Morgunblaðið - 26.11.2020, Side 115
JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 2020 115
Þ ú f æ r ð j ó l a g j ö f i n a h j á o k k u r
w w w . l i f s t y k k j a b u d i n . i s
S i l k i k j ó l l s í ð u r 2 9 . 4 0 0 k r
S i l k i s l o p p u r s í ð u r 4 6 . 9 0 0 k r
C a l v i n K l e i n b a k p o k i 1 5 . 9 0 0 k r C a l v i n K l e i n t a s k a 1 7 . 9 0 0 k r
C a l v i n K l e i n p e y s a 1 7 . 9 0 0 k r
C a l v i n K l e i n t o p p a r 2 s a m a n
ak r a k k a 6 . 9 0 0 k r
.C a l v i n K l e i n t o p p u r 6 . 9 0 0 k r
C a l v i n K l e i n b u x u r 5 . 9 0 0 k r
B r j ó s t a h a l d a r i 1 8 . 9 0 0 k r
N æ r b u x u r 8 . 9 0 0 k r
.B r j ó s t a h a l d a r i 1 7 . 9 0 0 k r
rN æ r b u x u r 9 . 9 0 0 k r S i l k i s l o p p u r s t u t t u r 3 8 . 9 0 0 k r
ástfangin á jólum, það er algjör jólabón-
us.“
Eru einhverjar hefðir þar sem þú býrð
sem þú hefur tileinkað þér?
„Ég er eiginlega alltaf á Íslandi yfir
jólin. Það er mjög langt síðan ég var er-
lendis yfir jól en hins vegar er ég mjög
oft erlendis yfir áramótin! Þá yfirleitt
annað hvert ár þegar krakkarnir eru hjá
pabba sínum. Þá er fínt að nýta tímann í
nýársferð til einhvers spennandi áfanga-
staðar eða ég fagna hér í Búlgaríu þar
sem áramótin eru mjög svipuð og á Ís-
landi þar sem almúginn skýtur upp miklu
af flugeldum. Hér er ef til vill meira um
að fólk sé með stórar veislur eða sé í þar
til gerðum áramótafögnuðum á matsölu-
stöðum, hótelum, skíðasvæðum eða
sumarbústöðum. Þannig veislur standa
vanalega yfir í tvær nætur með fullu pró-
grammi. Mér finnst það mjög skemmtileg
hefð.“
Elskar íslensku jólin
Ásdís Rán lærði þegar hún flutti ung
frá Íslandi og bjó víða um Evrópu að það
gefa fáar þjóðir jafn mikið af gjöfum á
jólunum og Íslendingar gera.
„Í flestum löndum gefur fólk bara
börnunum sínum eða maka. Mér fannst
þetta mjög skrítið fyrst en svo þegar ég
fór að hugsa þetta betur þá finnst mér
ekki viðeigandi að gefa allar þessar gjaf-
ir og fara þannig langt fram úr því sem
fjármálin leyfa á jólunum sem skapar oft
bara áhyggjur og óþarfa stress. Ég hef
því tileinkað mér þann sið að gefa ein-
ungis börnum mínum, kærasta, mömmu,
pabba og litlu systur. Ég fer oft með
konfekt eða vínflöskur til vina og ætt-
ingja sem smá jólaglaðning í kringum
hátíðirnar. Mínar áhyggjur minnkuðu
um helming þegar ég hætti að hafa
áhyggjur af gjöfum fyrir alla ættingja í
desember.“
Ásdís Rán er umvafin góðum vinum þar
sem hún býr.
„Ég á rosalega góða vini hér úti sem ég
hef átt síðan ég flutti hingað fyrst árið
2008. Það er svolítið öðruvísi að hafa ekki
fjölskylduna í kringum sig, en ég á góða
vini og vinkonur sem ég get treyst á og
leitað til þegar ég er í vanda. Svo reyni ég
að fara til Íslands tvisvar til þrisvar á ári
og njóta þess að vera með fjölskyldunni.
Það hefur reyndar ekki verið hægt núna
þetta árið og ég er farin að sakna allra
allt of mikið.“
Hvers saknar þú frá Íslandi á jólunum?
„Ég elska íslensk jól; kuldann, dimm-
una lýsta upp með jólaljósum, Laugaveg-
inn og íslensku stemninguna sem er alltaf
svo notaleg.“
Börnin skipta Ásdísi Rán miklu máli
Hvernig skreytir þú fyrir jólin?
„Ég er alltaf svo mikið á ferðalagi eða í
flutningum að ég sanka ekki miklu jóla-
skrauti að mér. Ég hef mjög oft þurft að
gefa skrautið mitt eða henda því þar sem
ég hef búið í svo mörgum löndum og flutt
alltof oft á milli landa. Svo nú er ég meira
í því að heimsækja mömmu og alla þá sem
skreyta mikið og njóta jólaskreytinganna
þeirra. Ég set þó alltaf upp slatta af jóla-
ljósum, lítið jólatré, kúlur, kransa og
kerti. Svo sér dóttir mín um baksturinn.“
Ásdís Rán segir að hún eigi eftir að
skreyta meira á efri árum.
„Ég á eftir að skreyta töluvert meira í
ellinni þegar ég er orðin ráðsett í einu
húsi og hætt þessu flakki á milli landa.“
Ásdís Rán segist njóta hverrar stundar
með börnunum sínum og hún elski að fara
á flakk með þau að skoða fallegt skraut í
bænum og upplifa jólastemningu með
heitt súkkulaði í hendi.
„Krakkarnir mínir eru nú samt öll hálf-
fullorðin og með sitt einkalíf og hafa því
takmarkaðan tíma til að hanga með mér.“
Ásdís Rán bíður eftir
því að góður maður
komi í líf hennar.