Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2020, Side 4
FRÉTTIR VIKUNNAR
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.11. 2020
Um skeið mátti halda að Ís-land væri orðið 51. ríkiBandaríkjanna, svo mikill
var áhuginn og fréttaflutningurinn
af forsetakosningunum í Banda-
ríkjunum. Svo mikill að stundum
virtust aðrar fréttir vart komast að.
Var þó margt annað í fréttum.
Liðna helgi var kynnt ný reglugerð
um sóttvarnir og skólastarf, en Lilja
Alfreðsdóttir menntamálaráðherra
sagði markmiðið að tryggja mennt-
un og halda skólahaldi eins óbreyttu
og unnt væri, án þess þó að slaka á
sóttvörnum í nokkru. Var skólum
því hólfaskipt, í 50 manna hópa í
yngstu bekkjunum en 25 manna í
hinum eldri, svo ekki þyrfti að loka
heilu skólunum ef til smits kæmi.
Grímuskylda er í eldri bekkjum, þar
sem tveggja metra reglunni verður
ekki við komið og tíu manna fjölda-
takmörk í framhaldsskólum.
Bandaríski aðmírállinn Robert
Burke og sagði varnarsamstarfið
við Ísland svo mikilvægt að til greina
kæmi að koma upp varanlegum um-
svifum á Íslandi til að treysta varnir
á Norður-Atlantshafi. Nefndi svo að
það kynni að vera ábatasamt fyrir
Íslendinga, rétt eins og hann væri
nýbúinn að ræða málin við Aron
heitinn í Kauphöllinni.
Fyrirætlanir borgarinnar um Nýja-
Skerjafjörð, nýtt íbúahverfi við sjó-
inn skammt frá flugvellinum, kunna
að verða flóknari í framkvæmd eftir
að Heilbrigðiseftirlit borgarinnar
varaði við því að gert væri ráð fyrir
skóla ofan í olíumenguðum jarðvegi.
Hann þyrfti að flytja eða hreinsa,
enda ótækt að hafa athafnasvæði
barna þar. Á Íslandi er engin mót-
tökustöð fyrir slíkan jarðveg.
Kosningabaráttan í Bandaríkjunum
náði hámarki um liðna helgi og fram
á mánudag, þótt eftir æ færri at-
kvæðum væri að slægjast. Um 90
milljónir manna höfðu annaðhvort
neytt atkvæðaréttar síns eða a.m.k.
fengið póstatkvæði í hendur fyrir
kjördag, svo þá þegar stefndi í met-
kjörsókn.
Skoski leikarinn Sean Connery lést
níræður að aldri.
***
Bandaríkjamenn gengu að kjörborð-
inu á þriðjudag og voru Joe Biden,
félagar hans í Demókrataflokknum
og velflestir fjölmiðlar nokkuð vissir
um stórsigur. Donald Trump
Bandaríkjaforseti lét það þó ekki
draga úr sér kjark eða kjaft.
Hryðjuverk var framið í Vínarborg
þegar vopnaður íslamisti lét til skar-
ar skríða skammt frá bænahúsi og
safnaðarheimili gyðinga í borginni
og skaut fólk nokkuð handahófs-
kennt, fjóra til bana og særði 23
aðra, suma lífshættulega. Hann var
felldur af lögreglu í skotbardaga.
Vínarlögreglan taldi upphaflega að
um hóp hryðjuverkamanna væri að
ræða, en tilræðismaðurinn reyndist
vera einn, austurrískur fylgismaður
ISIL af albönskum uppruna.
Landspítalinn tók nýja kórónu-
veirudeild í gagnið á Landakoti, en
hún er ætluð fólki á batavegi, sem
enn þarf þó á sjúkrahúsvist að halda.
Varðskipið Ægir var auglýst til sölu
af Ríkiskaupum, en það var smíðað í
Danmörku árið 1968 og á því langa
og frækilega sögu að baki við land-
helgisgæslu og björgunarstörf.
Klippunum svonefndu, sem notaðar
voru til þess að skera á togvíra land-
helgisbrjóta í þorskastríðunum um
50 mílurnar og 200 mílurnar, beitti
fyrst Guðmundur Kærnested skip-
herra á Ægi haustið 1972.
Fram kom í samtali við Gunnar Egil
Sigurðsson, framkvæmdastjóra hjá
Samkaupum, að netverslun hjá
Nettó hefði haldist stöðug síðan
þriðja bylgja kórónuveirunnar reigði
sig. Telur hann að neysluhættir dag-
vöru hér á landi hafi breyst til fram-
búðar.
Sögð var frétt af því að rannsóknir á
245 ára gömlum hákarli, sem veidd-
ist í haustralli Hafrannsóknastofn-
unar árið 2017, leiddu ekki í ljós nein
þekkt einkenni hrörnunar, líkt og
mannskepnan þarf að glíma við,
hvorki í heila né taugakerfi. Bara í
fullu fjöri fyrir utan að vera dauður.
Í Hafnarfirði hafa verið settir
skynjarar í rusladalla bæjarins.
Nefnast þeir síðan snjalldallar.
Ísfélagið í Vestmannaeyjum hefur
fest kaup á norsku skipi, sem heitir
því frábæra nafni Harðhaus. Það
verður þriðja uppsjávarskip útgerð-
arinnar þegar það verður afhent í
febrúar.
Örlygur Hálfdánarson, bókaútgef-
andi og Viðeyingur, lést níræður að
aldri.
***
Alls reyndist um 101 milljón Banda-
ríkjamanna hafa greitt atkvæði utan
kjörfundar en samt mynduðust víða
miklar raðir við kjörstaði, enda
kosningaþátttaka þar meiri en
gerst hefur í 120 ár. Viðbúið var að
talning myndi víða taka tíma og
staðan að lokinni kosninganótt enn í
algerri tvísýnu, þótt ljóst væri að
fylgi Donalds Trump Bandaríkja-
forseta væri talsvert meira en skoð-
anakannanir höfðu gefið til kynna.
Í ljós kom samkvæmt tölfræði
Eurostat, hagstofu Evrópusam-
bandsins, að Ísland var í öðru sæti á
Norðurlöndum á eftir Svíþjóð, þegar
horft var til fjölda umsókna um al-
þjóðlega vernd miðað við höfðatölu.
Hið sama var upp á teningnum þeg-
ar fjöldi dvalarleyfa var skoðaður,
en nær þriðji hver umsækjandi fékk
hér hæli.
Forysta verkalýðshreyfingarinnar
vísaði á bug öllum hugmyndum um
frestun umsamdra launalækkana,
hvað sem liði rekstraráföllum í at-
vinnulífi vegna kórónuveirunnar.
***
Áhrif kórónuveirunnar brjótast víða
fram en allt að þriðjungsaukning
hefur verið á sölu í verslunum Krón-
unnar undanfarna mánuði, miðað við
sama tímabil í fyrra. Ásta Fjeld-
sted, framkvæmdastjóri Krón-
unnar, segir það ekki koma á óvart,
mun fleiri vinni og borði heima hjá
sér, mötuneyti og veitingastaðir að
mestu lokuð.
Sagt var frá því að þörf væri á mik-
illi og hraðri uppbyggingu
hjúkrunarheimila á næstu árum
vegna hlutfallslegrar fjölgunar aldr-
aðra. Talið er að íbúum landsins, 80
ára og eldri, fjölgi úr 13 þúsund í 34
þúsund árið 2050. Verði áform
stjórnvalda um byggingu hjúkr-
unarheimila óbreytt gætu biðlistar
sjöfaldast, en nú bíða 400 manns eft-
ir hjúkrunarrými. Það þýðir að
byggja þyrfti eitt meðal-
hjúkrunarheimili á ári.
Efnahags- og viðskiptanefnd Al-
þingis leggur til verulega útvíkkun á
tekjufallsstyrkjum, sem kostað gæti
um eða yfir 23 milljarða króna. Óli
Björn Kárason formaður nefndar-
innar segir að samkvæmt tillögunni
muni styrkirnir þá ekki lengur ein-
skorðast við allra minnstu fyrir-
tækin.
Valkvæðar aðgerðir á Landsspítal-
anum hefjast tæplega á ný fyrr en í
fyrsta lagi 17. nóvember. Nú eru
gerðar þar um 35 aðgerðir á dag,
sem er rúmur þriðjungur af því sem
vanalega gerist. Það verður því tölu-
verður stabbi að vinna upp þegar
þar að kemur.
Þrátt fyrir að úrslit í forsetakosning-
unum á þriðjudag væru ljós í flestum
ríkjum Bandaríkjanna í lok miðviku-
dags, vantaði enn nokkur ríki upp á
og svo var mjótt á mununum, bæði í
einstökum ríkjum og á heildina litið.
Eftir því sem fleiri póstatkvæði
voru talin styrktist staða Joe Biden,
en það þótti Trump forseta tómt
svindl og sakaði demókrata um að
reyna að stela kosningunum. Þjóð-
málaumræða vestanhafs batnaði
ekki við það.
***
Fyrsta bylgja kórónuveirunnar
kostaði hjúkrunarheimili í landinu
um 450 milljónir króna, bæði í bein-
um kostnaði og glötuðum tekjum
vegna færri innlagna á heimilin.
Forvarsmenn þeirra gagnrýna rík-
isvaldið fyrir að hafa ekki viljað taka
þátt í þeim kostnaði en styðji við eig-
in stofnanir.
Spenna var á sumum stöðum í borg-
inni vegna varaformannskosningar á
rafrænum landsfundi Samfylking-
arinnar, en þar leiða saman hesta
sína þær Heiða Björg Hilmisdóttir,
borgarfulltrúi og núverandi varafor-
maður, og Helga Vala Helgadóttir
alþingismaður. Kosningabaráttan
var aðallega á Facebook.
Haldið var áfram að skera fé vegna
riðu í Skagafirði, sem kom upp á
fjórum sauðfjárbúum þar nyrðra.
Það er þó ekkert hjá því sem gerist í
Danmörku, þar sem verið er að
slagta hverjum einasta minki í land-
inu vegna kórónuveirusmits. Hér
verður ekki sagður brandari um að
það hafi minkað.
Kosningar í
Kanalandi
AFP
1.11.-6.11.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Allt var að verða vitlaust við talningu
póstatkvæða í stálborginni Pittsburgh
í Pennsylvaníu á föstudag.
20% afsláttur af herra hönskum og húfum
um helgina 7. - 8. nóvember
FEÐRADAGURINN ER Á MORGUN
Verslun | Snorrabraut 56, 105 Reykjavík | Feldur. is
VIÐ SENDUM FRÍTT INNANLANDS - FELDUR.IS