Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2020, Page 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.11.2020, Page 17
ur Flórída, þar sem sex af sjö dómurum voru flokks- bundnir demókratar og einn óháður, en kaus þá jafn- an, stimpluðu allar kröfur flokksins. Þegar vitleysan virtist engan enda fá, var Hæsti- réttur Bandaríkjanna beðinn um að láta málið til sín taka. Rétturinn neitaði því í fyrstu atrennu og vildi að málið yrði útkljáð heima í ríkinu, sem var með deil- una undir. En vitleysan fór þá enn vaxandi. Þegar málið bar á ný fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna sam- þykkti dómurinn, með fimm atkvæðum af níu, að hann myndi setjast efnislega yfir málið. Það gerði hann og sjö dómarar af níu úrskurðuðu í efnisdómi að fyrir lægi að George W. Bush væri rétt kjörinn for- seti. Þeir eru til vestra sem reyna að afskræma þá mynd og segja að fimm af níu dómurum hafi gert Bush að forseta. En það var auðvitað efnisdómurinn sem skipti mestu máli í Hæstarétti Bandaríkjanna og skrítið að hengja hatt sinn á það, hvort málið fengi meðferð eða ekki. Fjórum árum síðar var Bush endurkjörinn forseti Bandaríkjanna, en það hefði varla gerst ef meirihluti þeirra hefði haft efasemdir um réttmæti þess að Hæstiréttur hjó á hnútinn. Svo vill til að við eigum okkar eigið fordæmi þar sem Hæstiréttur ákveður fyrst hvort hann samþykki að láta mál til sín taka og sé sú niðurstaðan, tekur hann það þá til efnisdóms. Forsætisnefnd Alþingis, forseti og tiltækir varafor- setar (fulltrúar bæði frá stjórn og stjórnarandstöðu), óskaði eftir mati Hæstaréttar á því, hvort stjórn- arfrumvarp sem deilt væri um, stæðist skilyrði rétt- arins, sbr. áður genginn dóm (öryrkjamál). Meg- inspurningin var um ákvæði stjórnarskrár, en stjórnarandstaða fullyrti að breytt lög myndu áfram ganga gegn henni. Dómarafundur tók málið fyrir og þar vildu fimm dómarar af níu fallast á að gefin yrði efnisafstaða í málinu. Við þá yfirferð töldu allir níu dómararnir að lög ríkisstjórnarinnar í fyrirliggjandi mynd stæðust stjórnarskrá. Ekkert var að því að rétturinn athugaði það sérstaklega hvort svara ætti efnisspurningu, sem honum hafði borist, og ekki var beint fordæmi fyrir. Hæstiréttur hafði sóma af mál- inu. Tök hans og afstaða ýtti undir tiltrú, ró og festu og efnisniðurstaðan hlaut ekki gagnrýni, sem heitið gat. Reyndar var það svo að enginn ágreiningur var heldur um það í Hæstarétti Bandaríkjanna að fram- ganga ríkisréttarins hefði verið verulegum ann- mörkum háð. Óþolandi annmarkar Það er alkunna að ÖSE tíðkar að senda eftirlitsmenn til burðugri landa eins og hinna, en það fyrra er í raun sýndarskapur sem ekkert er gert með. Án þess væri hins vegar flóknara að hafa í frammi at- hugasemdir og jafnvel derring gagnvart kosningum í smærri löndum eða vanþroskaðri. Smærri lönd kæm- ust aldrei upp með það eins og Bandaríkin að gera ekki kröfu til þess að kjósendur sýni persónuskilríki á kjörstað. Það liggur fyrir að Demókrataflokkurinn hefur lagst harðlega gegn því sjálfsagða skilyrði. Af- sökunin er sú að slík krafa myndi bitna illa á minni- hlutahópum! Sá fyrirvari hefur aldrei verið upplýstur í þaula. Slík yfirlýsing virðist mjög skemmandi fyrir þá hópa sem nefndir eru. Það er ekki óþekkt þar vestra að sami maður kjósi hvað eftir annað á kjör- stöðum þegar vitað er að ættingjar hafa ekki nennt á kjörstað, verið lasnir og jafnvel dánir. Menn gætu spurt sig hvort hægt sé að ætla slíka hegðun frekar í rann demókrata en repúblikana. Í því efni er óþægi- lega spurningin hins vegar sú hvers vegna demókrat- ar leggjast gegn hinni sjálfsögðu reglu, en hinn flokk- urinn ekki. Það er enginn vafi á því að demókratar sem töldu sig vera með sigurstöðu, eftir dúndrandi skoðanakannanir mánuðum saman, eru nú að bjarga sér í horn vegna notkunar á póstkosningum, sem eru óþekktar hér. Í umræðum hér á landi er látið eins og sama gildi um póstkosningar og gildir við kosningu utankjörfundar. Hér á landi eru mjög strangar regl- ur og menn verða að fara á opinberan kjörstað, sýna persónuskilríki og vera einir í kjörklefa. Við póst- kosningar er ekkert sem nær slíkum staðli og blasa við margvíslegar hættur á svindli. Þegar Trump for- seti hvatti fólk sem sent hefði atkvæði sín í pósti, en hefði svo tök á að kjósa, að gera það, höfðu menn víða hneykslunarhróp uppi. Jafnvel þeir fjölmiðlar hér sem síst skyldu gerðu sömu skyssuna og „RÚV“ sem getur ekki séð pytt án þess að detta í hann: Trump skorar á fólk að greiða oft atkvæði! Óvitarnir vissu ekki að þeir sem greiða atkvæði ut- an kjörfundar eða í pósti hafa svo tök á því að fara á kjörstað og gera það áhættulaust. En hafi verið kosið fyrir mann þá upplýsist það. Áður en utankjörfund- aratkvæði er opnað hér á landi og sett í kjörkassa er kannað hvort kjósandinn hafi kosið aftur. Ekkert er að því. Trump hafði ástæðu til að ætla að óvíst væri að póstatkvæði frá repúblikönum skiluðu sér. Dæmin hræddu. Gætu menn komist á kjörstað þá yrði það atkvæði talið en ekki hitt. Ófræknir fírar ÖSE-menn sem eru til hreinna málamynda í Banda- ríkjunum á kjördegi urðu sér að auki til skammar þá. Forystumaður á vegum þessarar stofnunar réðst harkalega að Donald Trump forseta fyrir að hafa efa- semdir um það að rétt úrslit fáist í forsetakosning- unum. Ekkert sagði hann þegar frú Clinton var með áskorun til Bidens að viðurkenna ekki ósigur þótt hann virtist hafa tapað. Eitthvert fyrirbæri, Michael Georg Link, sem ekki hefur frekar en ÖSE almennt haft manndóm til að benda á dapurlega galla á framkvæmd bandarískra kosninga sem brýnt sé að bæta úr, getur ekki hamið augljósa andúð sína á forsetanum og er með ósmekk- legan derring af hálfu aðila sem engu mun breyta um framhaldið. En því miður er traust á könnunarfyrirtækjum vestra í rúst og áður merkilegir fjölmiðlar eru ekki lengur svipur hjá sjón. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon ’ Smærri lönd kæmust aldrei upp með það eins og Bandaríkin að gera ekki kröfu til þess að kjósendur sýni persónuskil- ríki á kjörstað. Það liggur fyrir að Demó- krataflokkurinn hefur lagst harðlega gegn því sjálfsagða skilyrði. Afsökunin er sú að slík krafa myndi bitna illa á minnihlutahópum! 8.11. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.