Morgunblaðið - 18.11.2020, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 18.11.2020, Qupperneq 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2020 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 |eirvik.is | Opið virka daga10-18 – 3 tæki í einu og mögulegt að breyta samsetningu ryksugu eftir þörfum – Allt að 60 til120 mínútna samfelldur gangtími – Breiður ryksuguhaus sem hentar fyrir allar gerðir gólfefna Skaftryksuga frá Miele með Li-ion rafhlöðu Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Fyrirhöfn þín til að viðhalda stóru tengslaneti þínu ber árangur. Hringdu í vini, systkini, ættingja og nágranna. 20. apríl - 20. maí  Naut Ef þú pælir í því, þá hefurðu ástæðu til að fagna. Taktu þér tíma til þess að kanna heilsuna og kippa henni í lag. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þótt þú eigir erfitt með sam- skiptin við þína nánustu, skaltu muna að sjaldan veldur einn þá tveir deila. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Græskulaust gaman er þér að skapi og það er sjálfsagt að lífga upp á til- veruna með þeim hætti. En þú ert tilbúinn í slaginn. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú átt hreint ekki að lúffa fyrir öðrum með hluti sem þú hefur sterka trú á. Farðu mjög varlega með upplýsingar sem þú veitir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Vertu ekki að hneykslast á eyðslu annarra fjölskyldumeðlima ef þú þarft ekki að bera ábyrgðina. Hvað rómantíkina varðar rætist eitthvað sem þú hefur verið að búast við. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú gætir orðið fyrir vonbrigðum með það sem þér er úthlutað í dag. Gefðu þér tíma til að leika þér. Gefðu betri gaum að heilsufari þínu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Áróður og dylgjur af ýmsum toga kunna að koma upp á yfirborðið í dag. Drífðu þig út og láttu til þín taka á nýjum vettvangi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Dugnaðurinn er alveg að fara með þig. Nú er tími til að nota þekkinguna. Skynsemi og hagsýni eru þínar sterku hliðar í dag. 22. des. - 19. janúar Steingeit Stundum virðast hlutirnir frek- ar í lagi ef þeir eru í ólagi. Reyndu því að einbeita þér að starfi þínu. Samræður í fjölskyldunni eru þýðingarmiklar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú verður að sætta þig við ákvarðanir annarra varðandi starfið eða jafnvel heimilislífið í dag. Reyndu ekki að byrgja hlutina inni, heldur ræddu málin. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur heilbrigðan metnað til að komast áfram og átt að leyfa honum að leiða þig. Gleymdu ekki að þakka þeim sem gerðu þér þetta mögulegt. Ö nundur Jónasson fæddist 18. nóvember 1980 í Keflavík. Hann segir það hafa verið gott að alast þar upp og mikið frelsi og gott fyrir sköpunargáfuna. „Ég var alla daga uppi á heiði eitthvað að bar- dúsa, smíða kofa og leika við krakk- ana.“ Önundur fór í sveit á sumrin til móð- urbróður síns á Skerðingsstöðum í Dalasýslu. „Ég var þar eiginlega öll sumur til fjórtán ára aldurs. Stundum fékk ég að taka lokaprófin í skólanum fyrr svo ég gæti komist í sauðburðinn og svo var ekkert komið til baka fyrr en á haustin þegar skólinn byrjaði aft- ur. Dalirnir eru alveg sveitin mín og við förum þangað alltaf í réttir.“ Eftir grunnskólann fór Önundur í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í grunn- deild málmiðna þar sem hann hafði hug á að læra bifvélavirkjun. Hann átti þó eftir að færa sig til í náminu en ekki fyrr en hann hafði tekið sér hlé og farið á sjóinn. Hann kynntist eiginkonu sinni, Díönu Hilmarsdóttur, átján ára gamall og þau trúlofuðu sig ári síðar árið 2000. Þau giftu sig þó ekki fyrr en þrettán árum síðar, heima í stofu með börnum og nánustu fjölskyldu. Verðlaun fyrir lokaverkefnið „Ég fór að vinna við pípulagnir og lærði þær til 2005 þegar við flytjum út til Danmerkur. Þar byrjaði ég að taka grunnnám sem tæknistúdent, svo ég gæti byrjað í tæknifræðináminu við Verkfræðiháskólann í Árósum.