Morgunblaðið - 26.11.2020, Qupperneq 116

Morgunblaðið - 26.11.2020, Qupperneq 116
S unneva Ása Weisshappel er að ljúkavið að hanna sína aðra leikmynd fyr-ir sjónvarpsþáttaseríur sem fram-leiddar eru af RVKStudios og Net-flix. Þar starfar hún með unnusta sínum, Baltasar Kormáki Baltasarsyni. Hún segir ástina víða og því ekki úr takt að leiðir fólks liggji stundum saman í vinnu líka. Þrátt fyrir kórónuveiruna hefur hún aldrei verið jafn upptekin í vinnunni og hefur þurft að vísa frá verkefnum. Hún er að gera leikmynd fyrir Ófærð III og svo var hún að fá sér kisu sem ég er mjög hrifin af. Sunneva segir árið hafa liðið hratt. „Eflaust vegna þess hvað mikið er búið að vera að gera. Ég hef einnig verið í hestaferðum og gert ýmislegt fyrir mig sem hefur aukið á jafnvægið í lífinu.“ Kórónuveiran hefur sett strik í reikninginn Fyrir ári var Sunneva í Kaupmannahöfn að leikstýra við Sydhavn Theater í samstarfi við Katrínu Mogensen. „Verkið okkar hét Zoo og var tilraunaleikhús um manneskjuna. Ég kom síðan heim til Íslands til að vinna að leikmyndinni fyrir Kötlu, sem eru nýir sjónvarpsþættir framleiddir af RVK stud- ios og Netflix. Það var mikil rússíbanareið þar sem verkefnið var mjög stórt og krefjandi. Út- koman er algjörlega mögnuð og ég hlakka gíf- urlega til þess þegar þetta listaverk kemur út. Katla var verkefni þar sem ég upplifði virkilega sterkt að allar hliðar listmiðilsins fengu að njóta sín og blómstra. Samstarfið og flæðið á milli list- rænna deilda var magnað. Ég vann út frá sterkri listrænni sýn en á sama tíma fékk ég mikið frelsi. Ég upplifði flæði í samtali á milli listrænna deilda og að allir fengju að leggja sitt af mörkum og upplifa sig skapandi og mik- ilvægan þátt af heildinni. Að mínu mati verður það ekki betra í listænu samstarfi. Þegar svona gerist, þá er eins og eitthvað æðra taki við og maður dettur inn í ferli þar sem fullkomið traust ríkir og maður er sem leiddur áfram. Þegar þessi einstaka upplifun á sér stað finnur maður svo sterkt fyrir því af hverju maður hefur valið þessa leið í lífinu. Þessi heimsfaraldur hefur lamað leikhúsið en kvikmyndaheimurinn hefur getað haldið áfram með verkefni sín. Ég tel mig heppna að hafa fengið tækifæri þar og núna vinn ég á fullu við að klára að hanna Ófærð III. Þegar því er lokið ætla ég að leggja áherslu á mína eigin myndlist og halda áfram þar sem frá var horfið.“ Sunneva segir kvikmyndir og leikhús ekki svo ólík fyrirbæri. „Hugmyndalega séð er það ekki svo ólíkt. Ég er ennþá að vinna við að búa til myndmál; myndir sem segja sögu eða styðja við sögu. Myndmál sem verður strigi sögunnar. Vinnu- umhverfið er þó mjög ólíkt. Leikhúsið er kyrrt, unnið á sviði í svörtum kassa. Verkið er búið til og sett saman og síðan afhjúpað fyrir áhorf- endum. Þá er hlutverki myndlistarmannsins lokið og ég fer á braut en kvikmyndin er öðru- vísi ferli og þáttur myndlistarmannsins ólíkur þar. Ég er hluti af öllu sköpunarferlinu og vinn þangað til upptökum er lokið. Verkið öðlast svo einhverskonar eilíft líf. Ég fæ að skapa stærri heim því sem framleiðsluhönnuður (e. produc- tion designer) í kvikmynd býr maður ekki að- eins til sviðsmyndina heldur einnig allan heim- inn í samstarfi við leikstjóra og aðra listræna stjórnendur. Sem leikmyndahönnuður velur þú og hannar allt frá rýmum að bílategundum, hús- um, borgarmynd og náttúru. Í raun allt sem tengist myndheimi sögunnar. Umfangið er tölu- vert meira en í leikhúsinu vann ég reyndar að- allega við búninga. Mér hentar að mörgu leyti betur stærðin sem kvikmyndamiðillinn býður mér upp á og mér finnst það meira spennandi og ögrandi núna. Ég er mikið náttúrubarn og það er algjör gjöf að fá að starfa og skapa í nátt- úrunni, uppi á hálendinu, inni í hellum og í jök- ulsprungum.“ Upphaf hverrar listabylgju heillandi Sunneva segir ekki síður listrænt að vinna við kvikmyndir en leikhús. „Ramminn getur verið misþröngur sem mað- ur vinnur innan og inni í þröngum ramma getur líka verið spennandi að finna listræna ögrun. Áður fyrr var ég sem dæmi mjög fordómafull gagnvart raunhyggju (e. realisma) og fannst hann leiðigjarn. Með auknum þroska hef ég reynt að ögra fordómum mínum og núna finnst mér sem dæmi spennandi í Ófærð III að takast á við stíliseraða raunhyggju og vinna mynd- heiminn þannig, sem er að einhverju leyti lagð- ur og að sprengja hann út innan frá. Gott dæmi um stíliseraða raunhyggju er til dæmis Fargo eftir Coen-bræður og mörgum að óvörum hafa þeir sagt í viðtölum að það sé sitt stíliseraðasta verk. En síðan vinn ég alltaf myndlistina mína til hliðar við og á milli verkefna og þar fæ ég kannski hina eiginlegu útrás fyrir „listagyðj- una“. Hvaða tímabil í listasögunni heilla þig mest? „Upphaf hverrar listastefnu/bylgju heillar mig alltaf mest. Því þá er alltaf svo mikil alvara í hlutunum. Upp á líf og dauða. Það er verið að finna upp hjólið. Listamenn setja sig alla í verk- ið. Það heillar mig. Ég elska metnað og ég elska þegar fólk hefur trú á því sem það er að gera og finnst verk þess og heimsmynd skipta máli. Þá fer lífsorka og framkvæmd saman og oft gerast ótrúlegir hlutir. Bæði hættulegir en líka kynngi- „Ég er ein- hvern veginn alltaf að klúðra jóladressinu“ Sunneva Ása Weisshappel, myndlistarkona og leik- myndahönnuður, var í uppreisn gegn jólunum þegar hún var unglingur. Nú hefur hún tekið jólahátíðina í sátt og ætlar að leggja sérstaka áherslu á jóladressið á þessu ári. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Ljósmynd/Ása Dýradóttir Sunneva Ása Weishappel lista- kona hefur orðið meiri jólakona með árunum. 116 JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 2020
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.