Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2020, Qupperneq 10
K
nattspyrnusamband Íslands
(KSÍ) heldur spilunum þétt að
sér enn sem komið er varðandi
ráðningu á næsta landsliðsþjálf-
ara karla en á sparkspekingum,
sérfróðum og sjálfskipuðum, er að heyra að
líklegra sé að Íslendingur en útlendingur verði
ráðinn að hirðinni að þessu sinni. Bent er í því
sambandi á árangur Heimis Hallgrímssonar
sem fyrstur manna kom landsliðinu í loka-
keppni heimsmeistaramótsins, í Rússlandi árið
2018. Fyrir vikið þurfi ekki að sækja vatnið yf-
ir lækinn. Nú, nema téður Heimir verði þá
sóttur á ný en hann er nú til húsa í Doha, Kat-
ar. Fáum þykir það þó sennilegasta niður-
staðan enda hafi Heimir gefið verkefnið frá sér
eftir HM.
Hér heima er helst rætt um gömlu félagana
úr KR, Rúnar Kristinsson og Heimi Guðjóns-
son. Báðir hafa þeir notið velgengni sem þjálf-
arar; Heimir hefur sjö sinnum gert lið að Ís-
landsmeistara, nú síðast Val á þessu ári, og
Rúnar þrisvar, seinast í fyrra. Báðir hafa þjálf-
að erlendis, Rúnar í Noregi og Belgíu og
Heimir í Færeyjum. Það vegur þó ekki þungt í
þessu sambandi enda árangur Rúnars ytra
ekki eins góður og hér heima og færeyska
deildin ekki í hópi þeirra sterkustu í Evrópu.
Sumir benda á, að árangur Heimis á Evrópu-
mótum sé betri en Rúnars.
Báðir hafa þeir reynsluna en Rúnar þekkir
landsliðið auðvitað mun betur, verandi lands-
leikjahæsti karl Íslandssögunnar. Hafa ber þó
í huga að ekki truflaði það Heimi Hallgrímsson
sérstaklega að hafa aldrei leikið landsleik.
Heimir Hallgrímsson hóf sinn feril með
landsliðinu sem aðstoðarþjálfari Svíans Lars
Lagerbäcks, líkt og Freyr Alexandersson hjá
Erik Hamrén. Fáir sem greinarhöfundur hef-
ur heyrt hljóðið í reikna hins vegar með því að
Freyr fái stöðuhækkun núna; hann kæmi frek-
ar til álita sem aðstoðarþjálfari áfram. Það
veltur þó allt á því hver hreppir hnossið.
Fimmta nafnið sem borið hefur á góma er
Arnar Þór Viðarsson, sem að öllum líkindum
hefur komið landsliði skipuðu leikmönnum 21
árs og yngri í lokakeppni Evrópumótsins
næsta sumar. Hann þykir þó ekki eins líklegur
og Rúnar og Heimir en gæti á hinn bóginn
komið til álita sem aðstoðarlandsliðsþjálfari í
þessari lotu. Eiður Smári Guðjohnsen hefur
aðstoðað Arnar Þór en menn vilja sjá hann
koma sér upp meiri reynslu hjá FH áður en
þeir fara að máta hann við starf landsliðsþjálf-
ara eða aðstoðarlandsliðsþjálfara, þó svo ein
leiðin væri hugsanlega að ýta þeim félögum
saman upp á við.
Komdu, Sámur fóstri!
Fáir erlendir þjálfarar eru í umræðunni á
þessu stigi málsins. Einn viðmælenda minna
henti þó áhugaverðu nafni inn í hringinn: Eng-
lendingnum Sam Allardyce. Hann hafi margt
til brunns að bera; svo sem mikla reynslu og
sterkan karakter auk þess sem hann er á
lausu. Þá er sem kunnugt er afar kært með
Allardyce og Guðna Bergssyni, formanni KSÍ,
eftir að þeir voru saman hjá Bolton Wander-
ers. Allardyce stýrði enska landsliðinu sem
frægt er í korter árið 2016 en á annars alfarið
eftir að reyna sig á þeim vettvangi.
