Morgunblaðið - 18.11.2020, Síða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2020
✝ LárettaBjarnadóttir
var fædd í Reykja-
vík 24. apríl 1942.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Sunnuhlíð í Kópa-
vogi 4. nóvember
2020.
Foreldrar henn-
ar voru Bjarni
Maríus Einarsson
leigubílstjóri, frá
Geldingalæk á Rangárvöllum,
f. 1913, d. 1965, og Ásta Stef-
ánsdóttir húsfreyja, frá Kálfs-
hamarsvík á Skagaströnd, f.
1913, d. 1965. Systkini: Bjarni
Þórir, f. 1937, d. 1995, Guð-
björg Greta, f. 1940, Einar, f.
1944, d. 1946, og Einar, f.
1951.
Láretta giftist 5. september
1959 Guðmundi Grími Jónssyni
sælgætisgerðarmanni m.m., f.
18. nóvember 1937,
d. 3. mars 2014.
Börn þeirra eru 1)
Bjarni, f. 1960,
kvæntur Britt-
Marie Gudmunds-
son, þau búa í
Stokkhólmi. 2)
Guðmundur, f.
1965, kvæntur
Rakel Bergsdóttur,
þau búa í Mosfells-
dal. Börn þeirra
eru a) Rós, f. 1991, börn henn-
ar eru Arnar Leó Birkisson, f.
2008, og Alexandra Ýr Birki-
sdóttir, f. 2011. b) Bjarni, f.
1995, c) Sonur Rakelar er Pét-
ur Ingi, f. 1986. 3) Lára, f.
1966, sambýlismaður hennar er
Hörður Harðarson og búa þau
í Reykjavík. Börn hennar eru
Guðmundur Páll Hreiðarsson,
f. 1986, Aníta Sólrún Hreið-
arsdóttir, f. 1988, og Hinrik
Darri Ellertsson, f. 1999. 4) Jó-
hann, f. 1973. Sambýliskona
hans er Thu Thi Nguyen. Þau
búa í Hafnarfirði. Börn Jó-
hanns eru Halldór Mar, f. 1994,
Alex Nguyen, f. 2013, og
Sandra Ngueyen, f. 2015.
Láretta, eða Lallý eins og
hún var oftast kölluð, bjó
fyrstu árin sín á Seljaveginum,
síðar í Fort Knox og frá níu
ára aldri bjó fjölskyldan í
Hólmgarðinum. Árið 1958 hóf
Lallý störf hjá sælgætisgerð-
inni Nóa Síríusi þar sem hún
kynntist Guðmundi, þá 16 ára
gömul. Ári seinna gengu þau í
hjónaband og þurftu þau svo-
kallað forsetabréf til að mega
giftast. Eftir að hún giftist og
stofnaði fjölskyldu með Guð-
mundi voru þau dugleg að
flytja búferlum bæði innan-
lands sem og erlendis. Síðustu
árin bjuggu Lallý og Guð-
mundur lengst af í Grafarvogi í
Reykjavík.
Útför Lárettu fer fram í
Grafarvogskirkju í dag, 18.
nóvember 2020, kl. 13 og verð-
ur streymt á fésbókarsíðu
Grafarvogskirkju.
Þegar við vorum börn fannst
okkur Lallý frænka umvafin æv-
intýrum. Hún bjó uppi í Gufu-
nesi, þar var sveit og ævintýra-
land. Lallý bjó til svo góðan mat
með ævintýrabragði. Hún bjó til
sælgæti og hlaup og gaf stærri
gjafir en við almennt þekktum.
Okkur fannst við alltaf í uppá-
haldi hjá frænku. Okkur þótti
óendanlega vænt um hana.
Lallý kunni flest og var forkur
dugleg. Hún sá um matinn í
fermingarveislunni okkar systk-
inanna. Hún vann alls kyns mat
og sælgæti frameftir öllum aldri.
Hún tók t.d. myndarlega á móti
öllum saumaklúbbnum þegar
hún bjó á Blönduósi, fyrir tiltölu-
lega fáum árum. Hún var ýmist
framkvæmdastjóri eða ráðgjafi í
flestum veislum í ættinni, ef hún
yfirhöfuð var á landinu. Ævin-
týra- og athafnaþráin bar þau
Gumma víða, tvisvar til Svíþjóðar
til lengri dvalar og um landið
þegar þau voru hér heima á klak-
anum.
Lallý og Gummi giftust 1959.
