs, í fullu starfi og auk þess mikla yfirvinnu eftir að hún missti mann sinn. Þegar starfsævinni lauk fór hún að sýsla ýmislegt, fór á bók- bandsnámskeið og batt inn fjölda bóka, gekk í kór eldri borgara og í málfreyjufélag . Hún var listfeng, teiknaði og málaði. Sigurrós var heilsugóð lengst af, og keyrði bíl tvö ár fram um nírætt. Þá fór hún smám saman að láta undan síga, en sá þó um sig sjálf með aðstoð þar til fram undir það síðasta. Útförin fer fram frá Seltjarn- arneskirkju í dag, 18. nóvember 2020, klukkan 13. Vegna að- stæðna verða aðeins nánustu að- standendur viðstaddir. Athöfn- inni verður streymt á slóðinni: https://livestream.com/luxor/ sigurros Virkan hlekk á streymið má einnig finna á: https://www.mbl.is/andlat Mira Mykkänen. Dóttir Ásgerðar er Iðunn, faðir hennar er Andri Bjartur Jakobsson. c) Katla, f. 20.1. 1983, unn- usti hennar er Ragnar Árni Ágústsson, f. 14.3. 1989. Sonur Kötlu er Hrafnkell Flóki, faðir hans er Krist- ján Bjarni Jóhanns- son. 2) Jóhann, f. 27.6. 1959, d. 14.5. 1992. Dóttir hans og Lauf- eyjar Jóhannsdóttur er Nína Katrín, f. 15.6. 1985, unnusti hennar Viktor Orri Lima, f. 19.7. 1991. Sonur Nínu og Guð- brands Jóhannessonar er Þór Jökull og sonur hennar og Vikt- ors Orra er Úlfur Elí. Sonur Jó- hanns og Elísabetar Kristjáns- dóttur er Kristján Andri, f. 7.7. 1988. 3) Baldvin, f. 23.3. 1962, kvæntur Ingibjörgu Jóhanns- dóttur, f. 20.6. 1953. Börn þeirra eru a) Johann Thorsson, f. 4.12. 1975, eiginkona hans Silvana Thorsson, f. 23.11. 1974. Börn þeirra eru Noah Daniel og Sophia Regina. b) Jaclyn Thors- son, f. 4.10 1981, gift Cisco Contreras, f. 29.10. 1980. Þeirra börn eru Eric Baldvin og Mich- ael Louis. Sigurrós ólst upp á Þórsgöt- Mamma sagðist hafa fæðst í sigurkufli og hún lagði sína sér- stöku merkingu í það eins og annað. Mamma var sjálfstæð, stolt, hvatvís, dugleg, frumleg, örlát, þrjósk, skemmtileg – og óráð- þægin. Hún lét engan segja sér fyrir verkum. Og þrátt fyrir allt mótlæti sem hún hafði orðið fyr- ir um ævina hélt hún lífsgleði sinni fram undir það síðasta. Fyrir ári vorum við hjá lækni. Þá dæsir mamma og segir upp úr eins manns hljóði: „Mér líður bara eins og gamalmenni!“ Hún var níutíu og fjögra. En mamma varð aldrei gömul. Þegar hún lenti loks á spítala var hefðbundin þjónusta virkjuð, henni tryggð göngugrind og ör- yggishnappur þegar heim kæmi, vikulegt eftirlit með hjartanu, heimsendur matur og regluleg þrif. Mamma varð fljótlega ósátt við þessa fullveldisskerðingu. Göngugrindin hvarf inn í geymslu, öryggishnappurinn var aldrei á úlnliðnum, maturinn var vondur og hún afþakkaði hann, þrif fannst henni nóg að fá á þriggja vikna fresti, því hjá henni væri enginn umgangur, og hún átti til að vera afundin við hjúkrunarfræðingana og jafnvel vísa þeim á brott. Hún hætti líka oft að taka lyfin sín, staðhæfði að þau gerðu henni illt, hún þekkti sinn líkama betur en læknarnir – og á endanum sagði hún lyfjun- um upp. Hún var líka duttlungafull. Það var næstum segin saga að væri henni gefin gjöf bað hún um kvittunina daginn eftir til að geta skilað – þótt henni hefði ekki litist illa á hlutinn daginn áður. Meðan mömmu entist heilsa gekk hún mikið eða tók strætó í vinnuna. Þegar pabbi var orðinn veikur eftirlét hann henni stund- um bílinn. Eitt sinn kom mamma gangandi heim af kvöldvakt. „Og hvar er bíllinn?“ spurði pabbi. Hún hafði gleymt honum í vinnunni. Eitt sinn bauð pabbi kunn- ingja sínum far heim af skemmt- un. Á leiðinni að bílnum hvíslaði kunninginn: „Heldurðu að hún sé nógu allsgáð til að keyra?