Morgunblaðið - 26.11.2020, Síða 4

Morgunblaðið - 26.11.2020, Síða 4
4 JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 2020 Nú einnig á selected.is Jólafötin og fallegar gjafir Jakki 29.990 kr. Kjóll 25.990 kr. K ristín Þóra var föst í Riga í Lettlandi vegna kórónuveirunnar ísumar vegna vinnu mannsins síns. En þau hafa verið með annanfótinn þar síðan í fyrra. Þau komu til landsins í lok júlí og síðanþá hefur hún verið að snúast í húsamálum, flutningum og veriðmeð iðnaðarmenn á sínum snærum í fallegu litlu húsi sem hún festi kaup á nýverið á besta stað í Reykjavík. „Ég er einnig á fullu að njóta þess að vera ófrísk þar sem við eigum von á lítilli prinsessu um jólin sem verður skemmtileg viðbót þar sem við eigum þrjá stráka fyrir.“ Hefur oftast verið á Ítalíu um jólin Hvernig er að eiga von á jólabarni? „Settur dagur er 24. desember svo hún verður nýja jesúbarnið okkar. Þetta er allt svo skemmtilega óvænt og verður bara gaman að halda jól með nýjan fjöl- skyldumeðlim í hópnum á nýju heimili og á Íslandi. Við erum vön að vera á skíð- um á Ítalíu um jólin. Ég var búsett lengi á Ítalíu og höfum við stórfjölskyldan haldið jól og áramót á Ítalíu síðustu 20 árin.“ Ertu flutt í draumahúsið? „Það er góð spurning, það gæti bara vel verið að þetta sé draumahúsið. Ég hef átt þetta hús í nokkur ár en aldrei búið í því. Ég leigði það út og þegar húsið losnaði í sumar ákváðum við að flytja þangað, fyrst það eru svona miklar breytingar hjá okkur. Það verður öðruvísi að búa í Þing- holtunum en í Garðabæ þar sem við erum vön að búa. Það eru auðvitað skrýtnir tímar núna vegna kórónuveirunnar en ég sé fyrir mér að það sé mjög gaman að vera með lítið barn í miðbænum. Það er skemmtilegt að fara í göngutúra umvaf- inn miðbæjarlífinu. Ég er mikið borgarbarn að því leyti að ég elska að geta labb- að út og sinnt því sem ég þarf að gera þó að Reykjavík sé aðeins öðruvísi en aðr- ar borgir sem ég hef búið í að því leyti að maður er alltaf dálítið háður bíl en það er allavega gaman að rölta út og sjá líf á götum borgarinnar. Vonandi komast hlutirnir í eðlilegt horf fljótlega.“ Hvað þýða jólin í þínum huga? „Jólin fyrir mér þýða fjölskylda og vinir saman að njóta útiveru og samveru- stunda. Frá því ég var fimm ára hef ég haldið flestöll jól á skíðum erlendis ásamt fjölskyldu og vinum og vorum við stundum allt upp í tuttugu og fimm manns saman þegar ég var barn og unglingur. Jólin fyrir mér snúast um góðan mat, útiveru og hreyfingu í frábærum félagsskap.“ Yfirleitt með látlausar skreytingar Ertu með eitthvað sem þú gerir alltaf fyrir jólin? „Ég á í rauninni fáar hefðir fyrir jólin þar sem ég hef ekki verið mikið eða oft heima á jólunum svo það hafa aldrei skapast neinar sérstakar hefðir hjá mér. Ég sem dæmi borða oft fisk á aðfangadag. Ég elska fisk og á Ítalíu er það algengur siður að borða fisk á jólunum. Ég skreyti heimilið reyndar alltaf í desember því ég er jólabarn og finnst gaman að upplifa jólastemninguna og hafa heimilið jóla- legt.“ Hvað gerir þú aldrei á jólunum? „Ég spila aldrei jólalög, þau óma í útvarpinu og víða annars staðar vel fyrir jól og það dugar mér alveg svo ég er ekki mik- ið fyrir að spila jólalög sjálf í bílnum eða heima fyrir.“ Hvernig skreytirðu fyrir jólin? „Ég er yfirleitt með látlausar skreyting- ar, ekkert yfidrifið. Enda er ég oftast ekki heima á þessum tíma. Ég er alltaf pínu skotin í svona smá gamaldags skrauti og elska til dæmis að hafa jólatréð blandað af alls konar sem er ekki í stíl. Í fyrra áskotn- aðist okkur allt jólaskrautið frá tengdaforeldrum mínum sem var til þegar mað- urinn minn var lítill og fór það á jólatréð í bland við annað sem við eigum fyrir. Svo elska ég jólarósir og finnst þær algerlega ómissandi sem og furugreinar sem ég nota mikið í vasa og skálar með kertum og ljósaseríum. Ég set jafnvel epli og mandarínur með og svo auðvitað fullt af kertum en ég kveiki á kertum allt árið. Stundum á daginn líka.“ Alltaf verið mikill gaur í sér Áttirðu falleg og skemmtileg jól þegar þú varst stelpa? „Ég átti æðisleg jól sem stelpa. Mínar minningar eru flestallar frá Austurríki þar sem stórfjölskyldan eyddi langflestum jólum þegar ég var barn og ungling- ur, amma og afi, amma, frændfólk og frændsystkin mín á skíðum allan daginn og oftar en ekki var vinafólk líka með í för svo þetta var alltaf ævintýri og Austur- ríki er mjög jólalegt umhverfi, mikil stemning þar í kringum hátíðirnar. Þetta var ekki algengt á þessum tíma og voru samgöngurnar ekkert í líkingu við það sem er í dag og keyrðum við oft í tíu til tólf klukkustundir frá Þýskalandi eða Lúxemborg til að komast á áfangastað enda alveg þess virði til að eyða jólum og áramótum í vetrarparadís. Það komu alltaf jólasveinar á hótelin sem við vorum á og stórt jólatré með tilheyrandi skreytingum og allir krakkar fengu gjöf en svo vorum við oftast líka með tré sjálf þar sem við fjölskyldan komum saman og opn- uðum pakka og héldum okkar jól.“ Áttu skemmtilega minningu um þig á jólunum? „Ein jólin gaf amma Hjalta frænda mínum sem er þremur árum yngri en ég geggjaðan svartan fjarstýrðan pallbíl í jólagjöf og ég var pínu öfundsjúk, hann var svo flottur. Við Hjalti erum systkinabörn og eyddum öllum jólum saman á skíðum. Nema hvað ég fékk alveg eins bíl nema rauðan frá ömmu líka svo við gætum leikið okkur saman í útlöndunum. Ég var svo hamingjusöm og glöð með þessa gjöf því ég hef alltaf verið pínu gaur í mér og hef alltaf elskað bíla enda alin upp mikið á fjöllum í jeppaferðum og á snjósleða svo þetta var mjög spennandi.“ Morgunblaðið/Eggert Á von á lítilli stelpu á aðfangadag Kristín Þóra Jónsdóttir tanntæknir er að gera miklar breytingar í lífinu. Hún á von á lítilli jólastelpu með unnusta sínum, Kolbeini Björnssyni. Þau eru einnig að koma sér fyrir í einstöku húsi í Þingholtunum eftir að hafa búið í Garðabæ. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Í sumar ákváðum við að flytja, fyrst það eru svona miklar breyt- ingar hjá okkur. Það verð- ur öðruvísi að búa í Þing- holtunum en í Garðabæ. ❄ Kristín Þóra er að undirbúa komu jólabarnsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.