Morgunblaðið - 18.11.2020, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 18.11.2020, Qupperneq 23
vera fljótir að ná upp takti um leið og liðið kemur allt saman í Slóvakíu á mánudaginn kemur,“ bætti Craig við. Leikmenn liðsins sem leika hér á landi hafa æft í Smáranum í Kópa- vogi ásamt þeim Baldri Þór Ragn- arssyni og Hjalta Þór Vilhjálmssyni, aðstoðarþjálfurum liðsins, en þeir leikmenn sem leika erlendis hitta landsliðhópinn í Slóvakíu á mánudag- inn kemur. Þá flýgur landsliðsþjálfarinn sjálf- ur út til Slóvakíu á laugardaginn, líkt og leikmennirnir sem eru samnings- bundnir íslenskum félagsliðum. „Þetta eru vissulega sérstakar að- stæður en við vorum ágætlega und- irbúnir fyrir þetta. Við tókum þrjár aukaæfingar í sumar til þess að und- irbúa okkur fyrir akkúrat þennan til- tekna landsleikjaglugga. Markmiðið var að æfa ákveðna hluti og að menn yrðu svo fljótir að komast í takt við það sem við vildum gera í leikjunum gegn Lúxemborg og hins vegar Kós- ovó. Æfingarnar í júlí gengu framar vonum, sérstaklega þar sem það var langt í næsta leik hjá liðinu, og það getur verið erfitt að gíra sig upp fyrir þannig æfingu. Undirbúningurinn undanfarna daga hefur kannski ekki verið vænlegur en við teljum okkur hafa gert þær ráðstafnir sem við þurftum að gera til þess að ná í góð úrslit í Bratislava.“ Eins og áður hefur komið fram fær liðið ekki mikinn tíma til þess að stilla saman strengi sína fyrir leikinn gegn Lúxemborg. „Við erum með leikmenn sem þekkja hver annan vel og þeir hafa spilað nokkra leikina saman í gegnum tíðina. Leikmannahópurinn er bæði fjölbreyttur og reynslumikill og við erum með stórt vopnabúr ef svo má segja. Hlutverk okkar þjálfaranna er svo bara að reyna að stilla hópinn saman eins og best verður á kosið. Þetta eru allt frábærir körfubolta- menn en aðalatriðið núna er að sam- stilla hópinn og gera hann að liði sem getur unnið körfuboltaleiki. Það eru nokkrir lykilmenn fjarverandi eins og Martin Hermannsson og við munum sakna hans. Á sama tíma vorum við undir það búnir að hann gæti ekki tekið þátt í þessum tveimur leikjum og við eigum að geta leyst þetta án hans.“ Býr meira að baki Brynjar Þór Björnsson, Collin Pryor, Ólafur Ólafsson, Pavel Ermol- inskij og Sigurður Gunnar Þor- steinsson hafa verið viðloðandi lands- liðshópinn undanfarin ár en þeir ákváðu að gefa ekki kost á sér í þess- um landsleikjaglugga. „Kórónuveirufaraldurinn hefur áhrif á ákvörðun þessara leikmanna, það er klárt mál. Sumir þeirra sögðu það bara hreint út að þeir sæju sér ekki fært að taka þátt í þessum verk- efnum vegna faraldursins sem má rekja helst til þess að þeir hefðu þurft að fara í sóttkví við komuna til lands- ins og þar af leiðandi misst úr vinnu og annað slíkt. Svo voru aðrir sem vildu ekki út- skýra ákvörðun sína neitt frekar en ég er nokkuð viss um að veiran hafi átt stóran þátt í þeirra ákvörðun. Svo er það líka þannig að menn eru í vinnu og stundum er einfaldlega ekki hlaupið að því að fá frí og þannig er það bara. Þetta snýst ekki um að leik- menn vilji ekki spila því það býr alltaf meira að baki,“ sagði Craig Pedersen. Veiran hafði áhrif á ákvörðun leikmanna Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þjálfari Craig Pedersen hefur stýrt íslenska landsliðinu frá árinu 2014.  Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik er á leið til Slóvakíu í lok nóvember Landsliðshópur Íslands Breki Gylfason (7) Elvar Már Friðriksson (46) Gunnar Ólafsson (20) Haukur Helgi Pálsson (68) Hjálmar Stefánsson 16) Hörður Axel Vilhjálmsson (84) Jón Axel Guðmundsson (11) Kári Jónsson (12) Sigtryggur A. Björnsson (10) Tómas Þórður Hilmarsson (6) Tryggvi Snær Hlinason (39) Ægir Þór Steinarsson (62) Ragnar Á. Nathanaelsson (47) KÖRFUBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Íslenska karlalandsliðið í körfuknatt- leik verður án Martins Hermanns- sonar þegar liðið mætir Lúxemborg og Kosovó í forkeppni HM 2023 í Bratislava í Slóvakíu í lok nóvember. Ísland mætir Lúxemborg 26. nóv- ember og Kosovó 28. nóvember en Martin verður í eldlínunni með fé- lagsliði sínu Valencia í Evrópudeild- inni á sama tíma og landsleikirnir fara fram. Íslenska liðið er með þrjú stig í öðru sæti B-riðils forkeppninnar, líkt og Slóvakía, en Kósovó er í efsta sæt- inu með fjögur stig. Tvö efstu lið rið- ilsins fara svo áfram í undankeppni HM sem hefst í ágúst á næsta ári. Til stóð að leikirnir tveir færu fram á Íslandi en vegna kórónuveiru- faraldursins var ákveðið að spila í Slóvakíu þar sem liðin og fylgdarlið þeirra yrðu í svokallaðri „búbblu“. Gekk framar vonum „Þessir tveir leikir leggjast vel í mig en að sjálfsögðu hefði ég viljað spila þá heima á Íslandi eins og til stóð,“ sagði Craig Pedersen, þjálfari íslenska liðsins, í samtali við Morg- unblaðið en hann kynnti þrettán manna leikmannahóp sinn fyrir verk- efnið í gær. „Það er alltaf jákvætt að koma til Íslands og það er bæði gaman fyrir þá leikmenn sem spila hér á landi sem og þá sem spila erlendis að kom- ast aðeins heim og hitta ættingja og vini. Okkur hefur líka gengið mjög vel á heimavelli undanfarin ár og það hefur verið erfitt að vinna okkur í Laugardalshöllinni. Það er þess vegna svekkjandi að fá ekki þessa heimaleiki enda um mjög mikilvæga leiki að ræða. Við tökum einn leik fyrir í einu og byrjum á Lúx- emborg sem hefur spilað vel að und- anförnu. Við þurfum þess vegna að ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2020 Íslendingar létu mikið að sér kveða í Evrópudeildinni í handknattleik í gærkvöldi. Ómar Ingi Magnússon skoraði átta mörk og Gísli Þor- geir Kristjánsson sex er þýska lið þeirra Magdeburg vann 37:30-sigur gegn CSKA Moskvu í riðlakeppn- inni. Liðið er með fjögur stig eftir tvo leiki. Þá var Ólafur Andrés Guðmundsson markahæstur hjá sænska liðinu Kristianstad sem vann 25:24-útisigur gegn Nimes frá Frakklandi. Ólafur skoraði sex mörk en Teitur Örn Einarsson skoraði fjögur fyrir sænska liðið. Íslendingarnir drjúgir í Evrópu Ljósmynd/Þórir Tryggvason Öflugur Ómar Ingi átti stórleik í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Knattspyrnukonan Guðný Árna- dóttir gekkst undir læknisskoðun hjá ítalska stórliðinu AC Milan í gær samkvæmt heimildum mbl.is. Guðný, sem er tvítug, hefur leik- ið með Val frá árinu 2019 og varð Íslandsmeistari með liðinu síðasta sumar. Hún er uppalin hjá FH og á að baki 83 leiki í efstu deild þar sem hún hefur skorað sex mörk. Þá á hún að baki átta A-landsleiki. Kvennalið AC Milan var stofnað í júlí 2018 en liðið er í öðru sæti ítölsku A-deildarinnar með 21 stig eftir átta leiki. bjarnih@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Ítalía Guðný skrifar undir samning við AC Milan á næstu dögum. Frá Hlíðarenda til AC Milan „Við erum búnar að fara mjög vel yfir þetta skoska lið og þessi leikur gegn þeim leggst bara mjög vel í mig,“ sagði Elín Metta Jensen, fram- herji knattspyrnuliðs Vals, í samtali við Morg- unblaðið í gær. Valskonur taka á móti Glasgow City í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu á Hlíðarenda í dag en Valur vann 3:0-sigur gegn HJK frá Finnlandi í 1. umferð keppninnar á Hlíðarenda 4. nóvember. „Við fundum það eftir síðustu landsliðsferð að þjálfurunum fannst óþægilegt að fá svona knapp- an undirbúning með öllum hópnum. Undirbúning- urinn fyrir þennan leik hefur verið allt öðruvísi og meira í líkingu við þá rútínu sem við vorum komn- ar í í sumar og það hentar okkur mjög vel,“ sagði Elín sem hefur leikið þrjá Evrópuleiki á ferlinum. Valskonur hófu undirbúning fyrir Íslandsmótið 2020 í nóvember á síðasta ári og tímabilið því orð- ið ansi langt á