“ Mamma var ekkert fyrir áfengi, drakk bara kók, en hún var svona glaðvær. Og reyndar keyrði hún alla tíð svolítið óformlega. Þegar hún var 92 var henni sagt að hún mundi missa öku- réttindin ef hún færi ekki í augn- steinaaðgerð. En til þess kom aldrei. Stuttu seinna var bakkað í veg fyrir hana, gamli bíllinn hennar gaf upp öndina og hún treysti sér ekki til að venjast nýjum. Við þetta missti hún mik- ið af sjálfstæði sínu. Mömmu var mjög annt um út- lit sitt – hún var pjöttuð. Stutt er síðan við vorum á leið til læknis en hún datt áður en við kæm- umst út og hruflaði sig á nefinu og fékk glóðarauga. Læknis- heimsókninni var frestað. Það var sama hvað að henni gengi, hún tók ekki í mál að sýna lækn- inum sig með glóðarauga. Hún hafði lengi gaman af að spila á spil, las svo mikið að bera þurfti í hana bækur, og föndraði lengi, málaði myndir eða lagði kapal ef ekki lá annað fyrir. Á kvöldin sat hún við sjónvarpið og nartaði í sælgæti – ef ekki var, sem ósjaldan kom fyrir, „svo leiðinlegt í sjónvarpinu“. Við systkinin þökkum okkar óhefðbundnu mömmu fyrir sam- fylgdina. Minningin lifir. Guðrún Íris og Baldvin. Sigurrós tengdamóðir mín var áreiðanlega ekki framleidd í mörgum eintökum þótt hún hafi sjálfsagt átt einhverja sína líka í nærri átta milljarða hópi. Hún var sjálfri sér mjög nóg og það svo, að bæri mann óboð- inn að garði var stundum eins og geimvera stæði fyrir dyrum úti: „Hva!? Af hverju eruð þið að koma!?“ Hún hafði þá verið eitt- hvað að sýsla innan síns hrings og umheimurinn gleymst um stund. Kannski var hún að teikna, kannski að yrkja, kannski lá hún á hnjánum og handskrúbbaði gólfteppið í stof- unni, það gerði hún langt fram á níræðisaldur. Eða hún var að fylgjast með sjálfgengu ryksug- unni, hvetja hana til dáða og vara hana við borðfótum og hvössum hornum. Eða hún var að baka köku. Kökur voru henni mikilvægara fæðubótarefni en nokkurt vítamín, gott ef hún taldi þær ekki grundvöll næring- arpíramídans. Ekki verður ann- að sagt en þær hafi staðið vel undir, hún át þær til hinsta dags og varð hálftíræð. Hún var lífsglöð að upplagi, þótt sól gæti brugðið sumri, og var létt um hlátur. Hún var líka uppátækjasöm og hefur líklega þótt óþæg í æsku. Þá var óþægð ekki talin til dyggða og til að fá þessa einkunn nægði oft að vera fjörmikill. Fann maður á Sigur- rósu að henni fannst hún hafa goldið þess að ósekju að vera ekki nógu auðsveip. Þessi eig- inleiki rann aldrei af henni. Í ut- anlandsferðum á efri árum var henni stundum plantað utan við búðarglugga svo fylgdarliðið gæti skotist frá í nokkrar mín- útur. Þá vildi henda að henni tækist óðara að sannfæra sig um að hún hlyti að mega skreppa sjálf. Hljóp svo öllum hland fyrir hjarta, en þó er ljóst að hún fannst jafnan. Á efstu árum varð henni lífs- hlaupið hugleikið. Hún sat þá löngum stundum í hugskoti sínu og ekki alltaf á friðstóli, því hún taldi sig eiga ýmissa harma að hefna. Hún var ekki trúuð í strangri merkingu, svo hún hafði ekki að því að hverfa. Eitt haldreipi nefndi hún þó oft: „eitthvað æðra, einhvern mátt.“ Guðfræðin var ekki flókin: hann átti bara að sjá um það að sann- leikurinn kæmi í ljós og rétt- lætið næði fram að ganga. Sann- leikurinn um allt sem misgert hefði verið í heiminum. „Það er svo mikill tilbúningur“ sagði hún oft og bætti við að hún tryði því að „allt ætti eftir að koma fram“. Þessar almennu vonir gera auð- vitað að verkum að nokkur trúarbrögð gætu gert tilkall til hennar og yrði það þá svipað og í gamla daga þegar nokkrir stjórnmálaflokkar voru búnir að eigna sér mann en ógerningur var að fá sig afskráðan. Fyrst minnst er á pólitík skal þess getið að ævinlega kaus hún rangan flokk. Hafði byrjað á því til að styðja mann sinn, sem var atvinnurekandi, og sat svo við sinn keip, því einþykk var