Norðmaðurinn Ståle Solbakken, sem hætti
hjá FC Kaupmannahöfn á dögunum, hefur
einnig skotið upp kollinum við bakdyr umræð-
unnar en það þykir jafnvel langsóttara að hann
fái starfið en Allardyce.
Eftir að Heimir Hallgrímsson lét af störfum
fyrir hálfu þriðja ári stakk höfundur þessarar
greinar upp á Frakkanum Arsène Wenger,
mögulega í hálfkæringi en þó ekki. Er slíkur
maður fyrir ofan greiðslugetu KSÍ? Yrði hann
ekki bara himinlifandi að komast aftur út á æf-
ingavöll og léti sér kaupið í léttu rúmi liggja?
Wenger er næstum því eins laus nú og þá.
Flestum þykir æskilegt að KSÍ gangi hratt
og örugglega í málið, klári það helst fyrir ára-
mót, ekki síst ef ráða á starfandi þjálfara hér
heima, þannig að viðkomandi lið geti þá brugð-
ist við í tæka tíð fyrir Íslandsmótið 2021. Ekki
er talið sennilegt að lið myndu setja sínum
þjálfara stólinn fyrir dyrnar, jafnvel þó KR
standi í deilum við KSÍ vegna loka Íslands-
mótsins í ár og einhverjir Valsarar myndu
ugglaust kunna Guðna Bergssyni litlar þakkir
fyrir að taka þjálfarann af sér. Landsliðið er
einfaldlega landsliðið.
En jæja, snúum okkur þá frá orðrómi og
óábyrgum vangaveltum að sérfræðingunum
en Sunnudagsblaðið fékk Sigmund Ó. Stein-
arsson, blaðamann og rithöfund, sem skráð
hefur sögu landsliðanna og Íslandsmótsins í
knattspyrnu, og Ólaf Inga Skúlason, spilandi
aðstoðarþjálfara Fylkis og fyrrverandi lands-
liðsmann, til að rýna í Hamrén-skeiðið og
velta næstu skrefum hjá „gamla bandinu“
fyrir sér.
Skilaði sínu verki
Ólafur Ingi segir árangur Hamréns með
landsliðið ágætan ef Þjóðadeildin er tekin út
fyrir sviga. „Hefði okkur fyrirfram verið boð-
inn hreinn úrslitaleikur við Ungverja um sæti
á EM þá hefðum við örugglega þegið það með
þökkum. Hamrén skilaði sínu verki en eftir
mörg góð ár þá lenti hann í talsvert meiri
hremmingum og þurfti að eiga við meiri áföll
en forverar hans, Lars Lagerbäck og Heimir
Hallgrímsson, meðal annars vegna tíðra
meiðsla lykilmanna. Af þeim sökum voru menn
ekki í sama formi og áður og þegar komið er á
þetta getustig í fótbolta þá getur reynst erfitt
að ná árangri ef allir eru ekki 100% heilir. Þess
vegna á Hamrén hrós skilið fyrir að koma okk-
ur þó þetta langt; það munaði bara örfáum
mínútum að við kæmumst á EM,“ segir hann.
Ólafur Ingi segir ekkert annað í stöðunni en
að virða ákvörðun Hamréns um að hætta með
liðið; hann hljóti að meta það svo að hann hafi
Guðlaugur Victor Pálsson,
Gylfi Þór Sigurðsson og
Aron Einar Gunnarsson hafa
ekki sungið sitt síðasta.
Morgunblaðið/Eggert
Og bandið spilaði áfram
Þrátt fyrir að hafa skriplað á skötu á ögurstundu í Ungverjalandi liggur fyrir að „gamla bandið“, eins og íslenska karlalands-
liðið í knattspyrnu kallast á þessum kóvíðu tímum, ætlar að spila áfram saman. Það vantar bara nýjan hljómsveitarstjóra áður
en talið verður í á næsta balli hjá Alþjóðdansafélaginu en Erik Hamrén er á heimleið eftir rúm tvö ár með sprotann í hendi.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Erik Hamrén getur gengið nokkuð beinn frá borði.
Morgunblaðið/Eggert
’ Flestum þykir æskilegt aðKSÍ gangi hratt og örugglegaí málið, klári það helst fyrir áramót, ekki síst ef ráða á
starfandi þjálfara hér heima.
KNATTSPYRNA
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22.11. 2020