Hlíðarenda. „Það eru kostir og gallar við þetta eins og allt annað. Það eru ákveðin forréttindi að geta hitt fólk, hreyft sig og svo auðvitað spilað fótbolta. Á sama tíma þurfa allir sitt frí líka og það hefur vissulega verið mikið að gera hjá mér að und- anförnu. Ég hef mætt miklum skilningi, bæði hjá þjálfurum Vals og kvennalandsliðsins, og svo auð- vitað í læknisfræðinni. Þetta verður áhugavert í desember í jólaprófunum, ef við komust áfram í 32-liða úrslitin, en það leysist með tíð og tíma,“ bætti Elín við. bjarnih@mbl.is Seinni tíma vandamál Morgunblaðið/Eggert Mark Elín Metta fagnar marki sínu gegn HJK í 1. umferð Meistaradeildarinnar í byrjun nóvember.  Martin Hermannsson átti afbragðs- leik fyrir Valencia í Euroleague í körfu- knattleik í gærkvöldi er liðið vann 95:83-sigur á Panathinaikos frá Grikk- landi. Íslendingurinn skoraði 13 stig fyrir spænska liðið, tók þrjú fráköst og gaf fjórar stoðsendingar á þeim 19 mínútum sem hann var inni á vellinum. Valencia er búið að vinna fimm af átta leikjum sínum í deildinni.  Færeyska landsliðið í knattspyrnu komst upp um deild í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu er liðið gerði 1:1-jafntefli á útivelli gegn Möltu í gærkvöldi. Fær- eyingum dugði jafntefli til að koma sér upp í C-deildina en varamaðurinn Ari Mohr Jonsson tryggði þeim stig með marki á 70. mínútu. Með sigrinum end- uðu þeir á toppi riðilsins með 12 stig. Lærisveinum Helga Kolviðssonar í Liechtenstein mistókst hins vegar að komast upp er þeir gerðu 1:1-jafntefli gegn Gíbraltar. Þetta var síðasti leikur Helga með liðið sem endaði í öðru sæti riðilsins og verður því áfram í D- deildinni.  Knattspyrnukonurnar Berglind Rós Ágústsdóttir og Cecilía Rán Rúnars- dóttir gætu báðar verið á förum frá Fylki samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins. Berglind Rós, sem er 25 ára gömul, er eftirsótt af liðum í Noregi en hún gekk til liðs við Fylki frá uppeld- isfélagi sínu Val fyrir tímabilið 2017 og hefur verið algjör lykilmaður í Árbæn- um síðan. Hún hefur verið fyrirliði liðs- ins undanfarin þrjú tímabil og á að baki 87 leiki í efstu deild þar sem hún hefur skorað 3 mörk. Þá á hún að baki einn A-landsleik en þar sem lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar var frestað fram í desember er líklegt að framtíð hennar skýrist ekki fyrr en á nýju ári. Ensku úrvalsdeildarfélögin Chelsea og Everton hafa bæði sýnt Ceclíu Rán áhuga en hún er einungis 17 ára gömul og ein efnilegasta knattspyrnukona landsins. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún verið fastamaður í íslenska lands- liðshópnum í undankeppni EM en félög í þýskalandi hafa einnig spurst fyrir um markvörðinn.  Lettneska landsliðskonan Eliza Spruntule hefur framlengt samning sinn við ÍBV um eitt ár og verður því áfram innan herbúða liðsins á Íslands- mótinu í knattspyrnu næsta sumar. Spruntule spilaði 12 deildarleiki fyrir ÍBV á nýliðnu keppnistímabili en liðið hafnaði í 8. sæti deildarinnar með 17 stig að loknum 16 leikjum. Ásamt því að spila með meistaraflokki þjálfar hún einnig yngri flokka ÍBV.  Franski knattspyrnumaðurinn Oli- vier Giroud ætlar að yfirgefa herbúðir Chelsea í janúar nema hann byrji að fá meiri spiltíma en the Athletic segir frá þessu. Chelsea styrkti lið sitt verulega í sumar, keypt leikmenn fyrir rúmar 200 milljónir punda og hefur m.a. feng- ið til sín þýska framherjann Timo Wer- ner. Giroud hefur fyrir vikið fengið litið að spila, aðeins komið við sögu í þrem- ur leikjum á tímabilinu. Giroud er orð- inn 34 ára og á á hættu að missa sæti sitt í franska landsliðinu og hefur Didier Deschamps, lands- liðsþjálfari Frakk- lands, rætt við fram- herjann og sagt honum að hann verði að spila meira með félagsliði sínu. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.