Morgunblaðið - 26.11.2020, Síða 100
100 JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 2020
M ig grunar nú að þessi jólverði dálítið í stíl við þettastórfurðulega ár sem senner á enda! Það er eitthvaðsvo margt sem hefur þurft
að hugsa upp á nýtt og takturinn í öllu annar
og hægari, sérstaklega hugsa ég að aðventan
verði ekki eins yfirhlaðin af því sem alls ekki
hefur mátt missa af undanfarin ár. Mögulega
hægist aðeins á manni sem verður til þess að
hægt verður að njóta betur samveru og líð-
andi stundar. Jólin verða líka öðruvísi hjá
okkur í fjölskyldunni í ár, með nýja litla
hvolpinn okkar hann Bósa og svo er barna-
barn á leiðinni í byrjun nýs árs. Sem sagt
mikil gleði og tilhlökkun í bland,“ segir Ólöf
aðspurð hvernig þessi jól verði frábrugðin
fyrri jólum.
Ólöf er ekki bara stemningskona, hún er
líka jólabarn.
„Ég hef reynt að njóta aðdraganda hátíðar-
innar meira og meira síðustu árin. Finn samt
alveg að ég þarf að gæta þess að láta
stress og stuð ekki ná tökum á mér.
Það er oft mikið annríki í
vinnunni og síðan er svo
endalaust margt í boði og
ég reyni að velja það sem
skiptir virkilega máli.
Það er ekki alltaf auð-
velt, en til þess að
upplifa frið og ró í
hjartanu er mik-
ilvægt að reyna ekki
að gleypa allt. Þarf
sko að passa að
njóta en ekki þjóta.“
Hvað gerirðu til
þess að koma þér í
jólastemningu?
„Það þarf nú ekki mik-
ið til að ég finni fyrir jólastemningu, ef ég hef
bara nóg af ilmandi kertum og notaleg jóla-
lög í spilaranum er ég góð. Ein mikilvægasta
hefðin er þegar fjölskyldan kemur saman og
sker út laufabrauð og skreytir piparkökur.
Uppáhaldið mitt í gegnum tíðina hafa þó ver-
ið jólakortin en því miður hef ég verið alveg
ferlega léleg undanfarin ár vegna annríkis og
kortunum fækkar ört bæði sem ég sendi og
fæ. Krumpast smá í hjartanu við tilhugsunina
en svona þróast hlutirnir bara stundum,“ seg-
ir hún.
Ólöf útbjó sjarmerandi tækifærisgjafir og
segir að það sé gaman að færa fólki óvæntar
gjafir á aðventunni. Aðspurð hver galdurinn
á bak við svona gjafir sé segir hún að hafa
þær einfaldar.
„Eitt er víst að það er sáraeinfalt að gera
þetta allt of flókið! Gjafirnar sem ég er
kannski að hugsa um í þessu samhengi mætti
frekar kalla aðventugjafir. Eitthvað matar-
kyns, einfalt og nett sem
hægt er að njóta
Svona töfrar þú fram
heillandi aðventugjafir
Ólöf Birna Garðarsdóttir, eigandi Reykjavík Letterpress,
er stemningskona mikil sem leggur upp úr því að pakka
fallega inn. Hér sýnir hún okkur hvernig útbúa má einstakar
tækifærisgjafir sem mætti jafnvel færa fólki á aðventunni enda
passar súrdeig í bökunarpappír kannski ekki undir jólatréð.
Marta María | mm@mbl.is
Fólki finnst skemmtilegt að fá
óvæntar tækifærisgjafir. Hér er
sítrónulíkjörinn merktur með merki-
miða frá Reykjavík Letterpress.
Ólöf býr til karamellusósu frá
grunni og segir að hún sem
gjöf sé alltaf jafnvinsæl gjöf.
Svartir borðar á grænum pökkum
með fallegum merkimiðum lífga
upp á í skammdeginu.
Súkkulaðið hennar
Ólafar þykir alltaf
jafnljúffengt.