Morgunblaðið - 18.11.2020, Side 24

Morgunblaðið - 18.11.2020, Side 24
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Það hefur dregist mikið að setja upp sýninguna. Það er mikill léttir að vera loksins búin að því,“ segir Ólöf Helga Helgadóttir myndlistarkona þar sem hún stendur við verkin á sýningu sinni, Hrist ryk á steini, sem verður opin í Gerðarsafni í Kópavogi frá kl. 10 í dag, miðvikudag. Hún er að ljúka við uppsetninguna þegar blaðamaður lítur inn og í hinum salnum er einnig komin upp sýning Magnúsar Helgasonar og sú ber heitið Shit hvað allt er gott. Töfin á uppsetningu þeirra og opnun hefur vitaskuld stafað af veirufaraldrinum, og af hans sökum verður engin formleg opnun heldur eru gestir vel- komnir hvenær sem er. Sýningarnar eru í sýningaröð Gerðarsafns „Skúlptúr / Skúlptúr“ þar sem vísað er til tímamótasýning- arinnar „Skúlptúr“ sem sett var upp á Kjarvalsstöðum 1994 og er reynt að velta aftur og aftur upp spurning- unni: Hvar er íslensk höggmyndalist stödd og í hvaða átt stefnir hún? Með sýningaröðinni er minning Gerðar Helgadóttur myndhöggvara einnig heiðruð en ferill Gerðar ein- kenndist af sköpunargleði og til- raunum með ólík efni og aðferðir. Listamennirnir sem nú sýna verk sín í Gerðarsafni nálgast einmitt sköpunina með framúrstefnulegri tilraunamennsku í hversdagsleg efni og óþrjótandi leik- og sköpunargleði, svo vitnað sé í tilkynningu frá safn- inu. Þau Ólöf Helga og Magnús nota ólíkan efnivið, oft og tíðum hvers- dagslega hluti sem settir eru í fram- andi samhengi og biðla þannig til áhorfandans að slaka á rökhugs- uninni og njóta áhyggjulaust. Skúlptúr étur skúlptúr „Þetta eru allt ný verk,“ segir Ólöf Helga þar sem við stöndum með grímur fyrir vitum í salnum. Tölvu- leikjaleg hljóð berast frá einu verk- anna sem sýnir tromluna í þvottavél snúast og kallaðir eru þar fram tennisboltar með tölum á. „Boðið um að sýna hér kom í september í fyrra og þá fór hugurinn af stað. En sjálf verkin komu síðar.“ – Nálgastu þetta eins og hverja aðra sýningu eða fórstu í sérstakar stellingar þar sem þetta er sýning þar sem taka á út skúltúrinn í dag? „Ég einblíndi sérstaklega á þrívíð verk, skúlptúrinn, og þetta var vissulega áskorun,“ svarar hún. „Þetta eru blandaðir miðlar og ég vissi strax að ég vildi hafa einhverja vörpun með myndvarpa, eitt til tvö slík.“ Við horfum á þvottavélina snú- ast en Ólöf Helga bendir á að annað vídeóverk sé fyrir aftan stóra verkið úr rauðu tjöldunum; „þar er við- hengi“ segir hún um plötuspilarann sem sést þar snúast með skúlptúr á. „Ég vildi ná stemningu – hafa fá verk – nýta gólfið, ekki veggina,“ tel- ur hún upp. „Þetta er eins og sviðs- setning með þremur stökum verkum sem mynda þessa stemningu. Þau eiga ýmislegt sameiginlegt. Miðjuverkið heitir „Skúlptúr étur skúlptúr“. Ég sýndi tvo staka skúlp- túra í Listasafni Árnesinga 2015, annan á gólfi og hinn á vegg, og hér hefur annað þeirra verka étið hitt. Bókstaflega. Ég hef oft nýtt eldri verk en kannski er þetta endirinn á þessum tveimur,“ segir hún og ég sé bros birtast bak við grímuna. Heiti sýningarinnar, Hrist ryk á steini, er lína sem kom til Ólafar Helgu á ferðalagi fyrir löngu. „Ég punkta svona hugsanir oft hjá mér og tek þær fram síðar eins og hálf- gerð verkfæri. En þetta er í fyrsta skipti sem ég nýti svona setningu sem titil,“ segir hún. „Þvottavélin er með eins konar sí- endurtekið lottóstef, spilakassahljóð sem skapar hljóðheim sýning- arinnar. Stjúpsonur minn valdi töl- urnar á boltunum. Þeir eru eins og hnettir.“ Við beinum athyglinni að stóru, rauðu verki og spurt er hvort það sé úr gardínum eða sé sviðstjald. „Ef ég á að vera heiðarleg þá eru þetta gardínur sem héngu uppi á æskuheimili mínu um 1980. Þær fóru síðan í geymslu, svo átti að henda þeim en ég ákvað að eiga þær og það er fyrst núna, þegar ég fæ tækifæri til að sýna í svona stóru rými, að eitthvað gerist með þær. Færanlegi veggurinn sem er alltaf hér í salnum var að angra mig svo ég ákvað að nýta hann fyrir skúlptúr.