Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2020, Síða 13
8.11. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
Löggiltur heyrnarfræðingur
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Heyrnarþjónusta í alfaraleið
Heyrðu umskiptin með háþróuðum ReSound gæðaheyrnartækjum.
Margir verðflokkar, SÍ niðurgreiðir heyrnartæki.
Heyrnargreining, ráðgjöf og heyrnartæki til reynslu afgreidd samdægurs.
Mæðgurnar tala alltaf íslensku saman, auk
þess sem Guðný heyrir reglulega í vinum sín-
um heima á Íslandi. „Jóhanna Jónsdóttir vin-
kona mín hringir yfirleitt í mig einu sinni í
viku. Eins heyri ég oft í vini mínum Tryggva
Helgasyni á Akureyri og fleirum. Svo er ég
auðvitað í sambandi við bræður mína hérna
úti, sérstaklega Kristján.“
– Hvað er að frétta af honum? Er hann
hættur að stela bílum?
„Já, fyrir lifandis löngu,“ svarar Guðný og
hlær sem aldrei fyrr. „Hann er sjómaður í
Seattle og gengur vel.“
Slasaðist á sjónum
Árið 2006 lét Guðný undan þrýstingi Kristjáns
og var einn vetur með honum á sjó sem kokkur
á báti sem að sjálfsögðu hét því ágæta nafni
Lady Guðný. „Ég hafði verkað síld í gamla
daga en aldrei verið á sjó og þetta var mikil
lífsreynsla. Veitt var í Beringshafi og þar geta
veður orðið alveg rosaleg.“
Einn túrinn er Guðnýju sérstaklega minnis-
stæður. Afar vont var í sjóinn á útstíminu og
hún búin að binda allt niður nema sjálfa sig.
„Það breytti ekki því að í einni öldunni sveifl-
aði báturinn mér átta fet á járnstaur langt
frammi á gangi. Þar lá ég óvíg eftir en náði þó
að færa mig frá hurð en hefði hún opnast hefði
ég örugglega fótbrotnað. Ég átti erfitt með að
anda og gat ekki kallað eftir hjálp. Ætli ég hafi
ekki legið þarna í þrjá eða fjóra tíma áður en
sonur Kristjáns kom fram til að fara á næstu
vakt. „Pabbi, pabbi,“ gólaði hann. „Guðný
frænka liggur hérna á gólfinu.“ Heldurðu að sé
nú.“
Feðgarnir vildu ná strax í landhelgisgæsl-
una en þar sem hjúkrunarfræðingurinn taldi
sig sjálfur ekki vera með rifið lunga, aðeins
brákuð eða brotin rifbein, var látið nægja að
hringja í lækni sem tók undir þá greiningu út
frá lýsingum. „Þess utan gat ég ekki hugsað
mér að vera hífð í járnkörfu upp í þyrlu; það
hefði farið endanlega með mig að sveiflast þar
til í þessu ofsaveðri.“
Guðný hvíldi sig í nokkra daga en hóf svo
störf að nýju, eins og ekkert hefði í skorist.
Þegar komið var í land eftir um mánuð á sjó fór
hún beint til læknis og reyndist vera með fjögur
mölbrotin rif. „Svona var maður alinn upp,“
segir hún. „Það dugði ekkert að barma sér.“
Fyllir ferðatöskuna af mat
Guðný á ekki von á því að búa aftur á Íslandi
en reynir að koma heim á hverju ári og dvelj-
ast hér í um mánuð til að hitta vini og ættingja.
Þetta ár datt þó út, eins og gefur að skilja. „Ís-
lendingar fara utan til að versla föt en ég fer til
Íslands til að versla mat,“ segir Guðný sem
fyllir allar ferðatöskur af hangikjöti, harðfiski
og öðru góðgæti. „Núna er ég að reyna að
redda mér grásleppu.“
– Hvernig hugsar þú til Íslands eftir allan
þennan tíma í burtu?
„Ég hugsa alltaf hlýlega til Íslands. Það er
mitt land. Ég fylgist ágætlega með á Fésinu en
er ekki nógu vel inni í þjóðmálaumræðunni til
að hafa skoðun á henni. Kaus þó einu sinni
heima, að mig minnir. Núna fylgist maður auð-
vitað mest með baráttunni við Covid.“
– Hvernig hefur faraldurinn komið við ykkur?
„Þetta hefur ekki verið svo slæmt hér, bara
átta dáið í Ava. Maður heldur sig þó mest
heima; hittir fáa sem engan og verslar á netinu.
Bandaríkin eru að fara illa út úr faraldrinum og
mér sýnist þjóðin skiptast nokkurn veginn í
tvær fylkingar; annars vegar þá sem nota grím-
ur, eru skynsamir og halda sig frá hópum og
hins vegar þá sem halda því fram að þessar var-
úðarráðstafanir séu tómt rugl. Sjálf þekki ég
fólk sem hélt þessu fram en er nú dáið úr Covid.
Það er ótrúleg þrjóska. En vonandi fer þetta að
lagast og lífið verður aftur normal. Ef það er þá
eitthvað til sem telst normal.“
Það var Baldvin Nielsen, starfsmaður
Rúmfatalagersins og grjótharður aðdáandi
Elvis Presleys, sem vakti athygli Morg-
unblaðsins á Guðnýju Laxfoss og hvatti blað-
ið til að eiga við hana viðtal.
Það kom þannig til að Baldvin hitti Guð-
nýju heima hjá móður sinni, Eygló Kristjáns-
dóttur, þegar hún var hér í heimsókn síðasta
haust en þær Guðný eru skóla- og ferming-
arsystur úr Keflavík. Baldvin var ekki fyrr
kominn inn úr dyrunum en móðir hans bað
Guðnýju að segja honum söguna af kynnum
þeirra Elvis. Baldvin kveðst hafa fallið í stafi
enda ekki kunnugt um að nokkur Íslendingur
hefði kynnst Elvis persónulega. „Ég get rétt
ímyndað mér að Guðný sé sú eina,“ segir
Baldvin, sem tók samtal þeirra, einhverjar
þrjátíu mínútur, upp á símann sinn.
Skýringin á því að Elvis barst í tal milli
Guðnýjar og Eyglóar er sú að þriðja ferming-
arsystirin, Guðný Fisher, sem býr í Bandaríkj-
unum eins og nafna hennar, var með mynd af
sér og einhverri Elvis-eftirhermu á facebook-
síðu sinni um þær mundir. Guðnýju Laxfoss
þótti að vonum ekkert sérlega mikið til þess
koma!
Ekki svo að skilja að stöllurnar þrjár hafi
ekki verið vanar rokkstjörnum en í ferming-
arárgangi þeirra í Keflavík voru bæði Gunnar
Þórðarson og Rúnar Júlíusson.
Þótti ekki mikið til
eftirhermunnar koma
Baldvin með Elvis-plötur
sem hann fékk í jólagjöf
1977. Með honum er
Kristján bróðir hans.