Morgunblaðið - 26.11.2020, Side 103

Morgunblaðið - 26.11.2020, Side 103
JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 2020 103 L ucie Samcova fæddist í Prag í Tékklandi en hefurstarfað að mestu í Belgíu og Sviss. Hún kom tillandsins í sumar með börnunum sínum tveimur ogsegist elska veru sína á Íslandi. Eiginmaður henn-ar, Oliver Hall Allen, starfar einnig sem diplómat og skiptir tímanum sínum á milli Reykjavíkur og Brussel. „Hátíðisdagar á nýjum stað eru alltaf einstakir og frábær leið til að kynnast landi og þjóð. Þegar hægist um í vinnu hefur fólk tilhneigingu til að opna sig meira og við höfum meiri tíma fyrir samtöl og samveru. Ég hlakka mikið til þess að læra meira um íslenska menningu og hefðir og sjá þær með eigin augum. Strákarnir mínir tveir eru líka orðnir spenntir að fá gjafir frá ekki bara einum heldur þrettán jólasveinum!“ Lucie segir jólin mikilvægustu hátíðisdagana í Tékklandi. „Jólin eru því minn uppáhaldstími. Á meðan á þessu tímabili stendur verður andrúmsloftið meira töfrandi með hverjum deginum sem líður og nær há- marki 24. desember þegar fjölskyldur safnast saman yfir stórum kvöldverði, ásamt því að margir fara í kirkju og syngja jólasálma. Tékknesk börn trúa á Jezisek. Jesúbarnið sem skilur eftir gjafir handa þeim undir jólatrénu. Það sem heillar mig mest við Jezisek er að það er engin ákveðin lýsing á honum. Enginn veit hvernig hann lítur út svo ímyndunarafl barnanna fær algert frelsi.“ Með hverjum verðið þið á jólunum? „Þar sem við eigum ættingja út um alla Evrópu ferðumst við oft mikið um jólin. Þetta ár verður öðruvísi, rólegra en venju- lega – sem er líklega af hinu góða! Ég verð á Íslandi með eig- inmanni mínum og börnum, en fer í stutt skíðafrí til Sviss. Við erum öll miklir aðdáendur vetraríþrótta og elskum að vera úti, sama hversu kalt er.“ Hver er fyrsta minning þín frá jólunum? „Tékkar borða venjulega vatnakarpa, sem er ferskvatns- fiskur, um jólin. Þú kaupir fiskinn úti í búð þar sem hann er af- lífaður og pakkaður fyrir þig. Sem barni fannst mér þetta allt of ofbeldisfullt. Ég fékk því foreldra mína til að kaupa fiskinn, en í stað þess að drepa hann slepptum við honum aftur í ána. Ég man ekki eftir gjöfunum sem ég fékk það árið en ég man tilfinn- inguna um að ég hefði gert eitthvað gott.“ Muntu skreyta heima hjá þér á jólunum? „Heldur betur. Ég verð með fullt af ljósum og skrauti. Ég er yfirleitt nokkuð hófsöm þegar kemur að tísku og hönnun, en um jólin gleymum við okkur og leyfum okkur að fara aðeins yfir strikið. Tékkland er þekkt fyrir glervöru sína allt frá miðöldum. Ég á safn af gömlu jólaskrauti úr gleri sem ég hef erft frá for- eldrum mínum og ömmu og afa. Skrautið fylgir mér hvert sem ég fer. Við höfum búið á fjórum mismunandi stöðum síðustu sjö árin og því skiptir miklu máli að hafa ákveðnar hefðir sem fylgja okkur.“ Lumar þú á góðri jólauppskrift? „Þú verður að spyrja manninn minn að þessu. Hann er kokk- urinn í fjölskyldunni og frábær sem slíkur!“ Hvað ætlarðu að gera á nýju ári? „Mig langar að ferðast um Ísland eins mikið og ég get. Kórónuveirufaraldurinn setti starf mitt svolítið á hvolf, eins og hjá flestum. Þegar diplómatar koma í nýtt land viljum við hitta sem flesta, byggja upp tengslanet og kynnast landinu út og inn. Ég hef því miður þurft að halda aftur af öllu slíku þar sem við reynum öll að sýna ábyrgð og takmarka útbreiðslu vírussins, en ég vonast til að komast í þessi verkefni sem fyrst. Ég er alveg heilluð af Íslandi. Þetta er land er alveg einstakt. Ég elska nátt- úruna og er sérstaklega áhugasöm um Íslendinga, sem mér finnst vera afskaplega raunsætt og beinskeytt fólk, og með magnaða kímnigáfu!“ Börnin spennt fyrir svona mörgum jólasveinum Lucie Samcova, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, er frá Tékklandi. Hún segir börnin sín tvö ákaflega spennt fyrir því að fá í skóinn frá heilum þrettán jólasveinum en ekki einum eins og þau eru vön. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Lucie á góðri stund með syni sínum á jólunum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.