“ Ön- undi gekk vonum framar í náminu í Danmörku og hann útskrifaðist með hæstu mögulega einkunn og fékk verðlaun fyrir lokaverkefnið sitt sem hann vann með dönskum samnem- anda, en þeir þróuðu mítralhringi úr plasti sem gagnast sjúklingum sem fá hjartaáfall. „Þessar rannsóknir urðu til þess að núna er verið að nota mítral- hringi úr plastefnum. Við tókum þessi frumskref og vorum að hanna út frá mekanískum eiginleikum og efniseig- inleikum, svo þetta væri eitthvað sem gæti verið inni í líkamanum og myndi ekki hafa áhrif á náttúrulegar hreyf- ingar hjartans. Svo var þetta prófað á svínum og gaf góða raun. Ég hef per- sónulega ekki fylgt þessu góða verk- Önundur Jónasson véltæknifræðingur – 40 ára Hjónin Önundur og Díana eru hér í fjallgöngu á Keili á Reykjanesi. Vil leggja mitt af mörkum Kagginn Önundur smíðaði þennan Pontiac Trans Am frá grunni á sex árum. efni eftir, en sjúkrahúsið í Árósum og prófessorarnir hafa unnið þetta áfram. Ég er bara ánægður að hafa hrundið þessu verkefni af stað og finnst gott að vita að ég hafi lagt mitt af mörkum til þess að hjálpa öðrum að eiga betra líf.“ Önundur kom heim frá Danmörku árið 2009 og stuttu síðar fór hann að vinna hjá Marel og var þar í nokkur ár við vélahönnun og þess háttar. Frá Marel fór hann til Martaks í Grindavík og þaðan til Eflu verkfræðistofu. Und- anfarin ár hefur Önundur verið tækni- og þróunarstjóri hjá Borgarplasti en er nú að fara til Vatnsvirkjans þar sem hann mun taka við tæknimálunum. Virðing fyrir náttúrunni Önundur hefur komið víða við í fé- lagsmálum og verið stjórnarformaður Tæknifræðingafélags Íslands og er í dag stjórnarformaður sorpeyðing- arstöðvarinnar Kölku. „Ég hef brenn- andi áhuga á umhverfismálum og end- urnýtingu og endurvinnslu. Ég vil að við hugsum eins sómasamlega um jörðina okkar og umhverfið eins og við getum og að við nýtum allt sem við getum nýtt. Þetta er svolítið öðruvísi nálgun en margir hafa þegar talað er um sorp og úrgang, en ég vil leggja mitt af mörkum og viðhalda hringrás- arhagkerfinu og minnka úrgang eins mikið og hægt er.“ Þegar vinnunni sleppir er Önundur mikill bílaáhugamaður og er mikið í bílskúrnum heima að vinna við bíla og endurbyggja gamla bíla, helst amer- íska. „Keflavík er mikill bílabær og kannski eru það áhrif frá hernum að það hafa alltaf verið margir flottir bílar í bænum. En svo er ég í minni vinnu lítið að skapa hluti, heldur er þetta meira tölvuvinna. Þá er gott að geta komist út í skúr á kvöldin og búið eitt- hvað til með höndunum.“ Fjölskylda Eiginkona Önundar er Díana Hilm- arsdóttir, f. 18.6. 1976, forstöðumaður Bjargarinnar – geðræktarmiðstöðvar Suðurnesja. Foreldrar hennar eru hjónin Áslaug Þráinsdóttir sjúkraliði, f. 29.6. 1957 og Hilmar Gunnarsson múrarameistari, f. 16.9. 1955, d. 11.7. 2014. Áslaug býr í Garðabæ í dag. 30 ára Björgvin Óli er Selfyssingur í húð og hár. Hann er sjúkraflutningamaður og húsasmiður. Helstu áhugamál hans eru jeppa- og fjallaferðir og björgunarstörf. Hann er í Björgunarfélagi Árborgar og hefur verið undanfarin 15 ár. Síðan er úti- vist og ferðalög, bæði innan- og utan- lands, mikið áhugamál. Maki: Þórunn Ásta Helgadóttir, f. 1992, sjúkraliði á Heilbrigðisstofnun Suður- lands. Dóttir: Ellen Margrét, f. 2018. Foreldrar: Sigurbjörg Harðardóttir, f. 1971, iðjuþjálfi á Akureyri, og Ingvar Ólafsson, f. 1968, bílasmiður á Selfossi. Björgvin Óli Ingvarsson Til hamingju með daginn Reykjavík Viktor Berg Boyko Val- geirsson fæddist 14. maí 2020 kl. 0.11. Hann vó 4.910 g og var 55,5 cm langur. Foreldrar hans eru Natalia Boyko og Valgeir Ólafsson. Nýr borgari 30 ára Unnur er Ak- ureyringur en býr núna í Reykjavík. Hún starfar hjá Sérefni, málningarvöruverslun. Hún hefur verið í handbolta frá því hún var lítil og æfði með KA og Gróttu en er núna í Fram. Hún hefur einnig verið í atvinnumennsku í Noregi og í landsliðinu hérna heima. Maki: Einar Rafn Eiðsson, f. 1989, vinn- ur í Sérefni og er fyrirliði FH í hand- bolta. Dóttir: Móeiður, f. 2018. Foreldrar: Ómar Gunnarsson, f. 1964 og Árný Helga Reynisdóttir, f. 1962. Þau eru eigendur málningarverslunarinnar Sérefna og búa í Reykjavík. Unnur Ómarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.