Morgunblaðið - 02.12.2020, Side 1
M I Ð V I K U D A G U R 2. D E S E M B E R 2 0 2 0
Stofnað 1913 284. tölublað 108. árgangur
22 dagartil jóla
Sendu jólakveðju á
jolamjolk.is
HEFUR
LESIÐ INN
500 BÆKUR
ÖRVA ÞARF
ERLENDA
FJÁRFESTINGU
VÉLVÆDDIR
VIÐAR-
SKÚLPTÚRAR
VIÐSKIPTAMOGGINN UNNDÓR Í KLING & BANG 24VIÐURKENNING 10
Spá 11,3 milljarða halla
Ætla í 175 milljarða fjárfestingar á næstu þremur árum
Sjálfstæðisflokkurinn gagnrýnir skuldasöfnun í góðærinu
hafði orð á því þegar hann mælti fyr-
ir fjárhagsáætluninni í borgarstjórn
í gær, að stórauknar fjárfestingar
borgarinnar á næstu árum skæru sig
úr í samanburði við fjárfestingar-
áform nágrannasveitarfélaga
Reykjavíkur. Í umræðum um málið
sagði Eyþór Arnalds, oddviti Sjálf-
stæðisflokksins, að borgin hefði safn-
að skuldum í góðærinu, það gerði
verkefnið sem nú blasti við miklu erf-
iðara en ella. Á borgarstjórnarfund-
inum í gær lögðu fulltrúar Sjálfstæð-
isflokksins fram tillögu um að 2,8
milljarða króna arðgreiðslum Orku-
veitu Reykjavíkur yrði ráðstafað til
lækkunar útsvars.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Áhrif kórónuveirufaraldursins rista
djúpt í fjárhagsáætlun Reykjavíkur-
borgar fyrir næsta ár.
Borgin gerir ráð fyrir 11,3 millj-
arða króna rekstrarhalla á A-hluta á
næsta ári en borgaryfirvöld ætla
samt sem áður að ráðast í 175 millj-
arða fjárfestingar á næstu þremur
árum.
Fjárfestingarnar felast m.a. í
íbúðauppbyggingu og byggingu
íþróttamannvirkja.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
Spá fyrir næsta ár
» Rekstrartekjur borgarinnar
verða tæpir 134 milljarðar
» Gjöld verða 137 milljarðar
» Rekstrarniðurstaða sam-
stæðu borgarinnar verður því
neikvæð um 2,7 milljarða
MTaka á 51,8 milljarða að láni … »2
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í gær sæti
á Evrópumótinu sem fer fram á Englandi sumarið 2022. Þetta
verður fjórða lokamót EM sem Ísland kemst á í röð.
Ísland sigraði Ungverjaland 1:0 í gær og skoraði Berglind
Björg Þorvaldsdóttir sigurmarkið með fallegu skoti um miðj-
an seinni hálfleik leiksins. Ekki varð ljóst fyrr en eftir leiki
gærkvöldsins að sætið væri tryggt en Ísland var eitt þriggja
liða með bestan árangur í 2. sæti undankeppninnar og slapp
því við umspil. »22-23
Ljósmynd/Szilvia Micheller
Ísland komið á EM í fjórða skiptið í röð
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
umhverfis- og auðlindaráðherra
kynnti í gær nýtt frumvarp um há-
lendisþjóðgarð. Hann kveðst í sam-
tali við Morgunblaðið í dag vera
bjartsýnn á að það verði samþykkt.
Ekki er þó að heyra á samherjum
hans í ríkisstjórn að þar ríki eintóm
hamingja með frumvarpið. Sig-
urður Ingi Jóhannsson formaður
Framsóknarflokksins birti í gær
fjölmarga og ítarlega fyrirvara í sjö
meginliðum, sem eru svo veiga-
miklir að frumvarpið þarf að taka
miklum breytingum eigi Framsókn
að styðja það. Sjálfstæðismenn gera
einnig sína fyrirvara.
Þingmenn sem Morgunblaðið
ræddi við segja málið flókið og
óútrætt, en ekki hjálpi upp á að það
sé seint fram komið á síðasta þing-
vetri. »10
Hálendisþjóðgarður
ennþá óútrætt mál