Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2020, Blaðsíða 8
Það eru ekki nema 12 ár síðan Apple settiiPhone fyrst á markað, tækið sembreytti heiminum. Tæki okkar tíma, tækið sem við erum aldrei án. Þetta undratæki var sími og myndavél, spiladós og tölva; í hvers manns vasa og hvers manns lófa, síkvik tenging við netið og umheiminn. Nú eru í heiminum 5,7 milljarðar fullorðins fólks, en af því eiga fjórir milljarðar snjallsíma. Í liðinni viku kom út iPhone 12, en hann má fá í fjórum gerðum, misstórum, misfullkomnum og misdýrum. Eins og lesa má um að neðan er mikið varið í tækniundrin í honum, en það er þó ekki síst útlitið, sem menn dásama. Talað er um að hann sé tímalaus hönnun, sem vafalaust verði komin á stall í MoMA innan skamms, að þar sameinist stílhrein fágun og íburður, ein- stæður gripur, sem tugmilljónir munu þó hafa um hönd áður en jólin eru liðin. En það er þetta með tímalausu hönnunina. Hönnunin er nefnilega hin sama og upphaflega kom fram með iPhone 4 fyrir tíu árum, sími sem þeir Steve heitinn Jobs og sir Jony Ives áttu all- an heiður af, og var einnig sú hin sama og í iPhone 5: Gler að framan og aftan, en sam- felldur málmkantur á hliðunum með lítillega rúnnuð horn. Sumir hafa raunar muldrað að þetta beri vott um ófrumleika hjá hönnuðum Apple, en þá eru þeir ekki að ná punktinum með tímalausri hönnun, þar sem saman fer fegurð og nytsemd. Tímalaus, varanleg (iðn)hönnun kallar ekki á endalausa endurtúlkun, hvað þá endurhönnun. Nei, hún kallar á fágun og fínlegar endurbætur, nýjar útgáfur sem eru tilbrigði við stef. Þetta má vel sjá á hinum tímalausu hönn- unargripum 20. aldar hér fyrir neðan. Þeir eru allir enn í framleiðslu og hönnunarmálið er óbreytt frá fyrstu gerð. Enginn þeirra er nú samt alveg óbreyttur og alla má þá fá í fleiri en einni gerð án þess að hin upprunalega hönnun gjaldi fyrir. Um margt eru endurbæturnar (líkt og í iPhone 12) minnst á yfirborðinu, því sem augað sér, og hendur snerta. Þær eru aðallega hvað varðar innri gerð – sem kann að vera allt önnur – íhluti eða framleiðsluaðferð, en einnig hvað varðar útgáfur. Kollurinn hans Alvars Aaltos er samur hvort sem setan er birkiljós eða svört, og 911 er 911 hvort sem hann er beinskiptur eða með tiptronic-skiptingu. Raunar er 911-hönnunin svo tímalaus, að hún smitast yfir í aðrar gerðir Porsche, Cayenne, Boxterinn og hvað þær allar heita. Hið sama er upp á teningnum hjá Apple, þar sem bæði iPhone og iPad fylgja þessu hönnunarmáli og Macintosh-tölvur líklega senn. Af því að hönn- unin er meira en góð, hún er tímalaus og þolir að henni sé varpað yfir á önnur tæki svipaðrar gerðar og með sams konar not. En þó að hönnunin sé greinilegust á yfirborð- inu, þá nær hún dýpra. Hún felst einnig í tilfinn- ingu. Tilfinningunni við að handleika gripinn og tilfinningunni við að nota hann, hvort sem menn skruna niður skjáinn eða skipta fyrirhafnar- laust um gír. Þetta finna menn vel á símum. Stærð þeirra skiptir máli (bæði lengd, breidd og þykkt), svo þeir fari vel í hendi og séu nothæfir með einni hendi. Áferðin skiptir máli, ekki aðeins vegna útlitsins, heldur hvernig hann er viðkomu, að það sé létt að strjúka fingri um skjáinn, án þess að hann kámist eða síminn sé of sleipur. Þyngd- in skiptir líka máli, því hann má ekki vera of léttur eða of þungur og það þarf að vera jafn- vægi í þyngdardreifingu. Allt þetta er ekki bara vandamál verkfræðinganna, heldur snýst það líka um hönnun: Hvernig verkfærið fer í hendi. Af því að síminn er framlenging á okkur; hluti af okkur, fallegur og notadrjúgur. Það snýst um samband okkar við tækið, hughrifin, snertinguna og á sinn hátt söguna, fortíðina, sem vísar okkur þannig veginn til framtíðar. Það er meira en góð hönnun, það er arfleifð. Tæki vorra tíma Enski listamaðurinn og hönnuðurinn William Morris sagði á sínum tíma, að menn skyldu ekkert hafa í sínum húsum nema það, sem þeir vissu að væri nytsamt eða þætti vera fallegt. Hann lét vera að bæta við hinu augljósa, að best væri auðvitað að þetta færi saman í nytsamri fegurð. Apple hefur tekist það með hinum nýja iPhone 12. Andrés Magnússon andres@mbl.is HÖNNUN 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.11. 2020 Í gamla daga kom bara ein útgáfa af iPhone, en þeir dagar eru liðnir. iPhone 12 kemur í fjórum útgáfum, sjálfum iPhone 12 (hér til hægri), iPhone 12 Mini, iPhone 12 Pro og iPhone 12 Pro Max. Munurinn er bæði á stærð og áferð, 12 og 12 Mini eru úr áli og gleri, en Pro-símarnir eru úr stáli og gleri. Fólk þarf að meta það sjálft hvaða stærð hentar því og eins eru litatónarnir mismun- andi. Það sést að Pro-línan er munaðarvara og það endurspeglast líka í verði. Að innri gerð og getu eru símarnir mun líkari en ætla mætti. Þeir eru allir með 5G, frábærum Super Retina XDR-skjá (OLED), nýju og miklu sterkara gleri og A14 Bionic- örgjörva, sem er sá hraðvirkasti í nokkrum síma. Það er munur á síbatnandi mynda- vélum þeirra, Pro-línan er betur búin, er með Lidar-skanna (þrívídd fyrir myndatök- ur eða aukveruleika) og Pro Max með stærri ljósnema og aðdráttarlinsu. Þetta eru í stuttu máli einhverjir tækni- lega fullkomnustu símar sem völ er á. Hið helsta sem einhver kynni að sakna er að skjáirnir eru enn 60Mhz en ekki 120Mhz eins og finna má í dýrari Android-símum, sennilega til þess að hlífa rafhlöðunni, sem annars spændist upp helmingi hraðar. Eins fylgja hvorki heyrnartól né hleðslu- tæki með, en sannast sagna eigum við flest skúffufyllir af þeim fyrir. Að sumu leyti eru iPhone 12-símarnir nánast of tæknilega fullkomnir. Þeir eru klárir í 5G, en 5G er ekki alveg klárt fyrir þá. Þeir eru fullbúnir í aukveruleika (AR), en sú tækni er rétt að fara af stað. Eftir að hafa notað iPhone 12 Pro í viku verður að játa að upplifunin er frábær og undan nákvæmlega engu að kvarta. Nema kannski því að andlitsskynjarinn sér ekki í gegnum grímur. Þá saknar maður fingra- farahnappsins. – AM Fullkominn framtíðarsími Zippo Aalto Jakkara 60 Fender Stratocaster Porsche 911 Braun ET66

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.