Morgunblaðið - 02.12.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 2020
Nú getur þú keypt gjafabréf
á Hótel Örk í netverslun okkar
Kynntu þér málið
á hotelork.is
NOTALEG
SAMVERA
Jón Magnússon hæstaréttar-lögmaður skrifaði í gær, á
fullveldisdaginn, um nýfallinn
dóm Mannréttindadómstólsins
svokallaða, MDE. Hann segir að
frá því að Ísland fékk fullveldi
hafi það kosið að deila fullveldinu
mismikið með öðr-
um þjóðum og með-
al annars „sam-
þykkt að fara eftir
niðurstöðu Mann-
réttindadómstóls-
ins í raun“. MDE
hafi kveðið upp
þann dóm að ráð-
herra og Alþingi hefðu brotið
gróflega af sér við skipun dómara
Landsréttar.
Jón skrifar: „Það er dapurlegtþegar þjóð sem telur sig vera
frjálsa og fullvalda telur sig þurfa
að hlíta valdboði frá Strassborg í
máli, þar sem íslensk stjórnvöld
fóru að öllum lýðræðislegum
reglum, máli, sem fékk nákvæma
skoðun og ekki var hallað neinum
lýðræðislegum rétti, mannrétt-
indum eða pólitísku öryggi borg-
aranna. Þá er gjörsamlega fráleitt
að skipun dómaranna í Landsrétti
hafi getað leitt til þess að mann-
réttindi annarra en þeirra sem
ekki fengu skipun væru hugsan-
lega brotin.
Með þessum dómi reynir Mann-
réttindadómstóll Evrópu að taka
sér vald sem er óeðlilegt þegar í
raun engin mannréttindi eru brot-
in, þó ekki væri farið í einu og öllu
að niðurstöðu valnefndar eins og
hún væri staðgengill Guðs á jörð-
inni.
Þetta er enn sérstakara þegar
fyrir liggur að ábyrgð á skipun
dómara er hjá ráðherra og Al-
þingi en ekki hjá valnefndinni.
Það er sjálfsagt kominn tími tilað íslenska þjóðin taki nú
undir með forföður sínum Jóni
Loftssyni Oddaverja og segi:
„Heyra má ég erkibiskups dóm,
en ráðinn er ég í að hafa hann að
engu.““
Jón Magnússon
Að engu hafandi
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
ASK Arkitektar ehf. hafa sent fyrirspurn til
Reykjavíkurborgar þess efnis hvort leyfð verði
starfsemi sem felur í sér þróun og framleiðslu
trefjabáta í húsinu á lóð nr. 11 við Geirsgötu.
Beiðninni var vísað til umsagnar verkefnis-
stjóra skipulagsfulltrúa.
Umrætt hús hefur verið í fréttum undanfarið
vegna áforma malasíska auðkýfingsins Vincents
Tans, eiganda Geirsgötu 11, um að byggja rúm-
lega 33 þúsund fermetra byggingu með hóteli á
Miðbakka hafnarinnar. Borgaryfirvöld höfnuðu
sem kunnugt er beiðni Tans.
Fram kemur í bréfi ASK að Rafnar ehf., fé-
lag sem þróar og framleiðir trefjabáta, hafi hug
á að vera með hluta framleiðslu sinnar í Geirs-
götu 11. Framleiðslan sé í lokuðu kerfi og lítil
sem engin lykt eða önnur mengun af hennar
völdum.
Um er að ræða hluta hússins, eða 1.500 fer-
metra framleiðslurými og 200 fermetra skrif-
stofur. Tekið er fram að húsnæðið sé til útleigu
til skemmti tíma (3-5 ár) á meðan framtíðarnýt-
ing lóðarinnar verði skoðuð. sisi@mbl.is
Bátar smíðaðir í húsi Tans?
Rafnar vill framleiða
trefjabáta í Geirsgötu 11
Morgunblaðið/sisi
Geirsgata 11 Hefst þar smíði trefjabáta?
Verkefnið Vorviður er að hefjast.
Um er að ræða styrki til skógræktar
á vegum félaga og félagasamtaka.
Verkefnið er hluti af aðgerðaáætlun
ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.
Markmiðið með Vorviði er að efla
samstarf Skógræktarinnar og ým-
issa félaga. Þannig geta þau bundið
kolefni með skógrækt.
„Það er miðað við að þetta séu
ekki félög sem fást sérstaklega við
skógrækt heldur t.d. félagasamtök
eða félög sem vilja kolefnisjafna
starfsemi sína. Það gætu þess vegna
verið kórar, kvenfélög eða golf-
klúbbar,“ segir Sæmundur Kr. Þor-
valdsson skógræktarráðgjafi. Um
níu milljónir króna verða settar í
verkefnið. Það getur nægt fyrir 60-
90 þúsund plöntum, eftir því hvað
keyptar eru dýrar plöntur. Miðað
við 2.000 plöntur á hektara gæti
skógurinn orðið alls 30-45 hektarar.
Þau skilyrði eru sett að plönturn-
ar séu ræktaðar í ræktunarstöð og
telst það kostur ef hún er í heima-
héraði. Styrkurinn er þó ekki til eig-
in plöntuframleiðslu. Eingöngu
verður um að ræða endurgreiðslu
kostnaðar við plöntukaup. Félög
sækja um styrkinn til Skógrækt-
arinnar og verður gerður samningur
við hana um hvert verkefni.
Félög sem ætla að planta í land
sem þegar er á skipulögðu skóg-
ræktarlandi munu njóta forgangs.
Sæmundur segir að það borgi sig
fyrir félög sem hyggjast sækja um
styrk að afla sér fyrst formlegs leyf-
is landeiganda fyrir plöntuninni. Það
geti t.d. verið á landi sveitarfélags,
ríkisins, bænda eða annarra landeig-
enda þar sem gert er ráð fyrir skóg-
rækt. gudni@mbl.is
Styrkja félög
til skógræktar
Vorviður er nýtt
verkefni sem styrkir
plöntun trjáplantna
Ljósmynd/skogur.is
Gróðursetning Félagasamtök geta
sótt um styrki til trjáplöntukaupa.