Morgunblaðið - 26.11.2020, Side 94

Morgunblaðið - 26.11.2020, Side 94
Sígrænu jólatrén eru í hæsta gæðaflokki auk þess að vera mjög falleg og líkjast þannig raunverulegum trjám. Við bjóðum nú upp á 5 mismunandi gerðir af jólatrjám í mörgum stærðum, með og án LED ljósa. Einföld samsetning og aldrei meira úrval. Skoðaðu kostina • Ekkert barr að ryksuga • Ekki ofnæmisvaldandi • 12 stærðir (60-500 cm) • Fáanlegt með ljósaseríu • Íslenskar leiðbeiningar • Eldtraust • Engin vökvun • Stálfótur fylgir Fallegjólatré Verið velkomin í jólaskóg skátanna í Hraunbæ 123 eða verslaðu beint á sigraena.is - sem endast ár eftir ár! Hraunbær 123 | s. 550 9800 | www.sigraena.is Opnunartímar: Virkir dagar kl. 09-18 Helgar kl. 12-18 94 JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 2020 E lísa Ólöf Guðmunds-dóttir, blómahönnuðurog eigandi blómaversl-unarinnar 4 árstíða,segir að hún leggi sig fram um að vera glöð, þakklát og bjartsýn á þessum erfiðu og skrítnu tímum. „Við erum á leið inn í yndislegan tíma aðventunnar þar sem við ætl- um að njóta saman á fallega skreyttum heimilum og gera vel við okkur. Það er alltaf best að mínu mati. Við hjá 4 árstíðum flytjum sjálf inn afskorin blóm og pottaplöntur í bland við íslenska framleiðslu og leggjum mikið upp úr því að vera með fallegt og öðruvísi úrval blóma þar sem tegundir og litir er valið í takt við hvern árstíma.“ Frjálslegir vendir vinsælir Elísa segir tískuna í blómum í dag vera villt blanda blóma með exótískum stórum blómum. „Uppröðun og flæði verður þann- ig skemmtilega frjálslegt og vönd- urinn falleg hönnun.“ Elísa segir túlípana alltaf vinsæl jólablóm en hún bendir á fleiri blóm sem eru falleg á þessum árstíma. „Vinsæl jólablóm eru protea, amarylis, helleborus, skimma, flam- ingo eða anthurium. Afskornar greinar og öðruvísi greni er einnig fallegt. Sem dæmi má nefna crypto- meria, thuja, silkifura og svo auðvit- að laukblómin; túlípanar, hiasintur, animonur og ranaculus.“ Alltaf með stórt jólatré heima Heima hjá Elísu er stórt og fal- legt jólatré um jólin. „Við erum enn þá með stórt jólatré og þarf að mínu mati að velja það vel. Ég hef alltaf verið ákveðin með það. Ég vil hafa það hátt og grannt nóbilisgreni. Ekki of þétt og með svolítið bústnar greinar. Við setjum tréð alltaf upp sjö til tíu dögum fyrir jól. Ég byrja á að skreyta það létt og bæti svo í hátíð- leikann þegar nær dregur. Í dag er ég aðallega með mattar kúlur á trénu, glerkúlur og flauel og skraut- lega páfugla. Litirnir í jólaskrautinu eru gull, kopar og grænir tónar. Svo eru alltaf nokkrir vasar af fal- legum blómum og greinum ilmandi um húsið. Kertaljós og kósýheit skipta öllu máli á mínu heimili.“ Þegar kemur að góðum aðfanga- degi segir hún hann vera í faðmi fjölskyldunnar. „Það er ekkert betra en að njóta saman og að upplifa hamingjuna í gegnum barnabörnin. Ég er þakklát fyrir stundirnar með fjölskyldunni um jólin.“ Kaupir gjafirnar á Íslandi Blóm geta verið einstaklega falleg á kökur og með mat. „Ég skreyti kökur og mat með blómum allan ársins hring og rækta sérstaklega blómategundir til þess. Það er svo fallegt og gerir allt svo glaðlegt og girnilegt. Ég elska hátíðarilminn frá Geysi og kaupi hann alltaf fyrir jólin.“ Þegar kemur að jólagjafainn- kaupum þá eru þau vanalega gerð á Íslandi fyrir jólin. „Jólagjafainnkaupin eru oftast gerð í verslunum hér heima í okkar fallegu sérbúðum þar sem boðið er upp á íslenska hönnun, eitthvað notaleg og svo kaupi ég alltaf bækur í jólagjafir.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Upplifir hamingjuna í gegnum barnabörnin Elísa Ólöf Guðmundsdóttir leggur mikið upp úr blómaskreytingum fyrir jólin. Hún er enn þá með stórt jólatré heima hjá sér og skreytir það í viku fyrir jólin. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Elísa Ólöf er sérfræðingur í að gera fallega blóm- vendi sem minna á jólin.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.