Morgunblaðið - 26.11.2020, Side 56
R ósa Guðbjartsdóttir veit fátt betra en nærandistund við lestur eða matseld heima hjá sér áKirkuveginum. Rósa er mikill sælkeri og eftir hana liggja bæk-ur sem endurspegla ástríðu hennar á mat og hvers
kyns ræktun. Ástríðan endurspeglast á heimilinu í fjölda bóka,
matjurta, í hænum og hundahaldi. Heimilið er eins og lítið sjálf-
bært sveitasetur í miðbæ Hafnarfjarðar.
Hjarta Rósu sjálfrar hefur slegið í Hafnarfirði nær allt hennar
líf með stuttri viðkomu erlendis og í öðrum bæjum en leiðin hefur
alltaf legið heim til Hafnarfjarðar aftur. Hún er með eindæmum
jákvæð og horfir dreymnum og bjartsýnum augum til framtíðar,
bæði fyrir börnin sín sem fylla hana af stolti á degi hverjum og
samfélagið sem hún hefur verið órjúfanlegur hluti af svo lengi.
Ástin á lífinu hefur komið henni í gegnum áföll og lífsins áskoran-
ir og líður henni best með marga bolta á lofti.
Ævintýraþrá togaði í fjölskylduna og færði hana til Flórída um
tíma. Rósa, sem er stjórnmálafræðingur í grunninn, hefur komið
víða við, starfaði lengi vel við blaða- og fréttamennsku og svo sem
framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna frá
2001-2006 þar sem hún er enn formaður stjórnar. Áður en hún
settist í stól bæjarstjóra var hún bæjarfulltrúi og ritstjóri hjá
Bókafélaginu.
Rósa er gift Jónasi Sigurgeirssyni og eiga þau fjögur börn.
Finnst jólin skemmtilegur tími
„Ég er dottin í jólagírinn og farin að undirbúa jólahátíðina
heima við. Þetta er svo skemmtilegur tími en jafnframt annasam-
ur á vinnustaðnum. Undanfarnar vikur og mánuðir hafa að sjálf-
sögðu verið óvenjulegir hjá Hafnarfjarðarbæ eins og annars
staðar vegna kórónuveirunnar. Ný verkefni og nýjar áskoranir
sem gerðu ekki boð á undan sér en hafa verið hrein viðbót við
dagleg störf og rekstur bæjarfélagsins. Samhliða er stafræn inn-
leiðing að eiga sér stað sem kallar á allsherjar endurskoðun á
skipulagi, hugsun og ferlum. Við höfum lagt áherslu á það að
halda öllu gangandi og reynt að gefa í hvað varðar framkvæmdir,
viðhald og verkefni til að sýna gott fordæmi. Stóru verkefnin
þessa dagana snúa meðal annars að fjárhagsáætlun fyrir kom-
andi ár. Það er í mörg horn að líta.“
Hvernig undirbýrðu jólin fyrir Hafnarfjörð?
„Við höfum verið að koma bænum í jólabúning og leggjum
mikið upp úr því að hingað sé notalegt að koma á aðventunni. Hér
er allt til alls; frábær kaffi- og veitingahús, fallegar sérverslanir
þar sem mikið er lagt upp úr persónulegri þjónustu svo ekki sé
talað um hið eina sanna jólaþorp sem sífellt fleiri sækja heim á
hverju ári. Hafnarfjörður er orðinn sannkallaður jólabær þar
sem fjölskyldur og vinahópar upplifa hlýlega og afslappaða jóla-
stemningu. Það hefur verið sérlega ánægjulegt að sjá hve margir
sækja okkur heim úr nágrannasveitarfélögunum og sækja í þann
jólaanda sem ríkir í bænum. Jólahúsin í jólaþorpinu, skreyting-
arnar í kringum það og viðburðirnir draga líka marga að. Í jóla-
þorpinu er hægt að kaupa listmuni og handverk, sælkeravörur og
annað fallegt í jólapakkana.“
Jólaljósin sett upp fyrr en áður
Rósa segir að á þessu ári hafi verið ákveðið að setja jólaljósin í
miðbænum upp mun fyrr en áður.
„Hvít, mild ljós lífga svo ótrúlega upp í skammdeginu og hafi
einhvern tíma verið þörf á því þá er það á þessu hausti. Kveikt
var á fyrstu ljósunum, á trjám, staurum og víðar, í seinni hluta
október og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Íbúar nutu þess
strax að gera sér ferð í miðbæinn til að njóta fallegra ljósanna og
mildrar birtunnar frá þeim. Ljósin minna okkur á það sem mestu
skiptir í lífinu; hlýju, mildi og ástina. Það hefur verið frábært að
sjá hve bæjarbúar hafa tekið vel í áskorun um að skreyta
snemma í ár og setja ljósin upp. Ég fullyrði að bærinn hafi aldrei
skartað eins fallegum ljósum og verið eins fagur og nú. Við erum
enn að skreyta og til stendur að gera Hellisgerði að ómissandi við-
komustað fyrir alla fjölskylduna í desember. Hlýleikinn mun ráða
ríkjum í Jólabænum Hafnarfirði á aðventunni.“
Hvað gerir þú með bæjarbúum og starfsfólki þínu?
„Stærsti jólaviðburðurinn er þegar jólaþorpið er formlega opn-
að og kveikt er á jólatrénu á Thorsplani í upphafi aðventunnar.