“ Fyrir aftan vegginn snýst plötu- spilari á skjá, og verk á honum. „Þetta var einmitt plötuspilarinn heima, frá sama tímabili,“ segir Ólöf. „Ofan á honum snýst skúlptúr sem ég hef margnotað, á þremur eða fjórum sýningum. Það er alltaf hægt að ganga lengra með verkin.“ Stormur í kókglasi Það er mikill leikur og sannkall- aðar furður á sýningu Magnúsar Helgasonar, Shit hvað allt er gott, í hinum salnum á efri hæð Gerðar- safns. Á veggjum eru nokkur mál- verk í þeim anda sem hann hefur getið sér orð fyrir, sett að hluta sam- an úr fundnum hlutum; á veggi hef- ur hann einnig dregið láréttar og lóðréttar línur með sömu litum og í málverkunum og fundið myndbygg- ingarlegt jafnvægi með sínum hætti. Á einum vegg eru skúlptúrar úr glösum þar sem innihaldið snýst, annað segir Magnús vera storm í vatnsglasi, hitt storm í kókglasi. Og úti á gólfinu eru fleiri skúptúrar sem hreyfast og byggjast á togi segla; plastbátar sigla, seglar svífa kring- um lýsisflöskur og svo svífa þar líka nokkur pylsu- og hamborgarabrauð. „Ég hef lengi verið heillaður af svífandi brauði. Þetta eru pylsu- og hamborgarabrauð sem þykja ómerkilegustu brauð sem eru til en mér finnst vanta fleiri svífandi pylsubrauð í heiminn, og ekki síst inn á listasöfn,“ segir Magnús glettnislega. „Ég var upphaflega beðinn um að gera sýningu sem myndi líka höfða til barna og halda áfram með segla- verk eins og sýndi fyrst fyrir nokkr- um árum. Ég hef verið að vinna með sterk segulstál sem láta hversdags- lega muni svífa og reyndi að finna nýjar leiðir fyrir það hér. Ég bætti við rafmagnsmótorum og gerði því í fyrsta skipti í langan tíma hreyfi- listaverk. Ég hef alltaf af og til sett mér reglur, ætlaði til dæmis að halda mig bara við tvívíð verk, og innan ramm- ans, og svo ætlaði ég alveg að hætta að búa til myndlist sem þyrfti að stinga í samband. Þú sérð hvernig mér gengur að fara eftir reglunum!“ Og víst má sjá hvernig verkin fara bæði út fyrir rammana á veggjum og snúast og togast fyrir tilstilli raf- magns hér og þar í salnum. „Á þessari sýningu eru fjórtán rafmagnsmótorar, sjö skyndibita- brauð, allskonar dótarí sem getur bilað og farið úrskeiðis … en þetta virkar ágætlega eins og er. Ég vildi svo ekki hafa málverkin sem ég sýni fullkláruð, heldur að þau yrðu eins og hluti af heildinni. Og ætli þetta fari ekki bara allt ágætlega saman hérna,“ segir Magnús. „Það er alltaf hægt að ganga lengra“  Sýningar Ólafar Helgu Helgadóttur og Magnúsar Helgasonar verða opnaðar í Gerðarsafni í Kópa- vogi í dag  Eru í sýningaröðinni „Skúlptúr/Skúlptúr“ þar sem staða höggmyndalistar er skoðuð Morgunblaðið/Einar Falur Stemning „Ég einblíndi sérstaklega á þrívíð verk, skúlptúrinn, og þetta var vissulega áskorun,“ segir Ólöf Helga um sýningu sína í Gerðarsafni. Morgunblaðið/Einar Falur Dótarí „Ég hef lengi verið heillaður af svífandi brauði,“ segir Magnús og að fleiri slík vanti inn á listasöfn. Mótorar og málverk mætast á sýningunni. 24 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 2020 Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is Stærðarinnar skúlptúr eftir franskalistamanninn Xavier Veilhan sést hér á mynd, annar af svokölluðum Vårberg-risum sem nú má sjá í Vår- berg, einu af úthverfum Stokkhólms í Svíþjóð. Efnt var til samkeppni um útilistaverk í hverfinu og varð Veil- han hlutskarpastur en hann hefur gert fjölda útilistaverka víða um heim og á langan feril að baki sem myndlistarmaður. Samkeppnin var hluti af endurbótaverkefni sem nefn- ist Fokus Skarholmen. Risarnir tveir eru samsettir úr 89 steypueiningum sem málaðar eru himinbláar og mynda saman mann- verur. Þyngstu einingarnar eru um sex tonn og skúlptúrarnir því engin smásmíði. AFP Risi Annar af tveimur skúlptúrum Xavier Veilhan í Vårberg í Stokkhólmi. Flatmag- andi risi í Svíþjóð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.