Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2020, Qupperneq 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 22.11.2020, Qupperneq 17
frá fólki(!) sem er óumdeilt og það verið samþykkt. Þá er sérstaklega athyglisvert að því er haldið fram að þessi misnotkun, samkvæmt áætlun, hafi einkum farið fram í þeim kjördæmum þar sem talið væri að mjótt yrði á munum. Teldu dómstólar að einhver hluti þessara ásakana væri réttur hlyti drjúgur hluti kosninganna að verða ógiltur. Og þá engin leið önnur en að kjósa þar á nýjan leik, eins og gert var í Aust- urríki fyrir skömmu þótt afbrigðin sem þar urðu séu hrein smáatriði miðað við fyrrgreind ósköp. Það vekur óneitanlega athygli að Biden, sem ýmsir telja þegar kominn með stöðu „komandi forseta“, gefur fjölmiðlamönnum engin færi til að ræða þá stöðu sem upp er komin. Er þá ekki átt við „blaða- mannafundi“ þar sem blaðamaðurinn samdi bæði spurningar til Bidens og svörin frá honum, sem ein- kenndi „kjallaraviðtölin“. Því fyrr sem bandarískir dómstólar taka málin fyrir og afgreiða þau, því betra fyrir álit Bandaríkj- anna. Núverandi ástand er lítið betra en það sem Al Gore varaforseti og demókratar stóðu fyrir alda- mótaárið. Þeir sem fylgdust með kynningu lögfræð- inga Repúblikanaflokksins geta engan dóm lagt á málatilbúnaðinn. En hann verður að fá málefnalega meðferð. Og enn að Veiru En hvað sem öllu þessu umróti vestra líður getum við illa bægt smitum og sóttkví frá. Við heyrum sagt að í baráttunni um faraldurinn skipti samstaða öllu máli. Sé það rétt staðhæfing eru það góðar fréttir fyrir veiruna. Við gleðjumst við fréttir um tímabundna fækkun smita. En við vitum, að það þarf ekki nema örfáa menn í gáleysissprikl til að allt sé komið á fulla ferð á ný. Þjóðfélagið þolir ekki óvissu mikið lengur. Við tölum stundum um heiminn eins og hann sé í sæmilegum skorðum hvað veirur snertir. En víða um heim er horft öðrum augum á veiruslaginn en hjá þjóð sem horfir öll sem ein upp til þremenninganna svo minnir helst á börn í yngstu bekkjum skólakerf- isins. En það gildir ekki alls staðar. Breska ríkis- stjórnin hefur fengið sína þjóð upp á kant við sig í veiruslagnum. Síðast sagði heilbrigðsráðherrann, Hancock, að Bretum yrði „bannað“ að faðmast um jól! Þremnningarnir hér hefðu aldrei talað svona við litlu börnin í útvarpinu hér. Ráðherrann hefði betur reynt að láta vel að lýðnum og sagst ekki mæla með því að stundað væri kjass við ókunnuga eða fjar- skylda um jól. Ef það er virkilega svo, að eftir tíu mánaða samfelldan áróður um veiru, þá séu frum- atriðin komin svona stutt, er heldur lítil von. Breski ráðherrann ætlar að banna faðmlög! Hver eru viðurlögin? Sjálfsagt væri hægt að fá Grýlu og jólasveina (jafnvel úr ríkisstjórninni) í lið með sér og tryggja þá að gluggagægir verði víðförull og láti hina vita. En hvað svo? Á hurðaskellir að slengja aftur klefadyrum á brotamenn á jólum? Ofurrithöfundi ofbýður Þeir sem fylgjast með samningaviðræðum Breta um tilhögun útgöngu þeirra úr ESB eru sárir yfir því sem þeir sjá. Gjörðin var loksins samþykkt bæði í þjóðaratkvæði og með drjúgum þingmeirihluta sem fékkst með kosningum sem snerust beinlínis um að tryggja að þingið hætti að grafa undan þjóðaratkvæðinu! Þá hóf- ust viðræður um samskipti fullvalda Breta og ESB í framtíðinni. Samningamenn ESB hafa sýnt mikla óbilgirni. Ekki vegna þess að þeir viðurkenni ekki nauðsyn á góðu viðskiptaumhverfi Breta og ESB og þá ekki síst sambandsins