Það er jafnan tilhlökkunarefni og safnast mikill fjöldi fólks saman
til að njóta. Síðan hefur tekið við þétt dagskrá á sviði jólaþorpsins
allar helgar og ýmsir viðburðir í menningarstofnunum bæjarins
alveg fram að jólum. Að þessu sinni stefnir allt í að lítið verði um
skipulagða dagskrá en við látum það ekki slá okkur út af laginu og
notum reynsluna til að færa okkur í annan farveg þar sem jólalög,
óskipulögð dagskrá og óvæntar uppákomur munu setja svip sinn
á bæjarlífið. Fastir liðir með starfsfólki í Ráðhúsi Hafnarfjarðar á
aðventunni fela í sér jólapeysudag, jólahlaðborð í hádeginu og
jólastund þar sem hópurinn hefur komið saman við arineld með
Með dýrindismat á jólunum
Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra Hafnarfjarðar er margt til lista lagt. Hún gerir
glæsilega kjötveislu á jólunum enda veit hún fátt skemmtilegra en að elda.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Ljósmynd/Andri Þór Unnarsson
Rósa er farin að
undirbúa jólin
enda er hún mik-
ið fyrir að elda og
skreyta fyrir jólin.
❄ SJÁ SÍÐU 58
56 JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 2020
Við höfum alltaf kalkún á aðfangadags-
kvöld og hef ég notað sömu aðferðina við
matreiðsluna í mörg ár en prófa mig áfram
og breyti fyllingunni gjarnan. Kjötið verður
meyrt og ljúffengt og húðin stökk með
þeirri aðferð sem ég gef hérna upp.
Þíðið kalkúninn í kæliskáp í 2-3 daga, eft-
ir stærð hans. Takið innyflin úr og geymið í
kæli. Gott er að setja kalkúninn í saltpækil
yfir nótt, það finnst mér gera kjötið enn
mýkra en ella. Gerið ráð fyrir um 450 g af
kjöti á mann. Þá verður líka til afgangur til
að narta í yfir hátíðarnar eða til að nota í
smárétti.
1 kalkúni (5-6 kg)
Fylling:
4-6 brauðsneiðar (má sleppa)
2 epli, flysjuð og skorin í bita
1 dl rúsínur
1 dl pekanhnetur, gróft saxaðar
2 handfyllir fersk steinselja
5-6 pylsur, skornar í bita
1 stór laukur, saxaður smátt
2 sellerístilkar, sneiddir
2 blaðlaukar, sneiddir
salt, grófmalaður pipar og kalkúnakrydd
ólífuolía eða smjör
Aðferð Skerið brauðið í teninga (skorpu-
laust) og setjið í skál. Blandið eplum, rús-
ínum, pekanhnetum og ferskri steinseljunni
saman við brauðið. Bætið síðan pylsum,
lauk, blaðlauk og selleríi í skálina. Bleytið í
öllu saman með kjúklingasoðinu, blandið og
kryddið vel. Kryddið síðan fuglinn vel með
salti, pipar og kalkúnakryddi. Setjið fyll-
inguna inn í kalkúnann rétt áður en honum
er stungið í ofninn. Setjið afganginn af fyll-
ingunni í eldfast mót og bakið í um 20 mín-
útur í lok matreiðslunnar á kalkúnanum.
Ég miða við að elda kalkúna í 45 mínútur á
hvert kíló; lengst af við mjög vægan hita,
eða aðeins 120°C. Þegar um hálftími er eftir
af matreiðslunni er hitinn hækkaður í
180°C. Það er mjög mikilvægt að hella soð-
inu af kalkúna yfir hann eða pensla hann
með smjöri af og til meðan á steikingunni
stendur. Einfaldasta ráðið er þó að dýfa
grisjuklút eða einhverju álíka í brætt smjör
eða ólífuolíu og breiða yfir fuglinn. Stykkið
er síðan tekið af hálftíma áður en steikingu
lýkur, þegar hitinn er hækkaður. Gott er að
láta kalkúnann standa í 5-10 mínútur við
stofuhita áður en hann er borinn á borð á
fallegu fati. Skreytið fatið með ferskri
steinselju, rósmaríngreinum og ferskum
trönuberjum sem raðað er í kringum kal-
kúnann.
Sósa
innyflin úr kalkúnanum
2 sellerístilkar
2 laukar
salt, grófmalaður pipar og kalkúnakrydd
5 dl kalkúna- eða kjúklingasoð (helst sigt-
að soð af fuglinum sjálfum, annars má búa
til soð úr góðum kalkúna- eða kjúklinga-
krafti)
3-4 dl rjómi
Steikið innyflin á pönnu og saltið og pipr-
ið. Bætið niðurskornum lauk og selleríi
saman við. Þegar þetta hefur brúnast er
helmingnum af kalkúna- eða kjúklingasoð-
inu bætt út í og látið malla við mjög vægan
hita í 1-2 tíma. Þá er soðið sigtað (innyflin,
laukurinn og selleríið tekið frá) og kryddað
vel með kalkúnakryddi. Síðan er rjóma
bætt saman við soðið og látið malla við væg-
an hita þar til þykknar, hrært í á meðan.
Kryddið til að smekk. Þeir sem vilja hafa
sósuna bragðsterka geta t.d. bætt
villibráðarkryddi út í.
Saltpækill
Setjið kalkúna í fat eða fötu og fyllið upp
með vatni. Leysið sykur og salt upp í vatn-
inu og piprið líka. Miðið við 50 g af salti og
80 g af sykri í hvern lítra af vatni sem þið
notið. Látið fuglinn liggja í pæklinum á
köldum stað, sem dæmi utandyra, en lokið
eða pakkið þá einhverju utan um. Síðan er
fuglinn skolaður vel að utan sem innan og
þerraður áður en matreiðslan hefst.
Kalkúnn með pylsum, blaðlauk og eplum