Hún var nýorðin sautján ára og
þurfti forsetabréf til að fá að gift-
ast. Þau höfðu verið gift í 55 ár
þegar Gummi dó 2014. Missirinn
var Lallý afar erfiður. Þó birti til
og í minningunni lifa skemmti-
legar ferðir í leikhús og á ætt-
armót.
Undir lokin var frænka orðin
mjög veik og lasburða. Athafna-
konan sætti sig illa við það og var
áreiðanlega hvíldinni fegin að
leikslokum.
Þau hjónin stóðu að ýmiss kon-
ar atvinnustarfsemi í gegnum ár-
in, framleiddu sælgæti, súkkulaði
og páskaegg, gerðu snittur og
brauðtertur, ráku veisluþjónustu
og fleira. Þau höfðu kynnst við
vinnu í Nóa Síríusi þar sem
Gummi var verkstjóri, hann hafði
ungur numið sælgætisgerð í
Danmörku.
Greta móðir okkar er tveimur
árum eldri. Missir hennar er
mikill, Hermann fóstri okkar lést
fyrr á þessu ári. Þær systur voru
ávallt vel tengdar og samtaka, þó
þær væru ekki endilega alltaf
sammála. Fjölskyldan var heldur
ekki stór og þurfti að standa
saman. Foreldrar þeirra létust
rúmlega fimmtug, yngri bróðir-
inn Einar var rétt um fermingu.
Við vorum fjögur í hvorum
barnahópi systranna, á líkum
aldri og höldum góðum tengslum.
Nú er Lallý frænka að búa til
jólakúlur og páskaegg í himna-
ríki. Gummi er örugglega búinn
að hanna nýja línu og Hermann
fóstri að laga færibandið. Elsku
Bjarni, Gummi, Lára, Jói, makar,
börn og barnabörn; við vottum
ykkur dýpstu samúð. Farðu vel,
elsku frænka, takk fyrir allt og
allt.
Ásta B. Gunnlaugs-
dóttir, Óskar Gunn-
laugsson.
Það var alltaf gaman og spenn-
andi að koma til Lallýjar og
Gumma. Það var eins og að koma
í ævintýraveröld og nammiland.
Sælgætisverksmiðja í Hvera-
gerði, steinasafn á Blönduósi,
páskaeggjagerð í Grafarvogin-
um, alltaf eitthvað gott og spenn-
andi.
Þau hjón voru ákaflega gest-
risin og fannst gaman að gefa
fólki að borða, þau bjuggu til
mikinn mat, eins og þau væru í
hótelrekstri. Enginn fór svangur
frá þeim. Kindakæfan hennar
Lallýjar er allra besta kæfa sem
ég hef smakkað og hef reynt að
herma eftir en það er bara ekki
eins. Að maður tali nú ekki um
snitturnar og brauðterturnar,
þær voru geggjaðar.
Við Lallý vorum miklar vin-
konur og ég heimsótti hana oft
þegar ég var barn. Seinna fór ég
mikið til hennar með börnin mín.
Þeim þótti það alveg jafn spenn-
andi og mér.
Elsku frænka, ég veit að ég
var uppáhaldsfrænkan þín, þó að
Ásta systir haldi að hún hafi verið
það, en við skulum bara hafa það
á milli okkar.
Þegar ég sagði Knúti að Lallý
frænka væri dáin þá varð hann
mjög leiður og sagði: „En hver á
þá að gefa mér nammi?“
Ég veit að Gummi, pabbi, Þór-
ir frændi og allir hinir taka vel á
móti þér í sumarlandinu eða á ég
kannski að segja nammilandinu.
Á meðan æfi ég mig í kæfugerð.
Þangað til næst,
þín
Kristrún.
Mágkona mín er jarðsungin á
afmælisdegi bróður míns, sem
andaðist fyrir 6 árum. Lallý og
Gvendur voru einstaklega sam-
rýnd og vildu helst vera heima
saman.
Þau unnu í mörg ár saman í
sælgætisgerðinni Nóa Síríusi og
sælgætisgerð sem Gvendur bróð-
ir minn stofnaði. Þau ferðuðust
víða og bjuggu nokkur ár í Sví-
þjóð en aðallega á Reykjavíkur-
svæðinu.
Í gegnum árin voru alltaf hlýj-
ar og góðar móttökur á fallega
heimilinu þeirra. Þau voru ein-
stakalega gestrisin og Lallý var
frábær kokkur og bakari. Þau
voru góð heim að sækja.
