Morgunblaðið - 26.11.2020, Qupperneq 122

Morgunblaðið - 26.11.2020, Qupperneq 122
legt að taka fram eitt- hvað af jólaskrauti og ljósum. Þá hef ég gjarnan skreytt fallega lifandi grein með jólatrés- skrauti og not- ið hennar síð- ustu dagana á aðventunni. Hugmyndin er stolin og stílfærð en tréð er nokkrar lifandi greinar sem heita á norsku „troll- hassel“. Greinarnar eru skemmtilega kræklóttar og það er nóg pláss fyrir skraut. Á þetta tré valdi ég skraut sem er stíl- hreint í hvítu og silfri. Ég notaði skraut sem hefur persónulega merkingu fyrir mig; englavængi fyrir dóttur mína, hjarta fyrir ástina, kúlur sem ég prjónaði sjálf, Georg Jensen-skraut frá móður minni og pappírsstjörnur frá jólamarkaðnum á safninu. Mér finnst notalegt að horfa á tréð á dimm- um desemberkvöldum og ylja mér við góðar minningar.“ Hvernig er í Noregi um þessar mundir? „Í Noregi erum við upptekin af kórónuveirunni og varúðarráðstöfunum eins og heimurinn allur. Það setur sitt mark á allt samfélagið og undanfari jólanna verður öðruvísi í ár. Allt er rólegra og minna félagslíf eins og gef- ur að skilja. Við í safnageiranum finnum mikið fyrir þessu; engir erlendir ferðamenn, lítið um skólaheimsóknir og ýmsar nauðsynlegar takmark- anir sem setja okkur skorður í starfseminni. Annars reynir fólk að lifa sem eðlilegustu lífi. Útivera er stór hluti af hversdagslífinu hér. Göngu- ferðir og skíðaferðir í skóginum eru jafnsjálfsagðar hér og sundferðir eru á Íslandi. Sem betur fer er óhætt og hollt að nota skóginn á þessum tím- um.“ Brynja segir gaman að vera í Noregi um jólin og að Norðmenn séu skiplagðir um jólin. „Fólk í Noregi skipuleggur frekar snemma hvar það verður og með hverjum um jólin. Hjá ömmu og afa, heima eða í bústaðnum og þess hátt- ar.“ Íslandsferð á óskalistanum Hvað gerir þú aldrei á jólunum? „Ég fer aldrei á jólatónleika.“ Hver er besta jólagjöfin að þínu mati? „Besta jólagjöfin er að geta verið í fríi og notið rólegra daga með fólki sem manni finnst vænt um. Bestu pakkarnir eru þeir sem segja eitthvað um gefandann, persónulegar gjafir sem hafa merkingu umfram sjálfan hlutinn.“ Er eitthvað á óskalistanum þínum? „Í ár væri það helst Íslandsferð án sóttkvíar og vesens. Ég sem er ekki upptekin af nútíma jólasiðum setti fyrir nokkrum árum upp sýningu á jólum til forna. Rannsakaði upphaf jóalsiða allt aftur á bronsöld og víkingaöld, og hvernig þeir þróuðust í siðina sem við þekkjum í dag. Jólabjór og jólasveinar eiga sem dæmi mjög skemmtilegt og æva- gamalt upphaf.“ B rynja Björk Birgisdóttir er safnstjóri á Sverresborg sem ereitt af stærri söfnum í Þrándheimi í Noregi.„Sverresborg er útiminjasafn, borgarminjasafn og þvífylgir líka Sjóminjasafnið í Þrándheimi og rústir mið-aldakastalans. Við erum með heilmikla jóladagskrá og stór- an jólamarkað svo það er í nógu að snúast þessa dagana.“ Hvað hefurðu verið lengi búsett í Noregi? „Ég flutti fyrst til Þrándheims árið 1994. Ég flutti svo aftur heim á móti straumnum árið 2011. Ég fékk fljótt heimþrá aftur til Noregs og sneri aft- ur hingað árið 2016. Íslenskir vinir mínir vilja meina að ég sé agalega norsk og norskir vinir líta á mig sem Norðmann með íslensku ívafi.“ Ætlar að vera með dóttur sinni á jólunum Hvernig eru hin dæmigerðu jól hjá þér? „Jólin hjá mér eru ódæmigerð má segja. Ég hef gert mér far um að mynda ekki fastar jólahefðir undanfarin ár. Ég hef gert það sem mig hef- ur langað til það árið. Eftir að yngri dóttir mín lést eftir langa baráttu við krabbamein og eldri dóttir mín flutti að heiman hef ég haldið alls konar jól. Með vinafólki á lúxushóteli í París, hjá vinkonu í norskum smábæ og nú síðast í sumarbústað í Skorradal. Í ár stendur til að halda jól hjá dóttur minni, tengdasyni og litlu ömmustelpunni minni sem búa í Tromsø í Norð- ur-Noregi. Eina dæmigerða hefðin í nokkur ár hefur verið að eyða einni helgi á aðventunni hjá dóttur minni, þá bökum við og gerum eitthvað jólalegt sam- an. Nú þegar hún er komin með fjölskyldu býst ég við að það myndist aftur fastari hefðir með ömmu- hlutverkinu.“ Brynja segir Norðmenn nota jólareykelsi á aðvent- unni, svokallað kóngareykelsi. „Sú lykt er orðin ómissandi hjá mér á aðventunni. Svo er pinnakjöt, þurrkuð og söltuð lambarif borin fram með rófustöppu og kartöflum, fastur liður á jóla- matseðlinum.“ Hvað gera Norðmenn öðruvísi en við Íslendingar? „Norsku jólin eru að miklu leyti lík þeim íslensku. Ég er vön að segja að það sé lítill menningarmunur á okkar helstu siðum og venjum, aðeins litbrigði. Jólin eru hringd inn klukkan fimm á aðfangadag. Fjöl- skyldur og gjarnan stórfjölskyldan borða saman og taka upp gjafir eins og á Íslandi. Jólaboð eru á jóla- dag, jólamessur, jólatónlist og samvera er líkt og við þekkjum á Íslandi.“ Fallegt jólatré með minningum Brynja er með fallegt jólatré á jólunum. „Ég er ein af þeim sem verða að hafa lifandi tré og alls ekki of snemma í desember. Þegar ég hef ekki verið heima yfir sjálfa jólahátíðina hef ég valið að setja ekki upp hefðbundið grenitré, en finnst samt huggu- „Hef haldið alls konar jól“ Brynja Björk Birgisdóttir safnstjóri heldur ódæmigerð jól að eigin sögn. Hún hefur gert sér far um að mynda ekki fastar jólahefðir undanfarin ár. Eftir að yngri dóttir hennar lést eftir langa baráttu við krabbamein og eldri dóttir hennar flutti að heiman hefur hún haldið alls konar jól. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Brynja Björk í Ralph Lauren í París árið 2017. Sverresborg- safnið komið í jólabúning. Brynja Björk er með fallegt jólatré úr greinum sem hún skreytir um jólin. 122 JÓLABLAÐ MORGUNBLAÐSINS 26. NÓVEMBER 2020 Lauftré á Íslandi hefur verið uppseld í no en er nú komin í annari prentun, með fjö nýrra tegunda, nýjum myndum og aukn upplýsingum um eldri tegundir. Verð kr. 5.500,- Bókaflokkurinn Við ræktum fæst í öllum helstu bókabúðum og á heimasíðu ok
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.