hún. Manni gat hitnað í hamsi þegar manni fannst hún hafa bitið ein- hverja vitleysu í sig. En mér fannst og ég hafði oft á orði, að einþykknin og óráðþægnin og einstaka eiginleiki í viðbót sem reynt er að rækta úr fólki hefðu reynst henni drjúg vopn í lífs- baráttunni. Lífið hafði ekki allt- af farið mjúkum höndum um hana – og hún lét þá hart mæta hörðu. Ásgeir Ásgeirsson. Eins og barnabarna er siður þá mátum við ömmu okkar framan af eftir einfaldasta mæli- kvarðanum: Hvað gefur hún mér fínt? Og gjafirnar frá ömmu voru alltaf veglegar; alls kyns varningur sem hún hafði sankað að sér í kringlum og útlöndum, á mörkuðum og útsölum, hrúgað saman í einn stóran losaralegan pinkil með borða sem féll alltaf af þegar gjöfinni var rennt undir jólatréð. Aldrei virtist hvarfla að henni að reyra borðann al- mennilega utan um pakkann þannig að hann tolldi. Skýringin á þessum myndar- legu afmælis- og jólapökkum var ekki eingöngu að hana lang- aði til að gleðja barnabörnin heldur einnig sú að hún hafði un- un af að versla, amma keypti jólagjafir allan ársins hring. Iðu- lega kviknaði þessi ævintýralega samsteypa á janúarútsölunum og varð fullburða í desember. Umfram allt var Sigurrós amma okkar listakona. Á haust- in sat hún við og teiknaði og föndraði jólakort og merkimiða. Á borðanum sem datt af gjöfinni hékk alltaf lítið listaverk, heima- gerður merkimiði. Listaverkið var gert úr því sem til féll, dót- aríi sem aðrir flokka í endur- vinnslutunnur og losa sig við. Oft var mótífið litlar furðuverur sem bregður fyrir í mörgum öðr- um verkum hennar, þar sem þær gægjast fram handan við tré á skærbleiku málverki eða birtast teiknaðar á rekavið sem hún hef- ur dragnast með heim úr fjör- unni. Á tímabili notaði amma mikið trjábörk í málverkin sín. Hún hafði heimsótt okkur til Svíþjóð- ar um sumar og tekið með sér heim góðan slatta af þykkum berki. Þegar börkurinn kláraðist fengum við beiðni um að senda meiri börk hið snarasta. Og lengi vel tíndum við systkinin með okkur heim alla þá veglegustu barkarbita sem urðu á vegi okk- ar. Eflaust hefur amma verið löngu hætt að nota börk þegar við hættum að tína hann. En hún kunni alltaf að meta viðleitnina. Hún var ekki bara frumleg í listsköpun, heldur líka í hugsun og oft í viðmóti. Ekki alltaf þannig að maður kynni að meta það, hún gat verið frámunalega bersögul, en alltaf þannig að maður sæi og þekkti konuna sem hún var. Sem var glaðvær, op- inská, hugmyndarík og örlát kona sem háð hafði á stundum erfiða lífsbaráttu en alltaf staðið með sjálfri sér og sínum í gegn- um þykkt og þunnt. Þegar við kveðjum ömmu okkar í síðasta sinn er okkur efst í huga þakklæti fyrir allar góðu minningarnar og fyrir það hvað okkur hlotnaðist að eiga hana lengi að. Hennar er sárt saknað. Tinna, Flóki og Katla Ásgeirsbörn. Sigurrós Baldvinsdóttir  Fleiri minningargreinar um Sigurrósu Baldvins- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. sem einkenndi hann fram á síð- asta dag. Í þessari síðustu snerru varð niðurstaðan þó ekki sú sem við vonuðum. Eftir stöndum við sem lifum, þakklát fyrir að hafa kynnst Magga og með sjóð góðra minninga, ekki síst af heimvelli hans, hálendi Íslands. Þar mun andi hans og lifa. Friður sé með þér frændi! Skúli Magnússon. Hann Magnús var engum öðr- um líkur. Ég minnist hans fyrst á unglingsárum mínum þegar það fréttist í fjölskyldunni að Hlíf, föð- ursystir mín, væri að slá sér upp með ungum manni, nýskriðnum úr verkfræði úti í Köben. Ég minnist þess ekki að Hlíf, eða Dedda eins og hún var alltaf köll- uð, hafi mikið verið að sýna þessa hlið á sér. Sagan segir, og ég sel það ekki dýrara en ég keypti það, að Maggi hafi farið til