Morgunblaðið - 18.11.2020, Síða 28

Morgunblaðið - 18.11.2020, Síða 28
Eitt hundrað ár eru í dag liðin frá andláti Matthíasar Joch- umssonar, þjóðskálds Íslend- inga, og hefur Flóra menningar- hús á Akureyri með stuðningi Menningarsjóðs Akureyrar látið gera myndskeið þar sem Vil- hjálmur B. Bragason fjallar um Matthías sem leikritaskáld og þýðanda. Matthías var áhrifarík- ur í nærsamfélaginu og mótandi persónuleiki í samfélagsþróun Akureyrar á sinni tíð og fólksins í kringum hann. Mynd- skeiðið var tekið upp á degi íslenskrar tungu í fyrradag í Sigurhæðum á Akureyri, húsi Matthíasar og Guðrúnar eiginkonu hans, og verður því miðlað á Youtube, Face- book og Instagram frá og með deginum í dag. Í und- irbúningi er annað myndskeið í svipuðum dúr sem mun birtast í byrjun desember. Þórunn Jarla Valdimarsdóttir mun í því fjalla um Matthías sem jafnræðissinna og talsmann kvenfrelsis. Vilhjálmur fjallar um Matthías sem leikritaskáld og þýðanda Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ljósmyndasýning Friðþjófs Helgasonar, „Svona er Akranes“, sem er skammt frá Höfða hjúkr- unar- og dvalarheimili við Langa- sand, hefur vakið mikla athygli, að sögn Ellu Maríu Gunnarsdóttur, forstöðumanns menningar- og safnamála Akraneskaupstaðar. „Sýningin verður til áramóta og við viljum halda áfram á sömu braut í samvinnu við áhugasama sýnendur, en ég vona að við get- um haldið fjórar til sex ámóta úti- sýningar árlega,“ segir hún. Myndirnar eru á tíu stöplum, sem keyptir voru nýlega, og er hægt að sýna tvö verk á hverjum. „Ég hef gengið með þessa hug- mynd í maganum síðan ég tók við starfinu í byrjun árs 2016 og hún hefur gerjast í undirmeðvitund- inni,“ segir Ella um fyrstu útisýn- inguna við Langasand. „Í öllu mótlæti koma oft óvænt tækifæri. Þar sem við gátum ekki staðið að viðburðahaldi með eðlilegum hætti í sumar vegna kórónuveiru- faraldursins voru til fjármunir sem hægt var að nýta í annað í staðinn. Þá fannst mér tilvalið að láta verða af því að kaupstaðurinn kæmi sér upp svona undir- stöðum.“ Heppilegur sýningarstaður Ella ákvað að setja sýninguna upp við Langasand, því þar ættu margir leið um daglega, ýmist gangandi, hlaupandi eða hjólandi. Auk þess hafi hún haft íbúana á Höfða í huga. „Mér fannst þetta augljós kostur, því náttúran og umhverfið skapa sérstakan ramma utan um sýningu á þessum stað auk þess sem hvíla má lúna fætur á bekkjum sem þarna eru. Þetta er vinsælt útivistarsvæði hjá Skagamönnum og sýning í um- hverfinu fer því ekki fram hjá neinum sem á leið um, en aðrir sýningarstaðir koma líka til greina, þó með þeim fyrirvara að það kostar að færa stöplana og við þurfum að gæta aðhalds í fjár- málum. Við viljum frekar borga fyrir fleiri sýningar en flutninga.“ Ella bendir á að hvort sem nú- verandi ástand varðandi takmark- anir á hópamyndun haldi áfram eða ekki þá gefi útisýningar svo mörgum tækifæri á að skoða verk í næði. „Ég þekki dæmi þess að sýningarsalir virka fráhrindandi,“ segir hún og vísar til þess að sum- ir séu óöruggir í návist yfirsetu- fólks og jafnvel jafnvel listamann- anna sjálfra, óttist að þurfa að tala við þá. „Útisýningar gefa meðal annars þessu fólki ákveðið frelsi til að njóta þeirra. Sýning án opnunar- og lokunartíma er líka frábær kostur því við lifum öll ólíku lífi og misjafnir tímar henta okkur öllum mismunandi vel.“ Framhald útisýningarhald á Akranesi hefur ekki verið full- mótað. „Ákjósanlegt væri að geta boðið upp á fjölbreyttar sýningar, í rauninni hvað sem er sem sýna má á mynd,“ segir Ella og leggur áherslu á að hún sé opin fyrir öll- um hugmyndum. Þess vegna vilji hún hvetja áhugasama sýnendur til að láta í sér heyra (mannlif@- akranes.is). „Við hjá kaupstaðnum reynum að vinna málin þannig að við sköpum umgjörð fyrir aðra til þess að láta verkefni þeirra verða að veruleika. Við styðjum með ýmsum hætti við verkefni sem skapandi fólk í samfélaginu vinnur að og útisýningar falla þar undir.“ Vaxtarbroddur í menningarlífinu Menning Ella María Gunnarsdóttir á bókasafni Akraneskaupstaðar.  Útisýningar í samvinnu við áhugasama sýnendur á Akranesi Nýjung Fyrsta útisýningin við Langasand hefur vakið athygli. Jólalögin eru far in að hljóma í útvarpin u! Jólaútvarpsstöðin JólaRetró er komin í loftið á FM 89.5 á höfuðborgarsvæðinu, FM 101.9 á Akureyri og á netinu inn á jolaretro.is. Við spilum bara bestu jólalögin allan sólarhinginn fram að jólum. Reynsluboltinn Bjarni Ara snýr aftur í útvarp á JólaRetró og sér um jólastemninguna síðdegis, alla virka daga frá 14 til 18. Stilltu á JólaRetró og fáðu jólagleðina beint í æð. Virka dag a 14 - 18 FM 89, 5 FM 101 ,9 (Aku reyri) OG Á JOL ARE TRO .ISMIÐVIKUDAGUR 18. NÓVEMBER 323. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Martin Hermannsson verður ekki með íslenska karla- landsliðinu í körfuknattleik þegar liðið mætir Lúxem- borg og Kosovó í forkeppni HM 2023, í lok nóvember. Leikirnir fara fram í Bratislava í Slóvakíu vegna kórónu- veirunnar en til stóð að báðir leikirnir færu fram hér á landi. Ísland mætir Lúxemborg 26. nóvember og Kos- ovó 28. nóvember. Landsliðsþjálfarinn Craig Pederson valdi alls 13 leikmenn í hópinn að þessu sinni en þeir Haukur Helgi Pálsson og Tryggvi Snær Hlinason eru báðir í hópnum, þeir leika báðir á Spáni. »23 Tveir mikilvægir leikir fram undan hjá karlalandsliðinu í körfuknattleik ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.