vegna. En það er vitað að ESB telur að stífni og erfiðleikar séu til þess fallin að fæla aðrar þjóðir frá því að safna kjarki til að stíga sömu skref og Bretar. Að því marki er framgangan skiljanleg. Miklu skrítnara er að fylgjast með því hvernig ESB-sinnar á þingi og í lykilstöðum í þjóðlífinu draga jafnan taum ESB í samskiptunum við sitt eigið ríki og sína eigin þjóð. Er einkar dapurlegt að horfa upp á þetta. Fremstir í flokki þessara hafa farið tveir fyrr- verandi forsætisráðherrar, hvor úr sínum stór- flokknum, Blair og Major. Blair reyndi á sínum tíma að drepa pundið en mistókst. Major taldi sitt helsta afrek vera að koma Maastricht í gegn í Bretlandi án þjóðaratkvæðis, þrátt fyrir loforð. Það gerði hann með fullyrðingum um að þar færi smávægilegt mál með óverulegum breytingum. Það var blekking af stærstu gerð. En þegar breska þjóðin tók að upp- götva ósannindin á sjálfri sér fór krafan um útgöngu að vaxa jafnt og þétt, ár frá ári. Vélabrögð Johns Majors voru því einna áhrifamesti drifkrafturinn í því að þjóðin samþykkti að lokum útgöngu úr bandalag- inu, þótt forsætisráðherrarnir Blair, Brown, Cam- eron og May hömuðust öll gegn þjóðinni í málinu. Nú eru Bretar loks við það að sleppa úr þessum gráðugu greipum. Þá birtist allt í einu grein eftir Major þar sem hann leggur til þjóðarinnar. Hún sé um komandi áramót að hverfa úr stöðu sem áhrifaríkt stórríki og verði fram- vegis áhrifalítið annars flokks ríki. Hvernig gat mað- urinn komið sér upp þeirri grillu að Bretar, áhrifalitl- ir í ESB vegna yfirburðastöðu meginlandsveldanna tveggja og sívaxandi hers ábyrgðarlausra búrókrata með vaxandi völd, sem engin takmörk sjást á, gætu tapað á því að endurheimta fullveldi sitt á ný? Rithöf- undurinn frægi Frederick Forsythe, sem einnig var í tvo áratugi virkur njósnari bresku leyniþjónust- unnar, tók John Major á hné sér í vikunni og rak skil- merkilega skammarlegan feril hans við að gera þjóð sína áhrifalausa út á við og undir hatti ESB. Og hann segir augljóst að Major sé sér meðvitaður um það hversu lítilmannleg framganga hans hafi ver- ið þegar hann hvað eftir annað brást þjóð sinni innan ESB. Og hann vissi jafnframt að sá veruleiki þyldi illa kastljós sögunnar. Major hafi einmitt þess vegna lagt sig allan fram við að kæfa þær upplýsingar sem skað- legastar voru fyrir hann og aflaga aðrar til að reyna rétta mynd sína af. Rekur Forsyth dæmi þessa með áhrifaríkum hætti. Og rithöfundurinn víkur því næst að lokaorðum þessa fyrrverandi forystumanns, þeirra sem getið var um hér að framan. Þeirrar fullyrðingar hans að héðan í frá muni staða Breta breytast í annars flokks stöðu og þaðan í frá lægi leiðin sífellt niður á við. Eftir að Forsyth hefur gert sláandi skil á ónýtum málstað Johns Majors lýkur hann niðurstöðu sinni með þesum orðum: „There was only one has-been in the headlines last week and it was not Great Britain!“ Forsyth spyr sig svo: Hvað gengur manninum til? Og svarar því svona sjálfur: Þegar eldri manni verður skyndilega ljóst að það sem hann var sannfærður um að yrði sjálf kóróna lífsstarfs hans er að breytast í ómerkilega öskuþúst fyrir framan hann, þá einkenn- ast öll hans viðbrögð af reiði og biturð. Þeir sem lesa þann skell sem John Major fékk svo verðskuldað frá höfundi Sjakalans, þá er ekki að undra að honum hafi orðið slitrótt um svefn nóttina á eftir. Og kannski næstu nætur. Morgunblaðið/Árni Sæberg 22.11. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.