Morgunblaðið - 26.11.2020, Page 101
JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 2020 101
á næðisstundum og færi kannski ekki of vel
undir jólatrénu,“ segir Ólöf og bætir við:
„Ég ákvað að taka tvenns konar nálgun á
þetta verkefni. Annars vegar með því að taka
eitthvað tilbúið í matvörubúðinni eins og
grissini-brauðstangir, nýbakað súrdeigs-
brauð, kaktus í potti og kertabúnt. Mér
fannst tilvalið að sýna hvað auðvelt er að
taka tilbúna hluti, skreyta þá aðeins og setja
í nýjan búning og þá er komin þessi fína
huggulega gjöf! Eins og að kaupa nýbakað
súrdeigsbrauð, setja renning af bökunar-
pappír utan um ásamt fallegum borða og
merkimiða – hversu fallegt og einfalt!
Hins vegar er það heimalagaða gúmmelað-
ið eins og pestóið, limoncello-líkjörinn ómót-
stæðilegi, karamellusósan og súkkulaðigottið.
Þá er ég oft búin að halda til haga alls konar
krukkum og flöskum undan einhverju öðru –
og já ég kaupi oft matvæli eftir umbúðunum!
Það tekur mislangan tíma að útbúa þetta
gotterí en vanalega gúgla ég mig bara í gegn-
um nokkrar uppskriftir og mixa því sem mér
þykir líklegast til að bragðast almennilega.“
Ólöf segir að karamellusósa sé tilvalin
tækifærisgjöf því hún passar með svo mörgu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hér er Ólöf búin að pakka inn brauði og Dímon osti á
smekklegan hátt. Merkimiðinn setur punktinn yfir i-ið.
❄ SJÁ SÍÐU 102
Yljaðu þér
á aðventunni
DÖKKR ISTAÐ , KRÖFTUGT ,
ÞÉTT & I LMR ÍKT
HEFUR ÖRL Í T I Ð HNE TUBRAGÐ ,
GÓÐA FY L L I NGU MEÐ SKEMMT I L EGUM
SÚKKU LAÐ I K E IM & ER Í E I N S TAK L EGA
GÓÐU JA FNVÆG I