Morgunblaðið - 26.11.2020, Page 87

Morgunblaðið - 26.11.2020, Page 87
með okkur í Vesturbæjarlaugina. Hún setti bara bað- bombu í nuddpottinn og gerði fyrir okkur froðubað. Gamla fólkinu í lauginni fannst þetta bara skemmtilegt.“ Eva segir mismarga vera hjá mömmu sinni á að- fangadag, sérstaklega eftir að það komu börn í fjölskyld- una. Hún reynir þó alltaf að vera hjá mömmu sinni með sem flestum enda samveran sem gerir jólin góð. „Ef það er lítið að gerast hjá mömmu þá hef ég alveg boðið vinum. Eitt skipti bauð ég útlenskum vinum sem komu hingað yfir jólin og í annað skipti vini okkar sem er utan af landi. Hann var að vinna svo mikið að hann komst ekki til fjölskyldu sinnar yfir jólin. Þá bara tókum við hann með í jólastemninguna til mömmu. Mömmu fannst það bara æðislegt að fá gesti yfir jólin.“ Eva Lind hefur eitt sinn verið í útlöndum yfir jólin og stefnir ekki á að gera það aftur nema fjölskylda hennar sé með í för. Eva Lind var stödd í Afríku með íslenskri vin- konu sinni og segir þær tvær hafa verið þær einu í 20 manna hópi sem héldu upp á jólin þann 24. desember. „Við fórum út um kvöldið og stálum lítilli hríslu. Kveiktum eld og bjuggum til músastiga úr pappír og skreyttum hrísluna. Við vorum búnar að kaupa gjafir fyr- ir hvor aðra. Svo ætluðum við að syngja jólalög á íslensku en það var ekki eitt einasta jólalag sem ég kunni frá a til ö. Það voru þrjú lög sem ég gat sungið við jólaeldinn minn. Vögguvísan úr Dýrunum í Hálsaskógi var eina lag- ið sem ég gat sungið á íslensku frá upphafi til enda. Hin- um fannst þetta alveg svakalega krúttlegt. Þetta var mjög skrítin jólahátíð.“ Áður en kórónuveiran kollvarpaði daglegu lífi fólks kom mamma Evu Lindar með þá hugmynd að verja jól- unum á Tenerife enda sum barna og barnabarna sem búa í útlöndum. Evu Lind fannst það ekki alveg galin hug- mynd. „Ég sjálf myndi ekki skreppa til útlanda til að sleppa við jólin. En það skiptir ekki máli hvar ég er svo lengi sem ég er með þeim,“ segir Eva Lind að lokum um það sem skiptir máli um jólin. Eva Lind veit fátt skemmtilegra en jólin. Eva Linda leggur mikið upp úr því að eiga falleg náttföt. Það eru jólalistaverk víða á heimilinu. Girnilegar smákökur sem Eva Lind bakar fyrir jólin. Jólasögur liggja á borðinu um jólin. JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 2020 87 Sölustaðir: Apótek Lyfju, Hagkaup Kringlunni og Lyfja.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.