Það var glaðværð og hamingja
í kringum þau, það var stutt í
grínið og gleðina hjá bróður mín-
um. Lallý var dugleg til verka í
öllu sem hún tók sér fyrir hend-
ur. Þau áttu fjögur myndarleg og
góð börn sem hafa komið sér vel
áfram í lífinu.
Ég og fjölskylda mín vottum
börnum og barnabörnum ein-
læga samúð okkar.
Nú er myrkur í hjörtum en
með styrk þeim sem Lallý sýndi
skulum við minnast þess að það
birtir alltaf aftur um síðir.
Sólin hækkar á lofti og með
góðum minningum birtir einnig
til í hjörtum okkar syrgjenda.
Drottinn, þá er döprum manni
dýrsta gjöfin sólskinið.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Valdimar Briem)
Guð geymi þig og verndi, takk
fyrir samveruna, elsku Lallý mín,
við sjáumst síðar.
Þín einlæg mágkona,
Jóhanna Jónsdóttir (Hanna).
Láretta
Bjarnadóttir
Raðauglýsingar
Auglýsing um skipulagsmál í Mýrdalshreppi
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Aðalskipulag Mýrdalshrepps 2012-2028 – Breyting í austurhluta Víkur
Í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst tillaga um breytingu á
aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-2028 fyrir austurhluta Víkur.
Breyting á aðalskipulagi fyrir austurhluta Víkur er margþætt og fellst í eftirfarandi: stækkun
íbúðarsvæði ÍS7 til austurs, legu afleggjara af Austurvegi, breytt afmörkun á athafnasvæði A1, breytt
notkun á hluta iðnaðarsvæðis I1 og stækkun I2, breytt notkun hluta verslunar- og þjónustusvæðis V36
í nýtt íbúðarsvæði ÍS8 og breyttir skilmálar fyrir V35.
Tillaga þessi að aðalskipulagsbreytingu liggur frammi hjá skipulags-og byggingarfulltrúa
Mýrdalshrepps Austurvegi 17, 870 Vík og á heimasíðu Mýrdalshrepps frá 18. nóvember
2020 til og með 30. desember 2020.
Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870
Vík eða í tölvupósti á bygg@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út miðvikudaginn 30.
desember 2020.
Breyting á deiliskipulagi austurhluta Víkur
Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst eftir athugasemdum við tillögu
um breytingu á deiliskipulagi fyrir austurhluta Víkur.
Deiliskipulagsbreytingin nær yfir eftirfarandi svæði: ÍS7, ÍS8, A1, I1, I2, V35 auk þess sem hluti svæðis
V36 var breytt í ÍS8. Deiliskipulagsbreyting þessi er í samræmi við ofangreinda breytingu á
aðalskipulagi og gert er ráð fyrir eftirfarandi: hlutfall verslunar- og þjónustusvæðis á svæðinu sunnan
Austurvegar aukið á kostnað athafnasvæðis, iðnaðarsvæði stækkar til austurs, íbúðarsvæði stækkað og
nýju íbúðarsvæði bætt við svo unnt sé að svara þörf fyrir fleiri lóðir fyrir minni íbúðir við núverandi
götur innan þéttbýlisins og nýta þannig innviði sveitarfélagsins betur.
Tillaga þessi liggur frammi hjá skipulags-og byggingarfulltrúa Mýrdalshrepps Austurvegi 17, 870 Vík
og á heimasíðu Mýrdalshrepps frá 18. nóvember 2020 til og með 30. desember 2020.
Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870
Vík eða í tölvupósti á bygg@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út miðvikudaginn 30.
desember 2020.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýju vegna andláts og
útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður
okkar, stjúpföður, tengdaföður, afa, sonar,
bróður, mágs og frænda,
KRISTINS GUÐNA RAGNARSSONAR
pípulagningameistara
frá Vestmannaeyjum,
til heimilis á Faxabraut 7, Keflavík.
Sérstakar þakkir til Oddfellow bræðra í Stúku nr. 26, Jón forseti
og heimahjúkrunar HSS fyrir alla hjálpina og yndislegt viðmót.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sesselja Birgisdóttir
Ástkær móðir mín,
SIGRÚN SIGURBERGSDÓTTIR
kennari,
Hlunnavogi 6,
verður jarðsungin frá Langholtskirkju
föstudaginn 20. nóvember klukkan 15.
Jarðarförinni verður streymt á
https://youtu.be/Yz2yFb4ECYY
Ásdís Tómasdóttir
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og við-
eigandi liður, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er
til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar