Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2020, Side 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2020, Side 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.11. 2020 www.flugger is SV AN SMERKIÐ Flutex Pro innimálning Nýstárleg vöruþróun – Yfirburða útkoma Flutex Pro er ný vörulína sem er niðurstaða nýstárlegrar vöruþróunar á vinsælu Flutex vörulínunni – hönnuð sérstaklega til að mæta kröfum þeirra sem neita að gefa afslátt af lokaútkomu málningarverksins. Flutex Pro línan þekur afbragðsvel, er auðveld í vinnslu og gefur fallega lokaútkomu. . Staðan er 10-10. Stóra klukkan í Fram-heimilinu sýnir að það eru þrjár mín-útur eftir af tímanum. Ekki að það skipti svo miklu máli. Við spilum venjulega þangað til næsti hópur kemur inn á völlinn og heimtar sitt pláss. En það er enginn að spá í það á þessari stundu. Þetta er vissulega bara bumbubolti en við vitum að þessi tími skiptir mjög miklu máli. Þeir sem vinna fara inn í sumarið sem sig- urvegarar og halda þeim titli fram á haust. Þetta er síðasti tími vetrarins og það er ólíkt betra að ljúka honum með sigri. Fyrir suma er það sáluhjálparatriði. Þessir tímar eru merkileg samkoma. Teng- ingin er Morgunblaðið. Allir sem mæta hafa einhvern tímann unnið þar. Margir eru hætt- ir, jafnvel fyrir mörgum árum, en halda samt áfram að mæta því það er mikilvægt að ná í lið og ekki er talað hlýlega um þá sem skila sér ekki. Mæting er skráð og eftir hvern tíma skrifar Orri leikskýrslu fyrir komandi kynslóðir. Þar eru allir með viðurnefni sem koma ekki alltaf mjög vel út fyrir viðkom- andi. Þarna safnast saman menn sem kunna mismikið í þessari fallegu íþrótt. Sumir hafa jafnvel spilað hana með ágætum árangri en eru orðnir lúnir og hafa kannski tekið nokkr- ar óheppilegar lífsstílsákvarðanir á leiðinni. Aðrir hafa aldrei náð svo mikið sem skilningi á því út á hvað fótbolti gengur. Og svo eru þeir sem hafa aldrei náð hugtakinu að gefa boltann. Þetta snýst ekki bara um félags- skapinn. Líka um að fá útrás fyrir gríðarlegt keppnisskap sem býr í flestum í þessum hópi. Hér er áratuga saga með mörgum stoppi- stöðvum. Frá litla salnum í KR-heimilinu í óþarflega stóra salinn hjá Fram. Það er reyndar alveg á mörkunum að það sé hægt að kalla þetta fótbolta. Það er til dæmis aldrei hitað upp og meiðslahættan er langt yfir lýðheilsumörkum. Ég man eftir að minnsta kosti þremur sjúkrabílum. Sjálfum tókst mér til dæmis að togna, rotast og nef- brotna í þessum tímum. En hér er ekkert elsku mamma. Þegar einn fótbrotnaði þurfti hann sjálfur að keyra á slysó af því að eng- inn tók hann alvarlega! En hér eru reglur – alþjóðlegar reglur knattspyrnunnar sem hafa verið aðlagaðar að innréttingum í Framheimilinu. En stóra vandamálið er þó að hér er enginn dómari og vafaatriði þarf að leysa með rökræðum. Yfir- leitt á háu nótunum. Hjálmar skilgreinir til dæmis hendurnar á sér öðruvísi en annað fólk, Stebbi virðist vera með einhvern augn- sjúkdóm sem gerir það að verkum að hann greinir ekki línur og Árni er sannfærður um að hann hafi rétt á að ýta fólki frá sér ef það er fyrir. En einhvern veginn hefur þetta gengið árum saman og flestir skilið sáttir. Svo gerist það. Í síð- asta tíma vetrarins, þegar allt er undir. Röð mistaka (sem er reyndar ekki óvenju- legt í þessum hópi) verður til þess að bolt- inn skoppar út í teiginn og bæng og mark! Staðan er 11-10 en engar áhyggjur – það er nóg eftir til að jafna aftur. Jafnvel komast yf- ir. En ekki í dag. Siddi grípur boltann og til- kynnir að tíminn sé búinn! Það verður allt brjálað! Hver öskrar í kapp við annan og liðið sem er undir heimtar bolt- ann. Siddi hleypur með hann og nær að kasta honum upp á svalir en þangað kemst enginn nema húsvörðurinn. Ég hef sjaldan séð jafn miklar tilfinningar hjá fullorðnu fólki. Allt er á suðupunkti og Jón gerir sig líklegan til að reyna að klifra upp á svalirnar, sem er óðs manns æði. Dyrnar opnast – næsti tími er hafinn. Siddi gengur út af fagnandi – ÞETTA ER BÚIÐ! VIÐ UNNUM! Mér finnst þessi saga eiga ágætlega við. Svona eftir allt það sem hefur gengið á í vik- unni. ’En stóra vandamálið erþó að hér er enginndómari og vafaatriði þarf aðleysa með rökræðum. Yfirleitt á háu nótunum. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Þetta er búið! Nú keppast menn við að end-urskoða fyrri dóma í hvít-flibbamálum frá því í að- draganda hruns. Ekki svo að skilja að allir sakborningar hafi verið karl- menn með flibba. En þessi mál eiga það sameiginlegt að tengjast banka- hruninu og meintri misnotkun á pen- ingavaldi. Hverju málinu á fætur öðru, sem dæmt var í, er nú skotið til Mann- réttindadómstólsins í Strassborg sem finnur formgalla á þessum dómsmálum, og það sem meira er, að í ljósi þeirra megi líta svo á að mannréttindi hafi verið brotin á við- komandi einstaklingum. Þeir birtast svo þjóð sinni í kjölfarið sem hvít- þvegið fólk – aldrei komið nálægt neinu misjöfnu. Hið rétta er að Mannréttinda- dómstóll Evrópu hefur, að því er ég fæ best séð, fetað sig inn á braut bandarísks rétt- arfars þar sem form skiptir meira máli en innihald. Misferli, sem þorra manna þykir vera aug- ljóst og skiljan- legt, sleppur í gegnum nálar- augu réttarkerfisins takist að finna galla á formi. Samherjamálið gegn Seðlabanka þykir mér vera dæmi- gert um þetta. Nú ætla ég ekki að halda því fram að form skipti ekki máli, að sjálf- sögðu er það svo. Lög eru form. Það er hið agnarsmáa, hnökrar í form- inu, utan við innihaldið, sem ég stað- næmist við. Ég ætla ekki heldur að þykjast hafa þekkingu á öllum þeim málum sem um er að ræða, og vissu- lega hef ég skilning á þeim tilfinn- ingum sem fólk ber í brjósti vegna sakargifta og refsinga sem því finnst það ranglega hafa þurft að axla. Ég er einvörðungu að horfa til formgallalögfræðinnar, og hvert hún getur leitt okkur. Það er reyndar byrjað að blasa við hvert hún vísar veginn. Þannig er nú sagt að dómar skuli gerðir ómerkir vegna þess að þeir sem kváðu upp dómana hafi haft peninga í þeim bankastofnunum sem hinir dæmdu störfuðu við. Þessum peningum sínum hafi dómararnir tapað í hruninu og er þá gengið út frá því sem vísu að þeir telji sig eiga harma að hefna gagnvart starfs- mönnum þessara sömu banka. Nú verður vandratað. Hæstaréttardómarar eru vel laun- aðir og búa við betri lífeyrisrétt en annað fólk. Því má ætla að þeir séu aflögufærir og þurfi þar af leiðandi að koma einhverjum aurum fyrir einhvers staðar. Augljósasti geymslustaður er þá væntanlega banki. Fjárfesting í fyrirtæki gæti þótt hagsmunatengd um of. Því var reyndar svo háttað í aðdraganda hrunsins að ráðgjafar innan bank- anna voru látnir hvetja fólk til að setja sparnað sinn í fjárfestingar- sjóði sem aftur fjárfestu í fyrir- tækjum sem síðan fóru í gjaldþrot í hruninu. Líklegt er að þetta hafi hent eitthvað af hinum glötuðu dóm- arapeningum, og dómurum eflaust ekki skemmt fremur en öðrum. Er þá niðurstaðan sú að dómarar, sem áttu peninga í bönkum, geti ekki dæmt í máli banka því ætla megi að þeir leiti um of að refsi- verðu hátterni? En er það ekki þeirra hlutverk? Og hvar er þann að finna sem aldrei fann fyrir hruninu? Það er þarna sem málin ger- ast vandasöm. Hver er sá maður sem er svo sak- laus að hann sé þess umkominn að kasta steini í anda þess sem kennt var forðum? Við Mannréttindadómstólinn í Strassborg eru dómarar á enn betri kjörum en íslenskir hæstaréttar- dómarar. Og það sem meira er, þeir eru undanþegnir því að greiða skatta til samfélagsins. Það er nátt- úrlega kapítuli út af fyrir sig að al- þjóðastofnanir, hvað þá mannrétt- indadómstóll, láti sér þetta lynda. Gæti verið að tengsl dómaranna í Strassborg við samfélag sitt séu engin? Varla. Í fyrsta lagi eru þeir á framfæri samfélagsins, þiggjendur launa sinna og fríðinda og þeirrar þjónustu sem samfélagið veitir, án þó framlags úr eigin vasa. Í öðru lagi þurfa þeir einhvers staðar í sam- félaginu að koma fjármunum sínum fyrir. Hvar skyldi það vera? Hvar skyldi sá sem syndlaus er geyma auð sinn? Morgunblaðið/Þórður Sá yðar sem syndlaus er … Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@ogmundur.is ’Er þá niðurstaðan súað dómarar, sem áttupeninga í bönkum, getiekki dæmt í máli banka því ætla megi að þeir leiti um of að refsiverðu hátt- erni? En er það ekki þeirra hlutverk? Og hvar er þann að finna sem aldrei fann fyrir hruninu? Mannréttindadómstóllinn í Strassborg. Hver mega tengsl dómara við samfélag sitt vera?

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.