fjalla í gönguferð með nokkrum vinkon- um og gengið allar dömurnar af sér nema Deddu og þannig valið sér kvonfang sem uppfyllti drauma hans um þá ævintýra- mennsku sem ætíð einkenndi líf hans. Ég mundi ekki eftir brúð- kaupi þeirra en mér var sagt um daginn að þau hefðu stungið sér inn til fógeta og þaðan beint upp í Tindfjöll í brúðkaupsferð þar sem Maggi átti fjallaskála með nokkr- um félögum. Þetta þætti ekkert tiltökumál í dag en á þessum árum þótti það merkilegt og dálítið dæmigert fyrir Magga. Minnis- stæð eru gamlárskvöldin hjá Magga og Deddu, en árum saman var boðið til mikilla veisluhalda á miðnætti; á boðstólum var gjarn- an forláta lauksúpa. Skömmu eftir að hann kom heim frá Köben stofnaði hann verkfræðistofuna Hönnun ásamt þremur öðrum. Þegar ég lauk verkfræðinámi við sama skóla níu árum síðar var það fyrir tilstilli Magga að ég fékk vinnu hjá Hönn- un og var ég honum ævinlega þakklátur fyrir það. Við deildum bás í nokkur ár en hann var ekki mikið fyrir skrifborðsvinnu; var ævinlega fyrstur úr bænum ef það var í boði. Ég fór í nokkrar mæl- ingarferðir með honum; ein var sérlega minnisstæð en hún var til að kanna virkjunarkosti í Skjálf- andafljóti við Íshólsvatn. Við mældum nokkra prófíla og það vantaði nokkra punkta handan við fljótið en til þess að komast þang- að þurfi að keyra langt niður í Bárðardal og til baka handan ár. Þetta var drjúgur spölur, en áður en búið var að meta hvort þetta væri bránauðsynlegt var Maggi kominn á nærbrókina, með mæli- stöngina og stiku sér til stuðnings skellti hann sér út í Skjálfanda- fljótið og óð yfir. Hafi einhver átt níu líf, þá var það Maggi, og hann nýtti þau öll vel en þarna held ég að hann hafi splæst einu. Það verður að segjast eins og er að hann var ekki besti bílstjórinn í bænum, a.m.k. velti hann fleiri bíl- um en gengur og gerist en alltaf kom hann ómeiddur frá þeim óhöppum, nokkrum lífum fátæk- ari. Einhver líf voru síðan notuð í ævintýraferðum um landið þvert og endilagt á skíðum. Þá vann hann víða erlendis, m.a. á stríðs- hrjáðum svæðum við hjálparstörf. Viðtöl við Magga um þessar ferðir rötuðu ítrekað í fjölmiðla. Maggi var, eins og alkunna er, algjör reglumaður og í mjög góðu formi og því kom það eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar hann fékk hjartaáfall. Nú var gott að eiga enn inni nokkur líf en af- leiðingar áfallsins háðu honum nokkuð alla tíð síðan. Það kom því kannski á óvart að þessi höfðingi þyrfti að lúta í lægri haldi fyrir smádjöflunum, eins og Pétur Hoffmann orðaði það forðum. Megi Maggi nú hitta hana Deddu sína aftur og gera eitthvað skemmtilegt með henni í handan- heimum. Ólafur Sigurðsson.  Fleiri minningargreinar um Magnús Hallgríms- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Elskuleg móðir okkar, kær systir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JÓHANNA GUÐJÓNSDÓTTIR frá Suðureyri við Súgandafjörð, verður jarðsungin frá Áskirkju 20. nóvember klukkan 13. Vegna aðstæðna verður streymt frá athöfninni á slóðinni www.sonik.is/johanna. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Viðgerðarsjóð Suðureyrarkirkju, kt. 630269-2539, banki 0174-05-420412. Hrönn Iðunn Elfa Rún Egill Kristján Hnikarr Áróra Hlín Guðrún Guðjónsdóttir barnabörn, makar og barnabarnabörn Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA LÓA MARINÓSDÓTTIR, Holtsbúð 22, Garðabæ, lést á heimili sínu umvafin fjölskyldu sinni föstudaginn 13. nóvember. Útför auglýst síðar. Pálmi Sigurðsson Marinó Pálmason Guðbjörg Erlingsdóttir Steinar Pálmason Sigríður Birgisdóttir Sigurður Pálmason Valdís Harrysdóttir Lovísa Anna Pálmadóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.